Þjóðviljinn - 16.01.1976, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Síða 12
Stöðvun œfingaflugsins VOÐVIUINN Föstudagur 16. janúar 1676. Luns strax í samband við breta ,,í:g mun ræða viö breska sendiherrann i kvöid, og hafa samband við Callaghan og Wilson um heigina. Þeir verða báðir i Kaupmannahöfn um helgina, en ég vonast til þess að hitta Callaghan, utanrikisráðherra breta, strax á mánudaginn i Brússel.” Þetta sagði Joseph Luns i gær um væntanlegar viðræður sinar við breska ráðamenn um fisk- veiðideiluna. Hann lagði áherslu á að hann hefði farið beint héðan til Lundúna, ef ekki hefði staðið þannig á, að utanrikisráðherrann og forsætisráðherrann væru á förum til Danmerkur. Afhentu Luns mótmæli Fimm manna nefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gekk i gærdag á fund Jóseps Luns þar sem honum voru afhent mótmæli samtakanna vegna yfirgangs bresku Nató-herskipanna i islensku landhelginni. Mótmælin voru samhljóða samþykkt mið- nefndar samtakanna, sem birt voru i blaðinu i fyrradag. Þau sem afhentu mótmælin voru Gils Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir, Árni Hjartarson, Soffia Sigurðardóttir og Hlin Agnarsdóttir. Ekkert svar RÓM 15/1 — Litlar likur eru taldar á þvi að Moro takist að mynda nýja rikisstjórn á ítaliu. Moro hefur reynt að koma á stjórnarsamvinnu meö Kristilegum demókröt- um, Sósialistaflokknum, Sósialdemókrötum og Lýð- veldisflokknum. Hugsanlegt er að Moro reyni að mynda stjórn færri flokka eða minni- hlutastjórn. j f J ■ ypn : truflunum Sú ákvörðun islenskra flúgum- ferðarstjóra aö neita NATO um æfingaflug frá Keflavikurflug- velli hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli, en segja má að þessi aðgerð þeirra svo og að- gerðir grindviskra sjómanna um siðustu helgi, endurspegii hug islensku þjóðarinnar til NATO og dvalar bandar. hernmámsliðsins hér á landi, um þessar mundir. Fólki hefur loks i alvöru verið sýnt framá tilgangsleysi hersetunnar fyrir okkur isiendinga. Þessar aðgerðir flugumferðar- stjóranna koma til með að valda miklum erfiðleikum hjá banda- riska hernámsliðinu á Kefla- vikurflugvelli. Að sögn Valdimars Ólafssonar varðstjóra i flugumferðarstjórn, eru daglega V eldur miklum hjá NATO farin mjög mörg æfingaflug frá Keflavikurflugvelli, stundum svo tugum skiptir. Valdimar sagði að fyrirhugað væri að þessar aðgerðir stæðu i viku og væri einhugur í flugum- ferðarstjórum i málinu. Ekki vissi hann hvað tæki við ef þessar aðgerðir bera ekki tilætlaðan árangur, en þær eru gerðar til að mótmæla innrás NATO flota breta inni islenska landhelgi. En flugumferðarstjórar ákváðu á fundi sinum i fyrrakvöld að gripa til frekari aðgerða ef þessar bera ekki árangur. Ekki hafði'nein kvörtun borist flugumferðarstjórum vegna málsins, hvorki frá bandariska setuliðinu eða islenskum yfir- völdum. —S.dór Kanarnir á Keflavikurflugvelli þverbrjóta reglurnar: IsL starfsfólkið má þola það að vera þjófkennt og undirgangast nákvœma leit! Bandariskir yfirmenn is- lenska starfsfólksins á Kefla- vfkurflugvelli hafa heldur betur komist upp með að þverbrjóta þær reglur, sem þeim hafa verið settar I sambandi við umgengni og framkomu gagnvart starfs- fólki sinu. 1 samtali við laute- nant Cote, yfirmann verslunar þeirrar sem „Piex” kallast skv. framburði, staðfestir lautenant- inn það, að öðru hvoru sé gerð „þjófaleit” á um hundrað starfsmönnum verslunarinnar og eru það amerikanar sjálfir sem leitina framkvæma. Slikt mun vera með öllu ólög- legt ef tekið er mið af þeim um- gengnisreglum, sem i gildi eru á vellinum. Að sögn Þorgeirs Þor- steinssonar lögreglustjóra á ynnu um eitt hundrað islending- ar. Þeir yrðu öðru hvoru að gangast undir leit i töskum sin- um, klæðaskápum og öðrum þeim stöðum, þar sem hugsan- lega væri hægt að fela vörur úr versluninni, sem siðan ætti að smygla út af svæðinu. — Við höfum ekki séð ástæðu til þess að ónáða islensku lög- regluna viðsvona störf. Þetta er gert nokkuð oft og ég lit svo á, að okkur sé fyllilega heimilt að framkvæma þessa leit sjálfir. Með þessu komum við i veg fyr- ir að tollfrjálsum varningi sé smyglað út af vellinum og það ætti að vera allra hagur. — Hvað lentu margir i þess- ari siðustu leit ykkar? — Það voru átján manns. Keflavikurflugvelli, er reglan sú, að ameriskir menn, sem af- skipti þurfa að hafa af fólki sem ekki er i hernum, megi ekki gera meira en í hæsta lagi að kyrrsetja það og biða siðan eftir islensku lögreglunni. Þorgeir sagði að sér vitanlega hefði islenska lögreglan aldrei leitað á starfsfólki á vellinum, nema i þeim einstöku tilfellum þegar upp hefur komist um ein- hvern stuld eða glæp innan svæðisins. Sér væri ekki kunn- ugt um að amerikanar fram- kvæmdu einhvers konar leit á islensku starfsfólki, en væri það satt bryti það vissulega gróflega i bága við þær reglur, sem i heiðri eru hafðar. Cote sagði að i verslun sinni — Og fannst mikið? — Ég vil ekkert segja um það. En við sjáum a.m.k. á- stæðu til þess að gera svona nokkuð öðru hvoru. Cote sagði að islendingar hefðu aldrei mótmælt þvi að amerikanar framkvæmdu þessa leit. Enginn hefði nokkru sinni látið styggðaryrði falla vegna þessa. Þorgeir lögreglustjóri sagði að fyrst enginn islendinganna gerði athugasemd við þessa framkomu útlendinganna hlytu þeir að hafa samið um þetta sérstaklega við fólkið, að öðrum kosti væri þvi a.m.k. fyllilega heimilt að neita þvi að gangast undir svona nokkuð. —gsp Frá Happdrœtti Þjóðviljans Full skil hafa enn ekki borist utan af landi og er þvi ekki tímabært að birta vinn- ingsnúmerin. Enn eru því möguleikar fyrir þá sem ekki hafa gert full skil að hafa samband við skrifstofu happdrættisins að Grettisgötu 3, eða póstleggja uppgjör. Happdrœtti Þjóðviljans Samstarfsnefndin um verndun landhelgi á fundi með Luns: Samningar jafngilda skipulögðu atvinnuleysi Af hálfu samstarfsnefndar um verndun fiskveiðilandhelginnar var Joseph Luns gerð glögg grein fyrir þvi i gær að það magn af fiski, sem nú væri hægt að taka af tslandsmiðum væri orðin föst og ákveðin tala, sem ekki væri hægt að breyta. Islendingar réðu yfir fiskiskipaflota sem gæti veitt þetta magn og hefðu veiðar hans á siðasta ári sem næst samsvarað þessari tölu. Allir samningar við útlendinga jafngiltu þvi skipu- lögðu atvinnuleysi fyrir fólk við sjávarútveg og i fiskiðnaði, sem samsvara myndi minnkun gjald- eyristekna. Engin lausn væri þvi á deilunni við breta nema sú að bretar drægju endanlega skip sin af tslandsmiðum. Einnig var á það minnt að for- ráðamenn NATÓ hefðu verið ó- sparir á það undanfarin ár að segja tsland ómissandi fyrir NATÓ vegna hernaðargildis þess. öll framkvæmd i sambandi við þorskastrið breta og islendinga af hálfu NATÓ að undanförnu sýndi að bandalagið mæti ekki hernað- armikilvægið meira en nokkur þúsund þorska. Meðan málum væri svo farið væri ekki hægt að taka hátiðlega tal NAó um hern- aðarmikilvægi. Það væri rök- semdaleg mótsögn. Af hálfu samstarfsnefndarinn- ar gengu á fund Luns Björn Jóns- son, fyrir ASt, Guðmundur J. Guðmundsson, fyrir Verka- mannasambandið, Karvel Pálmason, fyrir stjórnarand- stöðuflokkana, Ingólfur Stefáns- son, fyrir Farmanna- og fiski- mannasambandi og Pétur Guð- jónsson, fyrirFélag áhugamanna um sjávarútvegsmál. Kyrrstaða í samningamálum — Það hefur verið kyrrstaða i samningagerðinni, og almennt ekki búist við breytingu þar á fyrr en skipuð hefur verið sáttanefnd og hún tekið til starfa, sagði Benedikt Daviösson, form. Sam- bands byggingarmanna, er Þjóð- viljinn spurði hann af gangi samningamála. I gær og fyrradag voru haldnir sáttafundir með fulltrúum ein- stakra stéttahópa og vinnuveit- enda. A fundum þessum hafa ver- ið ræddar sameiginlegar sérkröf- ur verkalýðsfélaganna innan sér- sambandanna auk krafna ASI. — Viðbrögð vinnuveitenda i öllum þessum sérkrafna viðræð- um virðast vera samræmd og það sama: að svara nánast engu öðru en þvi, að ekkert sé hægt um þetta að segja fyrr en þá málið allt i heild, sagði Benedikt. Ekki mun vera búið að skipa sáttanefnd, en það virðist þó liggja i loftinu, að það gerist nú um helgina. Varðandi umræðu um þá þætti, sem snúa að rikisstjórninni, sagði Benedikt að ekki hafi verið hægt að ræða lengi vegna þess að stjórnin er upptekin i landhelgis- málinu og i lúnsum. —úþ BLAÐ- BURÐUR Þjóöviljinn óskar eftir blaöberum i eftirtalin hverf i Sogamýri Safamýri Langagerði Fossvog Sólheima Höfðahverfi Kap laskjól Mela Seltjarnarnes Vinsamlega hafið sam- band við afgreiðsluna simi 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.