Þjóðviljinn - 18.12.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.12.1975, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. desember 1975. Alþjóðaráðstefna um efnahagsmál Olíiiríkin hvessa sig Kissinger ásakaður um að vilja „deila og drottna 59 Paris 17/12 reuter — Eftir nokkra lognmollu á ráðstefnunni um efnahagsmál heimsins sem hald- Fauk ekki! Það var ekki Húseiningahús frá Siglufirði, sem fauk i óveðrinu á Suðureyri, sagöi Siguröur Hlöðversson, tæknilegur framkvæmdastjóri Húseininga hf. Húseiningahús hefur aldrei fokið og mun ekki fjúka bætti hann við. Annars er þaðað frétta af starf- semi Húseininga hfað fyrirtæk- ið hefur reist 21 hús á árinu þar af 15 eftir leiguibúðakerfinu, sem svo hefur verið nefnt. Þessa stundina eru Húsein- ingar að smiða fyrsta húsið af fjórum, sem byggt verður fyrir Þórshafnarbúa á Langanesi. —úþ Gjöf Framhald af 13. siou. um fyrir alla landa á Hafnarslóð. En félögin voru mjög fátæk að öllu innanstokks. Skorti bæði hús- búnaö og tæki af öllu tagi. Að frumkvæði nokkurra heimfluttra Hafnar-islendinga fór af stað á árinu sem leið fjársöfnun á veg- um Norræna íélagsins. Var markmið hennar að leysa þennan vanda islensku félaganna i Kaup- mannahöfn og styrkja þau til kaupa á hverju þvi er efla mætti starfsemi þeirra og menningu, vöxt og viðgang, svo hæfði hinu sögufræga húsi. Nýlega hefur félögunum verið afhent fyrsta gjöfin úr þessum sjóði, 150 þúsund isl. krónur, sem hafa verið yfirfærðar. Vilja stjórnir félaganna hér með koma á framfæri sinum bestu þökkum fyrir gjöfina og þann hlýhug sem henni fylgir. Obrotgjörn Framhald af 13. siöu. eða sjávarútvegur koma ekki fyrir sem atriðisorð. Af sömu rót er það runnið, að höfundur þritek- ur að ,,ekki hafi tekist” að stofna kaupþingá tslandi (þ.e. löghelg- að brask með verðbréf) og „enn vanti” einkasölulöggjöf(til að af- nema verðlagseftirlit). Bókin er stutt, og má telja það hennar aðalkost, úr þvi að goðgá þótti að leita fanga i islenskri hagsögu og hafa sem viðbit. Text- inner ekki prentvillulaus, og staf- urinn z er mjög til lýta. Hjalti Kristgeirsson Frambjóðandi Framhald af bls. 8. gistíngu og það sem kemur sér betur: þessi aðferð dregur stór- lega úr kostnaði við kosningaher- ferðina. Blaðið bætir þvi hins vegar við að etv, eigi hann eftir að iðrast þessa ef hann vinnur kosn- ingarnar. Þá getur hann ekki leynt þjóð sina þvi að hann reykir i rúminu og er skapstyggur á morgnana. — ÞH in er i Paris skáru oiiurikin upp herör i dag og réöust á iðnrikin fyrir stefnu þeirra i oliumálum. Fulltrúar Iran, Irak og Alsir hvöttu til þess að verð á hráefn- um, þar með talin olia yrði tengt viö verð á framleiðsluvörum iðn- rikjanna þannig að ef fullunnar iðnaðarvörur hækka i verði hækka hráefni sjálfkrafa jafn- mikið i verði. — Það er fullljóst að gefa verður slikri verðbindingu sérstakan gaum sem tæki til að brúa það mikla bil sem rikir milli rikra og snauðra þjóöa), sagði Abdelaziz Bouteflika utan- rikisráðherra Alsir. Hann sagði einnig að iðnrikin yrðu að stórauka þróunaraðstoð sina. 1 þvi sambandi ræddi hann þróunarsjóð þann sem OPEC setti nýlega á stofn en hann á að nema 2 miljörðum dollara. Er honum ætlað að veita þróunar- rikjum sem ekki búa yfir oliu efnahagsaðstoð. Bouteflika kvað iðnrikin geta lært af þessu frum- kvæði oliurikjanna en helst ættu þau að bæta um betur. Kissinger yfirgaf ráðstefnuna i dag en hann flutti ræðu þar i gær og túlkaði stefnu stjórnar sinnar. Þar rak hann mikinn áróður fyrir lækkuðu oliuverði sem að hans sögn myndi verða öllum til góðs, einnig oliuútflytjendum. Boute- flika ásakaði hann fyrir að vilja með þessari tillögu reka fleyg á milli oliurikja og oliusnauðra þró- unarrikja. Fulltrúar þeirra siðarnefndu tóku til máls i dag og reyndu flestir að þræða hinn gullna með- alveg og styggja engan. Fulltrúi Pakistans, Aziz Ahmed utanrikis- ráðherra, sagði þó að rikjandi efnahagsskipan heimsins væri „úrelt, ranglát og vitlaus”. Hvatti hann til þess að lánakjör * yrðu rýmkuð og lánveitingar til þeirra rikja sem verst standa auknar. Einnig kvartaði hann yfir þvi að stofnanir sem fram að þessu hefðu séð um þróunarað- stoð væru ekki lengur færar um að mæta vaxandi þörf á slikri að- stoð. önnur fátæk riki hvöttu til þess að hráefnaverði yrði haldið stöðugu og að tollmúrar yrðu fjarlægðir. Kissinger Bandarískir þingmenn Vila stöðva allar fjár- veitingar til Angóla Washington og viðar 17/12 reuter — Öldungadeiid bandariska þingsins ræddi i dag fyrir luktum dyrum hvort stöðva ætti allar fjárveitingar til aðstoðar Banda- rikjanna við FNLA og Unita i Angóla. 1 nótt samþykkti Afrikunefnd utanrikisnefndar öldungadeildár- innar einróma að leggja bann við allri óbeinni aðstoð við hreyfing- arnar, en bandarisk blöð segja að hún nemi um 50 miljónum doll- ara, þar af fara 25 miljónir um hendur CIA. Margir bandariskir þingmenn eru sagðir uggandi vegna aðstoð- ar Bandarikjanna við annan deiluaðilann i Angóla. Öttast þeir að Bandarikin flækist inn i nýtt Vietnamstrið. Einnig finnst þeim óviðkunnanlegt að Bandarikin skipi sér við hlið Suður-Afriku i þessu máli. Rikisstjórn Fords er hins vegar sögð fús til að verja miklu meira en 50 miljónum, til að koma i veg fyrir að MPLA nái öllum völdum i Angóla. Áheyrnarfulltrúi MPLA i höf- uðstöðvum Sþ i New York hélt i dag blaðamannafund og sagði aö 11.200 hermenn frá Zaire og 6.500 úr fastaher Suður-Afriku berðust við hlið FNLA og Unita i Angóla. Kvað hann um 50 suður-afriska hermenn hafa verið tekna fasta og yrðu þeir sýndir fréttamönn- um einhvern næstu daga. Fulltrúinn sagði að engir bandariskir hermenn hefðu verið handteknir en vitað væri að nokkrir bandariskir málaliðar berðust með Suður-Afriku, FNLA og Unita. Hann viðurkenndi að Þ'ingið Framhald af bls. 16 skrýðast kúbönskum fánum og rauðum borðum. Háttsettir forystumenn komúnista- og verkalýðsflokka frá yfir 80 löndum munu sækja þingið heim en það á að standa i sex daga. Fidel Castro forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu þingsins i upphafi og veröur henni sjónvarpað um alla eyna. ur berðist i liði MPLA. Um síöustu helgi sýndi MPLA fréttamönnum i Luanda fjóra suður-afriska hermenn, sem handteknir voru i miðri Angólu eða 400 km fyrir austan Luanda. Hermálaráðherra Suður-Afriku, Pieter Botha, viðurkenndi i dag að þeir væru úr her Suður-Afriku og sagði að nokkurt lið tæki þátt i bardögum langt fyrir innan landamæri Angólu. Hann skýrði einnig frá þvi að stjórn hans hygðist senda sveitir úr vara liði hersins út á vigvöllinn I Angólu. Jólatrés- sala skáta Hjálparsveit skáta Hafnar- firði hefur nú opnað jólatréssölu slna fjórða árið i röð. Salan er að þessu sinni i nýju húsnæði blómabúðarinnar Daggar að Reykjavikurvegi 60, en eigandi hennar bauð húsnæði endur- gjaldslaust er hann frétti af vandræðum sveitarinnar eftir að fyrri sölustaður hafði verið rifinn. Jólatréssalan er opin frá kl. 15.00—22.00 mánudaga til föstu- daga og kl. 10.00 til 22.00 laugar- daga og sunnudaga. Athygli skal vakin á þvi, að tré eru tekin til geymslu og send heim, eftir óskum kaupenda. Næstu sunnudaga munu jóla- sveinar skemmta við jólatrés- söluna kl. 17.30. Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýöandi + Enska + Rússneska + Þýska Renata Erlendsson, Espigerði 2, Rvík. Símar 36717 og 28133. Pieter Botha hermálaráðherra Suður-Afriku: — Höfum sent her- liðinn i Angólu og ætlum að senda meira. kúbanskir hernaðarráðgjafar væru i landinu og önnuðust þjálf- un hermanna MPLA. Ekki kvaðst hann vita nákvæmlega um fjölda þeirra en að þeir væru sennilega 3—4 þúsund talsins. Hann þvertók fyrirað nokkur sovéskur hermað- Móðir okkar, tengdamóðir og amma Kristin Ingunn Runólfsdóttir frá Björk á Akranesi verður jarðsungin I dag frá Fossvogskirkju. Börn, tengdabörn og barnabörn Alþýöubandalagiö Alþýðubandalagið í Reykjavik, I. deild. Verkalýðsmálanefnd I. deildar Mela- og Miðbæjarskólahverfis heldur fund að Grettisgötu 3, fimmtudaginn 18. des. kl. 21 Guðmundur J. Guömundsson mætir á fundinn. Allir sem áhuga hafa á verkalýðsmálum eru velkomnir. Flugfar með Vœngjum ásamt vikudvöl að Mývatni er meðal vinninga i Happdrœtti Þjóðviljans 1975 Frá Mývatni. Bláfjall i baksýn. Hótel Reynihlíð er vinsæll gisti- staður og fegurðinni við Mývatn þarf ekki að lýsa. Þeir sem nú eru að hugleiða ferðir til annara landa ættu fyrst að skoða fegurstu staði á islandi. HAPPDRÆ TTI ÞJÓÐ VILJANS GRETTISGÖTU 3 Opið alla daga frá kl. 9 til 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.