Þjóðviljinn - 03.03.1976, Qupperneq 3
MiOvikudagur 3. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Fri í skólum vegna öskudagsins:
Megn óánægjavegna
þeirrar ákvörðunar
— eftir að skólahald hefur legið
niðri í meira en viku vegna verkfalls
ástæða til að breyta útaf nú. Sá
sem rætt var við i ráðuneytinu
kannaðist hinsvegar við þær
Margir aðilar hafa haft sam-
band við Þjóðviljann vegna þess
að börn komu heim úr skólanum
i gær með þá frétt að fri væri
gefið i skólum i dag, öskudag,
eins og venja hefur verið um
árabil. En ástæðan fyrir þvi, að
fólk er óánægt með þetta fri nú,
er sú, að skólahald um land allt
hcfur legið niðri i meira en viku
vegna verkfallsins, og nú á að
bæta einum frideginum við.
Þjóðviljinn hafði samband við
menntamálaráðuneytið i gær og
spulrðist fyrir um þetta mál.
bar var okkur tjáð, að frl i skól-
um á öskudag væri lögboðinn
gamall siður sem ekki þætti
þær skiljanlegar eftir það sem á
undan er gengið.
Þá spurðumst við fyrir um hin
svo kölluðu mánaðarfri og var
okkur sagt að þau hefðu á sinum
tima komist á til að hvila
nemendur, ekki kennara, sem
eiga ekki að eiga fri þá daga
sem mánaðarfri er i skólum,
þótt svo sé allviða. — S.dór.
Sovéska flokksþingið:
Áætlanir útskýrðar,
Brésjnéf nijög hælt
MOSKVU 2/3 Reuter-APN. 25ta
flokksþing Kommúnistaflokks
Sovétrikjanna hefur nú staðið i
viku. í gær var lokið umræðu um
skýrsiu miöstjórnar, sem
Brésjnéf flutti, og byrjað er að
ræða efnahagsmál, en um þau
hafði Kosigin forsætisráðherra
framsögu.
Kosigin sagði að sl. fimm ár
hefðu verið þau bestu i sovésku
efnahagslifi og hefðu meðaltekjur
manna aukist um 20-25%. Hann
gerði grein fyrir áöur birtum
markmiðum nýrrar fimm ára
áætlunar, með fyrirheitum um 16-
18% launahækkun á þeim tima til
verkafólks og 24-28% aukningu
þjóðartekna. Hann sagði og að á
næstu árum mundi hlutdeild
Sovétrikjanna i alþjóðlegri
verkaskiptingu aukast.
1 lokaræðu um skýrslu mið-
stjórnar sagði Brésjnef að um-
ræður hefðu verið málefnalegar,
sjálfsgagnrýnar og þó
bjartsýnar. Það hefur verið eftir
þvi tekið hve mjög sovéskir þing-
fulltrúar hafa lofað Brésjnéf,
m.a. kallað hann „heitlandi
persónuleika” og „fremsta
stjórnmálamann samtimans.”
Hafa slik ummæli um flokks-
foringja ekki heyrst siðan á
dögum Krúsjofs
Af ræðum erlendra fulltrúa á
þinginu hafa vakið mesta athygli
ræður fulltrúa júgóslavneskra
kommúnista, Dolanc, og foringja
italska flokksins, Berlinguers.
Þeir lögðu báðir sterka áherslu á
nauðsyn sjálfstæðis hvers flokks
en minntust alls ekki á þá „al-
þjóðakyggju öreyga” sem
sovéskir hafa mjög á lofti.
Berlinguer lagði miklar áherslu á
Solsjenitsin
svartsýnn
á vesturlönd
LONDON 2/3 Rithöfundurinn
Solzjenitsin kvaðst mjög svart-
sýnn á framtið Vesturlanda i
viðtali við breska sjónvarpið
BBC. Taldi hann að þau hefðu
gefið upp hverja vigstöðu af
annarri og römbuðu á barmi
hruns. Ekki væri lengur spurt
að þvi hvort alræðið mundi
hrynja i Sovétrikjunum, heldur
að þvi, hvort Vesturlönd gætu
komisthjá þvi að fara sömu leið
og heimaland rithöfundarins.
Brésnéf
að flokkur sinn berðist fyrir
sósialisma sem virti til fulls
menningarlegt frelsi, trúfrelsi og
þátttöku mismunandi pólitiskra
afla i stjórnmálalifi. Fulltrúar
frakka, breska og spænska
kommúnistaflokksins hafa tekið i
sama streng, en þetta er allt mjög
i skjön við hugmyndir sovét-
manna um forystuhlutverk og
forræði kommúnistaflokks.
Af sovéskum forystumönnum
hefur Masjerof andmælt þessum
viðhorfum án þess þó að nefna
nokkurn flokk með nafni. Hann
andmælti tilraunum til að
„módernisera” marxisma og
„troða honum inn i þjóðernis-
hyggjubása” og kvað sovétmenn
sem hefðu á sinu valdi „alla auð-
legð byltingarreynslu” vita vel
hvers virði slikar tilraunir væru.
Vtför Sverris
á föstudaginn
A föstudaginn kemur verður
útför Sverris Kristjánssonar
sagnfræðings gcrð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavik. Hann
lést föstudaginn, 26. febrúar,
68 ára að aldri.
Sverrir Kristjánsson var
þjóðkunnur sagnfræðingur og
einhver ágætastur penni
okkar tiöar. Hann var fæddur i
Reykjavik árið 1908, lauk
stúdentsprófi 1928 og nam
sagnfræði við háskólann i
Kaupmannahöfn og siðar i
Berlin.
Sverrir ritaði margt um
sagnfræði (Siðskiptamenn og
trúarstyrjaldir, Mannkyns-
saga 300-630) stjórnmál og
menningarmál (Ræður og
riss), islenska örlagaþætti
setti hann saman á margar
bækur. Hann var og þýðandi
ágætur og gaf út með merkum
formálum jafnt Kommúnista-
ávarpið sem verk Jóns
Sigurðssonar. Hann starfaði
einnig við skrásetningu bréfa
og skjala er varða islenska
sögu i helstu söfnum Dan-
merkur.
Sverrir var þrikvæntur,
eftirlifandi kona hans er Guð-
Sverrir Kristjánsson.
munda Eliasdóttir söngkona.
Sverrir Kristjánsson lagði
Þjóðviljanum mikið og gott lið
með fjölda ágætra ritgeröa og
greina. Hans verður nánar
getið i blaðinu siðar.
I l;
Bóka
mark
aður
inn
Góöar bækur
Gamalt
Miðvikudaginn
Fimmtudaginn
Föstudaginn
Laugardaginn
Mánudaginn
Þriðjudaginn
Miðvikudaginn
Fimmtudaginn
Föstudaginn
Laugardaginn
3. marz
4. marz
5. marz
6. marz
8. marz
9. marz
10. marz
11. marz
12. marz
13. marz
frá kl.
frá kl.
frá kl.
frá kl.
frá kl.
frá kl
frá kl.
frá kl.
frá kl.
frá kl.
9—18
9—18
9—22
9—18
9—18
9—18
9—18
9—18
9—22
9—18
Bókamarkaóurinn
Í HÚSI IÐNAÐARINS
VIÐ INGÓLFSSTRÆTI