Þjóðviljinn - 27.03.1976, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 27.03.1976, Qupperneq 1
SJÁ 3. SÍÐU Geirfinnsmálið: Rannsókn- arlögreglan opnar gætt- ÞESSI LÖG ERU BROTTN - BAKSÍÐA Engin slys urðu á mönnum og óverulegar skemmdir á skipinu t gærmorgun sigldi breska trei- gátan Galathea F 18 á varðskipií Baldur. Kom höggið á bakborðs- horn Baldurs og urðu skemmdir óverulegar. Enginn meiddist. Hins vegar virtist varðskips- mönnum sem nokkrar skemmdir hefðu orðið á freigátunni. Þetta gerðist á alfriðaða svæðinu. fy-ir Norðausturlandi um 14 sjómilur 245 gráður austur af Langanesi. Skammt undan voru 3 breskir togarar að veiði- þjófnaði og hifðu þeir allir er varðskipið nálgaðist. t gær voru 24 breskir veiði- þjófar á miðunum, þar af 18 á alfriðaða svæðinu. Meðþeim voru 10 fylgdarskip, 4 freigátur, 3 dráttarbátar, 2 aðstoðarskip og oliubirgðaskip. Getur hver sem er reiknað út hlutfallið milli veiði- þjófa og verndara þeirra sem eru auk þess mun mannfleiri en tog- ararnir. ina örlítið Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hélt i gær blaðamannaf und þar sem Eldri myndin — til vinstri — hefur oft áður verið birt af Gejrfinni Einarssyni, eins og menn kannast við. Myndin er gömul. Hins vegar hefur nýrri myndin af honum — til hægri — aldrei verið birt áður. Hvers vegna? Við því hafa ekki fengist svör. skýrt var nokkuð frá Frá þeim f undi er skýrt á gangi Geirfinnsmálsins. 3. síðu blaðsins í dag. Björn Jónsson, forseti ASÍ\ um landbúnaðar vöruhœkkanirnar Björn Jónsson. UOÐVIUINN Laugardagur 27. mars 1976 — 41. árg. — 69. tbl. Samningar í Straumsvík Samningar hafa tekist á milli fulltrúa 11 stéttarfélaga, sem eiga félagsmenn i vinnu hjá Alverinu i Straumsvík, um kaup og kjör. Samningar þess- ir verða teknir fyrir i verka- lýðsfélögunum næstu daga. Baldur hefur orðið fyrir mörgum ásiglingum og hér er mynd af einni þeirra. Ásigling á Baldur Skýlaus lagafyrirmæli eru brotin • Rikisstjórnin notar ýmisst svindl eða lögbrot til þess að koma fram verðhœkkunarstefnu sinni: „Okkur sýnist að rikisstjórnin gangi svo hart fram i verð- hækkunarstefnu sinni, að hún og hennar apparöt, skirrast ekki við að brjóta skýlaus lagafyrir- mæli til þess að koma sinum hækkunum fram. Þaðeru ýmist svindl eða hrein lögbrot, sem eru notuð i sambandi við þessar hækkanir.” Þannig fórust Birni Jónssyni, forseta Alþýðusambandsins, orð i gær, er blaðið spurði hann álits á þeim kúnstum, sem uppi hafa verið hafðar varðandi verðlagshækkanir þær, sem nú dynja yfir landslýð. Við spurðum Björn að þvi hvort ASl ætlaði að kæra þessa verðlagshækkun, sem svo aug- ljóslega virðist vera bort á lögum. Þvi svaraði Björn til, að hækkunin „virtist vera ský- laust brot á 9. grein fram- leiðsluráðslagánna en þar segir að breyta megi búvöruverðinu 1. des., 1. mars og 1. júni og þá míðað við þær kaupgjalds- breytingar, sem orðið hafa á siðustu þremur mánuðum. Kauphækkanir verða ekki fyrr en 1. mars þannig að lögin heimila ekki hækkun á launa- liðum fyrr en 1. júni.” Björn sagði einnig um þetta: „A hinn bóginn hefur skapast venja i sex manna nefndinni þannig, að visitala hefur oft verið tekin inn, og var það gert td. 1974, en þá mældi visitala einnig laun verkafólks, en. á grunnlaun hefur þetta ekki verið gert með þessum hætti fyrr. Við vorum i þeirri góðu trú, við samningsgerðina, að kaup- gjaldsliðurinn kæmi ekki inn i landbúnaðarvöruverðshækkun- Framhald á bls. 14. Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss Harma að framsókn skuli vera með í slíkri stjórn Framsóknarfélag Hvera- gerðis og ölfuss lýsir yfir furðu á hinum miklu verðhækkunum strax i kjölfar samninga og tel- ur að rikisstjórnin hafi með þessu komið aftan að launþeg- um landsins og eigi eftir að koma i Ijós að sliku unir verka- lýðshreyfingin alls ekki, enda trúlega einsdæmi að umsamdar kjarabætur fengnar með erfiðu verkfalli séu horfnar einum mánuði eftir gerð samninga. Ennfremur lætur fundurinn i ljós furðu sina á skilningi stjórnvalda á merkingu orðsins verðstöðvun. Fundurinn harm- ar að Framsóknarflokkurinn skuli eiga aðild að rikisstjórn, sem þannig kemur fram við lægstlaunuðu þegna þjóðfélags- ins og varar forustu flokksins eindregið við þvi að samþykkja slik vinnubrögð núverandi rikis- stjórnar. Samþykkt þessi var gerð samhljóða á fundi i Hveragerði i gærkvöldi. Fundinn sóttu um helmingur félagsmanna. Óhappið á Keflavíkurflugvelli sveipað þagnarhulu Tveir mánuðir þár til rannsókn lýkur! Flugmálastjóri neitar að tala, flugstjórinn tekur ekki síma og Flugleiðir segjast ekkert vita Að sögn Flugmálastjóra hefur ÖII áhöfn Loftleiöaþotunnar sem hlekktist á á Kefla vikurflugvelli i fyrradag verið yfirheyrð, en ekk- ert verður gefið upp um niður- stöður rannsóknar fyrr en erlend- is frá hafa fengist þær upplýsing- ar, sem siriti um borð í vélinni skráði á meðan óhappið átti sér stað. Siritinn verður i ca. tvo mánuði í skoðun i útlöndum. Flugstjórinn, Björn B. Karls- son, neitaði að taka sima þegar Þjv. reyndi að ná i hann hjá Flug- leiðum i gær og vill hann þvi ekk- ert um málið segja að svo stöddu. Blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn Sæmundsson, vildi heldur ekki tjá sigum málið en sagðiþó að lýsing fjölmiðla i gær, sem höfð var eftir slökkviliðsstjóranum á Kefla- vikurflugvelli, virtist nokkuð dramatisk og orðum aukin, eftir þvi’ sem aðrir sjónarvottar hermdu. Sveinn sagði að Flugmálastjóri hefði ekki leyft að fulltrúi Flug- leiða væri viðstaddur yfirheyrsl- urnar yfir áhöfninni. Eftir þvi sem Þjv. hefur fregn- að skv. frásögn sjónarvotta og á- lits fróðra manna, hefur þotan, sem var að koma frá Luxemborg með 123 farþega innanborðs, breytt skyndilega um flugbraut til þess að lenda á skv. breyttri vindátt. Þotan kom niður úr skýjunum i stefnu að braut 21 en beygði siðan ýfir að braut 25 og lendir á henni. Sviptingasamt veður var þarna og mun vélin hafa fengið vind- sveip undir hægri vænginn með þeim afleiðingum að ytri mótor straukst við flugbrautina, en mjög óverulega. Skemmdir urðu smávægilegar en vélinni verður flogið út til viðgerðar eða hreyfil- skipta. Ekki mun óalgengt að flugvélar skipti þannig um braut, en i þessu tilfelli virðist beygjan, sem taka varð hafa verið ansi kröpp og a.m.k. nóg til þess að slökkviliðs- stjóranum var illilega brugðið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.