Þjóðviljinn - 11.12.1975, Síða 9
Fimmtudagur 11. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
• •
Oldin okkar
áttunda bók
Rœtt við Gils
Guðmundsson,
sem tók bókina
saman
Áttunda bókin i bókaflokk
þeim, sem gengur undir nafninu
„Aldirnar” er nú komin á markað
og spannar yfir tfmabilið frá
1951 til 1960. Kitstjóri þessa bindis
er Gils Guðmundsson, alþingis-
maður, en þetta er fimmta bókin I
þessum flokki, sem hann tekur
saman. Hinar ,,Alda”-bækurnar
þrjár tók Jón Helgason, ritstjóri
saman og bjó til prentunar.
,,Ég hef verið að vinna við
þessa bók i hlaupum sl. tvö ár,”
sagði Gils. „Meginefnið er að
sjálfsögðu úr dagblöðum. Ég vinn
efnið þannig, að ég reyni að sjóða
það niður, sem kannski hefur
birst i blöðunum á nokkrum dög-
um eða vikum. Yfirleitt er það
svo með flestar fréttir og flest
efni, að það er stytt verulega. Auk
dagblaðanna hef ég leitað fanga i
timaritum og ýmiss konar sérrit-
um.”
— Er þetta þá ekki geysimikið
verk?
„Jú og það hefur vaxið að þvi
leyti til, að við fyrri „Aldirnar”
var það hið takmarkaða efni, sem
olli vissum erfiðleikum, of litið
um fréttir og heimildir, en nú er
það þessi geysilega mikla útgáfa,
sem erfiðleikunum veldur.”
— Spannar þessi bók aila þá
meginatburði, sem hér gerðust
þennan áratug?
„Já, en auðvitað fellur ýmislegt
Geimtugg
Jóhann llelgason
tit er komin fyrsta ljóðabók Jó-
hanns Helgasonar. Nefnist bókin
Geimtugg. 1 bókinni eru 27 ljóö,
sem öll eru myndskreytt af
Pjetri Stefánssyni. Jóhann hefur
um árabil starfað sem tónlistar-
maður i popphljómsveitum hér
heima og erlendis. Bókin er fjöl-
rituð i Letri, en höfundarnir gefa
bókina út.
niður af þvi, sem hefði mátt vera
m'eð, þar sem um er að ræða
þverskurð, af þvi sem gerðist á
þessum árum, og er birt á aðeins
rúmlega 200 blaðsiðum. Megin
viðhorf mitt þegar ég setti saman
þessa bók var að gefa sem fjöl-
breyttasta og helst sem mest al-
hliða mynd af þvi, sem efst var á
baugi á þessu timabili.”
— Attu bágt sem pólitiskur
maður. þegar þú ert að skrifa um
hápólitisk efni?
„Nei, ekki held ég það. Vitan-
lega mótast bókin af mlnum
smekk, en ég reyni að setja mig i
stellingar fréttamanns, og
manns, sem er að reyna að segja
frá atburðum og staðreyndum, og
reyni að láta speglast td. viðhorf
hinna óliku sjónarmiða til mál-
efna. Ég vona þvi, að þess sjái
ekki sérstaklega stað, að ég hafi
minar skoðanir á þeim atburðum,
sem sagt er frá.
Hitt er svo annað, að vitanlega
mótast slik bók af smekk þess,
sem setur hana saman, og þvi er
ég viss um það, að engir tveir
menn veldu sama efni i slika bók.
Til dæmis kunna einhverjir að
sakna einhvers af iþróttasviðinu.
sem þó skipar verulegan sess. Nú
þá er ekki gert mikið úr glæpa-
málum og háskalegum óhöppum,
sem menn hafa lent i. Fegurðar-
samkeppnir og konungakomur
hafa einnig orðið afskipt hvað
efnismagn snertir.
Ég held að segja megi, aö það
sem einkenni þessa bók, séu land-
helgismál. Útfærslan í 4 milur
og lokun fjarða og fióa 1952 og
löndunarbannið, sem bretar settu
á okkur af þvi tilefni. í öðru lagi
er svo þorskastyrjöldin fyrsta frá
útfærslunní 1958, sem er langfyr-
irferðamesta efnið á árunum 1958
’59 og ’60. Þá tel ég, að handrita-
málið taki næst mest rúm i þess-
ari bók.”
Er bók um 7,áratuginn i deigl-
unni?
,,Ég er ekki byrjaður á henni,
en það hefur komið til tals að
halda verkinu áfram. Þar sem
þetta er ihlaupaverk finnst mér
sennilegt, að reikna megi með
tveimur árum til samantektar-
innar.” —úþ
LÓÐAÚTHLUTUN
- REYKJAYÍK
1. Reykjavikurborg mun á næsta
ári, 1976, úthluta lóðum fyrir iðn-
aðogþjónustustarfsemi við Vest-
urlandsveg (Borgarmýri), Súða-
vog, milli Kleppsmýrarvegar og
Holtavegar og Vatnagarða.
Áætlað er, að hluti lóðanna við
Vesturlandsveg verði byggingar-
' hæfur á hausti komanda, en lóðir
við Súðavog á árinu 1977/1978.
Greiða skal 1/3 hluta áætlaðs
gatnagerðargjalds við úthlutun,
en eftirstöðvar á 2 árum. Gatna-
gerðargjald miðast við 650-750
kr/rúmmetri.
2. Reykjavikurborg mun ennfrem-
ur úthluta lóðum til ibúðabygg-
inga aðallega á eftirgreindum
stöðum:
a. Fjölbýlishús i 1. áfanga Eiðs-
grandahverfis.
(úthlutað verður eingöngu til
byggingameistara).
b. Fjölbýlishús i Breiðholti III,
Hólahverfi 3. áfangi.
c. Fjölbýlishús við Hólmgarð.
d. Einbýlishús i Breiðholti II,
Stokkaselshverfi.
e. Einbýlishús i Breiðholti III,
Hólahverfi 2. áfangi.
Helming áætlaðs gatnagerðar-
gjalds skal greiða innan mánaðar
frá úthlutun, en eftirstöðvar áður
en byggingarleyfi er gefið út.
Gatnagerðargjald er sem hér seg-
ir:
Einbýlishús fyrir fyrstu 550
rúmm. kr. 1.434/rúmm.
Einbýlishús rými umfram 550
rúmm. kr. 1.972/rúmm.
Rað- og tvibýlishús
kr. 717/rúmm.
Fjölbýlishús 4 hæðir og minna
kr. 358/rúmm.
Fjölbýlishús yfir 4 hæðir
kr. 268/rúmm.
Umsóknir og allar nánari upplýs-
ingar um lóðir til ráðstöfunar svo
og skipulags- og úthlutunarskil-
mála verða veittar á skrifstofu
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2,
3. hæð.
Umsóknarfrestur er til og með
þriðjudeginum 30. desember n.k.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK
Bodil Forsberg:
Ég ann þér einum
Itrifandi ástarsaga um heitar
ástriður og örlagabaráttu.
6tt* héfuntt M
MOSWfiJ AYZfi) NÓf '
Francis Clifford
Nazisti á flótta
Ilörkuspennandi bók uni æðis-
gcnginn flótta.
Guómundur Böövarsson
Guðmundur Böðvarsson:
Ljóðasafn — safnrit V
Ný bók i samstæðri útgáfu á
verkum skáldsins.
Jóhann Hjálmarsson:
Myndin af langafa
Bók, scm allir tala um. Bók,
sem boðar nýja bókmennta-
stefnu.
Ungbarnabókin
er rituð af færustu sérfræðing-
um i barnauppeldi. Bók fyrir
mæður, verðandi mæður, ljós-
mæður og fóstrur.
Hörpuútgáfan.