Þjóðviljinn - 18.12.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. desember 1975.
Geir Gunnarsson við fjárlagaumrœðu:
Sjálfskaparvíti stjórnarinnar
valda mestum erfiðleikum
þingsjá
Viö birtum í gær nokkra
kafla úr ræðu Geirs
Gunnarssonar fulltrúa
Alþýðubandalagsins í fjár-
veitinganefnd/ við aðra
umræðu fjárlaga í fyrra-
dag.
Hér verða rakin fáein
atriði úr máli GeirS/ sem
ekki var greint frá í blað-
inu i gær.
Nú gerir fjárlagafrumvarpið
ráð fyrir því, að 56,8% verklegra
framkvæmda verði fjármagnað-
ar með lánsfé, og eykst vaxta-
byrðin enn að sama skapi.
Erlendar lántökur eru nú ráö-
gerðar hvorki meira né minna en
12 sinnum hærri en áriö 1974, og
það þrátt fyrir endurteknar yfir-
lýsingar fjármálaspekinga rikis-
stjórnarinnar að við séum fyrir
iöngu komnir að öllum endimörk-
um varðandi erlend lán.
Allt er þetta gert til að geta
viðhaldið stjórnlausum innflutn-
ingi. Tekjuáætlun rikissjóðs á
næsta ári er við það miðuð, að við
eyðum 14—16 miljörðum króna á
næsta ári umfram aflafé.
Aðaleinkenni fjárlagaafgreiðsl-
unnar bæði i fyrra og nú eru þau,
að rikisútgjöldin i heild eru hlut-
fallslega jafnmikil og áður, miðað
við þjóðarframleiðslu úm 29%, en
vægi’ einstakra þátta i fjár-
lögunum breytist. Jákvæðustu
þættirnir eru dregnir saman til
þess að mæta útgjaldaaukanum,
sem hlýst af útþenslu rekstrar-
liðanna. — Orsakir þessarar þró-
unar eru ekki sist sjáifar efna-
hagsráðstafanir rlkisstjórnarinn-
ar svo sem gengislækkanir,
vaxtahækkanir, söluskattshækk-
anir og álagning vörugjalds.
Sjálfskaparviti rikisstjórnar-
innar, það er verðbólguaukandi
efnahagsráðstafanir og stjórn-
leysi i gjaldeyrismálum og rikis-
fjármálum bitnar hart á þeim
fjárveitingum, sem miklu varða
almenning um Iand aiit.
Geir Gunnarsson.
Geir Gunnarsson nefndi dæmi
um hafnirnar. Það er aðeins gert
ráð fyrir rúmlega 500 miljónum
kr. til framkvæmda við almennar
hafnir, en ef átt hefði að standa
við þá 4 ára hafnaáætlun, sem
rikisstjórnin lagði fyrir þingið i
fyrra þurfti 1300 miljónir.
1 sambandi við grunnskóia er
ráð fyrir þvi gert að alls engar
nýjar framkvæmdir hefjist á
næsta ári, nema hjá þeim, sem
áður hafa fengið framkvæmda-
fjárveitingu án þess þó að hafa
hafist handa.
Fjárveitingar til iþróttamann-
virkja eru nú ráðgerðar með
þeim hætti, að rikið mun á næsta
ári skulda sveitarfélögum og
iþróttasamtökum um 76 miljónir
kr., en það verður álika skulda-
hali og vinstri stjórnin tók við i
þessum efnum árið 1971, en nú
hefur verið að mestu greiddur,
samkvæmt greiðsluáætlun frá
tima vinstri stjórnarinnar.
Með niðurskurði framkvæmda
og skuldasöfnun er verið að safna
upp vanda, sem stjórnarflokk-
arnir ráða ekki við, m.a. vegna
afleiðinga eigin verðbólgustefnu.
Oskemmtilegt er að sjá þennan
vanda hlaðast upp á sama tima
og rekstrargjöid hækka á tveimur
árum langt umfram almennar
verðiagshækkanir, og sumir
rekstrarliðir yfir 200%.
Geir Gunnarsson ræddi einnig
um 12% vörugjaldið, sem
stjórnarflokkarnir ætla nú að láta
launafók kaupa sig undan með
fjórðungs lækkun á niðurgreiðsl-
um. Vörugjaldinu skellti rikis-
stjórnin hins vegar á i sumar i þvi
skyni að taka til baka umsamda
lækkun tekjuskatts og riflega það,
en þvi var heitið við álagningu
vörugj., að það yrði aðeins i
gildi nú til áramóta. En nú á það
að vera afsökun fyrir áformaðri
skerðingu á niðurgreiðslum land-
búnaðarvara, að vörugjaldið
verði þó ekki framlengt!
En það skyldi þó ekki fara svo,
að rikisstjórnin eigi eftir að gripa
til framlengingar vörugjaldsins,
að einhverju eða öllu leyti, eða til
enn annarrar skattheimtu nú,
áður en fjárlagaafgreiðslu lýkur,
ellegar þá eftir að fjárlög hafa
verið afgreidd.
Miðað við þá endurskoðun á
tekjuáætlun fjárlaga, sem fulltrúi
Þjóðhagsstofnunar gerði fjár-
veitinganefnd grein fyrír á föstu-
daginn var, nægja tekjurnar
a.m.k. ekki fyrir ráðgerðum út-
gjöldum.
Allar breytingartillögur þingmanna
felldar við 2. umræðu fjárlaganna
Þar á meðal 350 miljónir til landhelgisgœslu og 285 milj. frá járnblendiverksmiðju
Iðnskólans i Reykjavik hækki úr
0,6 miljónum i 4 miljónir. —
Flutningsmenn auk Svövu voru
Eðvarð Sigurðsson og Vilborg
Harðardóttir.
2. Að fjárveiting til iðnskóla
hækki úr 9,5 miljónum i 30 miljón-
ir. — Flutningsmenn auk Svövu
voru Eðvarð Sigurðsson og Vil-
borg Harðardóttir.
3. Að fjárveiting til byggingar
skóla fyrir þroskahömluð böm
hækki úr 4,7 miljónum I 30 miljón-
ir. —Flutningsmaður auk Svövu
var Helgi Seljan.
4. Að f járveiting til Kvennasögu-
safns íslands verði 0,5 miljónir,
en er engin I frumvarpinu.
5. Að fjárveiting til Jafnlauna-
ráös hækki úr 0,6 miljónum I 1,4.
6. Að fjárveiting til byggingar
vistheimilisins i Arnarholti á
Kjalarnesi hækki úr 20miljónum i
37 miljónir.
Ragnar Arnalds mælti
fyrir tillögum
1. Að veittar verði 350 miljónir til
reksturs þriggja skipa, sem
Landhelgisgæslan taki á leigu
til gæslustarfa, en i þessu
skyni er engin fjárveiting ráð-
gerð I frumvarpinu. — Flutn-
ingsmaður auk Ragnars var
Lúðvik Jósepsson.
2. Að veittar verði 15 miljónir til
byggingar grænfóðurverk-
smiðju I Hólminum i Skaga-
firði, en f frumvarpinu er engin
fjárveiting ráðgerð i þessu
shyni.
3. Að I stað engrar fjárveitingar
komi 3 miljónir til byggingar
sundlaugar á Hvammstanga.
4. Að fjárveiting til skóla á
Skagaströndhækki úr 1 miljón
i 3 miljónir.
5. Að veittar verði 5 miljónir til
byggingar skóla i Haganes-
hreppi, Fljótum Skagafirði, en
i frumvarpinu er engin fjár-
veiting ráðgerð i þessu skyni.
6. Að fjárveiting til byggingar
sjúkrahúsa á Blönduósi og
Sauðárkróki hækki úr 10 mil-
jónum i 25 miljónir á hvorum
stað.
7. Að fjárveiting vegna stofn-
kostnaðar Lagmetisiðjunnar
Siglósild á Siglufirði verði 10
miljónir, en er engin i frum-
varpinu.
Garðar Sigurðsson
mæiti fyrir tillögu
1. Að f járveiting til Varnarmála-
deildar utanrikisráðuneytisins
12,1 miljón falli algerlega niður.
2. Að f járveiting til rikislögreglu
á Keflavikurflugvelli lækki úr 63,7
miljónum i 33,7 miljónir
3. Að fjárveiting til sendiráðs Is-
lands i London, 29,1 miljón falli
algerlega niður.
4. Að f járveiting til sendiráðs Is-
lands i Brussel og fastanefndar
Islands hjá NATO, 32,2 miljónir
falli algerlega niður.
5. Að liðurinn „Tillag til Atlants-
hafsbandalagsins að upphæð 17
miljónir, falli algerlega niður.
Stefán Jónsson mælti
fyrir tillögum
1. Að veittar verði 15 miljónir til
graskögglaverksmiðju i Salt-
vik, Suður-Þingeyjarsýslu, en i
frumvarpinu er engin fjárveit-
ing ætluð i þvi skyni.
2. Að fjárveiting til hagræðingar-
starfsemi Kaupmannasam-
takanna, að upphæð 3miljónir,
falli algerlega niður, en þess-
um miljónum verði varið t.d.
til ylræktar i Hveragerði!
3. Að fjárveiting til járnblendi-
verksmiðju i Hvalfirði, að upp-
hæð 285 miljónir kr., falli al-
gerlega niður. — Flutnings-
maður auk Stefáns var Jónas
Arnason.
4 ný lög samþykkt í gœr
Viðaðra umræðu fjárlaga, sem
fram fór á alþingi í fyrradag og
stóö til miðnættis, var mælt fyrir
allmörgum breytingartillögum,
og voru þær allar nema ein fluttar
af þingmönnum Alþýðubanda-
lagsins. Sú eina tillaga, sem þing-
menn annarra fiokka fluttu var
tillaga Steingrims Hermannsson-
ar um að veita rikisstjórninni
heimiid til að afla Hafnarbóta-
sjóði lánsfjár til að standa undir
kostnaði af endurbótum á höfn-
inni i Súgandafirði, en þar urðu
miklar skemmdir I ofviðri fyrir
'fáum dögum.
Við atkvæðagreiðslu að lokinni
annarri umræðu fjárlaga I gær
voru allar breytingartillögur ein-
stakra þingmanna ýmist felldar,
fengu 11—17 atkvæði, eða teknar
til baka til þriöju umræöu. Breyt-
ingartillögur þær, sem fjárveit-
inganefnd flutti sameiginlega
voru hins vegar allar samþykkt-
ar.
Nafnakall fór fram tvivegis við
atkvæðagreiðslurnar i gær. Við
.nafnakallum þá tillögu Jónasar
t Arnasonar og Stefáns Jónssonar,
að fella niður fjárveitingu til
járnblendiverksm iðjunnar i
Hvalfirði, sátu tveir stjómar-
þingmenn hjá, þeir Jón Sólnes og
Páll Pétursson, aðrir stjórnar-
þingmenn greiddu atkvæði gegn
breytingartillögunni, svo og þing-
menn Alþýðuflokksins, nema Sig-
hvatur Björgvinsson, sem sat hjá.
Þingmenn Alþýðubandalagsins
greiddu atkvæði með tillögunni,
en þingmenn Samtaka frjáls-
lyndra sátuhjá. Tillagan var felld
með 44 atkvæðum gegn 11.
Við nafnakallum tillögu Svövu
Jakobsdóttur um 17 miljón kr.
hækkaða fjárveitingu til vist-
heimilisins i Arnarholti á Kjalar-
nesi greiddu allir þingmenn
stjórnarflokkanna atkvæði gegn
tillögunni en stjórnarandstæðing-
ar með, nema Bragi Sigurjóns-
son, sem sat hjá. Tillagan var
felld með 41 atkvæði gegn 17.
Við munum siðar greina nokk-
uð frá máiflutningi einstakra
þingmanna, er þeir mæltu fyrir
breytingartiliögum sinum, en til-
lögurnar voru sem hér segir:
Gils mælti fyrir
þessum tillögum:
1. Aðframlag til Menningarsjóðs
væri hækkað úr I2,6miljónum i
18 miljónir.
2. Að framlag til bæjar- og hér-
aðsbókasafna yrði hækkað úr
5,7 miljónum i 20 miljónir.
3. Að framlag til sveitarbóka-
safna og lestrarfélaga yrði
hækkað úr 1,4 miljón 1 6 mil-
jónir.
4. Að framlag til bókasafna i
stofnunum yrði hækkað úr 0,4
miljónum i 2 miljónir,
5. Að liðurinn „Til húsabóta”
yrði hækkaður úr 950 þús. i 20
miljónir.
6. Að framlag til Rithöfundasjóðs
Islands hækkaði úr 1,6 miljón-
um I 6 miljónir.
7. Að aðstoð við þróunarlöndin
hækkaði úr 12,5 miljónum i 25
miljónir.
8. Að framlag til Flóttamanna-
ráðs Islands hækkaði úr 0,8
miljónum i 1,6 miljónir.
9. Að fjárveiting til iðnskóla
(gjaldfærður stofnkostnaður)
hækkaði úr 32,3 miljónum i 75
miljónir.
Gils var einn flutningsmaður, að
öllum tillögunum, nema að tillög-
unni um iðnskólana, þar voru
meðflutningsmenn hans þeir
Helgi Seljan og Ragnar Arnalds.
Helgi Seljan mælti
fyrir tillögum:
1. Að f járveiting til Bandalags is-
enskra leikfélaga hækki úr 1
miljón i 1,3 miljónir.
2. Að liðurinn „Leiklistarstarf-
semi” hækki úr 8,2 miljónum i
10 miljónir.
3. Að fjárveiting til Styrktarsjóðs
vangefinna hækki úr 31,8 mil-
jónum i 35 miljónir.
Fyrstu tillöguna flutti Helgi
einn en þá 3ju ásamt Karvel
Pálmasyni.
Svava Jakobsdóttir
mælti fyrir tiilögum
1. Að fjárveiting vegna rekstrar
I gær voru samþykkt 4 ný lög
frá alþingi. i fyrsta lagi voru
samþykkt lög um heimild til
rikisstjórnarinnar til að lækka
iögbundin framiög til margvis-
legra framkvæmda og sjóða um
5%, bæði 1976 og 1977.
Lúðvik Jósepsson andmælti
þessari lagasetningu harðlega við
2. umræðu i neðri deild i gær og
benti á, að af þeim 276 miljónum,
sem þarna er ætlunin að spara á
ári eru 175 miljónir frá Vegasjóði,
sem svo sannarlega þarf á öllu
sinu að halda. Frumvarpið var
samþykkt sem lög með atkvæð-
um stjórnarþingmanna gegn at-
kvæðum stjórnarandstæðinga.
I öðru lagi voru samþykkt lög
um hækkun eignarskatts
Stjórnarandstæðingar i fjárhags-
og viðskiptanefnd neðri deildar,
þeir Lúðvik Jósepsson og Gylfi Þ.
Gislason , lögðu til, að eignar-
skattur yrði ekki greiddur fyrr en
skattgjaldseign næði 2,7 miljón-
um, og hæsti eignarskattur það er
1% yrði ekki greiddur fyrr en eign
næði 5,4 miljónum. Breytingartil-
lögurnar voru felldar og frum-
varpið, sem gerir ráð fyrir, að
eignarskattur greiðist strax við
2ja miljóna skattgjaldseign og nái
hámarki við 3,5 miljónir, sam-
þykkt sem lög með atkvæðum
flestra stjórnarþingmanna.
I þriðja lagi var samþykkt
samhljóða i neðri deild sem lög
frumvarp rikisstjórnarinnar um
fra mlengingu launaskatts,
óbreytt til ársloka 1976.
í fjórða lagi var i efri deild
samþykkt samhljóða sem lög
frumvarp rikisstjórnarinnar um
snjóflóð I Norðfirði og f járöflun til
Viðlagasjóðs.