Þjóðviljinn - 16.01.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Qupperneq 9
Föstudagur 16. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri: Forðist slysin Lokið Sundahöfn Eáðamenn Reykjavikurborgar ættu að hlusta meira á rödd verkamanna og sjómanna um málefni Reykjavikurhafnar en þeir hafa gert að undanförnu, hvað varöar öryggismálin. A fundi • i Verkamannafélaginu Dagsbrún var nýlega gerð sam- þykkt, þar sem skorað var á hafn- arstjórn að loka Reykjavikurhöfn fyrir almennri umferð eftir vinnutima. A þessa ályktun virð- ist litið hafa verið hlustað. Samt veit enginn betur hvar skórinn kreppir að i þessum efnum en ein- mitt hafnarverkamenn og sjó- menn. Þeir eru þarna við störf sin, stundum bæði nótt sem nýt- an dag. Úr hópi verkamanna og sjómanna eru lika oftast vakt- mennirnir, sem á hafnarsvæðinu ganga að störfum og eiga að fylgjast með þvi, sem þar fer fram, vera á verði, ávallt viðbún- ir. Þessir menn þekkja veruleik- ann betur en einhverjar nefndir, sem stundum eru skipaðar mönn- um, sem ekki eru starfi sinu vaxnir — taki þeir til sin, sem eiga. 1 sambandi við störf ýmissa nefnda og ráða hér á landi vill það alltof oft verða svo, að vinátta og kunningsskapur, eða þá stjórn- málaskoðanir, ráða ferðinni en ekki þekking. Varðandi öryggismálin við höfnina, þá á Dagsbrún þakkir skildar fyrir sina samþykkt, og hafi þeir sóma af. Ef farið hefði verið eftir þeirri ábendingu, sem þar kom fram, þá væri tveim dauðaslysum færra við Reykja- vikurhöfn. Það þori ég að fullyrða og standa við hvar og hvenær sem er. Við Sundahöfn væri hægt með sæmilegum mannafla að reisa girðingu með hliðum á 3—4 dög- um. Efni og vinnuvélar þarf að útvega, en byggingariðnaðar- menn eru nú margir verkefnalitl- ir, svo að ekki ættu að verða vandræði með vinnuafl. Ég hef ásamt góðvini mínum mælt lauslega út fyrir girðingu við Sundahöfn, og kemur i ljós, að við suðurenda skála Eimskipafé- lagsins er bilið yfir veg og bryggju cirka 11—12 metrar á bryggjuenda, þar sem hið hörmu- lega slys átti sér stað þann 18. des. sl. Þarna ætti auk girðingar og hliðs að vera grindverk eftir kantinum að fastsetningarpolla til öryggis á bryggjukanti. Norð- urhlutinn frá skála Eimskips og i sjó mældist cirka 115—120 metr- ar. Sú girðing, sem þarna verður að koma, gæti verið svo sem 4 metrar á hæð og gaddavir ofan á. Hliðveröir og eftír- lit í Sundahöfn Lokun Sundahafnar kallar á sérstaka menn til að gæta hlið- anna. Þetta yrðu varla færri en 3 menn, 2 á vakt i einu að kveldi eða nóttu, en sá þriðji á frivakt. Hægt væri að hugsa sér að eftirtaldir aðilar stæðu undir launagreiðsl- um til þessara vaktmanna: Hafn- arsjóður Reykjavikurborgar, Eimskipafélagið, Mjólkurfélag Reykjavikur og Kornhlaðan. Með slikri samvinnu þessara aðila um kostnað af þessum störfum hlið- varða, ætti sú hlið málsins að vera leysanleg, ekki sist þegar haft er i huga, að kaupgjald á Is- landi er i dag orðið svo bágborið, að helst verður likt við greiðslur fyrirvinnu i vanþróuðum löndum eða til svertingja i Bandarikjun- um. Það mál, sem hér er gert að umtalsefni, þolir enga bið, ör- yggismálum við höfnina verður að koma i lag. Mannslifin eru dýrmætasta eign hverrar þjóðar. Hlið og girðingar hafa hingað tii verið talin til færanlegra hluta, og engin ástæða til að biða neitt lengur með að koma slikum bún- aði upp við höfnina. Það sem fyrir augu ber á næturvakt við höfnina Hvað sér maður á næturvakt? — Það getur verið skip, sem er að sökkva. Það geta verið 2—3 bilar i eltingaleik á bryggjunni, bilar sem taka hliðarveltur, svo það iskrar i öllu saman. Þetta eru ungir menn að reyna hæfileika sina. Fyrir augu ber unga menn á skellinöðrum, lika i eltingaleik, og þá er oft ekki stoppað fyrr en á bryggjubrún, oft á mikilli ferð. Það má sjá litla drengi klifra turn þann, sem tilheyrir kornhlöðunni við Sundahöfn, allt upp i topp, bæði að kveldi og nóttu. — Gætu þeir ekki lagt eld i kornhlöðuna? — hugsar maður stundum. Ég læt þessi skýringardæmi nægja i þetta sinn. Þau sýna brot af þvi, sem fyrir augu vakt- mannsins ber, við höfn, þar sem hver sem er getur á hvaða tima sólarhrings sem er gert sig heimakominn. Það eru margir á ferð að nætur- lagi við höfnina, fólk i alls konar hugleiðingum, sem reikar um borð i skipin, oft án erindis, að þvi er ég best fæ séð. Merking á hafnarsvæði Á hafnarsvæðinu þarf nauð- synlega að koma upp merking- um, sem hér segir: 1. Sebramerkingu á bryggjukant, þar sem slys hefur orðið, og á grindverk, sem þar þarf að setja upp, eins og áður var nefnt. Aðra sebramerkingu á bryggjuenda við kornhlöðuna, og einnig á aðra bryggjukanta. 2. Fastsetningarpollar fyrir skip skulu merktir sjálflýsandi merkingu, svo að vel sjáist i myrkri. Ég hef hér lagt áherslu á brýna nauðsyn þess, að Sundahöfn verði lokað að næturlagi nú þegar. Oðr- um hlutum Reykjavikurhafnar þarf einnig að loka, þótt þörfin við Sundahöfn sé brýnust að minum dómi. Áskorun Ég beini máli minu, — áskorun um tafarlausa lokun hafnarinnar, til þessara aðila: Slysavarnafé lags tslands, og deilda þess i Reykjavik, Lögreglustjóraem- bættisins, Tollstjóraembættisins. Nú ég veit ekki, hvort þýðir að tala um Sjómannafélag Reykja- víkur i þessu sambandi, svo lágt geta menn lotið i öryggismálum. En að sjálfsögðu má ekki gleyma hafnarstjórn Reykjavikurborgar, sem þessi mál heyra fyrst og fremst undir, með Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóra i broddi fylkingar. Hafnarstjórn verður að taka þessi mál upp og hefja framkvæmdir nú þegar. Ég hef þessi orð ekki fleiri að sinni. Astand öryggismála við höfnina er ofarlega i huga mér. Sjón er sögu rikari. Hafnarstjórn Reykjavikur- borgar! Lifið heilir i starfi á kom- andi ári, án slysa i Reykjavikur- höfn. Verkamenn Dagsbrúnar, sem visuðu veginn, — lifið heilir! Samþykkt ykkar um öryggismál hafnarinnar var brýn, og eftir henni ber ráðamönnum að fara. Skrifað á næturvakt i Sunda- skála SIS, hinn 30. des. 1975. Markús B. Þorgeirsson Hafnarfirði Kristján Halldórsson, kennari: Hull - Grimsby — Fleetwood Veikasti hlekkurinn i vörnum Bretlands 1939-1945 var matvæla- öflunin. Að afla þjóðinni nægrar fæðu var óframkvæmanlegt, nema með hjálp vinveittra þjóða. öll orka og allur mannafli bresku þjóðarinnar var bundinn og upp- tekinn við varnir landsins. Þá féll það i hlut hinnar fámennu is- lensku þjóðar að koma þar til hjálpar. I fimm ár, við hræðilegar ógnir styrjaldarinnar, fluttu islenskir sjómenn nær allan fiskafla sinn til Bretlands og lögðu hann á fátæk- legt matborð vina sinna á Stóra Bretlandi. Af öllum isvörðum fiski, sem barst á land i Bretlandi 1939-1945, komu rúm 75% frá Islandi, það var afli íslenskra sjómanna. A þessum styrjaldarárum sökktu tundurdufl og þýskir kaf- bátar9 islenskum fiskiskipum, og með þeim skipum fórust 152 is- lenskir sjómenn. A sama tima var 340 mönnum, af breskum skipum sem þjóðverj- ar sökktu, bjargað um borð i is- lensk fiskiskip og skilað heilum i höfn. Það, sem islendingar fengu i sinn hlut fyrir 5 ára afla og allan þann kostnað sem þvi fylgdi að flytja fiskinn á matborð bresku þjóðarinnar, auk þeirra mann- fórna sem þvi fylgdi, það voru penny en ekki pund. Þaðsem islendingar fengu fyrir fiskaflann, þvi var nurlað saman i gjaldeyrissjóð. Sá sjóður nægði aðeins til að endurnýja skipin, sem gengið höfðu sér til húðar við að afla og flytja fiskinn til Bret- lands, og nokkurra minniháttar lagfæringa heimafyrir. Breska útgerðarauðvaldið réð þvi, frá fyrsta degi striösins, hve stór aflahlutur islendinga skyldi Þriðja verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári verður frumsýnt á morgun, föstudaginn sextánda jan. Það eru „Gler- dýrin” eftir Tennessee Williams i þýðingu Gisla Asmundssonar. Leikstjóri er Gisli Halidórsson. Leikmynd gerir Jónas Þór Páls- son. Jónas er frá Sauðárkróki og hefur gert leikmyndir fyrir leik- félagið þar i fjöldamörg ár. Þetta er fyrsta verkefniðð sem hann leysir af hendi á þessu sviði utan heimabæjar sins. Leikendur eru fjórir: Aðal- steinn Bergdal, Sigurveig Jóns- dóttir, Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrimsson. Leikritið hefur verða, eins og þeir höfðu gert allt frá þvi að fyrsti islenski togarinn landaði i breskri höfn i byrjun þessarar aldar, þrátt fyrir að breska stjórnin setti sina um- boðsmenn til að sjá um eftirlit og dreifingu matvæla frá striðsbyrj- un. Sem dæmi um bolabrögð breska útgerðarauðvaldsins, sem er eigandi allra löndunartækja i Hull, Grimsby og Fleetwood og hefur þvi einokun á löndun á nær öllum fiski sem þar er landað, þá hefur þetta útgerðarauðvald kúg- að islendinga til að borga i leigu fyrir „boxin”, (kassa og trébiður, sem fiskinum er landað i), allt upp i 30 þús. pund á ári, rúmar 10 miljónir isl. króna á núverandi gengi. Það gefur auga leið hvort annar kostnaður við afgreiðslu skipanna hefur verið á sann- gjörnu verði. Oft og mörgum sinnum hefur verið eyðilagður stór hluti fisk- afla, sem islensk skip hafa komið með til breskra hafna, þar sem þau hafa verið neydd til að biða, i hita og moilu, og ekki fengið að áður verið sviðsett hjá Leikfélagi Reykjavikur fyrir um það bil 20 árum. A fundi með blaðamönnum, sem leikhússtjórinn Eyvindur Erlendsson boðaði til, sagði hann meðal annars: Sýningin er vönduð og vel gerð og mikil vinna i hana lögð. Það er ætlast til að þetta verði „perfect” sýning. Þetta verk er íramb Leikfélags Akureyrar til Listahátiðar i Reykjavik á þessu ári. Næsta verkefni LA er barna- leikritið Rauðhetta eftir Evgeni Schwarz i þýðingu Stefáns Baldurssonar. Leikstjóri er Þórir Steingrimsson. Kristján Halldórsson. landa fiskinum, vegna þess að breskir útgerðarmenn hafa heimtað forgangsrétt til löndunar fyrir sin skip þótt þau kæmu seinna i höfn, og fengið þann for- gang i skjóli þeirrar aðstöðu sem þeir hafa i breskum fiskiskipa- höfnum, og áhrifa sem þeir virð- ast hafa á ákvarðanir valdamik- illa aðila i sumum ráðuneytum rikisins. Aðalsteinn Bergdal, einn fjögurra leikara i „Glerdýrunum ”, i hlutverki Saknússens I „Kristnihaldinu”, sem sýnt var við feykilegar vinsældir á Akureyri. Þegar breska stjórnin setti há- marksverð, 1940 á isvarinn fisk landaðan i Bretlandi, þá var það mest gert íyrir eggjan og áróður breskra útgerðarmanna, sem sáu ofsjónum yfir þvi að aflahlutur islensku skipanna fór vaxandi, á sama tima og þeirra eigin skip voru flest tekin bráða- birgða-eignarnámi af bresku rik- isstjórninni og sett til allskonar starfa i þágu hersins. A þeim tima fór fiskverð hækk- andi. Markaðsverð á góðum þorski var upp i 7 pund kittið, (64 kg.), en var þá lækkað, sam- kvæmt tilskipun frá matvæla- ráöuneytinu breska, niður i 5 pund, sem skyldi vera hámarks- verð meðan styrjöldin stæði. Þessu lik, og verri, eru öll við- skipti breska útgerðarauðvalds- ins i garð islendinga. Það er við þessa menn, sem islendingar berjast nú um lifsbjörg sina, en ekki við bresku þjóðina og þvi siður við breska sjómenn. Það er breska útgerðarauð- valdið sem nú notar rikisstjórn jafnaðarmannsins Wilsons, til að reyna aö murka lifið úr siðasta lambi fátæka mannsins. 4 fengu orðu Hinn 14. janúar 1976 afhenti pólski sendifulltrúinn i Reykja- vik, hr. Antoni Szymánowski, fjóum isiendingum orðu sem rikisráð Pólska alþýðulýðulýð- veldissons hefur ákveðið að sæma þá, vegna starfa þeirra að aukn- um samskiptum Islands o)g Póllands, bæði á sviði menningar- og viðskiptamála. Haukur Helgason, formaður Islensk-pólska menningar- félagsins var sæmdur guilkrossi pólska heiðursmerkisins. Jóhanna Gunnarsdóttir, var sæmd silfurkrossi pólska heiðursmerkisins. Friðrik Sigurbjörnsson, forstjóri Islensk-erlenda verslunarfélagsins hf., var sæmdur silfurkrossi pólska heiðursmerkisins. Gunnar Friðriksson, forstjóri Vélasölunnar h.L, var sæmdur silfurkrossi pólska heiðurs- merkisins. LA frumsýnir „Glerdýrin99

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.