Þjóðviljinn - 03.03.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 03.03.1976, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. mars 1976. NORÐURLANDARÁÐ: Yfirlýsing forsætisnefndar vekur mikla athygli KAUPMANNAHÖFN 2/3 — Frá Erni ólafssyni, fréttaritara Þjóðviljans á þingi Norður- landaráðs: Yfirlýsing forsætisnefndar Norðurlandaráðs til stuðnings Islandi i fiskveiðideilunni við Bretland hefur vakiö mikla at- hygli i Danmörku og birta meöal annars tvö stærstu kaup- mannahafnarblaðanna, Berlinske Tidende og Politiken, leiðara um málið i dag. Ber- linske Tidende segir að sam- þykktin sýni, að fulltrúar á þingi Norðurlandaráðs hafi gefist upp við að finna samningslausn á vandanum og sé stór spurning hvort forsætisnefndin hafi ekki Hópur manna úr dönsku verkalýðshreyfingunni hyggst senda íslensku landhelgisgœslunni liðveislu gert islendingum bjarnargreiða meö samþykktinni. Politiken segir að samþykktin beri keim af fljótfærni, þing ríkjanna hafi ekki fengið tima til að f jalla um hana og hún geti þvi vakið ókyrrð i aðildarrikjunum. Þess sé raunar þegar farið að gæta i Danmörku. Hinsvegar telur Politiken að það hefðu verið mikil mistök ef Norðurlandaráö hefði ekkert látið þaö tii sin taka að eitt Norðurlandanna hefur lent i slikum átökum sem fisk- veiðideilan er. Væri það þvi um yfirlýsingu forsætisnefndar að segja að þar væri betur af stað fariðen heima setið. I sambandi viö fiskveiðilögsögumál yrðu danir að taka tillit til margra sjónarmiöa, sem rækjust hvert á annað, svo sem viðvikjandi Efnahagsbandalagi Evrópu, Færeyjum og Grænlandi, og gerðu þeir þvi málið ekki miklu flóknara fyrir sér með þvi að bæta við stuðningi við tillögu um að bretar kalli herskip sin úr is- lenskri fiskveiðilögsögu. Mikla athygli hefur einnig vakið það framtak nokkurra / dana að hefjast handa um að safna liði á skip, er stefnt skuli á Islandsmið i þeim tilgangi að trufla veiöar breta. Þessir stuðningsmenn islendinga hafa stofnaö niu manna nefnd, sem nefnist Norræna samstöðu- nefndin. Hafa þeir lýst yfir þeim ásetningi sinum að veita is- lendingum virkan stuðning i þorskastriðinu og hyggjast fá strandgæsluskip og togara, sem þeir ætla að manna og stefna siðan á fslandsmið til liðs við is- lensku varðskipin. Nefndar- menn taka það skýrt fram að skipin veröi óvopnuð, að þau muni ekki hafa annað vopna en danska fánann, eins og einn nefndarmanna orðaði það. Nefndarmenn og stuðnings- menn þeirra standa allir að þessum aðgeröum sem einstak- lingar, en i blöðum eru þeir kallaðir starfsmenn eða liðsmenn verkalýðshreyfing- Afhending bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs: ^Þriðji Islandsdagurinn í röð” KAUPMANNAHÖFN 2/3 — frá Erni Olafssyni, fréttaritara Þjóðviljans á þingi Norður- landaráðs: Bókmennta- og tónlistarverð- laun Noröurlandaráðs voru af- hent við hátíðlega athöfn i Ráð- húsinu i Kaupmannahöfn f gær- kvöldi, mánudagskvöldið 1. mars. Borgarstjóri Kaup- mannahafnar, Börge Schmidt, setti athöfnina og bauð gesti velkomna. Sfðan flutti nýkjör- inn forseti Noröurlandaráðs, daninn Knud Enggaard, ræðu, og Hans Astrand ritari konung- legu dönsku tónlistarakademi- unnar, kynnti Atla Heimi Sveinsson og afhenti honum tónlistarverðlaunin. Arne Hannevik frá Noregi kynnti ólaf Jóhann Sigurðsson og afhenti honum bókmcnnta verðlaun Norðurla ndaráðs. t Kaup- mannahöfn hafa menn á orði aö mánudagurinn hafi veriö þriðji tslandsdagurinn þar i röð, en sem kunnugt er varö fiskveiði- deila tslands og Bretlands aðal- málið á þingi Noröurlandaráðs um heigina, svo að önnur mál hurfu þar alveg i skuggann. Þeir Atli Heimir Sveinsson og Ólafur Jóhann Sigurðsson þökkuðu báðir verölauna- veitinguna með ræðu. Atli Heimir gat þess i ræðu sinni að á seinni árum hefði tónlistaráhugi aukist mjög á tslandi, en frá fornu fari hefðu bókmenntir verið metnar þar langt um aðr- ar listir fram. I ræðu sinni, sem birtist i heild i Þjóðviljanum i gær, sagðist Ólafur Jóhann meðal annars vona, að islenskar nútímabókmenntir reyndust þess umkomnar að örva raun- verulegan vinarhug erlendra lesenda i garð smáþjóðar, sem berst við ofurefli. Við þetta tækifæri var flutt tónverkið Xanties eftir Atla Heimi. Verkið, sem er fyrir flautu, pianó og rödd, var flutt af þeim Manuelu Helmods- dóttur, Snorra Sveini Birgissyni og Peter Steen. Að lokum var snæddur kvöldverður og voru allt að þúsund manns við- staddir, þar á meðal allir þing- Atli Heimir og Ólafur Jóhann ásamt konum þeirra viö afhendingu verðlaunanna fulltrúar á þingi Norðurlanda- ráðs. Allmikla athygli danskra blaða hafa vakið þær upplýsing- ar frá Gylfa Þ. Gislasyni, for- manni menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, að kostnaður við veitingu bókmenntaverð- launanna nemi nú um 110.000 krónum dönskum, en verðlaunin sjálf eru sem kunnugt er aöeins 50.000 krónur danskar. Tónlistarverðlaunin eru jafnhá, og má ætla að kostnaðurinn við úthlutun þeirra sé álika mikill og bók- menntaverðlaunanna. Menningarmálanefndin er þeirrar skoðunar að upphæð bókmenntaverðlaunanna, sem verið hefur óbreytt s.l. fjórtán ár, sé orðin óhæfilega iág miðað við kostnaðinn við úthlutunina, sem hefur meira en tvöfaldast á sama tima, og i dag stendur til að nefndin leggi þetta álit sitt fyrir menningarmálaráðherra Norðurlandanna. Mun nefndin vilja að verðlaunaupphæðin verði tvöfölduð. Kostir og gallar gegnumstreymis- kerfis til þess að verðtryggja lífeyri Eins og kunnugt er hefur Guð- mundur H. Garðarsson lagt fram frumvarp á Alþingi um Lifeyris- sjóö islands sem gerir ráð fyrir svokölluðu gegnumstreymiskerfi tii aö verðtryggja hann. Hug- myndina að þessu frumvarpi á dr. Pétur H. Blöndal trygginga- stærðfræðingur, og samdi hann þaö aö mestu leyti. 1 siðustu viku var fyrsta um- ræða um frumvarpiöi neðri deild. Auk framsögumanns tóku þeir Eðvarð Sigurðsson, Gylfi Þ. Gislason, Karvel Pálmason, Matthias Bjarnason og Ingvar Gislason til máls. Lýstu þeir allir yfir stuðningi við þá hugmynd sem að baki liggur, þ.e. aö verð- tryggja lifeyri gamla fólksins i þeirri óðaverðbólgu sem nú rikir. þingsjá Eövarö Sigurösson benti á að tvær leiðir væru til að verð- tryggja lifeyrissjóðina. Fyrri leiöin væri sú að verðtryggja út- lán úr þeim og að keypt yrðu verðtryggð skuidabréf. Hin leiöin væri sú aö fara inn á svokallað gegnumstreymiskerfi, sem hér væri lagt til, þ.e. að nota pening- ana meðan þeir héldu verðgildi sinu. Spurningin væri hins vegar sú hvaða bagga viö værum að binda framtiöina með þessari 'lausn. Eðvarð taldi að meginþorri manna i verkalýðshreyfingunni væri fylgjandi þessu máli. Starf lifeyrissjóðanna hefur verið tviþætt. Annars vegar að standa undir lifeyrisgreiðslum og hins vegar viðtæk útlánastarf- semi. Ef tekiö veröur upp gegn- umstreymiskerfi er augljóst að lánastarfsemin fellur niður, en hún hefur staðið mjög undir fjár- mögnun ibúðarbygginga. Verður þvi að finna nýjar leiðir til að fylla upp i það gap sem þá myndast. Eðvarð sagði að margt orkaði tvimælis i frumvarpinu, en hann væri hlynntur meginstefnu þess. Gylfi Þ. Gislason taldi að hér væri um eitt mikilvægasta' mál Alþingis að ræða og sagðist styðja þá grundvallarstefnu sem fram kæmi i þvi. Karvel Pálmason tók i sama streng en sagði að það þyrfti mikla sérfræðiþekkingu til að komast fram úr frumvarpinu og vildi þvi ekki úttala sig um það i einstökum atriðum. Matthias Bjarnason trygginga- ráðherra sagði að hér væri um að ræða mjög veigamikið frumvarp sem bæri að þakka. Taldi hann að ekki yrði farið inn á þessar nýju brautir nema fara nokkuð bil beggja. Hins vegar væri nær að leggja svona frumvarp fram i góðæri en ekki á erfiðleikatimum eins og nú eru. Sagði Matthias að það væri ekki nóg að eiga hug- sjónir heldur verði einnig sú skylda og ábyrgð að hvila á mönnum að þeir standi að fjár- öflun með auknum álögum. Ingvar Gislason lýsti yfir stuðningi við frumvarpið og taldi það vera i samræmi við yfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.