Þjóðviljinn - 03.03.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 03.03.1976, Síða 16
Miðvikudagur 3. mars 1976, Dagsbrúnarmenn á fundi um helgina. Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar: V iðnámssamningar — Þetta eru viðnámssam n- ingar, þegar á heildina er litið, sagði Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, þegar Þjóðviljinn spurði hann álits á ný- gerðum kjarasamningum. — Viö höfum sett okkur það mark að endurheimta eitthvað af þeirri kjaraskerðingu, sem orðið hefur frá samningunum 1974. Það tókst ekki. Hinsvegar eiga þessir samningar, að svo miklu leyti sem nokkrir samningar geta það, að tryggja kaupmátt, sem sam- svarar meöalkaupmættinum á s.I. ári. Þetta er gert i fyrsta lagi með þeirri kauphækkun, sem gekk i gildi fyrsta mars, i öðru lagi með þeim áfangahækkunum, sem koma á timabilinu, og i þriðja lagi með svokölluðum rauðum strik- um. Ef sú verðlagsspá, sem þau miðast við, ekki stenst, þá koma sérstakar hækkanir fyrir hvert það prósent, sem þar fer framyf- ir. Það er galli að minu viti, sagði Eðvarð ennfremur, að þær verð- lagsbætur, sem eiga að koma samkvæmt rauðu strikunum, koma sem prósentálag á allt kaup, hátt og lágt. Atvinnurek- endur vildu ekki fallast á krónu- töluregluna, sem viðhöfð var á s.l. ári, en ég hefði taliö að krónu- talan hefði átt að vera hærri og koma jafnt á allt kaup. — Hvað má frekar telja samn- ingunum til gildis? — Það má nefna ýmsar lagfær- ingar, svo sem 1500 króna mán- aðaruppbótina á öll laun lægri en 54.000—57.000 krónur á mánuði. Félög Verkamannasambandsins fengu einnig nokkrar lagfæringar á töxtum, tilfærslur milli taxta i ýmsum störfum, sem hafa nokk- urt gildi fyrir þá hópa, mismun- andi mikið þó. Einnig fengust fram lagfæringar á ýmsum samningsatriðum, sem ekki er Tveir bátar úr Reykjavlk gerö- ust verkfallsbrjótar i sjómanna- verkfallinu. Voru það Guömundur RE og Helga RE. Guðmundur RE er i eigu Páls Guðmundssonar, fimmta manns á framboðslista Framsóknar- flokksins til borgarstjórnarkosn- inganna síðustu. Guðmundur RE sigldi út i fyrradag, en óvist var um Helgu RE, en þó talið að hún mundi hægtað meta beint tii peninga, en hafa talsvert gildi. Siðast en ekki sist ber að geta lagfæringar, sem varð á lifeyrissjóðakerfinu, og ef frambúöarlausn þess máls verður sú, sem hugur okkar i verkalýðshreyfingunni stendur til, teldi ég það eitt merkasta atriöi þessara samninga. En sem sagt, hér er engin ástæða til verulegs sigurfagnað- ar, þótt tekist hafi að spyrna eitt- hvað við fótum, sagði Eðvarð að lokum. dþ. sigla út i gær. Trúnaöarmanna- ráð Sjómannafélags Reykjavikur kom saman til fundar i gærkveldi klukkan 20:30 og átti þar að fjalla um viðbrögð við verkfallsbrotum. yiðbörgð við verkfallsbrotun- um voru tvenns konar. Annars vegar varhugsað til þess, að afla- verðmæti skipanna yrði gert upp- tækt til verkfallssjóðs Sjómanna- félags Rvikur. Hins vegar var hugsað til algjörrar uppgjafar vegna brotanna, og að aflýsa verkfallinu. Voru það forsvars- menn félagsins, þeir Hilmar Jónsson, form., félagsins, Sigfús Bjarnason og Pétur Sigurðsson, alþingismaður, sem þeirri hug- mynd mæltu með. — úþ Stjórn og trúnaðar- mannaráð Sjómanna- félags Reykjavikur samþykktu i gærkvöldi að fresta áður boðaðri vinnustöðvun, meðal annars vegna dræmrar þátttöku við atkvæða- greiðslu um kjara- samningana og vegna siendurtekinna verk- fallsbrota. Suðurnesj amenn fresta verkfalli Sjómenn á Suðurnesjum, þeas. i Keflavik, Garði og Sandgerði, þar sem sjómannasamningarnir höfðu verið felldir, hafa samþykkt að fresta verkfalli vegna þess að taliö hafi verið i hverju sjómannafélagi fyrir sig og þar með sumir sjómenn farnir að róa en aðrir ekki, þar til annað verði ákveöið. Róa þvi bátar frá þessum stöð- um. Áskriftarsími 17505 Tekið verður við nýjum áskrifendum í kvöld og næstu kvöld til kl. 10. Eitt símtal, og þú færð blaðið sent heim næsta dag. ÞJÓÐVILJINN Verkfall sjómanna í Reykjavík Frestað vegna verkfallsbrota VIÐBRÖGÐ SJÓMANNA: Felldu annað með 121 atkv.gegn 12 Atkvæði um það, hvort sjómenn á Snæfellsnesi skyldu falla frá sérákvæðum i samn- ingum sinum við útgerðarmenn/ voru greidd i gær og fellt að gera svo i sameiginlegri at- kvæðagreiðslu sjómannafélaga á Snæfellsnesi með 121 atkvæði gegn 12, en atkvæði voru talin i gær. Að sögn Sigurðar Lárussonar, formanns Verkalýðs- og 'sjó- mannafélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði, var talið sam- eiginlega eftir atkvæðagreiöslu i sjómannafélögum á Hellis- sandi, Grundarfirði, Ólafsvik og Stykkishólmi um það hvort sér- ákvæði sjómanna á Snæfellsnesi skyldu falla niður, en félögin þar hafa samið sérstaklega við Útvegsmannafélag Snæfells- ness. Sagði Sigurður, að viðræður hefðu farið fram á milli sjó- manna og útvegsmanna á sunnudag og mánudag um sér- ákvæði sjómanna á Snæfellsnesi og hefði ekkert samkomulag náðst i þeim viðræðum. Þvi var það lagt fyrir fundi I sjómanna- félögunum hvort sjómenn vildu halda fast við það að snúa ekki frá þessum sérákvæðum. Samþykkt hafði verið i öllum félögunum, að heildarsam- komulagið yrði ekki lagt fyrir i félögunum fyrr en atkvæða- greiðsla um sérákvæðin hefði farið fram, og ekki ef samþykkt yrði að falía ekki frá sérákvæð- um. I atkvæðagreiðslunni voru tveir seðlar ógildir og einn auður. 1 Grundarfirði greiddu 43 starfandi sjómenn atkvæði og mun það vera um 90% starfandi sjómanna. Sérákvæði þau, sem um ræð- ir, snúa að beitingu, netafell- ingu og annarri netavinnu, fleiri fridögum en um er samið i heildarsamkomulaginu og ann- arri skiptaprósentu á dragnót og skelfiski, en frá er greint i heildarsamkomulaginu. Verkfall verður þvf áfram hjá sjómönnum á Snæfellsnesi. Samþykkt hefur verið, að sam- komulag sem hugsanlega næst, verði þannig borið upp, að öll félögin greiði atkvæði um þaö sameiginlega. —úþ Undanþága veitt til sjóróðra eystra Sjómenn á Austfjöröum hafa veitt undanþágu til sjóróðra eystra nema á Seyðisfirði. Austf jarðafélögin eru ekki aðilar að heildarsamkomulagi þvi sem gert var með sjómönn- um og útvegsmönnum á dögun- um heldur semja þeir sérstak- lega við Útvegsmannafélag Austf jarða um kaup sin og kjör. Þjóöviljinn hafði tal af Sig- finni Karlssyni.en hann tók þátt i samningsgerðinni hér syðra. Sigfinnur var þá nýkominn austur á Norðfjörð, en þar ætlaði hann að halda fund i gær- kveldi til þess að kynna samningana. Sem samninganefndarmaður hér syðra skrifaöi Sigfinnur ekki undir heildarsamningana fyrir hönd Alþýðusambands Austurlands, heldur undir sér- staka samninga við stjórn Llú, þar sem aðeins er kveöið á um hlutaskiptin þau nýju og kauptrygginguna. Að öllu öðru leyti er gengið frá sjómanna- samningum eystra við Útvegs- mannafélag Austurlands, en Llú sendir mann á þann fund. Ætlunin er að sá fundur verði um næstu helgi. Austfjarðafélögin hafa veitt öllum bátum undanþágu til sjó- róöra að sögn Sigfinns, allt frá Vopnafirði að Hornafirði, meðan gengið er frá samning- um. Seyðisfjarðarfélagið er þó undanskilið. Sagði Sigfinnur að það tæki svo langan tima að ná mönnum saman, að ekki væri hægt að láta flotann liggja inni þess vegna. Sigfinnur sagði að sér virtist sem óánægjan eystra beindist helst gegn samningunum fyrir minni skuttogarana, og þá hinni nýju skiptaprósentu. -úþ Sjómenn munu verja löndun sagði Oskar Vig- fússon, form. Sjómannafélags Hafnarfjarðar „Aðallega fettu menn fingur út I skiptaprósentuna”, sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar, en þar felldu sjómenn nýgerða kjarasamninga með miklum meirihluta atkvæða. — Hvað telur þú, að nú taki við? — Það er undir sjómönnum sjálfum komið. Þar á ég viö, að á sama tima og sjómenn eru að fella samninga eru þeir aö fara út á sjó, og þar með að brjóta verkfallið. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra. — Hafa orðið verkfallsbrot i Hafnarfiröi? — Nei. í Hafnarfirði verða ekki verkfallsbrot. Það er sama hversu lengi við þurfum að standa i verkfalli, við stöndum við það, sem við ætlum okkur, og höfum ákveðið. — Munduð þið verja að loðnu- skip landi i Hafnarfiröi? —;,Já. Það munum við gera. —úþ Vestfirðingar tvístíga vegna sjómannasamninga Að sögn Péturs Sigurðssonar forseta Alþýöusambands Vest- fjarða, eru sjómenn vestra tvi- stigandi i afstöðu sinni til ný- gerðra kjarasamninga millisjó- manna og útgerðarmanna. Vestfirðingar gera sérsamninga viö útgerðarmenn þar vestra, og er sú samningsgerð ekki hafin. Pétur sagði, að samningar vestfirskra sjómanna hefðu ekki veriö lausir nema gagnvart skiptaprósentunni, sem er bein afleiðing af lagabreytingum, Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.