Þjóðviljinn - 18.01.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 18.01.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. janúar 1976 SVAVAR GESTSSON: Einu sinni í Boulogne- skógi, nú í Brlissel Sá maður er ekki til á Islandi sem dregur i efa nauðsyn þess að stækka islensku landhelgina. En sú hefur ekki alltaf verið raunin. Það var til dæmis ekki um slikt að ræða 1958 þegar islendingar færðu landhelgi sina út i 12 sjó- milur. Þá voru háðar mjög harð- ar deilur um næstu aðgerðir i landheigismálinu og munaði minnstu að vinstristjórnin sundr- aðist i þeim ágreiningi. Lúðvik Jósepsson fór með forustu fyrir útfærslunni 1958 fyrir hönd Al- þýðubandalagsins og það var ein- örð afstaða þess og Lúðviks sem réði úrslitum um að fært var út i 12 sjómilur þrátt fyrir verulega andstöðu meðal fámennra stjórn- málahópa hér innanlands. Átti að reka Lúðvík úr stjórninni? Vinstristjórnin 1956-1958 hafði heitið þvi að stækka landhelgina ogum þaðstefnuatriði var enginn ágreiningur meðal forustumanna stjórnarflokkanna á yfirborðinu. Allir lýstu þeir fylgi við útfærslu landhelginnar — en raunar iskyggilega margir með almenn- um skrúðmælum. En á einlægn- ina reyndi snemma árs 1958. 1 mars það ár var haldin alþjóð- leg ráðstefna um landhelgismál. Þar reyndist meirihluti þátttak- enda fylgjandi 12 milna reglu. Lúðvik Jósepsson lagði til i rikis- stjórninni i mai 1958 að landhelgin yrði færð út i 12 sjómilur. Eftir það hófst mikið taugastrið meðal stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæð- isflokkurinn lagðist gegn þvi 21. mai að ákvörðun yrði tekin um stækkun landhelginnar i 12 milur. I staðinn lagði hann til að teknir yrðu upp samningar við Atlants- hafsbandalagið og einkanlega breta um aðgerðir sem NATO-rfkin gætu fallist á. Af- staða Alþýðuflokksins — stjórn- arflokksins — var i rauninni þeg- ar á átti að herða mjög hliðstæð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði einnig til að teknir yrðu upp samningar við Nató. Framsókn- arflokkurinn var einnig deigur. Lúðvik Jósepsson undirritaði reglugerðina um útfærslu i 12 sjó- milur 21. mai 1958. Hermann Jón- asson forsætisráðherra krafðist þess þá að reglugerðin yrði ekki birt lögformlega; yrði það gert sagðist hann mundibiðjast lausn- ar fyrir Lúðvik Jósepsson ráð- herra einan eða fyrir alla stjórn- ina.Lúðvik hélt fast við ákvörðun sina. 23. mai hafði Hermann Jón- asson boðað rikisráðsfund þar sem hann ætlaði að tilkynna stjórnarslit. Þá fyrst lét Alþýðu- flokkurinn undan og féllst á efni nýrrar reglugerðar án undan- genginna samninga við NATO. Hins vegar hélt Sjálfstæðisflokk- urinn afstöðu sinni til streitu. Astæðan til þess að Alþýöubanda- laginu tókst að knýja fram út- færslu landhelginnar i 12 milur var þvi sú að þjóðin var einhuga gegn undansláttarmönnum i stjómarandstöðu og i stjóminni sjálfri. „Svikarar” og „griðníðingar” En ástæðan til þess að forustu- menn þessara þriggja flokka voru ýmist deigir eða andvigir út- færslu landhelginnar var sú að þeir tóku NATO fram yfir is- lenska hagsmuni. 1 þvi skyni að renna rökum undir þá kenningu var búin til sú áróðurslumma að útfærsla landhelginnar og áhug- inn á henni af hálfu Alþýðubanda- lagsins væri til þess eins að reka rýtinginn i bak Nató. Vora for- ustumenn Alþýðubandalagsins kallaðir ,,svikarar”, „griðniðing- ar”, sem væru við útfærsiu land- helginnar einasta að hlýða fyrir- mælum frá Moskvu. Þessi orð vora úr Visi, en eitt stjórnarblað- anna, Alþýðubiaðið, sagði að með útfærslu landhelginnar væru kommúnistar að iðka „ljótan leik”. Tilgangur hans væri ,,að slita Island úr tengslum við vest- rænar þjóðir, að sprengja sam- vinnu íslendinga við þær.” Sagði blaðið að útfærslan jafngilti þvi ,,að móðga á hinn freklegasta hátt þær þjóðir sem við deildum við um þessi mál.” Það var þvi umhyggjan fyrir Atlantshafsbandalaginu sem réði úrslitum um afstöðu ieiðtoga Al- r þýðuflokksins og Sjálfstæðis- 1 flokksins 1958. I Boulogneskógi við París Það var nákvæmlega sama við- horfið sem réði nauðungarsamn- ingunum 1961. Þá skuldbundu is- lensk stjórnvöld sig til þess að taka upp samninga við breta ef til mála kæmi að islendingar vildu stækka landhelgina úr 12 sjómil- um. Ef bretar ekki vildu sætta sig viðútfærslu átti að skjóta málinu til alþjóðadómstólsins i Haag. Það er nauðsynlegt nú þegar ráðamenn þjóðarinnar era enn einu sinni komnir á svartakaf i makk við Nató að rifja það upp hvaða afleiðingar það hafði i för með sér 1961, þegar Alþýðu- bandalagið var utan stjórnar. Bretarhöfðu tapað þorskastrið- inu sem hófst 1958. Þeir veiddu mjög litiðog árangur þeirra varð hverfandi i fiskveiðum. En i land- inu jókst jafnt og þétt andúð þjóð- arinnar i Atlantshafsbandalaginu en það voru eins og siðar Nató-herskip sem studdu sjóræn- ingja bretanna og vörðu veiði- þjófnaðinn. Mjög fljótlega eftir myndun viðreisnarstjórnarinnar hófst leynimakk stjórnarinnar við Nató. Alþýðublaðið viðurkenndi i mars 1961 „fimm mánaða starf á bak við luktar dyr”. Úrslitaum- ræðan um þetta mál fór fram i Boulogne-skógi við París þar sem þávoru aðalstöðvar Nato, 16. des. 1960. Þar ræddust þeir við Guð- mundur 1. Guðmundsson og Alec Douglas Home. En málinu var haldið leyndu þar til mörgum mánuðum seinna.þvi eftir var að handjárna stjórnarliðið. Meðan þær athafnir stóðu yfir var hik- laust logið að þjóðinni og alþingi um að ekkert hefbi gerst. Guðmundur 1. Guðmundsson sagði tam. á alþingi 6. febrúar 1961: „i þessum tillögum kom ekki fram nein tillaga eða neitt tilboð af islands hálfu um lausn máisins og við höfum ckki heldur siðar sett fram neina slíka tillögu.” 1 lok febrúar var „uppkastið” lagt fyrir alþingi. Hættulegasta ákvæði þess var auðvitað að is- lendingar skuldbundu sig til þess að færa ekki út fiskveiðilögsög- una nema bretar samþykktu eða alþjóðadómstóllinn i Haag úr- skurðaði. I umræðunum vöruðu talsmenn Alþýðubandalagsins eindregið við þessu ákvæði samn- ingsins einkum vegna þess að fljótt myndi nauðsynin krefjast þess, að færa landhelgina út enn frekar. Lúðvik Jósepsson sagði i umræðunum: „Ég er heldur ekki i nokkrum vafa um það, að sú mun þróunin verða, að eftir nokkur ár verður 12 m Ilna beitið viðurkcnnt sem al- menn iandheigi nokkurn veginn með öllum þjóðum i heiminum, og þá þykir þaö alveg sjálfsagt að strandríki hafi ekki aðeins 12 milna fiskveiðilandhelgi, heldur hafi strandrikið miklum mun stærri fiskveiðilögsögu út frá sin- um ströndum.” Meira að segja Bjarni Bene- diktsson sem þvingaði málið i gegn á alþingi viðurkenndi að á þvi gæti orðið löng bið að alþjóða- dómstóllinn nokkurn tima viður- kenndi rétt okkar yfir landgrunn- inu að stærri hluta: „Ég játa, að það kann að verða löng bið, þangaö til við fáum alþjóðasamþykkt eða viðurkenningu einstakra rikja fyrir rétti okkar yfir land- grunninu aðeinhverju eða öllu leyti.” En af hverju vora stjórnarliöar aö knýja þennan samning fram, sem gerður var í bækistöðvum Nató nokkrum mánuðum áður? Svarið við þeirri spurningu fæst við að skoða viðbrögð ihaldsblað- anna og breiðsiðuuppslátt Al- þýðublaðsins 8. mars 1961, en þar sagði: „Takmark kommúnista er að spilla sambúðinni við Nató”. Það var fylgispektin viðNató sem réði gerðum stjórnarliðanna. Ekkert annað komst að i þeirra huga. 1961 var Alþýðubandalagið ekki i rikisstjórn til þess að hindra óhæfuverkin, sem ihaldið knúði fram. „Fruntaskapur” og „siöleysi” lOárum eftir að þessir atburðir gerðust var mynduð og vildi einungis biða eftir úrslitum haf- réttarráðstefnunnar. Landhelgin væri semsé ekki einu sinni 50 mil- ur i dag ef sú stefna hefði ráðið þvi ekki sér enn fyrir endann á hafréttarráðstefnunni. Alþýðu- flokkurinn tók kröftuglega undir og kallaði tillöguna um 50 milna landhelgi „fruntaskap”, „dóna- skap”og „æfintýramennsku” og „siðleysi” svo fátt eitt sé nefnt. Vinstristjórnin færði landhelgina út og losaði þjóðina af klafa Haag-dómstólsins. En i barátt- unni um 50 milna landhelgina. heyrðist enn i Nató-dindlunum hér á landi: Það verður að semja! Það má ekki spilla samkomulag- inu við vestrænar vinaþjóðir! Kommúnistar vilja spilla sam- starfinu í Nató! Jafnframt gaf Morgunblaðið i sifellu i skyn að þjóðin væri upp á kant við vinstri- stjórnina i landhelgismálinu. Hún hefði ekkert umboð hennar, þvi þarréðu kommúnistar öllu. Morg- unblaðið kallaði þannig yfir þjóð- ina breska herskipaofbeldið með áróðri sinum. Enn tókst að vinna sigur i landhelgismálinu samt sem áður og enn vora bretar á undanhaldi. En þá hófust utan- stefnur á nýjan leik. Óheilindi Ólafs Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra vinstristjórnar fór til London og lýsti þvi yfir áður en hann fórutan að hann ætlaði eng- ar tillögur að flytja i London að- eins að kanna hvort eitthvað nýtt kæmi fram af hálfu breta. Þegar hann kom út kom i ljós að hann hafði logið að samstarfsmönnum sinum i rikisstjórninni. Hann var fyrstur manna til þess að flytja tillögur i London og hann kom heim með tillögurnar sem úr- slitakosti sina og breta. Alþýðu- bandalagið féllstá tillögurnar þar sem i þeim fólst viðurkenning breta á rétti islendinga til 50 milnanna og þar sem Ólafur hót- aði stjórnarslitum ef ekki allir ráðhérrar stjórnarflokkanna samþykktu tillögurnar. Ástæð- urnar til þessara óheilinda Ólafs Jóhannessonar i vinstri stjórninni eru tvær. I fyrsta lagi var At- lantshafsbandalagið orðið óvin- sælt á Islandi og i annan stað ótt- aðist ólafur sifellda fylgisaukn- ingu Alþýðubandalagsins, sem hafði haft ótviræða forustu innan stjórnarinnar um útfærsluna i 50 sjómilur. En i þetta skiptið kom Nató hvergi við sögu i sama hátt og 1961. Það hindraði stjórnaraðild Alþýðubandalagsins. Hættulegur - málatilbúningur Enn er komið til útfærslu land- helginnar. 1 þetta sinn kemur það i hlut rikisstjórna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins að færa landhelgina út og nú i 200 milur, en þá stefnu hafði vinstri- stjórnin áður markað. Runnir eru út samningar um veiðar útlend- inga innan landhelginnar, en rik- isstjórnin hefur þrátt fyrir and- stöðu meirihluta þjóðarinnar gert samninga við vestur-þjóðverja. Ástæðan til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn féllst á að standa að útfærslu i 200 milur var sú að þjóðin hafði fengið viðbjóð á stefnu hans i landhelgismálinu i deilunni við breta um 50 milurn- ar. Hann vissi að hann átti ekki annars úrkosti en að reyna að hunskast með og þess vegna töl- uðu ráðamenn hans um að þeir vildu fá sem stærsta landhelgi, 200 sjómilur. Fáir trúðu á að for- usta flokksins meinti nokkuð með þessum yfirlýsingum og þeir sem eldri eru mundu eftir samskonar yfirlýsingum frá 1958. Þá vildi Sjálfstæðisf lokkurinn sem stærsta landhelgi að eigin sögn, en Nató átti að ákveða stærð hennar. Því miður virðist það sama uppi á teningnum nú. Sjálf- stæðisflokkur hefur til þessa vilj- að vlsa öllum vandamálum land- helgismálsins til Nató, enda þótt landhelgismálið sé okkar innan- rikismál sem komi Nató eða öðr- um útlendingum ekki við. Það er Fulltrúi islands hjá Nató, til vinstri, Tómas Tómasson, og fulltrúi Nató á islandi, til hægri, Magnús Þórðarson. Landhelgismáliö er innanríkismál okkar, en herskipin tilheyra hernaöarbandalaginu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.