Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 23
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Verölauna*
getraun
Kompunnar
Þetta er 6. og síðasta
getraunin. Það verður
dregið úr svörum við
númer 1, 2 og 3 þann 1.
desember, en úr svörun-
um við hinum þremur
viku seinna svo að allir
fái nógan tíma til þess að
senda inn svör við númer
6. Enn er ekki of seint að
senda svör við hinum
getraununum.
Myndina sendi Védís
Leifsdóttir, 10 ára,
Baldursgötu 9 Reykjavík.
Börnin tvö, sem eru að
leika sér undir hólbarð-
inu, heita Jón og Vala.
Drengurinn er að gæta
systur sinnar meðan
mamma þeirra er í vinnu
úti í kaupstaðnum.
,,Það er svo undarlegt,
að hér er allt kennt við
mömmu hans. Kofinn
þeirra heitir Guggubær,
og bletturinn kringum
kofann er kallaður
Guggublettur, þar sem
móðir hans hefur látið út-
búa vatnsból í læknum,
heitir Guggubuna, en
sjálfur er hann kallaður
Gugguson."
1. úr hvaða bók er þessi
kafli tekinn?
2. Eftir hvern er bókin?
3. Hvert var Jón Guggu-
son sendur til að vinna
fyrir sér?
4. Hvað hét stelpan sem
varð vinkona hans?
5. Hvað heitir seinni hluti
verksins?
Þessir sendu svör í
vikunni: Steingrimur
Sigurgeirsson, Hraunbæ
36, Reykjavík, Berglind
Halldórsdóttir, Esjubraut
10, Akranesi, Ester Auður
Elíasdóttir, Kársnes-
braut 41, Kópavogi,
Björgvin Áskelsson,
Ægisgötu 1, Stykkishólmi,
Guðrún Hálfdánardóttir,
Freyvangi 17, Hellu, Kol-
beinn Jósepsson og Ingi-
mundur Þór Jósepsson,
F jarðarhorni, Bæjar-
hreppi, Strandasýslu.
Sovésk myndlistarsýning
í Austurbæjarskólanum
Nýlega var hér á ferð
sýning á myndlist barna á
aldrinum 7—11 ára frá
Sovétríkjunum. Jón E.
Guðmundsson myndlist-
arkennari í Austurbæjar-
skóla sá sýninguna í
salarkynnum Mír við
Suðurlandsbraut og
hreifst svo af henni, að
hann kom því til leiðar, að
hún var sett upp á göng-
um skólans. Vakti sýn-
ingin mikla aðdáun barn-
anna og varð þeim hvatn-
ing til að gera eins vel. Á
myndinni sést Sveinbjörn
Markússon kennari skoða
listaverkin með hóp 11
ára barna. — Sýningin.
mun verða í fleiri skólum
eftir óskum hlutaðeig-
andi myndlistarkennara.
Niöurlag
mynda-
sögunnar
Hér lýkur sögunni af
Luba. Kompan þakkar
höfundinum, jafnframt
er hann beðinn vel-
virðingar á því að i síð-
asta blaði víxluðust
myndirnar. Þótt auðvelt
sé að sjá hvor átti að
vera á undan, eru þetta
leið mistök.
Stígur skrifaði söguna
á dönsku og annaðist um-
sjónarmaður Kompunnar
þýðinguna.
Þessa skemmtilegu mynd teiknaði Guðrún Hálf-
dánardóttir, Freyvangi 17, Hellu, Rangárvalla-
sýslu. Guðrún er 9 ára.
Eftir Stíg Steinþórsson
pBQFIR MéR enuÐiTWl
VE-RÐfi F'oRIN0l,5fíú&l 'IHNii,.
ÉG MÓÐUR ÞltMI fíÐ [
y,Ða/£lUM EKK!T£K-
IÐ MBÐTlLJfíRP-
FlRINUftfí, TpVfpBM&iI
2jfí 'fífífí’
ÉQ KDM éFTUI^ MflWUÐi SEImmi)
MeÐ F-UULUM UÐSTblf?K 00 LfíGÐI
exeRos r RÚS7 MFf> SÚPEf?-L-
YBTHISSPRBNGíú BU Þ>a L-IFP'I?
PrF, ÞV/' l?ú V»Tl?ST MEÐ tMoTEI \*-
\JR ( Þe'i?. ' -
__,fc>
SPRAUTU HEÖ LrMÓT-
E>Tf?l OCi LlF&itR fíF, HV'0-RNiQ Svo
SEM þB£> HEFUR VFRid HÐ UFfí OF-