Þjóðviljinn - 16.01.1976, Síða 10

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Síða 10
10. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. janúar 1976. Antunes yinsamleffur 1 gerð BÚDAPEST PRAG 15/1 — Ernesto Melo Antunes, utanrikis- ráðherra Portúgals, er nú i opin- berri heimsókn i Tékkóslóvakiu i þeim tilgangi að koma á eðlileg- um samskiptum milli rikjanna, en þau hafa legið niðri i meira en aldarfjórðung.Áður var hann i Ungverjalandi sömu erinda. 1 sameiginlegri tilkynningu, sem gefin var út eftir fund Antunesar meö ungverskum ráöamönnum, segir að rikin hafi orðið sammála MPLA um að taka upp samvinnu og viðskipti á mörgum sviðum og komið hefði i ljós að sjónarmið þeirra um alþjóðamál væru að mörgu leyti hin sömu. Ekki var Angólu getið i yfirlýsingunni, en við fréttamenn sagði Antunes i gær að hann áliti MPLA þá af þremur stjórnmálahreyfingum Angólu, sem best væri trúandi til að gera það land lýðræðislegt og sjálfstætt. Spánn: Andspyrnan fer harðnandi MADRID 15/1 — Tvær hinar helstu af andspyrnuhreyfingun- um á Spáni, Junta Democratica, sem Kommúnistaflokkur Spánar er áhrifamikill i og Convergia Democratica, sem Sósialista- flokkurinn ræður að mestu, lýstu i dag yfir stuðningi við baráttu verkamanna fyrir hærri launum og lýðræðisréttindum. Ekkert lát er á verkföllunum á Spáni nema siður sé, þannig hóf nokkur hluti simamanna verkfall i dag. Höfnin i Barcelona er lokuð þriðja dag- inn i röð vegna verkfalls hafnar- verkamanna. Stjórnin hefur hótað harönandi gagnaðgerðum, en virðist hika við að kalla fleiri verkfallsmenn undir heraga, eins og gert var viö póstmenn i gær. Angusto Neto, foringi MPLA Antuncs utaríkisráðherra. Iranir stór- reiðir vega- gjaldi ANKARA 15/1 — Tyrkneska stjórnin hefur lagt nýtt gjald á umferð erlendra vörublla um landið, og nemur það einum doll- ara á hverja smálest fyrir hverja 60 kilómetra. Þar að auki hækkar gjaldið á vörubil eftir þvl sem þeir eru stærri og þeir verða lfka að borga aukalega fyrir bensln, sem þeir taka I Tyrklandi. Hér er um að ræða tilraun tyrkja, sem eiga við mikla efna- hagsörðugleika að etja, til að ná til sin einhverju af veltunni i stór- auknum viðskiptum vestrænna iðnrikja og oliuauðugra Vestur- Asiu-rikja. Siðustu tvö þrjú árin, tyrkja siðan Vestur-Asiulönd fóru að auðgast að ráði á oliu sinni, hefur eftirspurnin þar eftir vestrænum iðnvarningi stóraukist, og að sama skapi hefur aukist umferðin á þjóðvegum Tyrklands, þar eð iðnvarningurinn, sem Arabarikin og tran kaupa i Vestur-Evrópu, er að mjög miklu leyti fluttur með vörubilum þá leiðina. Þessi ráð- stöfun tyrknesku stjórna^innar hefur vakið mikla reiði bæði i Evrópu og Vestur-Asiu, sérstak- lega þó af háifu trans, en mestur hluti vörubilaumferðarinnar frá Evrópu gegnum Tyrkland er þangað. Alþýöubandalagiö Akurnesingar Alþýöubandalagið á Akranesi heldur fund i Reyn mánudaginn 19. jan kl. 21. Dagskrá: 1. Bæjarmál, 2. Inntaka nýrra félaga, 3. önnur mál. Bæjarmáiaráö Alþýðubandalags Akraness Arshátið Alþýðubandalagsins á Akureyri. Arshátiö Alþýðubandalagsfélaga Akureyrar verður i Alþýðuhúsinu, Akureyri, laugardaginn 17. janúar, og hefst meö boröhaldi kl. 20. Fé- lagar sjá um f jölbreytta skemmtidagskrá. Dansaö til kl. 2. Tilkynniö þátttöku á skrifstofu AB-blaðsins. Simar 21875 og 21164. Al- þýöubandalagsfólk i Noröurl'andskjördæmi eystra, fjölmennið á árshá- tiðina og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Starfsmaður óskast til að vinna að félagsfræðilegum rann- sóknum fyrir nefnd þá sem rikisstjórnin skipaði i tilefni hins alþjóðlega kvennaárs. Umsóknir sendist fyrir 1. febrúar 1976 til Guðrúnar Erlendsdóttur hrl. Barónstig 21, Reykjavik. Þakka innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mlns. Lárusar Bjarnfreðssonar, málara Lambastaðabraut 2, Seltjarnarnesi Sérstakar þakkir eru færðar Málarafélagi Reykjavikur Fyrir hönd vandamanna Guðrún Benjamlnsdóttir Útför eiginmanns mlns, Inga Magnússonar málara fer fram föstudaginn 16. jan. kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Bára Eyfjörð .................................... --| ................... Afgerandi Framhald af bls. 8. 1 leikhléi hafði Valur yfir 9:5 en Fram hafði haft yfir 1:0, 3:2, 4:3 en siðan sigu Valsmenn framúr. í síðari hálfleik haföi Valur svo yfir þetta 5—7 mörk. t lokin leystist leikurinn upp i hálf- geröa skotkeppni, þ.e.a.s. siðustu 5 minúturnar en þá voru úrslitin þegar ráðin. Sem fyrr er það breiddin i Vals- liðinu sem er höfuðstyrkur liðs- ins. Valur hefur yfir fleiri góðum leikmönnum að ráöa en flest hin liðin, þar I liggur munurinn og þess vegna hefur Vals-liöiö náö þessari afgerandi forystu. Það var til að mynda sláandi dæmi að sjá Fram-liðið leika gegn Val, aðeins einn útispilari virtist nógu sterkur til að ógna Vals-vörninni, Pálmi Pálmason, en hann er lika einn okkar allra besti handknattleiksmaður um þessar mundir og synd aö hann skuli ekki vera í landsliðinu. Þeg- ar allt byggist upp i kringum einn mann, hversu góður sem hann er, eins og var hjá Fram i þessum leik, þá auðveldar það andstæö- ingum mjög vörnina og þannig var þaö einmitt i þessum leik. Af annars mjög jöfnu liði áttu þeir Ölafur Benediktsson, Stefán Gunnarsson og Guðjón Magnús- son bestan leik hjá Val, en bæði Steindór og Jóhannes Stefánsson áttu frábæran leik i vörn. Guöjón Erlendsson og Pálini voru þeir einu sem risu uppúr hjá Fram, að visu áttu Sigurbergur og Pétur Jóhannsson góðan leik i vörn, en það bar minna á þeim i sókninni. Hannes Leifsson náði sér aldrei á strik og Magnús Sigurðsson, fyrrum Vik- ingur lék sinn fyrsta leik með Fram-liðinu en hann var hálfveg- is utangátta I þessum fyrsta leik sinum með liðinu.. Eftir þetta tap hefur Fram endanlega misst af möguleikunum til aö blanda sér i toppbaráttuna. Mörk Vals: Guðjón 5, Jóhann Ingi 3, Bjarni 3, Þorbjörn 2, Stefán 2, Jón J. 2. Gunnsteinn, Steindór, Gunnar og Jóhannes 1 mark hver. Mörk Fram: Pálmi 8, Magnús 2, Hannes 2, Pétur, Gústaf og Arni 1 mark hver. —S.dór Luns Framhald afl. siðu. hugsanlegan samningagrund- völl. Hann kvað islendinga ekki fáanlega til þess að koma með neinar tölur um hugsanlegan veiðikvóta fyrir breta, en viður- kenndi að eitt helsta vandamál- ið i vegi þess að samningar hæf- ust á ný væri ,,nærvera breskra herskipa” á tslandsmiðum. Luns neitaði þvi á fundinum að islendingar hefðu sett hnifinn á háls NATÓ með þvi að hóta úrsögn. Hann sagði að þeir hefðu látiö að þvi liggja að að- hefðist NATÓ ekkert gæti slikt komið til athugunar. Hann kvað lika eðlilegt i sam- ræmi viö Ottawasamkomulagið að NATÓ heföi afskipti af deilu breta og islendinga enda hefði fastaráðið falið sér það með fullu samþykki breta sjálfra. Hinsvegar kvað hann NATÓ ekki geta skipt sér af innbyrðis deilum aðildarrikja öðruvisi en með þvi að stuöla að samning- um um lausn. Bein afskipti eða beiting hervalds af hálfu NATÓ hefði ekki komið til greina i deilu grikkja og tyrkja og átök- um þeirra á Kýpur t.d. Og ekki heldur I öðrum svipuðum tilfell- um frá fyrri tlmum. Að lokum lagði Luns áherslu á það að vandamálum islendinga væri varla veitt svo mikil at- hygli sem raun ber vitni ef þeir væru ekki aðilar að NATÓ. Jafnframt kvaöst hann gera sér fulla grein fyrir þeirri gifurlegu þýðingu sem fiskveiðar hefðu fyrir islendinga og sagðist fall- ast á þá skoðun sérfræðinga að nú væri full vissa fyrir útrým- ingu fiskistofna, ef ekki væri gripiö til takmarkana á veiðum af hálfu allra. Meðal annars þessvegna væri nauðsynlegt að hraða sem mest lausn á fisk- veiðideilunni. Skáldavaka Framhald af bls. 7. og menningu og i Bóksölu stúd- enta. Pétur Gunnarsson kvaðst eingöngu ætla að lesa prósa, og yrði hann lfklega sá eini, sem héldi sig eingöngu við þá bók- menntagrein á vökunni. ÞJÓDLEIKHÚSID CARMEN i kvöld kl. 20 Uppselt sunnudag kl. 20 GÓÐA SALIN 1 SESÚAN laugardag kl. 20 Litla sviðið: MILLI HIMINS OG JARÐAR sunnudag kl. 11 f.h. og kl. 15 Siðustu sýningar. INUK þriðjudag kl. 20.30 Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. SKJALDHAMRAR i kvöld. — Uppselt. EQUUS laugardg kl. 20,30. — 7. sýning. Græn kort gilda. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. EQUUS miðvikudag kl. 20,30. SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. Skáldin kváðu margar ástæður liggja til þess að þau réðust i að halda þessa vöku, meðal annars að þegar allmörg ung skáld fluttu verk sin i Norræna húsinu i sum- ar, hefði verulegur hluti islensku þjóðarinnar ekki átt þess kost að njóta þeirrar skemmtunar vegna þess hve það hús tekur fáa. Einn- ig hefðu heyrst raddir um að sú dagskrá hefði verið full langdreg- in og flytjendur of margir á einni vöku. Ýmislegt fleira kom til tals á blaðamannafundinum, meðal annars islensk bókmenntagagn- rýni. Um hana höfðu Listaskáldin vondu fátt gott að segja og komst Birgir Svan svo að orði að hér á landi væri ekki til bókmennta- gagnrýni á visindalegum grund- velli, heldur aðeins sleggjudómar upp og ofan. dþ. IGNIS frystikistur BflHÐJflH SÍmh19294 BAITBBB sími: 26960 Kaupið bilmerki Landverndar Hreint | f^Sland I fagurt I land I LANDVERND Tll sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.