Þjóðviljinn - 18.01.1976, Side 15

Þjóðviljinn - 18.01.1976, Side 15
Sunnudagur 18. janúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Systurnar Helga og Brynja Maughan meö ömmu sinni, Guörúnu Jónsdóttur, og móöur sinni, Guöbjörgu Margréti Gissurardóttur ,,Hann sá mig ekki einu sinni. Hvernig var það hægt? Ég ætti að sjást hérna uppi." Hann sleit upp lauf og horfði á það kastast til, eins og skip í stórsjó, á leiðinni niður. Þá heyrði hann gelt. Grafhundur með augu eins og perlur trítlaði fram hjá, hann togaði í ólina og dró óþolinmóður húsbónda sinn á eftir sér. Gamla manninum lá ekkert á. Hann þrammaði bara þyngslalega og lét sér á sama standa. Hann raul- aði letilega fyrir munni sér. Kris kallaði ,,Halló." Gamli maðurinn heyrði ekki, hann var í sínum eigin heimi. Maðurinn og hundurinn hurfu úr aug- lýn. ,,Enginn tekur eftir mér," stundi Kris. ,,Ég kallaði hátt, hann virti mig bara ekki viðlits." Hann dinglaði fótunum fram af pallbrúninni. Trosnaðar reimarnar löfðu niður úr slitnum strigaskónum. Langt, langt fyrir neðan baksaði dálítill maur innan um holur og sprungur í ójafnri mölinni á stígn- um. Hann var kominn að stóru spreki, sem lá þarna undið og kvistrótt Hann stansaði. Gengt svo litlu kvikindi var spýtan mikill farartálmi. Maur- inn tók sér hvíld, hann horfði upp í bylgjandi grænkuna. Hann sá andlit þarna uppi. Dreng sem starði dreymandi á h i m i n i n n . ,,Ó! " andvarpaði maurinn, ,,ég vildi óska að hann tæki eftir mér. Ég býst við að hann viti ekki einu sinni að ég er til. Enginn virðir mig viðlits." Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. CJJÍVl <\ Mo4. Im-tou-Wt •öVroii toll, He oa a bVwp to &rtoua 'ov tksi ýjll, m-biíVv on m nncajrv W, ho hs, -te Vjvs oabov ro dxtok a pvto of W. Jh kvtáh sKctoó ad \or MoAt len-ten bA om ^, &ocn b r\í<kKcA -tW cjrourosiA <WJ1fús, hÁ Vwv-ted'tei stopped Vk- a fox- YFIRSÝN Helga Maughan, 12 ára, og Brynja Maughan, 13 ára. Eftir HELGU MAUGHAM ( 12 ára) „Orustan við Thermopylae var háð um....." Kris hætti í miðri setningu. Hann fleygði pennanum frá sér ergilegur. Penninn datt niður á milli greinanna og hafnaði í illgresis- flækjunni undir trénu. Hann ætlaði að gera heimaverkefnið í sögu seinna. Kris hallaði sér upp að sverum stofni pílviðar- ins. Hátt uppi í mosa- vöxnum greinunum hafði hann gert sér pall úr spýtnarusli. Hann var umlukinn svölu, grænu laufi sem fossaði niður eins og táralækir. Ljósið þrengdi sér gegnum skjálfandi laufþykknið og dansandi sólargeislarnir mynduðu síkvik mynstur á tr jástof ninn. Hann gægist gegnum limið á stiginn beint fyrir neðan. Beggja vegna við mjóan gangstig inn var trégirðing, nýmáluð svört. Það var kreósót- lykt í golunni. Allt í einu kom spegilgjáandi reiðhjól í Ijós á beygjunni. Það hefur tekið marga tima að bóna á það glansinn. Hjólin snérust silfur- glampandi. Hjólreiðar- maðurinn beygði sig fram yfir stýrið og knúði krómskrýmslið áfram. Hraði, hraði, virtust augu hans segja. Kris veifaði, en hjólið var horfið fyrir hornið með lágum hvin. ,,úff!" andvarpaði Kris. lai-toa-ted nxunacl -tKto- bucsy baótLac^ btrwfs, lcctoAnuj jtT a dmte und bomdoui^ rvwi, tc euf, He (xiddivt jW vöitu! úWte) or W on, toa'bt. ftuJt ordcj teaowlKuiuW bccnxto) utiitoiv )re WtouA tlto mx. v>t •" Helga er fædd 29. mars 1963. Hún gengur í gagn- fræðaskóla í heimabæ sínum, Eastleigh, og er í 2. bekk. Hún segist eiga þá ósk heitasta að heimsækja ís- land að vetrarlagi og sjá reglulega djúpan snjó. Kompan fékk senda eftir beiðni eina af stílabókum Helgu. Hérna er síða úr henni. Þau börn sem eru búin að læra ensku í skólanum geta skilið kvæðið, hin verða að láta sér nægja að dást að frábærum frágangi text- ans. Þessi stílabók er ekki útbíuð af villum og hvergi sést klessa,líklega er þetta lakast skrifaða síðan í allri bókinni. Það er vegna ballöðunnar sem hún varð fyrir valinu, kvæðið er frumsamið. í þessari móðurmáls- bók má f inna dæmi um ýmsa bragarhættif rá limrum til órimaðra Ijóða og margvísleg stílti 1 brigði lausa- máls. Núeru það tilmæli Kompunnar til jafnaldra Helgu, sem margir hverjir hafa lært ensku í þrjá eða f jóra vetur, að þeir spreyti sig á að þýða kvæðið og sendi Kompunni. Ekki væri úr vegi að teikning fylgdi með af Ten-ton-ted, dæmigerðum tjalla að drekka bjórinn sinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.