Þjóðviljinn - 10.01.1976, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.01.1976, Qupperneq 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. janúar 1976. Laugardagur 10. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Níels Hafstein skrifar um myndlist NYTJALIST Þá er húsfriðunarár Sameinuðu Þjóðanna liðið, sérstakur kapituli i islenskri menningarsögu sem einkenndist af almennum skrif- um og umræðum um vernd gamalla og sögufrægra húsa, um- hverfismál, náttúruvernd, varð- veislu minja, staðsetningu nýrra bygginga og borgarhverfa o.s.frv. Má ég vitna i nokkrar fyrir- sagnir dagblaðanna: Aalto-sýn- ing i Norrænahúsinu. Elstu hús á ísafirði friðlýst. Ráðstefna um verndun gamalla bygginga. Astand húsanna i Berhöftstorfu orðið mjög laklegt. Verður 20—30 þúsund manna byggð i Viðey? Hönnuðir kynna islenska nytja- list. Einangra veggina að utan. Safnhúsiö sjálft er merkasta eign safnsins. Glit kynnir nýja kera- mikmuni. önnur sýning á islenskri nytjalist. Islendingar eru hræddir við tilraunastarf- semi. Orkuhúsið. Arkitektanem- ar frá Danmörku halda áfram mælingum á torfbæjum. Sýning i tilefni húsfriðunarárs: „Framtið fyrir fortiðina”. Minnst eins þekktasta skipulagsfræðings heims, Grikkjans Doxiadis. Þrjú fallegustu húsin 1975. Viðeyjar- stofa: viðgerð að utan lokið. Torfusamtökin skrifa forsætis- ráðherra bréf. Verslunarhúsin á Vopnafirði fá samastað i Arbæ. Bandariski arkitektinn Fuller til Reykjavikur. Hugmynd að skipu- lagi Grjótaþorps. Hvað er að gerast i Breiðholti? Fyrst bér að skoða þörfina, siðan hið listræna gildi. Ljót bygging borgarleik- húsið. Leikhúsgerðin byggist fyrst og fremst á islenskum að- stæðum — segja arkitektarnir. 12.000 tonna gotnesk kirkja flytur búferlum i Tékkóslóvakiu. lsl.; lampaframleiðsla. Sýning á skipulagi Breiðholtshverfanna. Bing og Gröndahl sendir á mark- að ný verk með teíkningum Sigrúnar Guðjónsdóttur. Hús- form, tiska eða umhverfisaðlög- un. Fjórða sýning Listiðnar. Þessu til viðbótar mætti nefna fjölda merkilegra greina um framangreinda málaflokka, þar sem lærðir og leikir létu ljós sin skina (svo notuð séu margþvæld orðatiltæki). En mestu máli skiptir þó almenningsálitið, þetta furðulega sterka afl sem getur kollvarpað smáum sem stórum fyrirætlunum hinna ýmsu aðila, stjórnmálamanna og kerfisþræla, og stutt getur hugsjónir sem verða að rætast. Er ekki fólk farið að átta sig, núna þegar ofgnægð óþarfans fer að ganga sér til húðar, eða næstum þvi, — ég á við þetta sáiardrepandi kapphlaup ‘um gæði lifsins. Önnur spurning: Hversu langt á hin listræna hönd að seiiast á Fani og fleiri eftir Kristinu Þorkelsdóttur. vegum skrumsins? Hvar eru siðferðisreglur teiknarans sem notar hugvit sitt og hagleik til þess að þjóna sjónarmiðum sem eru andstæð listinni, blekking- unni miklu i auglýsingabraskinu? Er varan betri ef hún er i listræn- um umbúðum? Hvað um slagorð- in sem dynja i eyrum fólksins, hvernig verða þau afsökuð? Og út frá hvaða forsendum á að gagn- rýna þennan samruna efnis og anda? Nú er mér ljóst að hin neikvæðu áhrif listrænnar og haganlegrar tilhögunar eru miklum mun minni en það sem verður til góðs, breiðfylking lærðra manna er nú sivinnandi að bættum útlitshátt- um o.þ.h. eins og umsvif LISTIÐNAR sýna best, aukinn þroski almennings krefst sifellt fegurri hluta þar sem saman fara linur og form og samkvæmir litir. En áðurnefnd barátta mun örugglega verða slagur við vind- inn, nema undirstaðan i mótun smekksins verði lagfærð og sam- ræmd baráttuaðferðum lista- fólksins, — leyfist mér að minna á formspillt draslið sem skólabörn eru látin gera, t.d. á gagnfræða- stiginu. Framtak LISTIÐNAR, sýn- ingar félagsins á liðnu ári, er að minu mati veikburða tilraun til að kynna framleiðslu og hugmyndir, veikburða vegna þess að athygli almennings hefur verið i lág- marki, og gestir sýninganna hafa einkum verið fagfólk, áhugamenn um listræn viðhorf, mynd- listarmenn og listnemar. Til þess að áhugi listafólksins á nýsköpun (ekki endurreisn) nytjahluta o.fl. verði raunhæfur og tilburðir þess i kynningu jafnframt, þá verður fræðslan að fara fram á viðtæk- ara sviði, i sjónvarpi, i mynd- skreyttum greinum á siðum dag- blaðanna og i stórum sýningar- sölum myndlistarhússins á Klambratúni. Vera min i annarri sýslu kom i veg fyrir að ég gæti skoðað tvær sýningar LISTIÐNAR i sumar, — reyndar varð formálinn að gagn- rýni um fyrstu sýningu félagsins svo langur að ekkert rúm var fyrir gripina sjálfa! er mér ljúft að biðja afsökunar á þvi. Sýningin Nytjalist 4 i húsa- kynnum tslensks heimilisiðnaðar i Hafnarstræti er um margt fróðleg, uppsetning hluta gerist vart betri, ekki sist vegna frábær- lega hannaðra ramma utanum teikningar o.þ.u.l. einnig eru uppdrættir þannig á stað settir að aðdáun vekur, lýsing er góð, en hvers vegna var ekki prentuð sýningarskrá? Sýningunni má skipa i tvo hluta (og er reyndar svo) þar sem ann- ars vegar er likan af Borgar- leikhúsinu umdeilda, uppdrættir og afstöðumyndir, hins vegar sýnishorn tveggja augiýsinga- teiknara, þeirra Friðriku Geirs- dóttur og Kristinar Þorkelsdótt- ur. Er rétt að huga að framlagi þeirra. Ef telja skai upp hluti Friðriku Geirsdóttur verða frimerkin fyrst: útfærslan á 35 kr. merkinu sem tileinkað er skógrækt sýnir ljóslega hve langt er hægt að ná ef undirstöðuatriði myndbyggingar og lita eru höfð til hliðsjónar, — ég man ekki eftir markvissari teiknun, og er leitt að listakonan skuli ekki hafa getað notað svip- aða tækni i útfærslum annarra merkja sinna, en þar er hugsunin milli efnis og mynda frekar háð tilviljunarkenndum niðurstöðum, hér undanskil ég þó skátamerkin. Þegar teikningar listakonunnar eru skoðaðar verður ljóst að hún býr yfir vissum léttleik og áreynsluleysi sem gægist fram hér og þar en aftur á móti dempar þessi áhrif ómarkviss still (getur veriðað krafan um frumleik, sem er þáttur i starfinu, útiloki sér- stæðan- og persónulegan stilmáta?). Bókakápur Friðriku vöktu ekki athygli mina. Tisku- teikningarnar eru keimlikar þvi sem ails staðar birtast. Kristin Þorkelsdóttir var þónokkuð i sviðsljósinu er hún vann samkeppni um merki þjóðhátiðarnefndar, og er það að vonum þvi útfærsla hennar, réttara sagt lausn, er framúr- skarandi smekkleg og hóflega táknræn. Hins vegar kann ég ekki að meta samspil þessa merkis og landvættanna á minnispeningun- um, þessar hrikalegu ófreskjur eru úr allt öðrum heimi, fráhrind- andi, klossaðar og ljótar! Auglýs- ingar Samvinnutrygginga eru hér talandi dæmi um uppbyggilega notkun söguformsins, eða það sem mætti kalla tilbrigði um stef og þekkist úr tónlist. Bóka- kápurnar um ljóðabækur Almenna bókaféi. hafa allt- af minnt mig á blúnduverk og gætu blessast utan á forskriftar- bók eða matreiðslu. Merki fyrir- tækja og stofnana: Elfur, Byko. Merki Náttúruverndarráðs. Þetta er allt fyrsta flokks, (merkilegt hvað hægt er að seilast langt i merkjateikningu, — ég hef undir höndum bók sem sýnir mörg hundruð útgáfur i merkja- framleiðslu, merki innan hrings, merki innan fernings o.s.frv. jafnvel merki innan merkis.). Skreytingar Kristinar Þorkels- dóttur i bókinni Diafani virðast mér i anda efnisins, en um land- fræðilegan rétttrúnað get ég engu svarað. Kristin á það sameigin- legt með kollega sinum Friðriku að skorta afdráttarlausan, persónulegan stilsmáta samanber : hér er ég og enginn annar. En báðar vinna þær (að þvi er virðist) af alúð og heiðar- leik, og er það ekki fyrir mestu? Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson sýna hugmyndir að væntanlegu Borgarleikhúsi. Nú hefur verið svo mikið rætt um þetta blessaða hús, sérfræðingar og spekúlantar hafa ýmist lagt blessun sina yfir það eða fordæmt. Það er þvi nánast timasóun fyrir ófaglærðan mann að vasast i þessum málum. Þegar ég var 10 ára, þá ætlaði ég að verða arkitekt og teikna falleg hús, — eins og allir vita, þá eru skyldleikar með arkitektúr og skúlptúr, ekki aðeins i endingum orðanna þ.e. túr, heldur einnig i þrividdinni, hinu sérstandandi verki. Það lengsta sem ég komst i skúlptúr var að forma tilbrigði við straujárn, en það er einmitt heildarútlit hins fyrirhugaða Borgarleikhúss, ekki satt? En i stað þess að halda sig við grund- valiarreglur einfaldleikans, sem getur verið tilbrigðarikur innan sins ramma, þá hafa arkitektar Borgarleikhússins fjarlægst skúlptúrinn eins langt og hægt er að komast. Hvað er þá eftir? Þótt undarlegt megi virðast mun margnefnt hús byggjast i um- hverfi einfaldleikans, svo ekki sé talað um formfátækt, og viti menn, þetta hús brýtur niður til- breytingarleysi umhverfisins og hvilir augað i bili. Um skipuíág hið innra segi ég ekki orð, en von- andi eru möguleikarnir ekki svo miklir að leikritin verði útundan. M AN»):!M..\\I>:|SI..\M>:ISI.;\NI):|SI.AN»»:|SI.AN«):1SI..\NÍ)|ISI.ANI):IS«.ANI»:1SI \N1) : A5 SI VNf)íi s|;a'nT)TÍsT.aní> ; A5; _ S! \NI):|SI.AN 1>I»SLANÍ) Ar> *A5 135 • 35 • As. !sí!andTsTaní>:ísTan»>íisTandTslani> 35 : 35 T” ..>., ■ • 35 ISI.ANDjísT.ANÍTÍSTanÍTÍSÍ ANDjlSl.ANl) 55 > . :35 sTandTísTv 35 ; 35 S1 A N11 sí XnÍV i’ísi.ANI) > : 35 ;: 35 ■ : 35 TT. • : 35 í si! A N Í)Tí sTa’ndTÍs I.ANDI 1S I..VN I)| IS l.AN I ; 35 SI.ANDÍISÍ.ANI 15 T*?.;.;;,.; : 35 sTandTísTani 43 ■ 35 :35 Si \ N i>: i sTAN Í)T» S i.ANI) 35 j 35 -»j 35 'T' i 35 T” . 3^35 ísTa.nÍ)TísT.a.nÍ)TísTa.ndTísTanÍ)TísT.\ni : 35 ~ • 35 , , :.\5- V5 w j 35 'sTa.ndTísTani • 35 ' Frimerki skógræktar eftir Friöriku Geirsdóttur. Sýning í húsi Heimilisiðnaðarfélagsins í Hafnarstræti Listasafni íslands gefin málverk Listasafni íslands hefur verið afhent höfðingleg gjöf til minningar um Jónas Hvannberg kaup- mann. Það eru 5 málverk úr íslensku atvinnulíf i eftir Gunnlaug Scheving, sem Jónas bað listamanninn að gera í tilefni af lýðveldis- stofnuninni árið 1944. Gefendur eru frú Guðrún Hvannberg, ekkja Jónasar, og synir þeirra hjóna, Haukur og Gunnar. I hátíðlegri athöfn að viðstöddu safnráði lista- safnsins og menntamála- ráðherra þakkaði dr. Selma Jónsdóttir for- stöðumaður safnsins þessa veglegu gjöf. Jónas Hvannberg var fæddur á Eyrarbakka 4. nóv. 1893 og lést í Reykja- vík 1. apríl 1972. GFr. Gefendur máivcrkanna ásamt safnráði Listasafns tslands og menntamálaráðherra. Viölagasjóöur á nú aöeins nokkur húsa sinna óseld — Viðerum um þessar mundir að leggja siðustu höndina á uppgjör sjóðsins við Vestmannaeyja- kaupstað, sagði Bragi Björnsson, frkvstj. Viðlagasjóðs þegar við spurðum hann frétta af starfinu um þessar mundir. — Nes- kaupstaður er ennþá i deiglunni lika og greiðslur og uppgjör þangað eru að komast á lokastig. Aðalverkefnið er þó húsasalan. Við vorum með samtals um fimm hundruð hús á sinum tima og höfum núna selt þau öll nema eitthvað um tuttugu stykki. Viö gætum hæglega verið búnir að selja þau lika, en þau eru setin ennþá þessi tuttugu.og við höfum ekki kunnað við né séð ástæðu til þess að selja ofan af fólki ennþá. Það er feykilega mikil vinna á bak við þessa sölu, skriffinnskan er nánast óendanleg i sambandi við fimm hundruð húsasölur, ekki sist þar eð menn hafa misjafn- lega staðið I skilum. Við höfum reynt að koma fram við fólk af sanngirni en þó reikna ég með þvi að viö göngum innan tiðar i það að stokka upp vanskilamálin og innheimta af meiri hörku en fyrr. —gsp- || 3 I- ■ I Sl »1 H lítl i . 1 ■ « Wm Frá Leikarafélagi Þjóðleikhússins: „Allt leikhús er pólitískt” Athugasemdir vegna skrifa um Góðu sálina og svar ritstjóra við athugasemdunum Þjóðviljanum bárust i gær eftir- farandi athugasemdir frá Leikarafélagi Þjóðleikhússins: ,,Hr. ritstjóri. Fundur leikara Þjóðleikhúss- ins, haldinn þriðjudaginn 6. janúar, lýsir furðu sinni yfir skrifum Sverris Hólmarssonar um sýningu Þjóðleikhússins á Góðu sálinni frá Sesúan eftir Bertolt Brecht. Leikhúsmenn hafa ekki lagt i vana sinn að svara gagnrýni, enda standa þeir sjaldnast hlut- laust að vigi, erfitt um smekk að dæma, hvort sem fagþekking er fyrir hendi eða ekki. I þetta sinn teljum við þó, að enn hafi verið farið yfir öll sæmi- leg takmörk. Viðgetum ekki horft á það hlutlausum augum, að áhorfendum leikhússins, sem á sl. ári voru að höfðatölu meira en helmingur þjóðarinnar, sé lýst sem „taugastrekktum borgur- um.” en leikhúsið sé tæki til „afþreyingar, sem lyfti þeim aðeins upp úr amstri arðránsins” og veki „upp slappar tilfinningar þeirra”. Við lýsum yfir þvi, að það sé ekki aðeins réttur leikhúss i lýðræðisriki, heldur beinlinis skylda að taka til meðferðar verk, sem lýsa ólikum sjónar- miðum og bera vitni þeim and- stæðum, sem búa i þvi þjóðfélagi, sem rekur þetta leikhús. Allt leikhús er i eðli sinu pólitiskt. Þjóðleikhús má hins vegar aldrei vera flokkspólitiskt. Jafnframt áskiljum við okkur rétt til þess að fara nákvæmlega jafnmikið eftir kenningum Brechts i okkar sviðsetningum og við teljum þjóna listrænum til- gangi við áhorfendur okkar i dag. Þennan rétt hafa leikhús erlendis fyrirlöngu tekið sér og þótt sjálf- sagt. Mönnum hefur fyrir löngu skilist, að verið er að þjóna skáldinu Brecht og ekki „kenn- ingamanninum ”. Brecht var reyndar sjálfur svo mikill leikhúsmaður, að hann gekk þar á undan með fordæmi. Ennfremur segir i ofangreind- um skrifum: „Brecht taldi, að leikhús ætti að vera... skóii til að hvetja til hugsunar, staður þar sem fólk ætti að takast á við vandamál. Þjóðleikhúsið er ekki slikur staður”. Nú er okkur ljóst, að ritstjórn yðar muni ekki vera að skapi að beita ritskoðun einstaklinga, sem att er fram á siðum blaðsins. Þess vegna spyrjum við: Telur ritstjórn blaðsins sér sæmandi skrif sem lýsa þessu stigi þekkingar og dómgreindar, og telur ritstjórn blaðs yðar, að sú starfsemi, sem nú fer fram, og að undanförnu hefurfarið fram i Þjóðleikhúsir.u, verðskuldi staðhæfingar af þessu tagi? Með þökk fyrir birtinguna. Ævar R. Kvaran formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins.” Athugasemd ritstjóra: 1 lok athugasemda Leikara- félags Þjóðleikhússins er beint til ritstjórnar Þjóðviljans tveimur alm. spurningum, sem skylt er að svara, og þvi vilja ritstjórar blaðsins taka fram eftirfarandi meginatriði: Þeim sem skrifa um einstakar listgreinar i Þjóðviljann, eins og myndlistogleiklisterekki gert aö bera skrif sin undir ritstjóra blaðsins hverju sinni. Þess vegna túlka skrif gagnrýnenda list- greina ekki endilega megin- viðhorf blaðsins til einstakra þátta t.d. leiklistar eða mynd- listar. Hins vegar leggur Þjóðviljinn áherslu á það að i blaðinu komi fram mismunandi sjónarmið: slikt er ekki einasta skyida okkar, heldur og réttur þeirra sem lesa blaðið frá degi til dags. Mætti nefna mörg dæmi þess að blaðið hefur verið opið mismunandi sjónarmiðum gagn- vart listgreinum, en nýjasta dæmið og það sem skyldast er umræddri leiksýningu eru að sjálfsögðu greinar Sverris Hólmarssonar og Þorsteins Þorsteinssonar um leiksýninguna á Góðu sálinni frá Sesúan. En á hitt skal bent að það mætti vel vera almenn regla að menn dæmdu ekki skrif i blað eftir ein- hverri einni grein heidur eftir heildarframlagi hvort sem væri til leiklistarmála. menn- ingarmála almennt, verkalýðs- mála o.s.frv. Rétt eins og tam. Þjóðleikhúsið verður ekki dæmt af einhverri tiltekinni sýningu heldur af starfi sinu i heild. i annan stað vill Þjóðviljinn leggja áherslu á að sýning á verk- inu Góða sálin frá Seúsan er ánægjulegur lista- og menningar- viðburður og sýningu þessa verks ber að fagna hér i Þjóðviljanum. Góða sálin frá Seúsan sem er dæmileikur um arðráns- þjóðfélagið á brýnt erindi til islendinga ekki siður en annarra. Og það er einmitt eins og segir i athugasemdum leikarafélagsins ekki „aðeins réttur leikhúss i lýð- ræðisriki heldur beinlinis skvlda að taka til meðferðar verk. sem lýsa ólikum sjónarmiðum og bera vitni þeim andstæðum, sem búa i þvi þjóðfélagi. sem rekur þetta leikhús.” Þjóðviljinn telur ástæðu til þess að fagna þessari yfirlýsingu Leikarafélags Þjóðleikhússins. og um leið vill blaðið minna á. enn með tilvisan til yfirlýsingarinnar. að ,,allt leikhús er i eðli sinu pólitiskt. Þjóðleikhús má hins vegar aldrei vera flokks- pólitiskt.” Ritstjórar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.