Þjóðviljinn - 10.01.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 10.01.1976, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. janúar 1976. Ég ætlaói varla að trúa þessu — sagði íþróttamaður ársins: JÓHANNES EÐVALDSSON — Auðvitað er ég i sjöunda himni; ég ætlaði varla að trúa þessu þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að ég hefði verið valinn íþróttamaður ársins. Þetta ér svo mikill heiður að maður á varla orð, sagði Jóhannes Eðvaldsson, landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, sem i gær var valinn íþróttamaður ársins 1975 af islenskum iþróttafréttamönnum, þegar Þjóðviljinn náði simasambandi við hann á heimili hans í Glasgow, rétt áður en hann fór á æf- ingu hjá félagi sinu Celtic í gær. — Kom þetta þér mjög á óvart? — Já, svo sannarlega, ég varð i 2. sæti i fyrra og það hef- ur ekki verið þannig undanfarin ár að sá sem verður númer tvö eitt árið vinni svo titilinn næsta ár, þannig að ég gerði mér ekki nokkrar minnstu vonir. Hinsvegar skal ég játa það að ég vonaði að ég lenti meðal 10 efstu, en það var nú bara svona óskhyggja eins og svo oft hjá mönnum; en að vera kjörinn tþrottamaður ársins það datt mér aldrei i hug, lét mig ekki einu sinni dreyma um það. — Þú hefur auðvitað ekki átt nokkurn möguleika á að koma heim i dag og veita bikarnum viðtöku? — Nei, þvi er nú verr, ég verð að leika á morgun, laugardag og hefði varla getað náð þeim leik ef ég hefði farið heim. Það verður álveg eins gaman að fá bikárinn afhentan i sumar þegar maður kemur heim; ég man hvað það var skemmtileg athöfn þegar Ásgeir fékk bikar- inn afhentan i fyrra sumar áður en landsleikurinn við frakka hófst. — En svo við snúum okkur að öðru, llkar þér vel i Skotlandi. — Alveg ljómandi vel. Það er alltaf mikið um að vera hjá manni við æfingar og leiki að timinn flýgur áfram. Ég kom hingað i júli sl. og mér finnst eins og að ég hefði verið að koma i gær. Þetta lif er manni auðvitað framandi, eða var það fyrstu mánuðina, bara æfa og leika knattspyrnu, en þetta er mjög skemmtilegt, ég get varla hugsað mér neitt skemmtilegra, eins og er að minnsta kosti. — Og engin heimþrá? — Ég segi það nú kannski ekki, en ég kom heim um jólin og það íangaði mann mikið, en annars er langt frá þvi að manni leiðist hérna. — Það gengur sæmilega hjá ykkur i Celtic? — Það hefur gengið vel, þar til núna í siðustu leikjunum, þá höfum við verið að tapa leikjum sem við áttum mun meira I. og þótt við séum i efsta sætinu ásamt Rangers, þá er ég ekki ánægður með þá útkomu; við ættum að vera með 3ja til 4ra stiga forystu ef allt hefði verið eðlilegt. Á morgun eigum við leik við Motherwell á útivelli og það er leikur sem við verðum að vinna. — Ertu bjartsýnn á að þið vinnið titilinn? — Já, mikil ósköp, ég er það, við erum með besta liðið, bara að óheppnin hætti að elta okkur eins og hún hefur gert i allra siðustu leikjum, þá vinnum við deildina. —s.dór. íþróttamaður ársins á íslandi valinn í í 20. sinn í gær mikilli eftirvæntingu, að kunn- gerð séu úrslit i skoðanakönnun I- þróttafréttamanna, og Iþrótta- maður ársins tilnefndur. Þetta verður nú gert i tuttugasta skipti, en allt frá stofnun Samtakanna árið 1956 hefur Iþróttamaður árs- ins verið útnefndur, og þá hefur viðkomandi verið afhentur farandgripur sá er hér sést. Hann hefur þvi verið i umferð i tuttugu ár, þessi veglegi gripur. Fyrsta árið, árið 1956, hlaut Vilhjálmur Einarsson gripinn. Hann var kjorinn íþróttamaður ársins næstu tvö árin lika, en 1959 varð Valbjörn Þorláksson hlutskarp- astur. Næstu tvö ár fékk Vil- hjálmur svo titilinn og bikarinn aftur, og hefur enginn annar hlot- ið hann jafnoft, en Vilhjálmur fékk titilinn Iþróttamaður ársins alls fimm sinnum. Framhald á 1:0. siðu. 1 gær kunngerðu iþróttafrétta- menn val sitt á iþróttamanni árs- ins 1975 á Islandi og er þetta i 20. sinn sem iþróttamaður ársins er valinn hér á landi. Eins og ann- arsstaðar er sagt frá hér á siðunni varð Jóhannes Eðvaldsson, fyrir- liði landsliðsins i knattspyrnu, fyrirvalinu að þessu sinni. Hlaut hann 63 stig af 80 mögulegum. 1 2. sæti varð kúluvarparinn Hreinn Halldórsson með 60 stig, og eins og stigataian gefur til kynna var baráttan milli þessara tveggja kappa mjög hörð. Aðrir voru nokkuð langt á eftir þeim. Jón Ásgeirsson, formaður sam- taka iþróttafréttamanna, kunn- gerði úrslitin i hófi sem efnt var til af þessu tilefni i gær. Þar voru mættir 5 af þeim 10 iþróttamönn- um sem viðurkenningu hlutu. Hinir 5 dveljast erlendis eða sáu sér þess ekki kost að mæta ein- hverra hluta vegna, sem og nokkrir formenn þeirra sérsam- banda sem þarna áttu menn á listanum, en þeim var öllum boð- ið. Röð 10 efstu manna varð sem hér segir. 1. Jóhannes Eðvaldsson 63 stig. 2. Ilreinn Haildórsson 60 stig. 3. Stefán Hallgrimsson 47 stig. 4. Skúli H. óskarsson 44 stig. 5. Ásgeir Sigurvinsson 37 stig. 6. Óiafur H. Jónsson 27 stig. 7. Viðar Guðjónsen 22 stig. 8. Arni Stefánsson 20 stig. 9. Lilja Guðmundsdóttir 18 stig. 10. Jón Alfreðsson 14 stig. Jón gerði nokkra grein fyrir fyrri veitingum þessa titils og sagði m.a.: Fyrir hönd Samtaka iþrótta- fréttamanna, og Veltis h.f. býð ég ykkur öll velkomin til þessa hófs. Þess er venjulega beðið með all- Jóhannes Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins I knattspyrnu var valinn iþróttamaður ársins 1975 af Islenskum Iþróttafréttamönnum. íþróttir um helgina Alimikið verður um að vera á iþróttasviðinu um þessa helgi. Þar verður þetta helst: ★ HANHKNATTLEIKUR: i 1. deild karla fara fram tveir leikir á sunnudagskvöld, báðir i Ilafnarfirði. Kl. 20 hefst lcikur Hauka og Þróttar, en strax á eftir leikur FH og Ar- manns. i dag kl. 16.30 hefst I 2. deild karla leikur KR og UBK og strax á eftir leikur Leiknis og ÍBK. i 1. deiid kvenna fara fram tveir leikir á morgun, sunnudag; kl. 18 hefst leikur UBK og ÍBK i Garðahreppi og kl. 19.00 hefst leikur FH og Ár- manns i Hafnarfirði. ★ BLAK: Tveir blakleikir verða um helgina, og eru það leikir landsliðsins og Reykjavikur- úrvals.og Laugarvatnsúrvals, sem er lokaundirbúningur landsliðsins fyrir undankeppni ÓL i næstu viku. Fyrri leikur- inn fer fram I dag I fþróttahúsi Kcnnaraháskólans og hefst kl. 14, en sá siðari hcfst kl. 17 á morgun á sama stað gegn Laugarvatnsúrvali. ★ KNATTSPYRNA: Reykjavikurmótið i innan- hússknattspyrnu fer fram i Laugardalshöllinni á morgun og hefst kl. 10 f.h. Keppt veröur i tveimur riðlum og er riðlaskipting þannig: A-RIÐILL: Ármann Lciknir Fram Hrönn Fylkir B-RIÐILL: Þróttur Valur KR Víkingur Áætlað er að úrslitaleikirnir hefjist kl. 17.40. ★ KÖRFUKN ATTLEIKUR: UMFN og KR leika i dag i Njarðvik og hefst ieikurinn kl. 14. A Seltjarnarnesi leika I dag ÍR — Fram I 1. dcild og Valur — Snæfell og hefst fyrri ieikur- inn kl. 14 Á morgun leika á Akranesi Snæfell og ÍS. Landsleikur í blaki við englendinga Eftir forkeppni ólympiu- leikanna i blaki sem islenska landsliðið tekur þátt i næstu viku heldur liðið til Englands, þar sem það mun leika lands- leik við englcndinga, en scm kunnugt er kom enska lands- liðið hingað til lands I haust er leið og lck hér tvo leiki. Þetta verður því bæði langt og strangt keppnisferðalag sem blak-landsliðiö leggur af stað i nk. þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.