Þjóðviljinn - 03.03.1976, Side 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 3. mars 1976.
PETER NEERSO SKRIFAR
UM SAMFÉLAGSÞRÓUN
£7
Ætlast er til a6 hver kommúna framleiði sjálf sem mest af því, sem meölimir hennar þarfnast. Þetta '
hefur leitt til þess að atvinnuleysi hefur horfið úr sveitum landsins.
Ýmsir atburðir i kínverskum stjórnmálum/ svo sem
menningarbyltingin/ áróðursherferðin gegn Konfúsíusi
og Lín Paó og nú síðasta veggblaðaáróður gegn Teng
Hsiaó-ping vekja gjarnan furðu á Vesturlöndum og er
engu líkara en þar haldi margir að þetta séu einhverjar
skrýtilegar kvínverskar kenjar. Hér er hinsvegar um að
ræða ytra borð átaka í stjórnmálum og þjóðfélagsmál-
um, milli þeirra afla i kommúnistaflokknum og
þjóðfélaginu, sem stefna að algerum jöfnuði, og aðila,
sem hlynntir eru núgildandi tekjuskiptingarformi, er
felur i sér verulegt misrétti. Jafnframteru þessar deilur
Ijós vottur þess, að kínverska þjóðfélagið er lýðræðis-
legra í sniði og pólitísk umræða þar frjálsari en flestir á
Vesturlöndum munu hafa gert sér í hugarlund. — Höf-
undur greinarinnar hefur dvalist í Kína og kynnt sér þar
gang mála af eigin raun.
TEKJU-
MUNUR
ER
ENN
MIKILL
en stefnt aö því aö allir
eigi allt sameiginlega
A undangengnum tíu árum hafa
staðið yfir i Kina nokkrar
áróðurs- og upplýsingaherferðir
og rökræður þeim samfara.
Frægust þessara herferða hefur
orðið menningarbyltingin á siðari
hluta sjöunda áratugsins, þar
næst skal nefna áróðursherferð-
ina gegn Kung Fú-tse
(Konfúsiusi) og Lin Piaó og i
þriðja lagi herferð, sem nýlega er
hafin, og hefur að vigorði baráttu
fyrir alræði öreiganna. Aróðurs-
herferðir þessar hafa verið mis-
munandi i formi og beinst að
ýmsum atriðum, en allar hafa
þær haft það sameiginlegt að út-
rýma gömlum hugmyndum um
valdið, vinna á móti áhrifum
skrifstofubákns og teknókrata og
skapa meiri jöfnuðmeðalþjóðar-
innar.
Ástæðurnar til áróðurs-
herferðanna
Þar segir sig sjálft að bylting
nær ekki fram að ganga með þvi
einu að þeir, sem að henni standa,
taki æðsta pólitískt vald i landinu
i sinar hendur. Kinverskir
kommúnistar lita svo á, að upp-
lýsingaherferöir af þvi tagi, sem
hér eru nefndar, séu nauðsyn-
legar til að fólkið aðlagist hinum
nýju aðstæðum hugarfarslega og
verði þannig sjálft virkur aðili i
þróun byltingarinnar, Kina er
ennþá þróunarland og þar hjara
enn margskonar félagslegar for-
tiðarleifar. Enn vantar til dæmis
mikið á að allir séu jafnir hvað
tekjur snertir og áhrif á þróun
samfélagsins. Þar eð misrétti af
þvi tagi þótti ekki nema sjálf-
sagður hlutur fyrir byltinguna, er
fjöldi fólks enn til þess að gera
reiðubúinn að sætta sig við það.
Þetta felur i sér þá hættu að mis-
réttið fái nýjan byr undir vængi.
Það er til þess að fyrirbyggja
þessa hættu að með jöfnu millibili
er hrundið af stað hugmynda-
fræðilegum herferðum, þar sem
lögð er áhersla á markmið
kommúnistaflokksins i sam-
félagsþróuninni.
7% aukning
þjóðartekna á ári.
Siðan kommúnistar komust til
valda 1949 hafa framfarirnar i
efnahagsmálum að visu verið
stórkostlegar, en framþróunin
gengið nokkuð misjafnlega.
Þessu hefur ýmislegt valdið, svo
sem sú ráðstöfun Sovétrikjanna
að stöðva skyndilega tækniaðstoð
við Kina, þegar vinslit urðu með
þessum tveimur sósialisku
stórveldum.
Alltofmikil bjartsýni i sambandi
við „stóra stökkið áfram” i
iðnþróuninni 1958 og viss truflun á
framleiðslunni, sem varð i menn-
ingarbyltingunni. En siðan menn-
ingarbyltingunni lauk hafa hinar
efnahagslegu framfarir verið
óslitnar. Siðustu árin hafa þjóðar-
tekjúrnar aukist um hér um bil
7% á ári, og hefur kreppan i
auðvaldslöndunum engu breytt
þar um. Hagvöxturinn ásamt
með eindreginni jafnaðarstefnu i
kjaramálum hefur leitt til þess að
allir þegnar þjóðfélagsins lifa nú
án skorts á brýnustu lifsnauð-
synjum, hafa nóg til fæðis og
klæða og viðhlitandi húsaskjól,
heilbrigðisþjónustu og skóla-
menntun. Þessi árangur er mikið
afrek i samanburðinum við
ástandið fyrir byltinguna, þegar
algengt var að stór hluti þjóðar-
innar byggi viö hungursneyð.
Launamunur enn mikill
Fullkominn jöfnuður hefur þó
enn ekki náðst. Enn er mikill
munur á launakjörum manna i
Kina, þótt hann sé vitaskuld
miklu minni en i öðrum þróunar-
löndum, svo sem Indlandi. Meðal
annars má nefna að borgarbúar
búa að jafnaði við betri skjör en
sveitafólkið, sem er 80% lands-
manna. Þessi kjaramunur hefur
að visu verið jafnaður verulega
siðan kommúnistar komust til
valda, meðal annars með þvi að
iðnaðurinn hefur verið látinn
þjóna landbúnaðinum (til dæmis
með framleiðslu á dráttarvélum
og tilbúnum áburði) og að rikið
hefur hækkað verðið á landbún-
aðarafburðum til bænda. Verðinu
á iðnvarningi hefur hins vegar
verið haldið óbreyttu.
I borgunum er einnig ennþá um
verulegan launamun að ræða, til
dæmis innan iðnaðarins. Veruíeg-
ur kjaramunur er þannig hjá
verkamönnum við stórar verk-
smiðjur i rikiseigu annarsvegar
og hinsvegar smáverksmíöjur,
sem yfirleitt eru sameignar- eða
samvinnufyrirtæki. Smá verk-
smiðjurnar eru ennþá oft reknar
með handverksaðferðum og þörf-
in fyrir vinnuafl þar er tiltölulega
mikil miðað við afraksturinn. I
stóru verksmiðjunum eru meðal-
laun verkamanna 50—60 júan á
mánuði, en i litlu iðnfyrirtækjun-
um hefur hver starfsmaður oft
ekki nema 30 júan á mánuði.
(Einn júan samsvarar
samkvæmt opinberu gengi um 90
krónum islenskum eða tæplega
það, en vegna lágs vöruverðs fæst
miklu meira fyrir þá fjárhæð i
Kina en til dæmis á Islandi.)
Launamunur innan fyrir-
tækja.
Mörg smáfyrirtækjanna eru
stofnuðafgötunefndum (nefndum
til eftirlits og málafylgju á
ákveðnum svæðum) i þeim til-
gangi að sjá húsmæðrum, sem
vilja vinna úti, fyrir atvinnu. Þær
eiga erfitt með að fá vinnu i stóru
verksmiðjunum, en þar vilja
menn heldur ráða ungt fólk jafn-
harðan og það kemur úr skólun-
um, þar sem það hefur lært ymis
tæknileg fög og þjálfast i iðn-
aðarstörfum.
Þar að auki fer þvi enn viðs
fjarri að launajöfnuður riki innan
stóru iðnfyrirtækjanna sjálfra,
þótt svo að þeir lægstlaunuðu þar
hafi fengið sinn hag bættan hlut-
fallslega á siðari árum. Fyrir
verkamenn, sem vinna að
framleiðslunni (iðnnemar ekki
meðtaldir) er i gildi átta þrepa
launastigi. Það er algengt að
launin i efsta flokknum séu um
það bil þrisvar sinnum hærri en
launin i neðsta flokki (til dæmis
108 júan á móti 36 júan um mán-
uðinn).
Þessi munur er raunar meiri en
i þróaðri sósialiskum rikjum, til
dæmis Sovétrikjunum og
Júgóslaviu, þar sem yfirleitt er i
mesta lagi helmingsmunur á
hæstu og lægstu launum i sama
fyrirtæki. Kinverskur iðnverka-
maður tekur laun eftir þvi hve
lengi hann hefur verið i starfi, hve
duglegur hann er og hver viðhorf
hans til starfsins eru. Laun for-
ráðamanna, verkstjóra, sér-
menntaðra starfsmanna iog
þviumlikra eru reiknuð út eftir
sérstökum launastiga og eru yfir-
leitt hærri en laun annarra verka-
manna. Hæst borgaði tæknifræð-
ingurinn við eitt fyrirtæki getur
til dæmis fengið fimm sinnum
hærri laun en lægst borgaði
verkamaðurinn. Æðsti ráða-
maður hverrar verksmiðju er
formaður byltingarnefndarinnar
þar, en hann hefur stundum lægri
laun en hæst launaði tæknifræð-
ingurinn (sem kannski hefur
starfað i fyrirtækinu frá þvi fyrir
byltingu og þá ef til vill verið
eigandi þess).
Forustan vill
forðast valdboð
Launamunurinn i borgum er nú
mjög til umræðu i sambandi við
herferðina fyrir alræði öreig-
anna. Til dæmis er komin fram
tillaga um að innleiða nýtt launa-
kerfi með aðeins fimm þrepum
fyrir verkamenn, sem vinna að
framleiðslu, i þeim tilgangi að
draga úr launamuninum.
Akvörðun um nýjan launastiga
verður þó ekki tekin, fyrr en til-
lagan hefur verið rækilega rök-
rædd i fyrirtækjunum og ijóst er
að hún hefur fylgi mikils meiri-
hluta starfsmanna.
Leiðtogar Kina stefna að
visu að þvi að öll forréttindi i
þjóðfélaginu séu afnumin, en þeir
vilja ekki að það sé knúið fram
með valdboði, heldur verði það
látið biða þangað til pólitisk og
félagsleg vitund almennings er
komin á það stig að hann sjái
fram á kosti algers jafnaðar. A
sumum vinnustöðum er pólitisk
og félagsleg vitund manna þegar
komin svo langt að þeir hærra
launuðu hafa sjálfviljugir látið
lækka laun sin, þannig að nú fá
allir starfsmenn fyrirtækjanna
jafnhá laun.
Kommúnurnar
Frá náttúrunnar hendi er Kina
mjög mismunandi frá fylki til
fylkis, og það hefur mikil áhrif á
tekjumöguleika þeirra, er að
landbúnaði vinna. Alþýðu-
kommúnunum, sem sveitirnar
hafa nú verið skipulagðar i, er
skipt i framleiðslusveitir, sem
aftur er skipt i minni deildir. Slik-
ar framleiðsludeildir svara oftast
nær til venjulegs sveitaþorps að
stærðog eru i hverri þeirra gjarn-
an um 40 heimili með um 200
manns. t flestum kommúnunum á
hver deild framleiðslutækin, sem
hún notar, og ágóðanum af sölu
framleiðslunnar er skipt milli
fólksins i deildinni. Er þá hverj-
um deildarmeðlim borgaður út
ágóðahlutur eftir dugnaði,
likamskröftum, viðhorfi hans til
starfsins og vinnudögum. Þar eð
konur eru taldar siður fallnar til
erfiðisvinnu en karlar, fá þær
gjarnan minni ágóðahlut en þeir.
Tekjur sveitafólksins eru þannig
beinlinis undir þvi komnar, hvað
mikið það getur framleitt, en
framleiðslan er hinsvegar ekki
eingöngu komin undir dugnað
þess, heldur og skilyrðum frá
náttúrunnar hendi.
Hver kommúna
sé sjálfbjarga
Tekjumunurinn á rikum og fá-
tækum kommúnum er að nokkru
jafnaður með búnaðarskatti, sem
kommúnurnar greiða eftir
afrakstrarmöguleikum jarðar-
innar, og auk þess fá fátækustu
kommúnurnar rikisstyrk. Þessi