Þjóðviljinn - 27.01.1976, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 27. janúar 1976.
Greinargerð frá umferðarráði
Leiðir til varnar gegn slysum
Greinargerö þessi fjallar um
hugsanlegar leiöir til varnar gegn
slysum i umferö og er tekin sam-
an aö beiöni dómsmálaráöherrá
vegna hinna tiöu og alvarlegu
umferöarslysa sem oröiö hafa aö
undanförnu.
Umferðarráð vekur athygli á
þvi, að á siðasta ári biðu 33 veg-
farendur bana i umferðarslysum
og 697 slösuöust, þar af voru 376
lagðir á sjúkrahús. Umferðarráð
telur nauðsynlegt að nú þegar
verði hafist handa um samræmd-
ar ráðstafanir sem liklegar eru til
að stuðla að auknu umferðarör-
yggi i landinu og fækkun um-
ferðarslysa.
í greinargerð þessari eru hug-
myndir um leiðir til varnar gegn
slysum i umferð flokkaðar i þrjá
meginhluta. t fyrsta lagi eru til-
greindar þær hugmyndir sem að
mati ráðsins er unnt að fram-
kvæma með skömmum fyrirvara
og án lagabreytinga eða verulegs
kostnaðar. 1 öðru lagi eru nefndar
æskilegar breytingar á umferðar-
löggjöf og lögum um meðferð
opinberra mála. I þriðja lagi eru
nefndar ýmsar aðrar hugmyndir
sem ætla má að verði til varnar
gegn slysum i umferð.
I. Aðgerðir sem unnt er að
framkvæma með stuttum
fyrirvara og án lagabreyt-
inga eða verulegs kostnað-
ar.
1. ökuferilsskrá.
Lagt er til að ákveðið verði að
ökuferilsskrá i spjaldskrárformi
skuli haldin i öllum lögsagnarum-
dæmum. t skrána verði færð aðild
að umferðarslysum og óhöppum,
hvort sem aðili er talinn i sök eða
ekki. Ennfremur verði færð i
skrána alvarleg brot er varða
umferðaröryggi, svo sem ölvun
við akstur, of hraður akstur, brot
á biðskyldu, stöðvunarskyldu eða
almennum umferðarrétti og brot
á reglum um umferðarljós. Kom-
ið verði á fót ökuferilsskrá fyrir
allt landið og reglur settar um
hvaða tilvik skuli færð i ökuferils-
skrá og með hverjum hætti, svo
og hvernig haga skuli upplýsinga-
skiptum milli aðalskrár og ein-
stakra lögsagnarumdæma. öku-
ferilsskrá verði notuð til leiðbein-
ingar við endurnýjun ökuskir-
teina, svo og við ákvörðun um
það, hvort ástæða sé að kanna
þekkingu manna á umferðarregl-
um og aksturshæfni.
2. Könnun á þekkingu á um-
ferðarreglum og aksturshæfni.
Ef ökuferilsskrá leiðir i ljós að
ökumaður hefur itrekað átt sök á
umferðarslysi, itrekað gerst brot-
legur gegn umferðaröryggisregl-
um, eða á annan hátt sýnt at-
hugaverða hegðun i umferð, ber
að kanna þekkingu hans á um-
ferðarreglum og eftir atvikum
aksturshæfni hans sbr. 6. mgr. 27.
gr. umferðarlaga og 48. gr. reglu-
gerðar um ökukennslu, próf öku-
manna o.fl. Æskilegt er að aðilum
verði gefinn kostur á námskeiði
til upprifjunar á helstu umferðar-
reglum áður en til könnunar kem-
ur. Leiðbeiningareglur um fram-
kvæmd könnunarinnar verði
gefnar út til þess að tryggja sam-
ræmda framkvæmd i öllum lög-
sagnarumdæmum.
3. ökuleyfissvipting.
ökuleyfissviptingu verði beitt
mun oftar en nú tiðkast við ein-
stök alvarleg umferðarlagabrot,
t.d. vitaverðan og gálausan akst-
ur. bá veröi teknar upp ökuleyfis-
sviptingar i vaxandi mæli gagn-
vart þeim ökumönnum, sem oft
eru staðnir að alvarlegum um-
feröarlagabrotum, án þess að
hvert einstakt þeirra hafi leitt til
ökuleyfissviptingar. Verði stuðst
við ökuferilsskrá við ákvörðun
um bráðabirgðaökuleyfissvipt-
ingu og kannað hvort setja megi
leiðbeiningar um framkvæmd
þessa.
4. Próf I umferðarlöggjöf við end-
urnýjun fuilnaðarskirteinis.
Samkvæmt 6. mgr. 27. gr. um-
feröarlaga er heimilt aö ákveöa
að við endurnýjun fullnaðarskir-
teinis skuli hlutaðeigandi gangast
undir skriflegt próf i umferðar-
löggjöf. 1 2. mgr. 47. gr.
reglugerðar um ökukennslu, próf
ökumanna o.fl. er mælt svo fyrir,
að áður en ökuskirteini er endur-
nýjað skuli umsækjendur ljúka
skriflegu prófi i umferðarlöggjöf.
Skal prófi hagað þannig að próf-
taki merki við rétt svör á prófverk
efnablöðum er dómsmálaráðu-
neytið leggur til. Umferðarráð
telur brýnt að ákvæði þetta komi
til framkvæmda hið allra fyrsta.
Verði hér um að ræða könnun á
þekkingu umsækjenda á helstu
reglum, er varða umferðarör-
yggi. Æskilegt er, að þeim sem
ætla að sækja um endurnýjun
ökuskirteinis verði gefinn kostur
á að sitja stutt námskeiö, eftir þvi
sem aðstæður leyfa, þar sem rifj-
aðar eru upp helstu umferðar-
regiur.
5. Hækkun sekta.
Sektir fyrir umferðarlagabrot
verði endurskoðaðar og þær
hækkaðar verulega frá þvi sem
nú er. Umferðarráð telur æskilegt
að samræmis gæti i ákvörðun um
sektarupphæðir fyrir umferðar-
lagabrot i öllum lögsagnarum-
dæmum landsins og leggur þvi til,
að rikissaksóknari tilgreini i leið-
beiningaskrá, skv. 112. gr. laga
um meðferð opinberra mála, á-
kveðna sektarupphæð fyrir tiltek-
ið brot sem lögreglustjórar geta
þó vikið frá eftir málsatvikum.
Verði leiðbeiningaskrá rikissak-
sóknara birt opinberlega þar sem
telja má liklegt að slik birting
hafi talsverð varnaðaráhrif.
II. Aðgerðir sem krefjast
breytinga á lögum og
reglugerðum.
A. Breytingar á lögum um með-
ferð opinberra mála.
1. Meðferð umferðarlagabrota.
Meðferð mála vegna umferðar-
lagabrota verði gerð einfaldari og
afgreiðslu þeirra hraðað, þannig
að ekki liði langur timi frá þvi
brot er framið þar til meðferð
málsins er lokið, hvort heldur er
hjá lögreglustjóra eða fyrir dómi.
Stefnt verði að þvi að sem flest
umferðarlagabrot hljóti fullnað-
arafgreiðslu með sektargerð lög-
reglustjóra. í þvi sambandi verði
athugaðar leiðir til þess að gera
sektargerðir lögreglustjóra að-
fararhæfar, enda verði sakborn-
ingi gefinn kostur á að skjóta máli
til dómstóla innan tiltekins frests.
2. Sektaheimild lögreglustjóra.
Sektaheimild lögreglustjóra,
skv. 112. gr. laga um meðferð
opinberra mála, verði hækkuð i
60.000 króna sekt, þannig að hún
geti náð til fleiri brota á um-
ferðarlögum en nú er.
B. Breyting á umferðarlögum og
reglugerðum.
1. Námskeiö fyrir ökukennara-
efni.
Nýir ökukennarar hljóti ekki
löggildingu til ökukennslu fyrr en
þeir hafa staðist ökukennarapróf
að undangengnu námskeiði eða
skólagöngu. Sett verði reglu-
gerðarákvæði um lágmarks-
menntun ökukennaraefna.
2. Upprifjunarnámskeið fyrir
ökukennara.
Stöfnað verði til námskeiða i
ökukennslu sem öllum núverandi
ökukennurum i landinu verði gert
að skyldu að sækja.
3. ökukennsluréttindi.
Endurskoðaðar verði reglur um
endurnýjun ökukennararéttinda.
Verði tekið til athugunar hvort
rétt sé að áskilja að ökukennarar,
sem ekki hafa skilað til prófs til-
teknum fjölda nemenda sæki upp-
rifjunarnámskeið.
4. Starfsemi ökuskóla.
Settar verði reglur um starf-
semi ökuskóla og löggildingu for-
stöðumanna þeirra.
5. Almennt bifreiðastjórapróf.
Reglugerðarákvæði um fram-
kvæmd prófa verði endurskoðuð
og prófin gerð strangari. Til
greina kemur aö löggilda sér-
staka próftökustaði á landinu.
Tekið verði upp valpróf við fræði-
lega hluta prófsins. Námskeið i
skyndihjálp verði gert að skilyrði
fyrir almennu bifreiðastjóra-
prófi.
6. Giidistimi ökuskirteina fyrir
byrjendur.
Gildistimi bráðabirgðaökuskir-
teinis, sem nú er eitt ár, verði
lengdur i tvö ár.
7. Endurskoðun umferðarlaga.
Umferðarlög verði endurskoð-
uð með hliðsjón af breytingum
sem unnið hefur verið að annars
staðar á Norðurlöndun.
8. óiöglegar stöður bifreiða.
Sett verði i umferðarlög skýr á-
kvæði er heimili lögreglu að f jar-
lægja á kostnað eigenda ökutæki
sem standa ólöglega.
9. öryggisbúnaður ökutækja.
Reglugerð um gerð og búnað
ökutækja verði endurskoðuð og
tekin upp itarlegri ákvæði um ör-
yggisbúnað þeirra.
10. Reglugerð um umferðar-
merki.
Umferðarráð vekur athygli á,
að á vegum umferðarlaganefndar
er senn lokið itarlegri endurskoð-
un á regluaerð um umferðar-
Framhald á 14. siðu
Skjöldur Eiríksson:
Dögun dýrðleg rís drottinhollum
Þjóðrembing og kotungsbrag vér köstum og komum hér upp alþjóðlegum „trustum”, þvi stóriðjuna „ábyrgir” ætla vorri þjóð, þvi afdönkuðum starfsháttum skal varpa á fyrnskuslóð Úrelt menning islensk arð ei gefur og undan voru Mammonsriki grefur. Grefur hún. „Þrýstihópa” þyrfti að banna að lögum, þeirra frekja ógnar vorum högum. I landhelginni vilja þeir vart „Vinaþjóðir” sjá, þeir vilja jafnvel kasta trúnni Nató-guð vorn á. Sá rumpulýður ráðningu þarf stranga viö refsistörf á Velli og Grundartanga. Við refsistörf.
„Vinaþjóðir” varast ber að styggja, þvi veldi þeirra okkur ber að tryggja. „Varnarherinn” dýrðlega við viljum efla hér, þvi „Varöa Landsins” hugsjón fögru allir dáum vér. Eflist her ameriskra dáta. Okkar land þeim i té skal láta. Okkar land. Landbúnaðinn leggjum skjótt að velli og látum sjósókn hljóta stóra skelli, svo upp þeir gefist allir, sem eiga hana við og afhendum svo „vinaþjóðum” islensk fiskimið. Aukum brask, eflum vora Herra. Auðsins völd mega aldrei þverra. Auðsins völd.
Aö launum „Vinir” dýra oss dali gefa, þvi dauðans heimska um Islandsmið að þrefa. Alusviss og Karbitur ómælt efla hag, svo aisælir við skulum kirja nýjan Islandsbrag: Nató-guð, ó minn drottinn dýri, þin djúpu ráð okkar gjörðum stýri. Þin djúpu ráð. Þvi felum Nató framtið vora alla. Hann færði okkur áróðurinn snjalla, sem sanna skal að Island sé afar mikilsvert okkar kæra Nató, svo að völd hans verði ei skert. Vopnahringaboðskap við breiðum frá bækistöð á Suðurnssjaheiðum. Frá bækistöð.
A islenskt framtak enginn skyldi trúa alteknu af þjóðrembingsins fúa. öllu sliku úreltu útskúfum við senn, þvi alþjóðlega hugsa þeir sem eru sölumenn. Islensk tunga heimsborgara ei hæfir, þvi hennar tilvist Kanans áhrif slævir. Kanans áhrif. Tölvuvinnslu „Varða Landsins” virkjum og veldi okkar ómælt þannig styrkjum, og áróðurinn eflum gegn andstöðu við her, þá alla stimpla komma og rússaþjóna ber. Auð og völd útvöldum til handa, svo eilift megi riki Nató standa. Að eilifu.
(Lag: A Sprengisandi fullvel um mig færi)