Þjóðviljinn - 03.03.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 03.03.1976, Qupperneq 9
Miðvikudagur 3. mars 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 framlög ríkisins eru þó mjög tak- mörkuð, þar eð ætlast er til að hver kommúna sé sjálfbjarga og leysi eigin vandamál að lang- mestu leyti. Jafnframt er ætlast til að kommúnurnar framleiði sjálfar sem mest af þeim vörum, sem þær þurfa á að halda. Þessi stefna hefur borið þann árangur að vinnuframlag sveitafólks hef- ur aukist og atvinnuleysið, sem áður var landlægt i sveitunum, hefur horfið. Þetta hefur enn- fremur i för með sér að efnahags- lega séð er Kina siður berskjald- að fyrir hernaðarárás en áður var. En jafnframt hefur þessi stefna, að hver kommúna skuli alveg eða að langmestu leyti bjarga sér sjálf, haft i för meö sér að ennþá fer þvi fjarri að kin- verskt sveitafólk búi við jöfn launakjör innbyrðis. Þannig eru meðaltekjur i nokkrum alþýðukommúnum (einkum i Kina suðaustanverðu) þrisvar til fjórum sinnum hærri heldur en i kommúnunum i vanþróaðri hlutum landsins. Auk þess ber þaö við að tekjumunur sé á framleiðslusveitum innan einn- ar og sömu kommúnunnar, svo og á milli deilda innan sömu fram- leiðslusveitarinnar. Þannig var mér sagt i alþýðukommúnunni Nýja-Kina skammt frá Kvangtsjá (Kanton), sem ég heimsótti i nóvember 1975 (þar er um að ræða tiltölulega vel stæða kommúnu),að itekjuminni fram- leiðsludeildunum fengi hver með- limur um 25 júan mánaðarlega i ágóðahlut, en i tekjuhærri deild- unum væri hluturinn á mann um 60 júan eftir mánuðinn. Kvenréttindahreyfingin gegn Konfúsiusi Siðustu árin hefur tekjuskipt- ingin i alþýðukommúnunum mjög verið til umræðu, og áróðursher- ferðin gegn kenningum Konfúsiusar, sem svo mikla athygli hefur vakið erlendis, hef- ur meðal annars farið inn á það svið. Kinverska kvenréttinda- hreyfingin, sem er mjög kraft- mikil og athafnasöm, hefur haft sig mjög i frammi i þeirri herferð og kom þvi til leiðar að hún varð að miklu leyti áróðursherferð gegn misrétti gagnvart konum, sem er rótgróið i kinverska sam- félaginu. Kvenréttindahreyfingin krefst þess i þessu sambandi að konur i alþýðukommúnunum fái sömu laun og karlar. í nokkrum kommúnum mynduðu svokallað- ar „járnstúlkur” sérstakar vinnudeildir, sem lögðu fyrir sig erfiðustu vinnu til að sýna fram á, að engin ástæða væri til að greiða konum lægri laun en körlum. Þessi barátta hefur borið þann árangur að i nokkrum alþýðu- kommúnum hefur þegar verið ákveðið að karlar og konur skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Þjóðareign í stað sam- eignar Kinverska stjórnarforustan hefur það á sinni stefnuskrá að i stað sameignarformsins, sem nú er algengasta eignarformið i landinu, komi með tið og tima heildar- eða samfélagseign. Tilgangurinn með þessari kerfisbreytingu er meðal annars sá, að afnema tekjumuninn meðal sveitafólks. En forustan vill ekki knýja þetta fram með valdboði, heldur ætlast hún til að þetta gerist smátt og smátt sam- fara vaxandi pólitiskri vitund og þroska hjá bændum. 1 bráðina er þvi látið duga að hvetja alþýðu- kommúnurnar til þess að láta jafna ágóðanum innan hverrar framleiðslusveitar sem heildar, i stað þess að láta hverja fram- leiðsludeild um það að jafna sin- um ágóða innan deildarinnar. Algengt er að i hverri fram- leiðslusveit séu um tiu fram- leiðsludeildir. Með þessu móti væri hægt að jafna tekjumögu- leika rikra og fátækra framleiðsludeilda innan sömu framleiðslusveitar. Einkaeign Næsta skref á að felast i þvi að sameiginlegum tekjum allra framleiðslusveitanna i einni kommúnu sé jafnað á milli allra einstaklinga i kommúnunni jafnt, og á það að vera siðasta skrefið áður en heildarsameignarformiö (eða þjóðareignarformið) tekur við. Þegar þvi stigi hefur veriö náð, á að vera tryggt að tekju- möguleikar séu hinir sömu alls- staðar i landinu. Um þessar mundir eru allmargar kommún- ur búnar að taka upp það fyrir- komulag að skipta tekjum hverr- ar framleiðslusveitar jafnt milli allra einstaklinga sveitarinnar, og i einstaka kommúnu fá allir meðlimir nú þegar jafnan ágóða- hlut. í hinni nýju stjórnarskrá Kfna, sem gekk i gildi 1975, stendur að meðlimir alþýðukommúnanna hafi rétt til að eiga hver fyrir sig jarðarskika til ræktunar og hús- dýr. Að meðaltali eru þessir einkaskikar bændanna um 5% af jörðum kommúnanna, og viða nema tekjurnar af þessum einka- búskap um 10% af heildartekjum bænda. f nokkrum kommúnum hefur þessi einkaeign verið afnumin, og er litið á það sem skerf i áttina til sameignar allrar þjðarinnar. En afnám einkabúskaparins gerist einnig smátt og smátt, þvi að ljóst eraö áhugi bænda fyrir einkaeign hverfur ekki i einni svipan. Þann- ig fyrirhugar Austrið-er-rautt- framleiðslusveitin i Vestlægu út- hverfis-alþýðukommúnunni nálægt Tsinan að byggja sam- eiginlegar svinastiur fyrir svin i einkaeign meðlima sinna, en nú hefur hver bóndi sin svin i stiu við hús sitt. Takmarkið með þessu er ekki einungis aukinn þrifnaður, heldur og að fá meðlimina til aö skilja, að hagkvæmara er að svinin verði sameign og að svina- búskapurinn sé rekinn sameigin- lega. Neysludýrkun óþekkt Ennþá er algengt að kommúnu- bændur búi hver i sinu húsi, sem þeir eiga sjálfir, og þar af leiðir að gæði húsnæðisins innan sömu kommúnu geta verið mjög mis- munandi. A nokkrum stöðum byggja kommúnurnar nú hús, sem meðlimirnir fá ókeypis, og er tilgangurinn með þessu að draga úr einkaeign og tryggja að jöfn- uður riki hvað húsnæði snertir. Eins og ljóst má vera af fram- anskráðu er ennþá verulegur tekjumunur i Kina, en jafnframt er rikjandi ákveðinn vilji til þess að öll framleiðslutæki verði „eign alþýðunnar,” það er að segja sameign þjóðarinnar allrar, og að þar með séu öllum tryggðar jafn- ar tekjur. Sú stefna mætir að sjálfsögðu mótspyrnu af hálfu þeirra hæstlaunuðu. Þetta er þó mínna vandamál i Kina en það mundi verða viða annarsstaðar, ekki sist af þvi að neysludýrkun og neysluæði er svo til óþekkt i Kina. Þar þykir enginn meiri maður með mönnum fyrir það að hafa efni á dýrari neysluvörum en nágranninn. Jafnvel hálauna- fólk lifir af ýtrustu sparsemi, meðal annars hvað snertir inn- réttingar ibúða og fatnað. Mikið framboð á neysluvarningi Þetta, að kinverjum hefur verið hlift við neyslukapphlaupi, gerir að verkum að menn leggja tiltölu- lega stóran hluta tekna sinna fyrir, meira að segja þeir tekju- lægstu. Sparifjárvextir i bönkum eru að visu mjög lágir, aðeins tvö prósent á ári, en þar á móti kem- ur að i Kina er engin verðbólga. Einna algengast er að fjölskyldur spari saman til að geta gefið börnunum drjúga fjárhæð, þegar þau ganga i hjónaband og stofna heimili, og bændur spara oft i þeim tilgangi að byggja sér stærra og betra ibúðarhús. Þetta, að kinverjar skuli vera lausir við neyslukapphlaup, hlýt- ur fyrst og fremst að stafa af pólitisku viðhorfi. Skortur á neysluvarningi getur nefnilega ekki verið skýringin. Framboð á neysluvarningi hverskonar er þvert á móti mjög mikið, til dæm- is er enginn hörgull á markaðnum á sjónvarpstækjum og bifhjóliim til einkanota. Vörugæðin eru og yfirleitt mjög mikil og verða stöðugt meiri. Ein gild ástæða til þess er að verksmiðjufólk vinnur alltaf annað veifið i smásölu- verslunum og heyrir þá álit neyt- endanna á vörunum frá verk- smibjunum. Smásöluverslunin er einnig á fleiri sviðum skipulögð með það fyrir augum að veita al- menningi sem hagkvæmasta þjónustu. tJtivinnandi húsmæður geta til dæmis viða keypt tilreidd- an mat, og gamalt fólk og veik- burða getur fengið vörurnar sendar heim. Mikilvægur áfangi Þegar verkalýðsleiðtog- ar eru spurðir þessa dagana hvað þeirh finnist markverðast við nýgerða kjarasamninga svara þeir flestir: lifeyrissjóðamálið. Því væri ekki úr vegi að gera nokkra grein fyrir bráðabrigðasamkomulagi því sem gert var um líf- eyrissjóðina. Til þess feng- um við Hrafn Magnússon framkvstj. Samgands almennra lífeyrissjóða. Hrafn sagði að bráðabirgða- samkomulagið gilti frá 1. janúar 1976 til jafnlengdar 1978. Það tek- ur eingöngu til þeirra sem fá lif- eyri samkvæmt lögum um eftir- laun til aldraðra félaga i stéttar- félögum sem sett voru 1971. Þau voru sett til að þeir sem komnir voru á eftirlaunaaldur þegar lif- eyrissjóðirnir voru nýir færu ekki alveg á mis við lifeyri. Var umsjónarnefnd eftirlauna falið að greiða þessu fólki lifeyri sem At- vinnuleysistryggingsjóður stóð undir að 3/4 hlutum en 1/4 var greiddur af fjárlögum. Samkvæmt lögunum frá 1971 fær þetta fólk lifeyri sem miðaður er við 4 taxta Dagsbrúnar, þe. meðaltal þess taxta siðustu fimm árin. Fær það ákveðið hlutfall af mánaðarlaunum þessa taxta. Með nýgerðum samningum er þessu breytt þannig að miðað er við taxtann eins og hann er 1. janúar og 1. júli hvert ár. Fyrir árið i ár var miðað við ár- in 1971—75 en meðaltal þeirra ára var 28.483 krónur á mánuði. 1. janúar i ár hafði kaup samkvæmt þessum taxta hækkað i 52.312 kr. Reynar hafði áður verið gerð sú breyting að i stað áranna 1970—74 var viðmiðunin færð eitt ár fram en við það hækkuðu greiöslurnar um 30% 1 tölum lita þessar hækkanir þannig út: maður sem hafði 7.500 kr. á mánuði i fyrra fær fyrst 30% hækkunina eða 9,750, siðan leggjast 84% við samkvæmt nýja samningnum og fær hann þvi 17.940 kr. á mánuði. Þessi hækkun er gerð með þvi fororöi að hún hafi ekki i för með sér skerðingu á tekjutryggingu. Auk þess er hugtakið „frjáls- tekjumark” sem þýðir þau laun sem ellilffeyrisþegar mega vinna sér inn án þess að tekjutryggingin skerðist hækkað úr 3.865 þús. kr. á mánuði fyrir einstakling i 10 þúsund krónur. Rikisstjórnin hef- ur heitið þvi að gera þær laga- breytingar sem þarf til að koma þessu i kring. Með þessu bætist i hópinn nokkur fjöldi manna sem verið hafði fyrir ofan hið frjálsa tekjumark. Einnig er sú breyting gerð að þessar greiðslur nái til örorkulifeyris en það gerðu þær ekki áður. Loks má geta þess að hið frjálsa tekjumark mun hér eftir fylgja breytingum á launum á almennum vinnumarkaði. Þeir sem falla undir þessi lög mega vænta þess að fá þessar hækkanir greiddará næstu vikum eða þegar lokið hefur verið við að reikna þær út Um kostnaðaraukann sem af þessu hlýst sagði Hrafn að hann væri áætlaður um 240 miljónir króna á þessu ári. Hann munu lif- eyrissjóðirnir bera i sameiningu þannig að þeir leggja 4% af iðgjöldum áranna 1976—77 i sam- eiginlegan sjóð sem á að standa undir þessum greiðslum. Ef þessi sjóður hrekkur ekki mun hver sjóður sjá um viðbótina. Þetta er gert vegna þess hve aldursdreif- ing er misjöfn eftir félögum þann- ig að þessi útgjaldaauki myndi lenda mjög misþungtá sjóðunum. Hrafn Magnússon. A hinn bóginn mun rikið standa undir kostnaðarauka af þeim nýju hópum sem við bætast vegna hækkunar á frjálsu tekjumarki en hann er áætlaður 100 miljónir i ár og 200 miljónir næsta ár. Hrafn sagði að i ár væri áætlað að iðgjaldatekjur hinna 60 almennu lifeyrissjóða yrðu 3.6 miljarðar en ráðstöfunartekjur þeirra 5.9 miljarðar. Útgjalda- aukinn næmi þvi sem svarar 4% af heildarráðstöfunartekjunum. Einnig var samið um að aðilar vinnumarkaðarins skipuðu 6 manns i nefnd sem rikið mun steja á stofn. ASl skipar 3. VSl 2 og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna 1. Þessi nefnd á að gera tillögur um nýskipan lifeyrissjóðanna og á sú nýskipan að taka gildi 1. janúar 1978. — ÞH Bogi n n ekki spenntur of hátt — Við reyndum allir að fram- fylgja þeirri stefnu, sem mótuð var á desemberráðstefnunni, og það held ég að okkur hafi tekist, að þvi leyti sem mögulegt var við þær aðstæður, að ríkis- stjórnin vildi ekki nýta þær til- lögur, sem við gerðum til lausnar vandanum, sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna, þegar Þjóðviljinn spurði hann álits á nýgerðum kjara- samningum. — Boginn er ekki spenntur hærra en það, að ef rikisstjórnin gripur til gengisfellingar eða annarra slikra ráðstafana, til að rýra kjörin að nýju, verður litið á það sem hefndarráðstöfun, þar sem þessir samningar fela ekki i sér neitt fram yfir það, sem efnahagsspekingar rikis- stjórnarinnar hafa lýst mögu- legt, miðað við núverandi efna- hagsaðstæður. Þann eina skugga ber á, miðað við þá stefnu, sem mörkuð var i haust sagði Benedikt ennfremur, — að okkur tókst ekki, miðab við það, sem vib ætluðum þá, að fram- kvæma láglaunapólitik okkar til hlitar, Þetta var þó ekki vegna þess að samstöðu brysti meðal okkar, heldur eingöngu vegna þess, að atvinnurekendur kröfðust þess og settu sem úr- slitaatriði að ef að kæmi til launahækkana samkvæmt regl- unum um rauðu strikin, yrðu þær greiddar stighækkandi i hlutfalli vib kaup, en ekki að Benedikt Daviðsson allir fengju sömu krónutölu, eins og við höfðum krafist. — Ertu ánægður með árangurinn? — Það er ég vissulega ekki. Við ætiuðum að endurheimta eitthvað af þvi, sem af okkur var tekið með kjaraskerðingum frá þvi i febrúarsamningunum 1974 og þangað til i nóvember 1975, en það tókst ekki. En hins- vegar sýnist okkur að okkur hafi tekist að tryggja það, svo fremi ekki verði gripið til hefndar- ráðstafana af stjórnarvalda hálfu, að kaupmáttur launa rýrni ekki frá meðaltali fyrir árið 1975 til vors 1977. —dþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.