Þjóðviljinn - 03.03.1976, Side 10
1« SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur mars 1976.
(H ÚTBOÐ (H
Tilboð óskast i að bora og sprengja i grjótnáminu við
Korpúlfsstaöi, ásamt akstri, fyrir Grjótnám Reykjavikur-
borgar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
gegn 2.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 25. mars
1975, kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opift frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæft
Umboðsmenn Þjóðviljans sjá um að dreifa blaðinu hver í sinni
byggð, annast innheimtu áskriftargjalda, gera upp við blaðsölu-
staði. Nýir áskrifendur gjöri svo vel að snúa sér til þeirra.
UMBOÐSMENN
ÞJÓÐVILJANS
Umboðsmenn Þjóðviljans á Suðurlandi
EYRARBAKKI: Pétur Gislason, Læknabústaðnum —- s. 3135
HVERAGERÐI: Helga Eiriksdóttir, Varmahlið 43 — s. 4317
SELFOSS: Halldóra Gunnarsdóttir, Sléttuvegi 7 — s. 1127
STOKKSEYRI: Frimann Sigurðsson, Jaðri — s. 3215
eða s. 3105
VESTMANNAEYJAR: Edda Tegeber, Hrauntúni 35 — s. 1864
ÞORLÁKSHÖFN: Franklin Benediktsson, Veitingast. Þorlh. —
s. 3636
Umboðsmenn Þjóðviljans á Reykjanesi:
GRINDAVIK: Ólafur Andrésson, Vikurbraut 50
GERÐAR: Ásta Tryggvadóttir, Skólabraut 2 — s. 7162
KEFLAVIK: Magnús Haraldsson, Sportvik Hafnargötu 36 — s.
2006
SANDGERÐI: Hjörtur Helgason, Kaupfélagsstjóri — s. 7446
Y-NJARÐVIK: Helga Sigurðardóttir, Hraunsvegi 8 — s. 2351
VOÐVIUINN
Lektorsstaða
í Uppsölum
Lektorsstaöa i Islensku máli og bókmenntum I Uppsölum
með kennsluskyldu i Stokkhólmi er laus til umsóknar.
Laun eru 6.073 sænskar krónur á mánuði og er kennslu-
skylda 395 stundir á ári. Ráðning er til þriggja ára frá 1.
júli n.k.
Umsækjcndur skili umsóknum til Heimspekideildar Ilá-
skóla islands fyrir 20. mars n.k.
Heimspekideild Háskóla Islands
Bókasýning
Bandariska bókaforlagið McGraw-Hill
heldur bókasýningu á ýmsum tækni- og
visindabókum á vegum Bóksölu stúdenta
dagana 3., 4. og 5. mars.
Sýningin er i Félagsstofnun stúdenta
v/Hringbraut og er opin frá kl. 10.00 til ki.
18.00 þessa þrjá daga.
Fulltrúi frá Mcfciraw-Hill verður viðstadd-
ur sýninguna og veitir allar upplýsingar.
Allir velkomnir.
BÓKSALA STÚDENTA
Verður ferðamála
Umrœður um tilverurétt nefnda í borgarstjórn:
Markús örn Antonsson; hann
getur tekið það til mjög alvar-
legrar athugunar að leggja ferða-
málanefnd niður.
Sigurjón Pétursson; hann vill
sameina nokkrar nefndir borgar-
innar og leggja eina niður.
Elin Pálmadóttir; hún vill ekki
leggja nefndirnar niður, hins
vegar vill hún láta „skoða” mál-
ið. '
nefnd lögð niður,
„Stjórnskipan borgarinnar á að
vera á sifelldri endurskoðun, og
við eigum ekki að hika við að
breyta henni, ef slíkar breytingar
standa til bóta,” sagði Sigurjón
Pétursson borgarráðsmaður
þegar hann fylgdi úr hlaði tillögu
sinni um samruna nokkurra
nefnda á vegum borgarinnar og
aflögn ferðamálanefndar.
Þegar Sigurjón fylgdi tillögu
sinni úr hlaði minnti hann á, að 4.
des. sl. hefði hann flutt tillögu um
stofnun sérstaks framkvæmda-
ráðs, sem sett yrði yfir nokkrar
sameinaðar deildir, sem nú vinna
hver i sinu horni á vegum borgar-
verkfræðings og sumar að sama
verkefninu án vitundar hvorrar
annarrar. Þessi tillaga var þá
felld, og þvi ma. haldið fram, að
Alþýðubandalagið væri eingöngu
að þessu vegna þess, að það vildi
sifelldlega vera að hlaða einni
nefndinni á aðra ofan.
Borgarfulltrúum til fróð-
leiks, skýrði Sigurjón frá þvi, að
þrátt fyrir að ihaldsmeirihlutinn
hafi fellt þessa tillögu og talið
hana aldeilis óþarfa, hefði
borgarstjóri litið öðrum augum á
málið, þvi 23. janúar sl. hefði
hann ritað embættismönnum hjá
borginni bréf og falið þeim að
samræma starfsemi ákveðinna
nefnda á vegum borgarinnar, rétt
eins og hann hafði talið hinn
mesta óþarfa hálfum öðrum
mánuði fyrr!
Þessu næst vék Sigurjón að til-
lögunni, sem i þetta skipti felur
það ekki i sér, að nefnd sé ofan á
nefnd hlaðið, heldur séu þrjár
og þrjár nefndir
sameinaðar
í eina?
starfandi nefndir sameinaðar i
eina. Tillagan hljóðar svo:
Borgarstjórn samþykkir að fela
borgarráði að undirbúa reglugerð
um sameiningu umhverfismála-
ráðs, veiði- og fiskiræktarráös og
leikvallanefndar.
Auk þess verði ferðamálanefnd
lögð niður.
Sigurjón sagði tilganginn með
tillöguflutningnum þann ma. að
færa kjörnum fulltrúum i hendur
vald til þess að ákveða mörk
þeirra umsvifa, sem embættis-
menn hafa öfugt við það sem nú
er, svo og það að freista þess að
koma skipulagi á umsvif borgar-
verkfræðings (fyrstu þrjár nefnd-
irnar heyra undir embætti hans)
að einhverjum hluta, þó svo eðli-
legast hefði verið að gera það
með samþykki tillögunnar frá 4.
desember, og áður var frá sagt.
Sigurjón sagði ma: „Ég er ekki
að draga úr mikilvægi þeiéra
þátta, sem nefndir þessar hafa
haft með höndum. Hins vegar
skarast verksmið nefndanna og
þvi eðlilegt að samræma þau.
Með þessu fæst betri nýting fjár-
muna vegna hagkvæmari og já-
kvæðari ráðstafana.
Hins vegar viðurkenni ég, að
það er hreint sparnaðarsjónar-
mið hvað nefndarlaunum við-
kemur að gera tillögu um að
leggja ferðamálanefndina niður,
þessa nefnd, sem enn hefur ekki
fundið sér verkefni en var stofnuð
eingöngu til þess að stofna nefnd.
„Stjórnskipan borgarinnar á að
vera i sifelldri endurskoðun, og
við eigum ekki að hika við að
breyía þvi, ef slikar breytingar
standa til bóta."
Elin Páimadóttir (D) sagðist
yfirleitt vera þeirrar skoðunar,
að nefndir ættu ekki að vera of
margar. Það ætti þó ekki við nú,
Framhald á bls. 14.
Samnmgamir
mæltust
misjafnlega
fyrir
Skipstjórar og stýrimenn svo og
félagar i Vélstjórafélagi tslands
héldu fund um samningana i gær.
óhætt er að segja, að
samningarnir hafi mælst
misjafnlega fyrir.
Ætlun yfirmanna og vélstjóra,
sem ekki eru i verkfalli, er að
hafa allsherjaratkvæðagreiðslu
um samningana. Verða atkvæði
talin á laugardag, og þá
sameiginlega frá öllum félögum
yfirmanna á fiskiskipum.svo og at
kvæði vélstjóra. _tfþ
Umdeild veiting
dómaraembættis
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráöherra hefur nú valið á
milli umsækjenda um embætti
hæstaréttardómara og skipað i
það Þór Heimi Vilhjálmsson
prófessor. Þessi embættisveiting
mælist misjafnlega fyrir, enda er
maðurinn umdeildur. Dóms-
málaráðherra átti kost á þvi að
haga vali sinu ööru vísi og skipa
óumdeildan mann i embættið, þvi
aö meðal umsækjenda voru ýmsir
hæfir dómarar sem enginn styr
stendur um.
Til hæstaréttardómara er gerð
sú krafa að þeir séu óhlutdrægir
og pólitískt óvilhallir og standi ut-
an stjórnmálaflokka. Nú má
auðvitað segja að nýskipaður
hæstaréttardómari geti breytt
um liferni, en hingað til hefur það
verið sjaldgæft að maður með
„pólitiska fortið” væri skipaður
dómari við hæstarétt og dæma-
laust að velja mann sem á
skipunartima er starfandi i
innsta hring stjórnmálaflokks.
Þór Heimir er fyrsti maðurinn
sem nýtur sliks trausts.
Þór Heimir var helsti maðurinn
bakvið undirskriftaherferð „Var-
ins lands” fyrir tveim árum og sá
maðurinn sem tengdi það póli-
tiska framtak við forystusveit
Sjálfstæðisflokksins. Má undar-
legt heita að formaður Fram-
sóknarflokksins sjái ástæðu til að
heiðra forgöngumann „Varins
lands” og segir það sitt um af-
stöðu formannsins til þessarar
herferðar sem ætlað var að veikja
vinstri stjórnina og gerði það.
I annan stað er Þór Heimir for-
göngumaður að umfangsmestu
meiðyrðamálum íslenskrar sögu,
og er það dálitið einkennileg
dómsmálaaðgerð að láta
manninn ganga inn i dómarasæti
i hæstarétti um það bil sem
fyrstu vl-málunum er visað
þangað.
Aðrir umsækjendur um em-
bætti hæstaréttardómara voru:
Bjarni Kr. Bjarnason borgar-
dómari, Elias I. Eliasson bæjar-
fógeti, Jóhann Salberg Guð-
mundsson sýslumaður og fógeti,
Halldór Þorbjörnsson yfirsaka-
dómari, Sigurgeir Jónssön bæjar-
fógeti og Sigurjón Sigurðsson lög-
reglustjóri.
hj —