Þjóðviljinn - 27.01.1976, Page 16

Þjóðviljinn - 27.01.1976, Page 16
ítalia: Moro reynir enn RÓM 26/1 reuter ntb — Aldo Moro sem falin hefur verið stjórnar- myndun á italiu gerði i dag enn eina tilraunina tii að koma á starfhæfri stjórn i landinu en þar hefur nú rikt stjórnarkreppa i 19 daga. Tilraunir hans snerust i dag um að koma á bráðabirgðastjórn næstu tvo mán. með þátttöku kristilegra demókrata, sósialista, sósialdemókrata og Lýðveldis- flokksins. Sósialdemókratar kváðust i dag reiðubúnir að veita slikri stjórn skilyrðislausan stuðning en Lýðveldisflokkurinn kvaðstekki mundu taka ákvörðun um stuðning fyrr en stefnuræða stjórnarinnar yrði flutt á þingi. Fréttamenn hermdu að Moro stæði i simasambandi við leiðtoga sósialista, de Martino, sem er i Napóli. Sagt er að kristilega og sósialista greini aðeins á um smáatriði á sviði neyðarráðstaf- ana til bjargar efnahags landsins. Slik bráðabirgðastjórn gæfi sósialistum og kristilegum tæki- færi til að móta sér ákveðna stefnu á þingum fiokkanna sem haldin verða í febrúar og mars. Opinberum gjaldeyrismörkuð- um var lokað snemma i dag eftir að liran hafði orðið fyrir miklum þrýstingi sem olli þvi að verja þurfti heimingi gjaldeyrsisvara- sjóða landsins til að halda gengi hennar óbreyttu. Raunverulegt gengisfall lirunnar mun vera um 6% gagnvart dollar og 4.5% gagn- vart helstu gjaldmiðlum Evrópu. Við þetta óglæsilega ástand i stjórn- og efnahagsmálum ítaliu bættist i dag skýrsla frá OECD um horfur i éfnahagsmálum landsins á þessu ári. Þar segir að vaxtarmöguleikar efnahagslifs- ins séu af mjög skornum skammti þessa stundina, greiðslujöfnuður við útlönd má ekki við neinum á- föllum og verðbólga og atvinnu- leysi gæti aukist á árinu. Karpov skákmaður ársins Moskvu 26/1 — Sovéski skák- meistarinn Anatoli Karpov var i dag kjörinn skákmaður ársins 1975 i kosningum þar sem skákfréttamenn viða að úr heiminum tóku þátt i. Þetta er i þriöja skiptið i röð sem Karpov hlýtur þessa veg- semd en hann er eins og allir vita heimsmeistari i skák eftir að Bobby Fischer spilaði þeim titli út úr höndunum á sér i fyrra. Að sögn fréttastofunnar Tass tóku 72 fréttamenn frá 29 löndum þátt i kjörinu og var ákvörðun þeirra gerð ein- róma. FJÖLMENNI HEIÐRAÐI DAGSBRÚN í GÆR Það var opið hús hjá Dagsbrún í gær síðdegis í til- efni 70 ára afmælisins. Þangað kom fjölmenni til þess að árna Dagsbrúnarmönnum heilla og færa þeim gjafir góðar. Á myndunum sjáum við Eðvarð Sigurðsson bjóða gesti velkomna í upphafi hófsins. Þá má sjá Guðmund J. Guðmundsson rabba við Pálma Eyþórsson, og við kaffiborðið sitja f jórir af elstu núlifandi Dagsbrúnarmönnum, sem létu sig ekki heldur vanta. Enn er gengið á rétt flugvirkja Árleg skoðun tveggja Flugfélagsvéla skyndilega flutt úr landi án skýringa t gær héldu flugvirkjar á Reykjavikursvæðinu félagsfund þar sem samþykkt var að leita fullnægjandi skýringa á þeirri skyndiiegu ákvörðun Flugleiða, aðsetja tvær vélar Flugfélagsins, Boeing 727, i sinar árlegu skoðan- ir erlendis. Frá árinu 1967 hafa flugvirkjar hér heima framkvæmt þessa skoðun og sóst eftir þvi að fá mun fleiri flugvélar til skoðunar hér- lendis. Hafa þeir réttilega bent á það, að mikinn gjaldeyri mætti spara ef skoðanirnar yrðu færðar inn til lansins en málflutningur þeirra fengið litinn hljómgrunn til þessa hjá forráðamönnum flugfé- laganna. Nú á hins vegar að senda enn fleiri vélar út til skoðunar og er giskað á að kostnaðurinn við skoðun vélanna verði um 34 miliónir króna á hvora vél. „Dýr- mætur gjaldeyrir a tarna, sem fer til spillis,” segja flugvirkjarnir. Akvörðun Flugleiða var til- kynnt á föstudag og sendu flug- virkjar strax harðort mótmæla- skeyti. Svar við þvi barst frá aðalforstjóra Flugleiða á sunnu- dag og rökstuddi hann ákvörðun- ina með þvi, að vinnuálag á flug- virkjana hérlendis væri ákaflega mikið og einnig bæri að hafa i huga að skoðun erlendis tæki ekki nema tvær vikur á meðan skoð- unin hér tæki þrjár. Flugvirkjar benda á það á móti að þeir séu reiðubúnir til þess að vinna mikið ef verkefni séu næg, þeir vilji gjarnan bæta enn fleiri verkefnum við. í kjölfar nægrar vinnu stækki stéttin og sömuleiðis ætti vinnuaðstaðan að lagast i réttu hlutfalli. Draga þeir einnig i efa að tveggja og þriggja vikna kenning aðalforstjórans sé rétt, a.m.k. sé furðulegt að þessi sann- leikur liti svo skyndilega dagsins ljós. Flugvirkjar benda einnig á þann möguleika til úrbóta, ef for- ráðamenn eru farnir að óttast vinnuálagið sem á stéttinni er, að auðvelt sé að bæta við mannskap, t.d. munu vera nokkuð margir is- lenskir flugvirkjar starfandi er- lendis, sem gjarnan vilja koma heim til íslands aftur. —gsp Kveðja frá rikisstjórninni til sjómanna Fiskverð lækkað Ufsi lœkkar i verði um 33-35% og janúarróðrar farnir á fölskum forsendum Rikisstjórn framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur sent islenskum sjómönnum rétt eina kveðjuna til. i þetta sinn er inni- haldið tilkynning um verðlækkun á fiski þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða! 1 fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði segir, að samkomulag hafi náðst um verð á ufsa. Verð á ufsa i 1. flokki er óbreytt, en á annars flokks ufsa lækkar verðið úr 21.20 kr. pr. kg i 14 krónur og á óslægðum annars flokks ufsa lækkar verðið úr 18.70 i 12.30 krónur fyrir kilóið. Þriðja flokks ufsi, slægður með haus, lækkar úr 14.30 krónum hvert kiló i 9.40 og óslægður lækk- ar úr 12.40 i 8.30 hvert kiló. Þessi verðlækkun mælist að vonum vægast sagt illa fyrir hjá sjómönnum. Formaður Sjó- mannafélags Hafnarf jarðar, óskar Vigfússon, sagði, að þetta kæmi sem reiðarslag yfir sjó- menn, sérstaklega bátasjómenn, en uppistaðan i janúarafla bát- anna væri þvi miður annars flokks ufsi. Óskar sagði, að það hefði verið almennur skilningur sjómanna á yfirlýsingu eða fréttatilkynningu frá Verðlagsráði i ársbyrjun, að aðrar breytingar yrðu ekki á fisk- verði i janúar en sú, sem kynni að stafa af breyttum stærðarmörk- um, og svo, að þorskur mundi hækka um 1% sem jafnan i janúar vegna hrognafisks. Vegna þessa skilnings hefðu sjómenn hafið róðra i janúar. Samstarfsnefnd sjómanna mun koma saman i vikunni og ræða viðbrögð við þessari siðustu kjaraskerðingu rikisvaldsins. Það skal tekið fram að lokum, að umrætt verð á fiski gildir ein- vörðungu fyrir janúarmánuð, og þótt það hafi ekki verið birt fyrr en 24. janúar á fiskverð sam- kvæmtislenskum lögum að liggja fyrir áður 1. janúar rennur upp. —úþ Boeing þotur Fí verða sendar ut- an til ársskoðunar. Friðrik/Kurajica: Jafntefli Friðrik gerði jafntefli við júgó- slavann Bojan Kurajica á skák- mótinu i Hollandi i gær. Tvær um- ferðir eru nú eftir af mótinu og er staðan þannig, að Ljubowitjs er efstur með 6 1/2 vinning, en Friðrik i 2.-4. sæt: ásamt Tal og Kurajica, með 5 1/2 vinning. Smejkal er með 4 1/2 vinning, Anderson með 4 vinninga og bið- skák og Brown með 4 vinninga. Friðrik á eins og fyrr segir tvær skákir ótefldar. —ráa Alþingi hefur störf á ný 1 gær 26. janúar kom aiþingi saman á ný tii framhaldsfunda að loknu þinghléi frá 20. des. s.l. t fjarveru forsætisráðherra las Gunnar Thoroddsen, ráðherra upp forsetabréf i fundarbyrjun um að aiþingi skuii koma saman. Siðan var minnst Hermanns Jónassonar, fyrrverandi for- sætisráðherra og rætt um jarð- skjálftana á norðausturlandi. SJÁ 6. SÍÐU

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.