Þjóðviljinn - 27.03.1976, Side 14

Þjóðviljinn - 27.03.1976, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mars 1976 Dagskrármaður Framhald af 16. siðu. Frans Gislason, Guðbjörn Björgólfsson, Gunnar Einarsson Kvaran, Hallveig Thorlacius, Helgi'Helgason, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Lucy Jóhannsdóttir, Renata Kristjánsdóttir, Sigriður Pétursdóttir, Sigurður Þór Jóns- son, Stefán Halldórsson, Vigdis Hansen og borsteinn Eggertsson. Or þessum fimmtán manna hópi var Helgi valinn skv. sam- hljóða meðmælum útvarpsráðs, að þvi er Pétur Guðfinnsson tjáði blaðinu. Hér er ekki verið að amast við ráðningu Helga, heldur eingöngu þeim vinnubrögðum, sem æ algengari virðast vera i sambandi við ráðningar manna i opinber störf, þ.e. að fyrirfram sé búið að ráða i hlutverkið og þá oft án tillits til hæfileika, kunnattu eða menntunar. Pétur sagðist aðspurður ekkert hafa frétt um umsóknir vegna auglýsingu eftir eftirlitsmanni með iþróttaefni. Sér vitanlega hefðu engar umsóknir borist enn, enda kæmu þær yfirleitt ekki fyrr en á siðustu stundu. Colby Framhald af bls. 9. æði skuggalegir. Eg er að tala um morð á erlendum leiðtogum, Colby. C.: — Arið 1973, löngu áður en allur þessi æsingur hófst, gaf ég út fyrirskipun sem bannaði morð- tilraunir. Ég hef komið i veg fyrir þó nokkrar á ferli minum. Þeir eru margir sem álita að ef Hitler hefði verið myrtur árið 1939 liti veröldin betur út. F.: — Lumumba var enginn Hitler, Coiby. Castro er enginn Hitler. C.: — En Castro leyfði Sovét- rikjunum að koma upp kjarn- orkueldflaugum á Kúbu sem ógn- uðu öllum bandariskum borgum austan Missisippi. F.: — Og þess vegna vilduð þið myrða Castro? C.: — Ég get fullvissað þig um að á timum Endurreisnarinnar voru liflegar umræður innan kirkjunnar um réttmæti þess að myrða gerræðislega stjórnendur. Og sú umræða hófst reyndar löngu áður, hún er ekki ný. Og morötilraunir hófust ekki i Bandarikjunum heldur hefur þeim verið beitt i pólitisku skyni um aldaraðir. Hvernig dóu italsk- ir fyrirmenn hér áður fyrr? Hvernig dó Sesar? Sem itali ætt- irðu ekki að vera með svona siða- predikanir. F.: — Sesar féll ekki fyrir hendi bandarikjamanns, hann var drepinn af rómverja. C.: — En Sesar drap Vercinge- torix. Þetta hefur alltaf verið að gerast og það er erfitt fyrir eina þjóð að siða aðra til i þessum efn- um. F.: — En Colby þó! Þaö ert þú sem segistvera siðfágaðrien allir aðrir. Þú stittir þér upp sem Gbrlel erkiengill sem fórnar sjálfum sér fyrir frelsiog lýðræði. C.: — Verið getur að okkar sköldur sé ekki hreinn en hann er hreinni en annarra. Um allan heim er stefna Bandarikjanna álitin vera grundvöllur frelsis. Hatur þitt á CIA stafar af löngun tilað niðra Bandarikin. Á 28 árum höfum við gert ýmsa hluti sem við hefðum betur látið ógerða. Eins og að opna bréf. Á timabili á sjötta áratugnum opnuðum við allan póst til og frá Sovétrikjun- um. Það hefðum við ekki átt að gera þó það sé skiljanlegt af hverju það var gert. Sovéskir njósnarar voru út um öll Banda- rfcin. F.: — Svona, Colby, ég er ekki að tala um að hnýsast I póst. Ég var að tala um morð á fólki. C.: — CIA hefur aldrei myrt neinn. Að Diem meðtöldum. Það er ranglátt að segja að CIA sé alltaf myröandi fólk. Það var reynt nokkru sinnum en þær til- raunir mistókust allar. F.: —Þó þú værir að segja satt, Colby, sem ég dreg mjög i efa, finnst þér það samt ekki skammarlegt fyrir CIA að hug- leiða slika hluti, alveg eins og A1 Capone. C.: — Þetta er gert um allan heim. I hinum ýmsu löndum, hvort sem það er viturlegt eða ekki. Ég. hef persónulega alltaf verið andvigur svona vinnu-' brögðum. En ég er minnugur oröa Jeffersons: „Frelsistréð þarf að vökva á tuttugu ára fresti með blóði þjóðkúgara.” F.: —Meðöðrum orðum: þetta er allt i lagi öðru hvoru. Segðu mér annars, Colby, ertu trúaður? C.: — Vissulega. Ég er kaþólikki, heitttrúaður. F.: — Einn þeirra sem alltaf fara i kirkju á sunnudögum? C.: - Já. F.: — Og trúir á himnariki og helviti? C.: — Já, ég trúi öllu sem kirkj- an segir. F.: — Einn þeirra sem elskar náunga þinn eins og Jesús Kristur boðaði? C.:.— Vissulea, ég elska mann- fólkið. F.: — Égskil. En segðu mér frá Mafiunni, ég meina hvernig CIA notfærir sér Mafiuna. C.: — Það hefur aðeins gerst einusinni. Aöeinseinu sinni. Eftir að Castro komst til valda á Kúbu voru hugmyndir á lofti um sam- starf við fólk sem... sem enn átti vini á Kúbu. Vini sem höfðu verið i Mafiunni og langaði til að drepa Castro. Og... ja / það tókst ekki. F.: — Þú segir að CIA sé besta leyniþjónusta heims. Er það rétt? Hefur KGB ekki náð betri árangri en þið? C.: — Alls ekki. Þar að auki eru þessar stofnanir svo ólikar að gerð að allur samanburður er út i hött. Til dæmis fer mestur hlut starfs KGB fram innan landa- mæra Sovétrikjanna. Þeir eru FBI, CIA, rikislögreglan og her- lögreglan, allt undir einum hatti. Þegar þeir njósnuðu hjá okkur gerðu þeir oft snjalla hluti, aðdá- unarverða. Ég á við kjarnorku- njósnarana. Eins og þegar þeir réðu stúlku úr gagnnjósandeild- inni okkar til dæmis. Hún sagði þeim.allt sem við vissum um þá, þetta var velheppnuð aðgerð. Eða þegar þeir settu hlerunartækið i skóinn hjá einum af diplómötun- um okkar. Það var snjallt, mjög snjallt. Serðu, þessir menn starfa fyrir sina stjórn og ég er á móti lifsskoðun þeirra. En ég verð að viðurkenna að faglega eru þeir oft mjög færir. F.: — En fróðlegt. Ég finn að þú dáist að þeim sem fagmönnum. C.: — Ja... maður verður að greina á milli hæfileika og mark- miða. Við höfum góða heimspeki- lega réttlætingu á okkar starfi, við erum að verja land okkar. Þeir hins vegar... F.: — ...eru að verja sitt land. Segðu mér Colby, hver vildi losna við þig úr CIA? Var það Kissing- er? C.: — Nei, Kissinger hefur allt- af stutt leyniþjónustuna dyggi- lega... Ég fór frá CIA vegna þess að forsetinn vildi setja mig i ann- að starf og ...forsetinn getur haft ýmsar ástæður fyrir þvi af hverju hann vill fá einhvern annan i for- ystu fyrir CIA. Það eru hans for- réttindi. F.: — Og þú ert ekkert bitur? C.: — Alls ekki. F.: — Er þér þá létt? V.: Ekki heldur. F.: — Vitanlega ekki. Hvað gæti svo sem haggað þinu iskalda rólyndi? Þú gefur þig aldrei til- finningunum á vald, eða hvað? C.: — Nei, ég er ekki tilfinn- ingasamur. Það eru aðeins örfáir hlutir sem fara í taugarnar á mér. Eins og þegar eitthvað fólk hengdi upp veggspjöld með mynd af mér um alla Wsahington. Þar var ég kallaður morðingi. Og börnin min máttu þola þetta.... Horfðu ekki svona á mig. Þú ert að leita að einhverju baksviði sem ekki er til. Ég er allur þar sem ég er séöur, trúðu mér. Það er ekkert sem heitir bakvið eöa hulið, ég er ekki tvöfaldur i roðinu. Eins og ég sagði áðan þá er ég trúaður og ihaldssamur. F.: — Kalla börnin þin þig aldrei afturhaldsmann eða eitt- hvað enn verra? C.: — Nei. Við höfum ólikar skoðanir. Þau voru td. andvig Vietnamstriðinu og við rífumst við matarborðið. Ég viðurkenni lika að.... F.: — ....þér likar vel við Nix- on? C.: — Ég kaus hann og hann skipaði mig i embætti. Ég tel að hann hafi unnið mjög gott starf á alþjóðavettvangi. Littu á Kina, eða SALT-viðræðurnar. F.: —Eða Chile, eða Kýpur. Ég er útkeyrð, Colby. Ég hef aldrei lagt eins mikið á mig nema þegar ég ræddi við Cunhal. C.: — Segðu mér, hvers konar náungi er hann? F.: — Eins og ég sagði: þegar allt kemur til alls er hann mjög svipuð manngerð og þú. C.: — Ha? F.: — Já, predikari eins og þú. 0, Colby, þú getur ekki Imyndað þér hve likir þið eruð. Hefðir þú fæðst hinum megin viglinunnar værir þú eflaust hinn fullkomni stalinisti núna. C.: — Þessu hafna ég gersam- lega. Og þó... það gæti verið. Nei annars, það kæmi aldrei til greina. Og ég er enginn vandlæt- ari, I mesta lagi dálitið siðavand- ur. Fleiri spurningar? F.: — Aðeinsein, Colby. Get ég fengið að sjá spjaldið mitt á spjaldskrá CIA? C.: — Bandarisk lög heimila þér aðsenda CIA bréf og biðja um allt sem þeirhafa sem snertir þig. Þú færð dálitla rukkun en siðan láta þeir allt af hendi.' Nema þeir hafi einhverja ástæðu til að halda i það. F.: — Mér finnst þetta rugl- ingslegt. En allt sem þú sagðir var reyndar ruglingslegt, Colby. Og mjög dapurlegt. ÞHþýddi. Leikhús Framhald af bls. 2. kunnarlausari en stjórnir þeirra, með þeim afleiðingum að listamennirnir neyðast til að setja sjálfum sér takmörk. Vei þeirri andstöðu, sem ött- ast gagnrýni, og vei þeim lista- mönnum sem i nafni svokall- aðra bytlingar- eða gagnbylt- ingarhugsjóna hindra að sköp- unargleðin fái útrás og imynd- unaraflið geti notið sin. Hverj- um einstökum borgara er heim- ilt að aðhyllast þær pólitisku skoðanir sem honum sýnist. En listamaðurinn, sem tekur engu sem sjálfsögðum hlut, þarf að vera frjáls. Þessvegna er svo áriðandi fyrir leiklistarmenn og rithöfunda hvar sem er að losa leikhúsið undan áhrifum stjórn- málanna, eða öllu'heldur skeyta hvorki um rfkisvald né sjálf- skipaða spekinga, sem vilja tryggja sig i sessi. Sagt er, að listin þekki engin landamæri. Leikhúsið ætti held- ur ekki að skorða sig innan á- kveðinna landamerkja. Það á að vera hafið yfir hugsjónaá- greining, stéttaskiptingu, kyn- þáttamismun, þjóðernisremb- ing og hagsmuni einstakra landa. Það á að verða alþjóðleg- ur vettvangur allra þeirra, er ala i brjósti sömu vonir og bera sömu áhyggjur, allar þær til- finningar sem imyndunaraflið vekur. Það ætti að verða hvorki gerræðislegt né raunsætt, held- ur lýsa þvi sem sameinar okkur, gerir okkur að einni heild. Skapandi listamönnum verð- ur ekki skipað fyrir! Látumþá ekki taka við neinum fyrirmæl- um frá rikisstjórnum! óiþýddi. Einar Karl Framhald af bls. 7. verja, varð lögfræðingur út- varpsins á ný bitbein i pólitiskri umræðu. Fundurinn var haldinn 27. nóvember i fyrra og tóku verkalýðsfélög að birta auglýs- ingar um hann þriðjudaginn 25. nóv. Fyrir tilstilli lögmannsins var sett auglý§ingabann og rit- skoðun á verkalýðshreyfinguna, þannig að á miðvikudag og fundardaginn fékk hún ekki að minnast á fundarefnið, heldur aðeins brýna fólk um að koma á fundinn. Þetta vakti almenna reiði i verkalýðshreyfingunni, m.a. vegna þess að lagatúlkun prófessorsins var ekki látin ná til auglýsinga fyrir kvennaverk- fall og i áróðursauglýsingum Varins lands. Það lá þvi nærri að ætla að annarlegar ástæður lægju aö baki skynditúikun út- varpslögmannsins á reglugerð auglýsingadeiidar rikisútvarps- ins. Enn frekar styrktist sá grun- ur þegar lesa mátti i málgagni Bandalags háskóiamanna, 1. tölublaði6, árgangs, 1976, bls. 10 i fréttaklausu frá Lögfræðinga- félagi Islands, að Þór Vilhjálmsson hefði fyrir hönd félagsins sótt alþjóðlega ráð- stefnu i Amsterdam 26.-28. september, þar sem fjallað var um efnið „The Use of Legiti- mate Force to Control Civil Dis- order.” (Hagnýting löglegrar valdbeitingar til þess að hafa hemil á þjóðfélagslegum óróa eða upplausn). Auglýsingabannið á verka- lýðshreyfinguna, sem skipu- lagði friðsamleg mótmæli gegn stjórnarstefnunni i landhelgis- málunum, er einmitt skólabók- ardæmi hvernig pólitiskir em- bættismenn reyna að verja stjórnvöld gegn löglegum mót- mælaaðgerðum með löglegri valdbeitingu. Ekki verða að sinni rakin fleiri dæmi af umdeildum af- skiptum prófessorsins af lands- málunum. Það sem upp hefur verið talið i þessari grein er ær- inn grundvöllur til þess að gagn- rýna þá ákvörðun Ólafs- Jóhannessonar að skipa i em- bætti hæstaréttardómara eins og raunin hefur orðið á. Ekki skal getum að þvi leitt hér hvaða pólitiskar ástæður lágu að baki þessari ráðstöfun ráð- herra. Ef til vill hefði honum farnast betur, ef hann hefði bara haldið áfram að skipa sina eigin flokksmenn i dómaraem- bætti. En hvað segja hæstaréttar- dómarar um þann óróa sem nú er kominn upp i kringum Hæstarétt? Þegar skrif Frjálsr- ar þjóðar voru á döfinni brugð- ust þeir ókvæða við og vörðu virðingu stofnunarinnar. Hvað hefur breyst? —ekh. Ragnar Arnalds Framhald af bls. 7. Að öðru leyti væri hér gifurleg- ur munur á. Alþýðubandalags- menn vilja ekki nota tekjuauka rikissjóðs, þann tekjuauka sem fengist af betri framkvæmd skattalaganna, til að lækka skatta á hátekjufólki, eins og felst i tillögu Gylfa, heldur tilað lækka óbeina skatta, td. söluskatt, ef rikissjóður er þá aflögufær. Tekjuskattsálagning sam- kvæmt núverandi skattalögum er hreint hneyksli, sagði Ragnar Arnalds. 1 fyrra voru 430 félög i Reykjavik með samtals 20 milj- arða kr. i veltu sem ekki greiddu neinn tekjuskatt. Mörg félög eru með mjög lágan skatt og geysi- mikla veltu. Þetta væri nærtækt vandamál til að hugsa um og reyna að ráða bot á. Fyrstur? Gylfi mælti nokkur orð i lokin og hrósaði sér af þvi að riða á vaðið með þessar róttæku tillögur i skattamálum. Aðrir jafnaðar- mannaflokkar mundu koma á eftir! Ekki ansaði hann i neinu þeirri gagnrýni sem fram hafði komið á virðisaukaskattinn (Halldór Ásgrimsson sagði að til- lögur Gylfa færðu hækkun soiu- skatts upp i 28%, en samsvaraði allt að 40% virðisaukaskatti. Sá skattur legðist allur á heimilin en að engu á atvinnurekstur sem söluskatturinn þó gerði að hluta. ÆpLElKFELAfí^jl BC^YKJAVÍKUgE? SKJALDHAMRAR i kvöld. — Uppselt. Kolrassa sunnudag kl. 15 EQUUS sunnudag. — Uppseit. SAUMASTOFAN þriðjudag kl. 20,30. VILLIÖNDIN v miðvikudag kl. 20,30. 6. sýning. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR fimmtudag kl. 20,30. SAUMASTOFAN föstudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til 20,30. — Simi 1-66-20. #ÞJÓ0LEIKHÚSIfl NATTBÓLID i kvöld kl. 20. miðvikudag kl. 20. ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR i dag kl. 15. mánudag kl. 20. Siðasta sinn. KARLINN A ÞAKINU sunnudag kl. 15 þriðjudag kl. 17. Uppselt. CARMEN sunnudag kl. 20. Litla sviðið: INUK sunnudag kl. 15. Miðasala 13,15—20. Simi 1-1200. Björn Framhald af bls. 1. ina fyrr en 1. júni. Varðandi hækkunina erum við ekki enn búnir að fá svo tæmandi upplýsingar, að við séum enn búnir að ákveða að kæra þessa hækkun”. — Hvemig kæmi það út, ef þið kærðuð og ynnuð málið? Hvemig er hægt að bæta fólki ólöglega hátt verð? „Það er hægt að bæta þetta eftirá og leiðrétta það i verð- laginu. Það ætti að vera auðvelt þannig að næsta hækkun kæmi þeim mun seinna til fram- kvæmda, eða sem svaraði þeim tima, sem ólöglega verðið hefur verið greitt af fólki. Að lokum sagði Björn: „Við litum þetta að sjálfsögðu „mjög alvarlegum agum”. Okkur sýnist, að rikisstjórnin gangi svo hart fram i verð- hækkunarstefnusinni, að hún og hennar apparöt skirrast ekki við aðbrjóta skýlaus iagafyrirmæli til þess að koma sinum hækk- unum fram. Það er ýmist svindl eða hrein lögbrot, sem eru notuð i sambandi við þessar verð- hækkanir.” —úþ ALÞÝÐUBANDALAG Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Fundur sunnudaginn 4. april n.k. kl. 2 e.h. að Bárugötu 9. Fundarefni: Barátta verkalýðshreyfingarinnar við rikisstjórn peningavaldsins. Málshefjandi er Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans. — Stjórnin. Miðstjórnarfundur Fundur verður haldinn i miðstjórn Alþýðubandalagsins næst- komandi föstudag 2. apr. Til umræðu verður staðan i sjávarútvegs- roálum ogönnurmáleftirþvisem timivinnsttil. Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 3 og hefst kl. 20.30 Alþýðubandalagið ísafirði Aðalfundur Alþýðubandalagsins tsafirði verður haldinn föstudaginn 2. april n.k. iSjómannastofunni Alþýðuhúsinu og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Kjartan ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans verður á fundinum. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Mánudaginn 29. mars kemur ólafur Proppé á fund skólamálahópsins og ræðir um framkvæmd prófa i islenskum skólum, núverandi náms- mat og hvernig unnt sé að breyta þvi til að gera skólann betri. Fundurinn verður i Þinghól og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn, og eru kennarar og aðrir skólamenn einkum hvattir til að koma. Skólamálahópurinn Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur I Rein mánudaginn 29. mars 1976 kl. 21 Dagskrá: 1. inntaka nýrra féiaga. 2. Bæjarmál, frummælandi Jóhann Ársælsson 3. önnur mál — BÆJARMÁLARAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.