Þjóðviljinn - 03.03.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 03.03.1976, Side 5
Miðvikudagur 3. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hvernig á að skipta brauðinu? A bandarískt korn eftir að hafa viðtækari pólitisk áhrif en jafnvel herbúnaður rikisins? • Bandaríkin eiga stœrsta matvœlaforðabúr heims? • Hvað gerist þegar þeir beita því í valdabaráttunni? Foodpower — m'atvælaveidi er hugtak sem nú ryöur sér til rúms i efnahagslegri og póli- tiskri valdabaráttu i heiminum. Nær helmingur af matvæla- framleiðslu heimsins er f Bandarikjunum. Það lætur nærri að Bandarikin og Kanada til samans séu I einokunaraðstöðu varðandi sölu á matvælum i heiminum. Nærri öll lönd heims þurfa að flytja inn matvæli: þess vegna hafa Bandarikin með útfiutningsað- stöðu sinni á matvælum álika sterkt vopn i höndum og OPEC-rikin hafa með oliuút- fiutningi sinum. Og i Banda- rikjunum eru menn að bolla- leggja um það hvernig nýta skuii vaidið yfir matvælum handa mannkyninu. Það eru aðeins tvenns konar hráefni sem koma eigendum sinum i valdaaðstöðu að áliti Earl Butz, landbúnaðar- ráðherra Bandarikjanna, og það eru matvæli og olia. Hann talar um „agripower” (landbúnaðarveldi) og „petro- power” (oliuveldi). Þegar til lengdar lætur verða völdin yfir matvælum mikil- vægari en oliuvöldin, segir hann i viðtalif bandariska timaritinu Business Week öllum kemur saman um að Bandarikin hafi mest ráð yfir matvælum af öllum rikjum. A sama tima og matvælaskortur hrjáir margar þjóðir og hungur sverfur að miljónum manna, aukast matarbirgðirnar i Bandarikjunum. Matvælafram- leiðslan iheiminum i heild hefur lengi verið hættulega litil, en eigi að siður hrúgast upp matur i Bandarikjunum i sifellt aukn- um mæli. Þær tillögur verða sifellt háværari i Bandarikjunum sem krefjast þess að bandarikja- menn notfæri sér þetta ástand á pólitiska sviðinu. Ford forseti og Kissinger utanrikisráðherra hafa margsinnis minnst á það i ræðum sinum siðasta misserið að Bandarikin eigi stærsta komforðabúr heims, en þessir ráðamenn hafa látið nægja að benda þrásinnis á þetta án þess að hóta neinu beinlinis. í grein i New York Times i desember s.l. segir Robert O. Anderson, formælandi eins stærsta oliuhrings Bandarikj- anna Atlantic Richfield Company: — Við höfum þegar notað matvælin i pólitiskum til- gangi á sama hátt og OPEC-löngin hafa notað oliuna. Ekki er vist að bandarískir ráðamenn samþykki þetta, en þeim öflum virðist stöðugt vaxa ásmegin i Bandarikjunum sem vilja framkvæma slika stefnu skýlaust. Þvinganir í Bandariska þinginu hafa undanfarið komið fram tillögur um að Bandarikin notfærðu sér matvælavopnið i baráttunni við Sovétrikin um áhrif og aðstöðu i Angóla. Samkvæmt sllkum til- lögum átti að beita sovétmenn þvingunum með þvi að hóta þeim að tekið yrði fyrir hveiti- innflutninginn frá Banda- rikjunum. Ford forseti hefur hins vegar visað slikum til- lögum á bug, og taldi slikt óviturlegt þar sem sovétmenn gætuþráttfyriralltkomistaf án bandariska hveitisins. En Ford hótaði i ræðu 5. janúar s.l. að beita öðrum „takmörkuöum aö- gerðum” til að reyna aö hindra sigurgöngu MPLA i Angólu, en hann útskýrði það ekki nánar. Margt bendir samt til þess að bandarisk stjórnvöld hafi þegar notað þessa valdaaðstöðu sina i samningaumræðum við Sovét- menn. Margar heimildir greina frá þvi að bandarikjamenn hafi sett það skilyrði fyrir hveiti- sölunni að sovétmenn létu af- skiptalausar tilraunir Kissingers til að miðla málum milli egypta og israela um Sinaimálið. Business Week hefur eftir Butz landbúnaðar- ráðherra: — Sovétmenn hefðu getað hindrað samkomulagið milli egypta og israela meóan Kissinger var að flögra á milli þeirra. Það sem olli þvl aö sovétmenn héldu að sér höndum, var eingöngu þörf þeirra á matvælum úr nægta- búri Bandarikjanna, segir Butz. Matvælavopnið á lofti Bandariski landbúnaðarráð- herrann þykir nokkuð vigreifur maður þegar hann sveiflar mat- vælavopninu. Hann segir enn- fremur — þegar ég heimsótti Egyptaland fyrir ári færði ég þeim dálitið af hveiti (200 þús- und lestir að verðmæti 37 mil- jónir dollara). Hann þykist hafa það eftir Anvar Sadat egypta- landsforseta að ef hægt væri að bæta efnahagsástandið heima fyrir I Egyptalandi, þá væri hægt að koma á jafnvægi i stjórnmálum landsins og „snúa sjónarmiðum þjóðarinnar frá styrjöld”. Bandariski landbún- aðarráðherrann og Sadat hafi siðan gert með sér samkomulag um að Sadat mætti selja hveitið og nota andvirðið til að bæta ástandið heima fyrir t.d. með vegagerð. — Þetta er land- búnaðarvald og verkfærið er matvæli segir Butz við Business Week. Matvælasamningur Banda- rikjanna og Sovétrikjanna sem liklega er stærsti samningur sinnar tegundar i sögunni, geymir mörg athyglisverð ákvæði. Samkvæmt honum kaupa sovétmenn a.m.k. 6 mil- jónir lesta af hveiti og mais ár- lega næstu fimm árin frá Bandarikjunum frá 1. október s. l. að telja. Aftur á móti er talað um að bandarikjamenn kaupi i staðinn oliu frá Sovét- rikjunum á verði sem er lægra en oliuverðið hjá OPEC-löndun- um. Margir ætla að bandarikja- menn geti notfært sér matvæla- birgðir sinar til að tryggja sér hráefni af ýmsu tagi. Þeir verða t. d. að flytja inn 21 tegund af málmum, sem eru þeim ómiss- andi. Seljendurnir eru i flestum tilfellum lönd sem kaupa i staðinn mikið af bandariskum matvælum. Hér má nefna Ind- land sem selur titan til Banda- rikjanna og sovétmenn hafa selt þangað króm. Eina oliulandið sem i einhverjum mæli flytur inn matvæli frá Bandarikjun- um, er Iran. Árið 1975 var mjög gott uppskeruár i Bandarikjunum, en á sama tima var mikill upp- skerubrestur i Sovétrikjunum. Uppskera sovétmanna var 50 miljónum lesta undir áætlun (160 milj. lestir i stað 215). 1 Vestur-Evrópu var uppskeran lika minni en áætlað var, og allt styrkti þetta stöðu Banda- rikjanna i þessum efnum. Hvernig beita þeir vopninu? Fyrir siðari heimsstyrjöldina voru flutt út matvæli frá öllum heimshlutum nema Vestur-Evrópu. T.d. fluttu Austurevrópurikin og riki rómönsku Ameriku út álika mikið af matvælum og Banda- rikin. Eftir heimsstyrjöldina gjörbreyttist þetta. Af 115 lönd- um sem til eru skýrslur um, eru aðeins örfá sem flytja út mat- væli (Bandarikin, Kanada, Frakkland, Astralia, Argentina og Suður-afrika). Bandariskir sérfræðingar telja að Banda- rikin muni hafa 13 miljarða dollara I tekjur af matvælaút- flutningi siðasta árs, en sú upp- hæð nægir til að greiða helming kostnaðar af oliuinnflutningn- um. Að lokum skulu hér tilgreind ummæli úr skýrslu frá banda- risku leyniþjónustunni, CIA: A næstuáratugum munu áhrif og völd Bandarikjanna aukast verulega vegna umframfram- leiðslu bandarikjamanna á mat- vælum. Sérstaklega mun þetta styrkja stöðu Bandarfkjanna gagnvart þróunarlöndunum, þar sem matvælaskortur og hungur er landlægt. Eftir þvi sem maivælaeftirspurnin eykst verða bandaríkjamenn i aukn- um mæli að ákveða það, hversu mikill hluti úr forðabúri þeirra skuli fara til rikra landa sem geta borgað og hve mikill hluti til hins sveltandi hluta heims- byggðarinnar. —Byggt á BW Butz landbúnaðarráöherra svciflar vopni sinu EBE þríklofið í landhelgLsniálimi Brflssel 1/3 reuter ntb — Utan- rikisráðherrar aðildarríkja EBE klofnuðu I dag i þrjár fylkingar i afstöðunni til landhelgismála bandalagsins. Fastanefnd EBE hafði lagt fram tillögu um að bandalags- löndin tækju sér 200 milna efna- hagslögsögu, en að þau mættu veiða upp að tólf milum hvert hjá öðru. Bretar og irar lýstu sig and- viga tillögunni þar sem fiskimið þeirra þyrftu á meiri vernd að halda en fram kæmi i tillögunni. Callaghan utanrikisráðherra breta setti þessi mótmæli fram,en nefndi ekki hve stóra landhelgi bretar krefðust. A hinn bóginn kváðu danir, frakkar og belgar of langt gengið með 12 milna reglunni þar sem fiskimenn þeirra væru mjög háðir þvi aö veiða við strendur annarra bandalagslanda. Hans-Jtirgen Wischnewski að stoðarutanrikisráðherra Vestur- Þýskalands kvaðst hins vegar vera ánægður með tillögur nefndarinnar sem hann kvað mynda góðan grundvöll fyrir sameiginlega stefnumótun bandalagsins i landhelgismálum. Utanrikisráðherra Irlands, Carret Fitzgerald, kvaðst vera sammála Callaghan um að 12 milna lögsaga væri ófullnægjandi en sagði að ráðherrar bandalags- ins væru sammála um að brýn nauðsyn væri á að EBE mótaði sameiginlega stefnu i hafréttar- málum áður en hafréttarráð- stefna SÞ kæmi saman næst 15. mars nk. i New York.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.