Þjóðviljinn - 18.01.1976, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.01.1976, Qupperneq 2
2 SIÐA — l»J6DVILJINN Sunnudagur 18. janúar 1976 Dmjta: Vilborg Harðardóttir. Margrómuöu kvennaári var ekki einu sinni lokið þegar yfirstjórn ríkisverk- smiðjanna sýndi hversu litið hún hefur lært og hversu lifseigur karlveld- ishugsunarhátturinn er, hvað sem liöur loforðum, lögum eða fögrum orðum. Af nemendum Fisk- vinnsluskólans vill stjórnin karla og aðeins karla til vinnu á rannsóknarstofum sinum á loðnuvertiðinni. Undanfarin ár hefur það veriö venja að taka til vinnu á rann- sóknarstofnum nokkra nemendur Fiskvinnsluskólans meðan loðnu- vertiðin stendur yfir og er af skólans hálfu litið á þessi störf sem þátt i starfsþjálfun nemend- anna, enda aörir nemendur i þjálfun á öðrum vinnustöðum á sama tima. Af þessu tilefni m.a. sækja nemendur sérstök hálfs- mánáðarnámskeið hjá rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins fyrir Og enn er það svona: „BARA KARLA, TAKK!” vertiðina, bæði þeir sem vinnuna fá og hinir. Vinnan á rannsókna- stofnunum er eftirsótt þvi hún er dýrmæt þjálfun sem veitir að- gang að samsvarandi vinnu i framtiðinni, en einsog allir vita er vinnan i loðnuverksmiðjunum vel borguð og vinnutimi langur með- an á henni stendur, þannig að hægt er að hafa talsverð uppgrip á skömmum tima. Engar konur! Fram að þessu hefur verið reynt að dreifa þessum tækifær- um milli nemenda eftir þvi sem unnt er, þar sem aðeins innan við tiu geta komist að á hverri vertið. Hefur skólastjóri annast val i samráði við nemendur. En að þessu sinni setti yfirstjórn rikis- verksmiðjanna tvö skilyrði: 1) Þetta mega ekki vera stúlkur. 2) Farið skal eftir einkunnum i efna- og eölisfræði. Þessi skilyrði fékk skólastjóri fyrir jól og mun ekki hafa gert við þau athugasemdir eftir þvi sem næst verður komist. Nemendur brugðust hinsvegar ókvæða við og hafa nú farið fram á að málið verði tekið fyrir á skólastjórnar- fundi, en þeir eiga tvo fulltrúa i skólastjórninni. Ekki uppörvandi Gunnar Geirsson, fiskvinnslu- skólanemi á siðasta námsári, lýsti furðu sinni á þessari afstöðu. — Þegar skólinn byrjaöi þótti það miður, að engar stúlkur skyldu sækja hann og i minum ár- gangi eru t.d. engar stúlkur, sagði Gunnar. En siðan hefur verið rek- inn þó nokkur áróöur fyrir því að konur sæki þennan skóla ekki siður en karlar, enda sjálfsagt og nú eru semsagt nokkrar stúlkur i skólanum, þótt karlar séu enn i miklum meirihluta. En svona af- staða er sannarlega ekki uppörv- andi fyrir konur og verður ekki til að bæta þetta ójafna hlutfall. Slik skilyrði um kynferði hljóta lika að brjóta i bága viö rikjandi lög. Hinsvegar tók Gunnar fram, að nemendur gætu út af fyrir sig sætt sig við hitt skilyrðið, þ.e. að valið væri eftir frammistöðu i efna- fræði. En að stúlka sem e.t.v. væri mjög dugleg i þvi fagi, fengi ekki starfiö vegna kynferðis sins, væri hreint og beint fáránlegt. Sagðist hann m.a.s. af eigin reynslu álita, að ef nokkuð væri, gæti kvenmaður reynst betur i þessustarfi, þarsem það útheimti mikla nákvæmni og fingrafimi, sem konur réðu oft betur við en karlar, þótt auðvitað væri það sem annað einstaklingsbundið en ekki kynbundið. Nemendur hafa undanfarna daga verið að velta fyrir sér, hver gæti verið skýringin á þessari einkennilegu afstöðu yfirstjórnar rikisverksmiðjanna, en ekki fundið nema þessa einu: kynferð- isfasismi! Engin svör hafa feng- ist við spurningum þeirra, sagði Gunnar. Gætu orðið óléttar! Guðbjörg Einarsdóttir frá Keflavik er ein þeirra 5 stúlkna, sem nú stunda nám i Fiskvinnslu- skólanum. Hún er á 2. ári. — Við erum öskuillar útaf þessu misrétti, sagði hún, og ef það á að fara að mismuna nem- endum skólans svona eftir kynj- um, finnst mér ekki grundvöllur fyrir þvi aö kvenfólk sæki hann. Það skiptir nemendur talsverðu máli hvort þeir komast i vinnuna á rannsóknastofum verksmiðj- anna, þvi þeir eiga þá meiri von i að fá vinnu i loðnuverksmiöjun- um i framtiöinni. Þjálfunin á und- an er lika dýrmæt, en aðeins helmingur bekkjarins fékk hana nú og allt kvenfólkið var útilokað, hvað sem einkunnum leið. Karl- mennirnir voru valdir eftir einkunnum. Karlmönnum sem þjálfunina fengu var sagt, að ástæðan til að konur þættu óæskilegar væri sú, að þær þyldu ekki vinnuálagið og gætu orðið óléttar. Við vitum hinsvegar að konur vinna i loðnu- verksmiðjum bæði á Vopnafirði Ríkisverk- smiöjurnar mismuna fiskvinnslu- nemendum eftir kynferöi og Seyðisfirði og enginn hefur neitt á móti þeim þar, nema slður sé. Við nemendur mótmælum þessum misrétti. Og mér finnst að við ættum að leggja áherslu á mótmæli okkar með að fara ekki heldur I aðra þjálfun. Við eigum að neita að vera send svona útá vinnumarkaðinn til að vinna þar kauplaust framað mánaðamótun- um mars/april. Gleymdist að skipa skóla- stjórn? Sem áður getur hafa nemendur farið fram á fund skólastjórnar vegna þessa máls, en er til átti aö taka vissi enginn hver ætti sæti i henni fyrir utan þá tvo fulltrúa nemenda sem valdir eru árlega. Fyrri skólastýórn,_ valin til 4ra ára,létaf störf um um mittsumar sl. og svo virðist sem síðan hafi gleymst að skipa nýja. Þvl mun þó hafa verið kippt i lag I hasti núna og verður fundurinn vænt- anlega eftir helgina. Verður fróð- legt að frétta að hvaða niðurstöðu þá verður komist. —vh SOFFIA GUÐMUNDSDOTTIR: Aökallandi verkefni bíða framfarasinnaörar kvennahreyfingar Ætla konur að taka þvi þegj- andi, að hagur þeirra sé færður til lakara horfs, lagalegur réttur þeirra til starfa gerður að mark- lcysu og sókn þeirra út i atvinnu- lifið hindruð? Þannig spyr Soffia Guðmundsdóttir tónlistarkennari og bæjarfulltrúi á Akureyri i út- tekt sem hún gerir á Kvennaárinu 1975 i „Alþýðubandalags- blaðinu”, málgagni Alþýðu- bandalagsins I Norðurlandskjör- dæmi eystra. Soffia segir, að ákvörðunin um alþjóðlegt kvennaár hafi hrundið af stað stóraukinni umræðu um þjóðfélagsstööu kvenna og knúð fleiri en nokkru sinni fyrr til að endurmeta viðhorf og leita svara viö mörgum áleitnum spurning- um, ma. varðandi launamisrétti, möguleika til mennta og starfa, atvinnuöryggi og liffræðilegt hlutverk kvenna. Bendir hún á 1 þessu sambandi, að „hin ýmsu samtök launafólks að verkalýðs- hreyfingunni meðtalinni horfa upp á það sallaróleg, að þvi er virðist, að lögum um launajafn- rétti er ekki framfylgt, heldur farið i kringum þau með hinum og þessum starfsheitum og meö þvi einfaldlega að útiloka konur frá ýmsum störfum og þá vitan- lega hinum ábyrgöarmeiri og betur launuðu.” Hún leggur áherslu á að árangursrik verkalýðsbarátta verði ekki háð án þátttöku kvenna fremur en árangur náist I jafn- réttisbaráttu án viðtæks stuðnings og þátttöku verkalýðs- hreyfingarinnar. Þá er I grein Soffiu raktar bar- áttuaðgerðir kvennaársins hér á landi og hvernig hugmyndin um kvennaverkfall vann fylgi og varð að veruleika um allt land. Afram- haldið á Akureyri eftir 24. október hefur verið stofnun umræðu- og starfshópa um ýmsa málaflokka sem snerta jafnréttismál og aðra mikilvæga þætti félagsmála. Sex hópar taka þar nú fyrir þjálfun i almennum félags- og fundastörf- um, dagvistunarmál, könnun á launaflokkum og skipan i stöður, konur og neytendaþjóðfélagið auk innlends og erlends lesefnis um jafnréttismál. Um hvað var sameinast? Um hvað var sameinast 24. október? spyr Soffia siðan.og fer hér á eftir siðari hluti greinar hennar,sem ber yfirskriftina „Að afloknu kvennaári 1975”: „Konurnar voru að leggja á- herslu á mikilvægi vinnufram- lags sins og fylgja eftir þeirri kröfu, að störf þeirra verði metin til jafns við störf karla. Þær vildu vekja athygli á þvi launamis- rétti, sem viðgengst og misjafnri aðstöðu kvenna og karla i at- vinnulifinu. Þessi atriði eru vissulega allt nokkuð að sameinast um, þótt fjölmargir mikilvægir þættir, sem snerta orsakir misréttis hafi yfirleitt legið um of I láginni. Það Soffia Guömundsdóttir mætti spyrja hverra hagsmunum sú innræting þjónar, sem við- heldur stöðnuðum hugsunarhætti gagnvart þeirri rigskorðuðu verkaskiptingu milli kynja, sem er konunum sérlega óhagstæð. Þessi innræting hefur það m.a. i för með sér, að konur lita alltof oft á þátttöku sina I atvinnulifinu sem millibilsástand, en mæna á hjónaband og heimili. Það er nefnilega búið að ala þær upp sem verðandi húsmæður og mæður, en ekki til þess að byggja lif sitt á eigin framlagi I námi og starfi. Sú uppeldislega skyssa hefur lang- vinnari afleiðingar og skað- vænlegri en marga grunar i fljótu bragði. Af þessu viðhorfi kvenna leiðir, að þær eru næsta óvirkar um hag sinn á vinnumarkaðinum. Þær láta sig faglega hagsmunabaráttu litlu skipta, að ekki sé minnst á stjórnmál og stéttabaráttu. ódýrt íhlaupavinnuafl. Konurnar eru bundnar við „hornstein þjóðfélagsins” þvi að heimilis-"óg uppeldisskyldur hvila að langmestu leyti á þeim. Starf þeirra utan heimilis þýðir I lang- flestum tilvikum að tvöföld vinna er innt af hendi. A vinnuafl kvenna er einkum litiö sem hreyfanlegt varalið, og konur sætta sig við að vera til- kvaddar, þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli og efnahagslifið gengur sem glaðast. A sama hátt láta þær svo senda sig heim eins og ekkert sé, þegar samdráttar fer að gæta, eða kreppan riður húsum, eins og dæmin sanna i auðvaldsheiminum um þessar mundir. Það er vitanlega hagur atvinnurekenda að hafa slikt varalið til taks, þegar þeim hentar að kalla út, en hafa að öðru leyti lágmarksskyldum að gegna við þessa hópa. Þetta hefur verkalýðshreyfingin lengi horft upp á án þess að kippa sér upp svo teljandi sé, enda er þar fátt kvenna I forýstuliði, og engin kona á sæti i aðalsamninganefnd A.S.l. Skortur á félagslegri þjónustu ýmiskonar notast svo beinlinis sem hagstjórnartæki til þess að binda konurnar enn frekar við heimilin og viðhalda þessari ótryggu atvinnuaðstöðu stórra hópa og láglaunakvenna. Kveöjur frá þingi og rikisstjórn. Það er rétt að rifja ögn upp, hvern hug íslenskir ráðamenn hafa sýnt I orði og verki til jafn- réttisbaráttu, Islenskra kvenna á þvi herrans ári 1975. Boðaður er niðurskurður á f járframlögum til ýmissa félagsmála svo sem til dagvistunarstofnana. Þá lét meiri hluti alþingis- manna sig ekki muna um að kveða niður tillögur um sjálfs- ákvörðunarrétt kvenna varðandi barneignir og töldu þær ekki til þess færar að taka mikilvægar ákvarðanir um eigið lif og bera á 'þeim ábyrgö. Þeim fannst vissara að fela „nefnd sérfróðra manna” að ákveða hvort kona elurbarn eftir óvelkomna þungun eða hvort hún allra náðarsamleg- ast fær fóstureyðingu fram- kvæmda. Þetta mega heita kaldar kveðjur. Þá hefur komið fram, að von sé á frumvarpi um skattamál og er kennt við sérsköttun, en ris engan veginn undir þvi heiti eftir þvi að dæma, sem fram hefur komið til þessa. Einn megintil- gangurinn virðist vera sá að ná stærri hluta af launatekjum giftra kvenna inn i rikissjóð, undir yfir- skini sérsköttunar. Hagur ein- Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.