Þjóðviljinn - 11.12.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 11.12.1975, Page 7
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. desember 1975. Fimmtudagur 11. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Sósíal- demókratar og kommúnista- flokkar í Svíþjóð j 2.grein Miklar deilur og margvisleg skoðanaskipti hafa verið meðal sænskra kommúnista. t raun og veru er hér um að ræða þátt al- þjóðlegs fyrirbæris. Sænska af- brigðið ber að vísu mörg vanþró- unareinkenni en eigi að siður er ekki hægtað ræða ástandið meðal sænskra kommúnista nema fyrst sé tekin til athugunar hin alþjóð- lega þróun. Klofningur sósíaldemó- krata og kommúnista 1917-1919. Það gleymist oft um hvað klofning kommúnista og sósial- demókrata 1917-1919 i raun og veru fjallaði: Hér var ekkium að ræða fyrst og fremst afstöðuna til Sovétrikjanna eins og flestir telja i dag (margir sósialdemókratar voru framan af tilbúnir til að verja árangur októberbyltingar- innar rússnesku ef þeir sluppu við að vinna að byltingu i eigin landi) Klofningur Kommúnista og sósialdemókrata stafaði af deil- um um heimsbyltinguna. Bylt- ingin i Rússlandi var framkvæmd i trausti þess að hér væri um neista heimsbyltingarinnar að ræða. Kommúnistaflokkarnir voru skipulagðir sem ieniniskir byltingaflokkar. Að visu áttu slik- ir flokkar að taka þátt i kosning- um en alræði öreiganna var ekki hægt að framkvæma með tækjum borgaralegs þingræðis. — Sósial- demókratar töldu hins vegar að alræöi öreiganna væri langtima- þróun, smátt og smátt yxi valda- geiri verkalýðsins i þjóðfélaginu á kostnað auðvaldsins. Með öðr- um oröum Valkostnirnir voru skyndileg valdataka (bylting) verkalýðsins og hægfara valda- taka verkalýðsins. Alræði öreiganna — hvað er það? f stað þess að verkalýðurinn i Sundurleitir kommúnistahópar besta falli réði aðeins litlum hluta valdsins i takmörkuðum mæli, — rikisvaldinu, átti allt vald, þ.á.m. auðmagnið, að koma i hendur verkalýðsins. Hinn ólýðræðislegi þáttur, einkaeign framleiðslu- tækja, skyldi afnuminn. Samfé- lagið yrði þvi lýðræðislegra en kapitaliskt samfélag. I upphafi rússnesku byltingarinnar var ekki stefnt að einflokkskerfi og hópamyndanir innan bolsevika- flokksins voru leyfðar. Fyrst þeg- ar i ljós kom að ekkert varð úr heimsbyltingu og að Sovétrikin stóðu einangruð og fátæk, var einflokkskerfi komið á og hóp- myndanir bannaðar (1921). Þetta var réttlætt sem ill og timabundin nauðsyn. Stalínisminn Eins og oft vill verða var illa nauðsynin, — einflokkskerfið og bann á hópmyndunum, brátt gert( að dyggð. Hugmyndalegur ein-’ strengingsháttur i flokksstarfi, á- samt afneitun á heimsbyltingu og einhliða dýrkun á stjórn Sovét- rikjanna varð á áratugnum 1920- 30 meðal helstu einkenna kommúnistaflokka. Þessi þróun er réttilega nefnd stalinisk. Kommúnistaflokkar um heim all- an héldu flestir þeim einkennum, er þeir hlutu áratuginn 1920-30, framtill956. Þá fóru breytingar að gerast, mismunandi hratt i mismunandi löndum. Sem verka- lýðsflokkar voru þeir yfirleitt til vinstri við sósialdemókrata en helstu einkennin voru þó skýlaus dýrkun eða afsökun á öllu sem sovésk stjórnvöld gerðu og ein- strengingsháttur i skipulagi og hugmyndum. (Stefnubreytingar voru gjarnan i formi kúvendingar án þess að viðurkennt væri að um verulega stefnubreytingu var að ræða. Allir flokksmenn urðu að fylgja forystunni i slikri kúvend- ingu i nafni flokksaga). Samfylkingin Merkasta stjórnlisfanýjung Stalinismans er tvimælalaust samfylkingarhugmyndin. Verka- menn, jafnt jkommúnistar og sósialdemókrat;ir, áttu að taka höndum saman við lýðræðissinn- aða borgara og bændur til þess að vernda lýðræðið;siðar var hug- takið útvikkað þannig að sam- fylking átti að stuðla að þjóð- frelsi. Athyglisvert er að kenning þessi kom fram af sömu ástæðu og aðrar nýjungar stalinismans, — af illri nauðsyn, — i þessu til- felli vegna valdatöku Hitlers. Samfylkingarhugmyndir gerðu kommúnistum viða kleift að kom- ast úr einangrun og jafnvel ná á- hrifum. í vanþróuðum löndum og nýlendum var samfylkingin kommúnistum viða leiðarljós sem gerði þeim kleift að ná for- ystunni i þjóðfrelsisbaráttunni. að draga úr einstrengishætti i ein- stökum kommúnistaflokkum. Einkum i Vestur-Evrópu. Sveigj- anleiki i starfi út á við hefur verið yfirfærður á starf i flokknum sjálfum. Á þann hátt hafa ýmsir kommúnistaflokkar endurnýjað sig hugmyndalega án þess að þurfa að taka fortið sina til ræki- legrar endurskoðunar. 1 sam- starfi við aðra flokka er samfylk- ingarhugmyndin sett til sinna rökréttu endamarka: Lýst er yfir fylgi við fjölflokkakerfi i þvi GfSLI GUNNARSSON, SAGNFRÆÐINGUR, SKRIFAR FRÁ SVÍÞJÓÐ (Dæmi: Kina og Indókina A móti samfylkingarkenningunni má hins vegar benda á ósigra sem aö miklu leyti stöfuðu af henni. Dæmi: Indónesia.) Samfylkingin og leiöir til fjölflokkakenningar (pluralisma.) Eftir 1956 hefur samfylkingar- hugmyndin haft viðtæk áhrif til sósialiska samfélagi sem stefnt er að. — Þessi þróun er greinileg- ust i kommúnistaflokkum Italiu og Spánar. Eðlileg spurning er hvað greinir þessa flokka frá sósialdemókrötum Vestur- Evrópu. Etv. má segja að hér sé um stigsmun fremur en eðlismun að ræða. Hjá báöum er hugmynd- inni um skyndilega valdatöku (bylting) hafnað. Báðir leggja á- herslu á að ekki megi eyðileggja hina lýðræðislegu þætti í kapital- GUNNAR GUNNARSSON SKRIFAR UM FJÖLMIÐLA Veggurinn Einhver maður sem skrifar nafnlaust aftan á Alþýðublaðið sagði á þriðjudaginn, að mikið svindl viðgengist nú i tengslum við Kröfluvirkjun. Maðurinn sagði þetta reyndar ekki svona, heldur talar hann nokkuð um þá frægu samtryggingu flokkanna sem kratar fóru að tala um eftir að þeir hættu i hægristjórninni um árið. Siðan segir sá nafn- lausi: „Sérfróðir menn segja á tveggja manna tali, að vist sé, að stefnt sé að mikilli umfram- framleiðslu á raforku á Norður- landi.sem hljóti að hafa það i för með sér, að raforka á Norður- landi verði rándýr eigi fram- kvæmdirnar að svara kostnaði. Þegar beöið er um opinbera skýringu láta þessir sömu menn frá sér fara skriflegar umsagn- ir, sem a.m.k. leikmönnum þyk- ir ógerlegt að túlka nema sem algera þverstæðu. Sérfróðir menn segja á tveggja manna tali, að þegar sé ljóst, að Kröfluvirkjun muni ekki geta tekið til starfa á til- settum tima. Þegar sömu aðilar eru krafðir opinbers svars, þá er vitnað i gamlar áætlanir, sem segja það verði, settur upp sak- leysissvipur og sagt: Hér stend ég og veit ekki betur. Sérfróðir menn segja á tveggja manna tali, að ljóst sé, að kostnaður við virkjun Kröflu fari langt fram úr áætlunum, sem fyrir liggja og raunar séu þau vandamál, sem við virkj- unarframkvæmdunum blasa legió. Þegar sömu aðilar eru beðnir um opinbera álitsgerð koma þeir af fjöllum. Sérfróðir menn fullyrða i tveggja manna tali að langt sé siðan hugmyndin um stofnun Norðurlandsvirkjunar króknaði i andbyr flestra þeirra, sem málum ráða. Þegar þeir eru krafðir svars opinberlega um, hver eigi að taka við rekstri Kröfluvirkjunar þegar þar að kemur, svara þeir: Norður- landsvirkjun. örvar getur talið miklu lengra, það sem fram hefur komið I þessu máli, en allt ber að sama brunni. Kerfisflækjan sprettur örar upp, en úr henni er greitt. En skyldi það nú samt sem áður vera, að það reyndist rétt, sem sérfróðir menn fullyrða undir fjögur augu, og lands- menn standa uppi með vand- ann, en hafi glatað vegsaukan- um, hver skyldi þá bera ábyrgð- ina? Sérfræðingurinn segir: „Ekki ég”, ráðherrann segir: „Ekki ég”, nefndirnar segja: „Ekki ég”, — i þessu ævintýri er eng- inn, sem tekur að sér hlutverk litlu, gulu hænunnar.” Veggurinn Blaðamenn, sem sannarlega ættu að finna sig knúða til að opna þetta „Kröflu-mál” (ef eitthvert er) reka sig mjög oft á þennan svampkennda vegg, sem alþýðublaðamaðurinn talar um. Kerfið heimsfræga er al- gjörlega sjálfvirkt, þegar utan- aðkomandi maður kemur og ætlar að hrófla við viðkvæmu máli. Mönnum er endalaust fleygt til og frá, veggur er rek- inn niður i hverja glufu þar til aðkomumaðurinn gefst upp. Kannski er besta dæmið um að- stöðu blaðamanna einmitt það, að þótt dagblað birti nafnlausta grein, sem jafnast á við leiðara blaðsins, þar sem fjallað er á opinskáan átt um likur á þvi að tilteknir stjórnmálamenn og kerfismenn séu að svindla á al- menningi, þá kemur ekkert svar. Veggurinn steinþegir. Veggurinn er svo gljúpur i sér, að hann bergmálar ekki einu sinni. isku samfélagi, þegar hin hæg- fara breyting i átt til sósialisma (og aukins lýðræðis) á sér stað. Aðalmunur sósialdemókrata og pluralista (fjölfylkinga) i röðum kommúnista felst i gjörólikri sögulegri hefð. Sósialdemókratar hafa i flestum Evrópulöndum i áratugi tekið þátt i rekstri hins kapitaliska rikisvalds, hafa i mörgum tilfellum afneitað sósial- iskum markmiðum ekki aðeins i verki heldur og i orðum. Hér er samt mikill munur frá einu landi til annars. Fjölfylkingar úr hópi kommúnista hafa hins vegar um áratugi verið án þátttöku i rekstri kapitalismans og hafa tamið sér aö ræða um sósialiska valkosti gegn Kapitalismanum. Trotskýismi Siðan 1956 hefur Trotskýistum viða vaxið fiskur um hrygg. Trotskýistar eru byltingarsinn- aðir og halda sig sem mest við hinarupphaflegu hugmyndir rúss- nesku byltingarinnar. 1 samtök- um sinum leyfa þeir hópmyndun um mismunandi skoðanir. Þótt þeir telji að einn flokkur hljóti að hafa forystu um Byltinguna telja þeir að hlutverk flokksins eigi að vera timabundið. Sovétrikin og Kina eru skv. skilgreininguþeirra hvorki sósialisk né kapitalisk heldur á þróunarstigi frá kapital- isma til sósfalisma. Hinn félags- legi þáttur sósialismans, afnám einkaeignar, hafi verið fram- kvæmdur, en hinn pólitiska þátt, sósialiskt lýðræði og verkmanna- stjórn, vanti. Mikil áhersla er lögð á alþjóðlegt eðli baráttunnar og hver flokkur skal lúta boðum Alþjóðasambandsins I meginat- riðum. — Viss atriði i boðskap Trotskýista hafa hlotið góðan hljómgrunn meðal sumra fjöl- fylkinga og má þar einkum nefna áhersluna á sósialiskt lýðræði. En byltingaáróðri Trotskýista eru bæði fjölfylkingar og sósialdemó- kratar andsnúnir. A Norðurlönd- um, þar sem Trotskýista hefð vantar, hefur Trotskýisminn skotið rótum fyrst og fremst sem andsvar (og gagnsefjun) við Mao- isma siðustu 7 árin. Síðstalínisminn Með siðstalinisma er átt við stalinisma eftir 1956. Hin gamla staliniska hefð hefur klofnað all rækilega i tvær mjög andstæðar fylkingar, — Moskvu-komma og Peking-komma (Mao-ista). Margt er samt furðu likt með þessum hópum. í báðum tilfellum er um að ræða tryggð við ákveðin stjórnvöld og stefnu þeirra frem- ur en fastmótaða hugmyndafræði (þ.e. hugmyndafræði breytist i samræmi við breytingar i stefnu stjórnvaldanna). I báðum tilfell- um er óleyfilegt að efast um að allt sé gott og rétt sem frá við- komandi stjórnvöldum kemur. Ýmis grundvallaratriöi hins hefð- bundna stalinisma eru hin sömu hjá báðum: Trú á einsfiokkskerfi i „sósialísku” þjóðfélagi, trú á fasta og örugga forystu, bann við hópmyndunum innan eigin flokks. Og siðast en ekki sist: Stefna Stallns i Sovétrikjunum er talin hafa verið rétt I öllum meg- inatriðum. Moskvukommar (Brésnefismi) I flestum kommúnistaflokkum Vestur-Evrópu eimir ennþá eitt- hvað eftir af gamalli virðingu fyr- ir flestu sem frá Sovétrikjunum kemur. Yfirleitt er þó samtimis um vissa gagnrýni að ræða á stjórnvöldin i Kreml. Virðing blandin vissri gagnrýni einkennir sem sagt afstöðu meirihlutans gagnvart Sovétrikjunum. Til- svarandi virðing gagnvart Kina finnst hins vegar litið eða ekkert i kommúnistaflokkum Vestur- Evrópu og Mao-ismi er þaðan yf- irleitt burtflæmdur. En á vissum stöðum hafa komið fram hópar aðallega innan þessara flokka sem leggja á það áherslu að allt sem sovésk yfirvöld gera sé rétt. Það eru þessir hópar sem hér eru nefndir Moskvukommar (Brés- nefistar). I Finnlandi halda þeir árlega hátiðlega frelsun Tékkó- slóvakiu og eiga þar við innrás rússa 1968. Réttarþöldum yfir ve- sælum rithöfundum er fagnað sem dæmi um árveknina gegn vestrænni heimsvaldastefnu. Vinsamlegri gagnrýni á stefnu Kreml er jafnað við fasiskan áróður. t innanlandsmálum vilja „Moskvukommar” gjarnan vera til vinstri i flokki sinum en sam- timis taka þeir upp mjög ósvegj- anlega andstöðu við alla hópa til vinstri við flokkinn. Yfirleitt eiga þeir erfitt með að hafa fastmót- aða stefnu i innanrikismálum og kúvendingar eru algengar. Áber- andi er viss andúð á hugmynda- fræðilegum umræðum og ákveðin andmenntastefna (anti-itllektual- ismi) kemur gjarnan fram. Nýstárlegar hugmyndir kallast oft smáborgaralegt hjal en menn- ingarleg og félagsleg ihaldsemi er vegsömuð og kennd við verka- lýðinn. Pekingkommar (Maóistar) Pekingstjórnin leggur sig ekki eins mikið fram og stjórnin i Kreml að koma sér upp hlýðnum og öguðum flokkum (eða -flokks- brotum). Þeir sem vilja sýna Peking skýlausa hollustu hafa þvi ekki ákveðin fyrirmæli hvað snertir stefnu og skipulag. Maóistar eru þvi gjarnan klofnir i ótal hópa sem deila innbyrðis og eru á margan hátt mjög ólikir. Eftir menningarbyltinguna i Kina (1967) spruttu upp alls kyns „maóistahópar” sem áttu meir skylt við anarkisma (stjórnleys- isstefnu) en marxisma. Þessir hópar eru nú yfirleitt dánir drottni sinum og yfirleitt byggja evrópskir maóistar (eða marx-leninistar) eins og þeir nefna sig sjálfir) nú mjög á staliniskri hefð. Sameiginlegt hinum ýmsu maóistahópum, sem aðskilur þá frá öðrum komma- hópum, er auk skýlausrar hlýðni við utanrikisstefnu Kina, mikil andúð á Sovétrikjunum. Sovétrik- in eru ekki lcngur sósialisk (þau voru það hins vegar meðan Stalin lifði.) Þar er rikiskapitalismi sem ákveðin yfirstétt styðst við. Þessi yfirstétt, — stjórn landsins, merg- sýgur verkalýðinn. Rikiskapital- ismi Sovétrikjanna er fyllilega sambærilegur við einka- kapitalisma, Bandarikjanna. „Sósialimperíalismi” Sovétrikj- anna er sambærilegur við imperi- alisma Bandarikjanna. Gegn báðum þessum risastórveldum verður að berjast jafnt. Aðaland- stæðingar risastórveldanna eru framfarasinnuð öfl, einkum i þriðja heiminum, undir forustu Kina. Þessi framfarasinnuðu öfl geta bæði verið verkalýður, bændur og þjóðlegir (og /eða lýð- ræðissinnaðir borgarar XMæli- kvarðinn á framfarasinnuð öfl er afstaðan til Kina. Það sem sundrar maóistum er margbreytileg afstaða i málum þess rikis sem þeir vinna i. Sumir eru mjög róttækir og byltinga- sinnaðir. Aðrir eru fremur hæg- fara sósialistar. Sumir eru kreddufullir og vinna yfirleitt ekki með öðrum samtökum. Aðrir vinna fyrst og fremst i samfylk- ingu með öðrum. Sentristar (miðlínumenn) Sentristar eru andstæðir fjöl- fylkingum (plúralistum) að þvi leyti að þeir halda fast i bylting- arhugsjónina (og tala gjarnan mikið um byltingu). Þeir eru and- stæðir bæði plúralistum og Trot- skýistum að þvi leyti að þeir eru stuðningsmenn eins flokkskerfis „eftir byltinguna” og eru á móti frjálsum hópmyndunum innan Flokksins. Þeir hafna alþjóða- hyggju Trotskýista (sterku al- þjóðasambandi, sem flokkarnir lúta) I öllum þessum málum fylgja þeir sem sagt hinni stalin- isku hefð, leggja þó meiri áherslu á „fánýti þingræðis” en þar er venjulegt. Þeir reyna að hafa gagnrýna samstöðu bæði með Moskvu og Pekingjaf þvi kemur nafngiftin. Sentristar finnast i öll- um Evrópulöndum i mismunandi myndum. Dæmi um sentrista: Flokkur Vinstri sósialista (VS) i Danmörku. Þaðer hið sænska af- brigöi Sentrismans sem nú er mjög i sókn i Vinstriflokknum — Kommúnistar (VPK). 60% hækkun hafnargjalda Ólafur B. Thors, formaður bafnarstjórnar, gerði borgarfull- triium grein fyrir þvi á siðasta fundi borgarstjórnar, að fjár- hagsstaða hafnarinnar væri mjög slæm, og mciri hætta væri á ferð- um en mcnn gerðu sér grein fyrir ef hlutur hafnarinnar yrði ekki réttur. Til þess að jafna fjárhagsstöðu hafnarinnar, svo og til þess að eignast einhvern pening til við- halds þyrfti gjaldskrá hafnarinn- ar að hækka um 60% um næstu áramót. Gjaldskráin er tviskipt, og á- kveður hafnarstjórn hversu há þjónustugjöld innan hafnarinnar eru hverju sinni. Eru þau jafnan miöuð við, að þjónustan standi undirsér. Hins vegar eru hafnar- gjöld, sem samgöngumálaráðu- neytið þarf að staðfesta. Ráðu- neytinu hefði nú verið skrifað bréf, og þvi gerð grein fyrir hækkunarþörf hafnarinnar. Auk þess sem hafnargjöld munu hækka um 60% um áramót, ef ólafur B. Thors hafnarstjórn fær sitt fram, er ætl- að að gera nokkrar breytingar á gjaldskránni sjálfri innbyrðis. -úþ NÝJAR BÆKUR Tómas Guðmundsson Stjörnur vorsins í „viö- hafnarútgáfu” Tómas Guðmundsson verður 75 ára 6. janúar nk. og í tilefni þess gefur Almenna bókafélagið út „viðhafnarútgáfu” af Stjörnum vorsins. Verður útgáfan mynd- skreytt af Steinunni Marteins- dóttur, sem sér um allt útlit bókarinnar, en Kristján Karlsson annast útgáfuna og ritar formála fyrir ljóðunum. Stjörnur vorsins kom út 1940 og hefur ekki verið gefin út siðan sérstaklega. I bókinni er að finna mörg þekktustu ljóð Tómasar eins og i Klausturgarðinum, Þjóðvisu, Garðljóð, Ljóð um stúlkuna sem háttar o.fl. „Ef mér væri gert að velja eitt kvæði i Stjörnum vorsins, sem mér þætti vænst um, myndi ég vafalaust kjósa t klausturgarðinum. Það er meira kvæði en til dæmis Þjóð- visa, Garðljóð eða Vixilkvæði af þvi að það tekur yfir stærra vit- undarsvið. En hitt væri mark- laust að kalla það betra kvæði. Still skáldsins birtist jafnskýrt i öllum þessum kvæðum, sem ég nefndi, og þar með afstaða hans, hin ástúðlega virðing hans fyrir lifinu. ” Þannig kemst Kristján Karlsson að orði i formála sinum. Bókin verður gefin út i 1495 tölusettum eintökum. Hún kostar 7.800 kr. meö söluskatti og kemur i bókabúðir þessa dagana. ÁgÚSt Nýlega sendi bókaútgáfan Ið unn frá sér nýja skáldsögu eftir Stefán Júliusson og nefnist hún Agúst. Stefán Júliusson er af- kastamikill rithöfundur og hefur alls gefið út um tuttugu frum- samdar bækur. Stefán varð fyrst kunnur rithöfundur fyrir barna- bækur sinar en siðasta aldar- fjórðunginn hefur hann nær ein- vörðungu ritað bækur fyrir full- orðna. Agúst er nútimasaga sem ger- ist jöfnum höndum i Reykjavik og norður i landi. Aðalpersónurnar eru Agúst Arnórsson, ungur stjórnarráðsfulltrúi og Svava Björnsdóttir, háskólanemi og flugfreyja. Faðir hennar er settur sýslumaður norður i landi. Við söguna koma ráðherra, þing- menn, bæjarfulltrúar og ýmsir embættismenn og pólitikusar. Agúst er skáldsaga um ástir, ör- lög og baráttu um völd og hún er á köflum hressileg ádeila á hið svo- kallaða kerfi. Þótt Agúst sé hrein- ræktuð skáldsaga mun viða vera komið allnærri veruleikanum og mun sjálfsagt einhverjum þykja nærri sér höggvið. Bókin er 162 bls., prentuð i Prentsmiðjunni Eddu hf. A kápu er mynd eftir Eirik Smith list- málara. Ævisaga Ástu málara í skrásetningu Gylfa Gröndal Bókbindarinn hf. hefur gefið út bókina Ásta málari. Er þar á ferð ævisaga Ástu Arnadóttur sem lcngst af var búsett i Vestur- licimi. Gylfi Gröndal ritstjóri hef- ur skrásett eftir frumdrögum Astu og öðrum heimildum. Ásta var fyrsta islenska konan sem tók próf i iðngrein en hún lauk sveinsprófi i málaraiðn i Kaupmannahöfn og meistara- prófi i Hamborg. Hún fæddist i Narfakoti i Njarðvikum árið 1883, ÁSTA málari MCAái AT OVfKJÞU tlp UH t»<í KAMATTU A&TÚ AMAAttO'fTUK <svi.fi onfWmi Kun\m fluttist um miöjan aldur til Vest- urheims þar sem hún bjó allt til dauða árið 1955. Bókin um Ástu málara er 187 bls. að stærð, sett og prentuð i Prentverki Akraness og bundin i Bókbindaranum. Myndir og kápusiðu hefur Litbrá prentað en á kápu er mynd af veggteppi Bar- böru Arnason af Narfakotssyst- kinum. Önnur Krumma- bók á ferð Bókaútgáfan Steinholt hefur gefið út bókina Vesalings Krummi eftirfrægandanskan höf- und barna- og unglingabóka, Thöger Birkeland. Birkeland er sagnamaður góður sem lýsir i bókaflokknum um Krumma ýms- um uppákomum i lifi tiu ára drengs, sem á við eldri systur að etja. Áður hefur komið út bókin Krummarnir um sömu persónur. Skúli Jensson þýddi bókina. Mansöngur Dt er komin ljóðabókin Man- söngur, eftir Hannes Þórðarson. Bókin er 40 bls. og eru i henni 31 ljóð, þar af 24 mansöngvar. ljóð ort til kvenna, og sjö ljóð og stök- ur annars efnis. Tólf mansöngv- anna eru stökur en aðrir tólf lengri ljóð. Ljóðin eru öll hefð- bundin að gerð og ort undir ýms- um bragarháttum. Hannes Þórðarson. Hannes Þórðarson er fæddur 1902 og var i nærri hálfan fimmta áratug barnakennari i Reykjavik, lengst af við Austurbæjarskólann. — A kápu bókarinnar er teikning af æskuheimili höfundar, Jórvik i Breiðdal, gerð af Dröfn Hannes- dóttur. Prentun annaöist Prent- smiðjan Oddi hf. Mannfólk mikilla sæva Bókaútgáfan örn og Örlygur hefur gefið út bókina Mannfólk niikilla sæva — Staðhverfinga- bók, eftir séra Gisla Brynjólfs- son.en i kápu hennar segir með- al annars að hún sé i lausu máli, ljóðum og myndum lýsing á horfinni byggð. Hún sé lifandi lýsing á atvinnuháttum, dag- legu lifi og mannlegum örlögum við rammislenskar aðstæður. 1 fréttatilkynningu um bókina segir: „Mannfólk mikilla sæva er átthagarit i fyllsta skilningi þess orðs, en samt mikið meira. t henni er ekki um að ræða þurr- ar skrár eða skorpnar talnarað- ir um búendur og bústofn. skipastól og sjávarafla. Fjarri þvi. I henni er fyrst og fremst að finna lifandi lýsingu á atvinnu- háttum og daglegu lifi fólksins, sem þarna bjó. Hér fá prestar jafnt sem púlsmenn skráða sina sögu... Fyrir utan söguna sjalfa. þar sem heimilda er leitað i fomum bókum og gömlum bréf- um og stuðst við frásagnir gam- alla manna — þá eru i þessari bók hátt á annað hundrað myndir af landslagi, mönnum og mannvirkjum. En á milli kafla þessarar sögu er skotið smáletursgreinum með ýmsum fröðleik og fyrirburðasögnum.” Bókin er unnin að öllu leyti h já Prentsmiöjunni Eddu h.f„ en káputeikningu gerði Hilmar Helgason. Bókin er 239 bls. Sven Hazel enn Tortimið Paris heitir ný bók eftirSven Hazel. Bókin er skrifuð árið 1967 og tileinkuð lögreglunni i Paris, „sem hóf uppreisnina árið 1944 og varð fyrst til að draga frelsisfánann að húni yfir Paris", eins og segir á fyrstu siðum bókarinnar. lslensku þýðinguna gerðu þeir Baldur Hólmgeirsson og Bárður Jakobsson.. Sven Hazel hefur getið sér mikla frægð fyrir bækur sinar. sem þýddar hafa verið á yfir fimmtiu tungumál. Sex bækur hans hafa komið út á islensku. Bókin er 218 siður að stærð og gefin út af Ægisútgáfunni. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.