Þjóðviljinn - 27.03.1976, Page 11

Þjóðviljinn - 27.03.1976, Page 11
Laugardagur 27. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Fréttabréf eftir Gísla Guömundsson á Súgandafirði Yfirlit um aflabrögð Engin ánægja með iskiptaprósentuna Sumir álita, að þegar fólk eld- ist, já, t.d. þegar komiö er yfir sjötugt, verði maður værukær og máski latur og nenni ekki að hugsa eða skrifa. Þetta vil ég ekki viðurkenna að öllu leyti. Ég við- urkenni það, að ég er ekki eins viljugur að skrifa og áður, en það er ekki ellin, heldur það að mér likar ekki sá.mikli dráttur, sem er á þvi, að fréttabréfin komi út. Stundum liða um og yfir 3 vikur. Ég tel það of langt. — Og þar sem ég er nú sestur niður núna, þá er best að ég skýri frá og færi i letur aflatölur þeirra skipa, sem hér stunda róðra i vetur. Og þá er það fyrst janúarmán- uður: Togskipið Trausti aflaði 158,7 tonn i 3 löndunum. Togvinda hans bilaði 16. janúar. Hann komst á veiðar aftur 6.2. m/s Kristján Guðm. fiskaði 163,1 tonn i 22 róðr- um. Meðalverð á kiló var kr. 39,53 og hlutur kr. 187,444, — án orlofs. m/s Sigurvon aflaði 149,6 tonn i 22 róðrum. Meðalverð hjá henni var kr. 40,32 kg. m/s Ólafur Friðbertsson fékk 124,9 tonn i 21 róðri. Þess skal getið, að afli Trausta er slægður, en afli hinna bátanna er óslægður. Tiðarfar i janúar var mjög stirt, en það hefur ekkert að segja. Það er farið á sjóinn sem sagt i hverju sem er, nema kannski i fárviöri. Febrúarmánuður var að ýmsu leyti rysjóttur, bæði til orðs og æðis, sjós og lands. Samþykkt var af Verkalýðs- og sjómannafélagi Súganda að hefja skyldi verkfall þann 19. febrúar. Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Bióm og gjafavörur i úrvali Þjóðviljann vantar sendil STRAX. Þarf að hafa vélhjól. Hringið i sima 1-75-00 DJODVIUINN Félagið samanstendur nú mest- megnis af sjómönnum. Land- verkafólk er hér ekki svo margt. 27, eða sem næst þvi, eru hér nú frá ýmsum heimsálfum. Landróðrabátar fóru ekki á sjó 18.2. (?) m/s Ólafur Friðbertsson fór á sjó þann 19.og réri allt verk- fallið. Beitt var i landi, en afli is- aður um borð. Verkfallstimaafl- anum var svo landað á Flateyri. Nálægt 42 tonn slægð i 8 róðrum. Mánaðarafli hans miðað við ó- slægt varð 133,5 tonn i 13+8 róðr- um. Kristján Guðm. Skipstjóranum þar, Bjarna Kjartans, leið bölvanlega. Fjórum dögum áður en verkfallið leystist, hóf hann róðra frá landi með sömu fram- komu og m/s Ólafur Friðberts- son. Mánaðarafli hans varð 113,2 tonn i 13+4 róðrum. Aflinn er reiknaður sem óslægður. A m/s Sigurvon er skipstjóri Einar Guðnason. Það var ber- sýnilegt, að honum leið illa, en hann stóð sig mjög vel. Afli Sigur- vonar varð 84,7 tonn i 13+1 róðri. Óslægt. Togskipið Trausti landaði hér 13. febrúar 43,8 tonnum. Hann var úti á veiðum allan verkfallstim- ann og landaði svo 29. febrúar 101,9 tonnum. Núna 10. mars er verið að setja þann fisk að nokkru leyti á hjall sem skreið. Heildar- afli Trausta var i febrúar 145,7 tonn og að sjálfsögðu var aflinn slægður. A sama tima og ofan- skráð undur gerðust fékk ég ekki leyfi til þess að taka niður loft- netsstöng, sem ég þurfti að lag- færa litilsháttar. Þeir eru strang- ir hér, foringjar Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda. Lof sé þeim og dýrð. Ekki virðast landmenn á linu- bátunum hér vera ánægðir með skiptaprósentuna. Sömu sögu má heyra frá sjómönnum yfirleitt. Bæði frá togveiðiskipum og linu- bátum. Það er heldur ekki að á- stæðuiausu, að svo er. Skiptapró- senta var hér vestra 35 i 15 staði á öllum skuttogurum, en á að lækka niður i 29,3% i jafnmarga staði og áður. A linubátum lækkar prósentan úr 32 i 11 staði i 28,2 i 11 staði. Þetta telja sjómenn freklega gengið á hlut sinn. Þegar flotinn sigldi i höfn i haust, þá gerði hann það vegna sjóðakerfisins marg- umtalaða. Sjómenn vildu fá lag- færingu þar á. Jú rétt, það fékkst umtalsverð rétting og fiskverð hækkaði að mun. En hvað gerist. Skiptaprósentan á skuttogurum hér vestra er'lækkuðúr 35 i 29,3%. Og á linubátum úr 32 i 28,2. Frek- lega er þarna gengið á hlut sjó- manna. Það má teljast einsdæmi ef sjómenn mótmæla ekki þessum aðförum kröftuglega. Að lokum er það svo marsafli súgfirðinga að kvöldi dags hins 9. Sigurvon fékk 67,2 tonn i 7 róðr- um. Besti róður hennar hingað til var 17,7 tonn. Kristján Guð- mundsson fékk 64,8 tonn i 7 róðr- um. Besti róður hans 16,2 tonn. Ólafur Friðbertsson 42,0 tonn i 5 róðrum. Mest 12,6 tonn i róðri.Var bilaður i tvo daga. m/s Trausti hefur enn ekki landað i mars, en er væntanlegur bráðlega. Mestur hluti aflans er nú steinbitur. Skrifað 10.3. ’76. Gisli. LESENDAKÖNNUN Skilafrestur hefur verið ákveðinn 26. mars fyrir þá lesendakönnun, sem Þjóð- viljinn birti i sunnudagsblaðinu 14. mars (bls. 11). Þessi könnun verður ekki birt aftur i sama formi, þar eð endurtekning mundi gera okkur ókleift að finna út les- endafjölda á hvert eintak blaðsins. Mjög mörg svör hafa borist, en samt sýnist okkur að menn af tilteknum starfs- stéttum hafi látið sitt eftir liggja. Verið með! Vinsamlega merkið umslagið þannig: „Lesendakönnun” Þjóðviljinn Skólavörðustig 19 Reykjavik RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á taugalækningadeild frá 1. mai n.k. i sex mánuði. Vaktaþjón- usta læknisins verður samkvæmt vaktaþjónustu lyflækningadeildar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 20. april n.k.. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir ta ugalækninga deildar. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á lyflækningadeild hið fyrsta. Upplýsingar m.a. um ráðningar- tima og umsóknarfrest veitir yfir- læknir deildarinnar. MEINATÆKNAR óskast til starfa á rannsóknardeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig óskast meina- tæknir til afleysinga i vor og sumar. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi: 24160. KÓPAVOGSHÆLIÐ IÐJUÞJÁLFI (ergoteherapeut) óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hælisins. KRISTNESHÆLIÐ SJÚKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi: (96) 22300. KLEPPSSPÍTALINN FÉLAGSRAÐGJAFI óskast á deild spitalans fyrir áfengissjúklinga, Vifilsstaðadeild, frá 1. mai n.k., eða fyrr. Nánari upplýsingar veitir yfir- læknirinn, simi: 16630. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 20. april n.k. Reykjavik, 26. mars 1976 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765 Sumarbústaðir — íbúðir Bandalag háskólamanna óskar eftir að taka á leigu sumarbústaði eða ibúðir úti á landi til afnota fyrir félagsmenn sina i sumar. Þeir sem vilja sinna þessu hafi samband við skrifstofu Bandalags há- skólamanna, Hverfisgötu 26, simi 21173. Trilla óskast Óska eftir að kaupa 11/2 til 3 tonna trillu. Þarf að vera með góða vél. Upplýsingar i sima 23762.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.