Þjóðviljinn - 18.01.1976, Page 16
DIOÐVIUINN
Sunnudagur 18. janúar 1976
Það hefur verið rakið
hér i blaðinu i greinum
og með viðtölum að is-
lenskur framleiðslu-
iðnaður stendur mjög
höllum fæti i sam-
keppninni við erlendan
iðnað. Þrátt fyrir það,
að stjórnendur landsins
viðurkenni mikilvægi
iðnaðarins, bæði sem
atvinnugreinar er taki
við aukningu vinnuafls
á komandi árum svo og
sem gjaldeyrisspar-
andi atvinnuvegs, þá er
hann þó vanræktur af
þeim sömu stjórnend-
um og landsfeðrum og
málefni hans látin reka
á reiðanum.
I framhaldiaf þeim umræðum,
sem farið hafa fram um þessi
mál hélt blaðamaður til fundar
við Axel Eyjólfsson sem rekur
húsgagnaverkstæði og verslun
að Smiðjuvegi 9 i Kópavogi. Er
þetta nýtt og stórt húsnæði, sem
flutt var i 1973 og borið uppi af
limtrésbitum. Fyrirtækið fram-
leiðir húsgögn og innréttingar
og hefur verið starfandi siðan
1935, en starfsemin hófst á
Akranesi.
Tollamál og
vextir
Um tollamál þessarar iðn-
greinar er það að segja, að á
sama tima og erlendur iðnaður
greiðir ekki tolla af vélum og
hrdefni á sinum heimaslóðum
þá greiðir Isl. iðnaður tolla af
hvorutveggja. Axel sagði, að af
þeim undirstöðuefnum, sem
notuð væri hjá honum væri
greiddur25% tollur, en tollur af
furu er hins vegar 35,5% i raun,
þvi við 25% tollinn bætist 10%
vörugjald og 0,5% byggingar-
iðnaðargjald.
— Hins vegar finnast fyrir-
tæki hér, sem ekki greiða né
eiga að greiða tolla af vélum og
hráefni það ég best veit, erlendu
iðnrekendurnir i álverinu og
karbitnum, sagði Axel.
Þá nefndi Axel, að iðnaður hér
þyrfti að greiða 17,6% vexti og
af yfirdrætti væru vextirnir allt
að 72%. Hins vegar væru vextir
af 90 daga vixli i Noregi 6% hjá
samsvarandi iðngreinum.
— Þrátt fyrir þetta hafa inn-
lendu framleiðendurnir staðið
sig hvað verð snertir, sagði
Axel, þetta hefur fyrst og fremst
gerstmeð þvi, að framleiðendur
hér sérhæfa sig meir og meir.
Þessa stundina framleiðum við
t.d. nær eingöngu staðlaða
klæðaskápa eftir eigin teikning-
um og höfum lækkað þá um
helming i verði.
Álver 0,68 —
íslenskur
iðnaöur 21,7
Það er og á annan hátt en
þennan, sem að framan er sagt
frá, sem islenskum iðnaði er
boðið upp á lakari kjör en er-
lendir menn fá.
Þannig greiðir álverið nú 68
aura fyrir kilówattstundina, en
að sögn Axels greiðast 21,74
krónur fyrir kilówattstundina
hjá honum samkvæmt aðal-
taxta, eða 32 sinnum hærra
verð.
— Það er meiri andskotans
rembingurinn við að þóknast út-
lendingum i einu og öllu, sagði
Axel. Og þegar við spurðum
hann að þvi hvað hann teldi
sanngjarnt að þurfa að greiða
fyrir rafmagnið, svaraði hann:
— Mættimaðurekkifara fram á
að greiða álika mikið verð fyrir
það og útlendingarnir? Er það
ekki ágætis viðmiðun? Við erum
þó af Islensku bergi og höfum
búið i landinu til þessa. Nú
vinna að þvi mér skilst 12 þús-
und manns við framleiðslu-
iðnaðinn hérlendis en við fisk-
iðnaðinn og fiskveiðar starfa
um 11 þús. manns. Vörufram-
leiðsluiðnaðurinn skapaði 40
miljarða króna verðmæti sl. ár,
en fiskiðnaðurinn og fiskveiðar
36 miljarða. Fiskiðnaðurinn
aflar gjaldeyris. Við spörum
hann. Þvi skyldi þá ekki vera
sæmilega að okkur búið?
Hengingarólin
Við Smiðjuveginn i nágrenni
við verkstæði Axels er hvert
stórhýsið við annað. Hýsa þau
trésmiði. En hverhig má þetta
vera?
Jú. Til er sjóður, sem nefnist
Iðnþróunarsjóður Norðurlanda.
Axel og fleiri i sömu iðngrein
gerðust svo bjartsýnir hér á ár-
unum að taka lán úr sjóði þess-
um. Þau eru gengistryggð. Þau
eru til 5-10 ára, en samsvarandi
iðngrein erlendis fær lán til upp-
bygginga til 30-40 ára.
— Þetta lán er eins og henging-
aról, sagði Axel. Vegna verð-
bólgunnar, sifelldra gengisfell-
inga og vaxta vex þessi skuld
þótt af henni sé borgað. Hverjir
lifa af og hverjir deyja veit
maður ekki enn.
Þá á enginn aðgang að
rekstrarfé nema þvi sem hann
getur sogið út úr bönkunum á
eigin spýtur. Eitthvað hefur
verið gasprað um byrgðalán.
Hvað úr verður veit enginn. Enn
hefur amk. ekkert orðið úr þvi.
Það þarf að spara,
ekki síður en afla
Axel fullyrðir að húsgagna-
iðnaðurinn islenski gæti mikið
meira en fullnægt eftirspurninni
innanlands.
En þvi skyldu menn þá ekki
flytja framleiðsluna úr landi?
— Þaðhefurveriðreynt,sagði
Axel, en það gengur bara ekki.
Enda liggja engin rök til þess,
þar sem við búum að öllu leyti
við svo mikið lakari aðstöðu er
erlendir framleiðendur. Það
væri þá ekki nema ef við fram-
leiddum eitthvað alveg sér-
stakt, sem engum i öllum heim-
inum hefði dottið til hugar að
framleiða fyrr.
Axel leggur áherslu á það, að
þó svo ekki sé unnt að flytja
framleiðsluna úr landi þá sé
hægt að spara verulegan gjald-
eyri með þvi að hlú betur að is-
lenskum iðnaði, og að ekki sé
siður mikilvægt að spara gjald-
eyri en afla hans.
Að selja vöru
Eyjólfur, sonur Axels, en
hann er verkstjóri á verkstæð-
inu, bendir á enn eina mismun-
un milli islenskra iðnaðarfram-
leiðenda og innflytjenda full-
unninnar vöru. — Hannsegir, að
innflytjandinn fái td. ókeypis
auglýsingafilmu fyrir sjónvarp
erlendis frá og erlendi framleið-
andinn greiði jafhvel fyrir inn-
flytjandann auglýsingakostnað-
inn i sjónvarpi hérlendis. Ætli
innlendur framleiðandi hins
vegar að auglýsa vöru sina þarf
hann að láta gera auglýsinga-
mynd á sinn kostnað og að sjálf-
sögðu greiðir hann siðan fyrir
að birta hana i sjónvarpi.
Hvenær?
Hvenær skyldi að þvi koma,
að stjómendur sjái að islenskir
iðnaðarmenn geta unnið flest
það, sem erlendis er unnið, að
islenskt fólk getur áorkað þvi
sama og annars staðar er gert,
að allar islenskar atvinnugrein-
ar eiga meiri rétt á sér hérlend-
is en ein erlend, að islenskt fólk
vill og getur búið i islensku
landi, og lifað af vinnu sinni og
framleiðslu?
Það kemur ekki að þvi meðan
þessi rikisstjórn situr. Það er
gagnstætt áformum hennar og
hugmyndum um rekstur þessa
þjóðfélags.
Og enn má sjá roðann i austri.
—úþ
Axel Eyjólfsson ásamt sonum sinum þeim Eyjólfi og Þórði. (Ljósm. A.K.)
RÆTT VIÐ AXEL EYJÓLFSSON
Innlendur iðnaður
settur skör lægra
en sá erlendi
m
Þannig litur verkstæðishúið út frá götu séð. Verslunarhúsnæði verður í neðri hæð tvflyftingarinn-
ar.
Séð inn i verkstæðishúsið. Loftsperrurnar eru úr limviði.