Þjóðviljinn - 02.06.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.06.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 2. júni 1976. Viðtal við Anatolí Karpov heimsmeistara Ég gæti teflt allan daginn Einsog mörgum er kunnugt, er heimsmeistarinn i skák, Anatoli Karpov, að læra hagfræði. Þessvegna var ekkert eðlilegra en að viðtal við hann birtist i timaritinu Ekonomia i organisatsia promyslennovo proisvodstva (Hagfræði og skipulag iðnaðarins). En búast má við að fl. en hagfræðingar hafi áhuga á svörum Karpovs... Hagfræði og skák — Þú ert fyrsti hagfræðingur- inn sem nærð svona langt i skáklistinni. Áður hafa verk- fræðingar, lögfræðingar, blaða- menn og stærðfræðingar orðið heimsmeistarar, en enginn hag- fræðingur. Er eitthvert sam- band milli hagfræði og skák- listar? — Ég held ekki að um beint samband sé að ræða. Eigum við að breyta orðalaginu á spurningunni? Hvernig stóð á þviað ég, skákmaðurinn, valdi einmitt hagfræði, og hvernig kemur það heim og saman við skákina? Þao ör erfiít aö íinna eitínvaö likt með þessu tvennu, nema ef vera skyldi að hvorttveggja krefst rökréttrar hugsunar. Rökrétt hugsun er mikilvægust. Þar er komið fyrirbæri, sem er grundvallaratriði bæði i skák og hagfræði. — En er ekki eitthvað sam- eiginlegt i teoriu beggja þessara greina?’ Hjálpar ekki stærð- fræðiþekkingin þér? Er það ekki einmitt hún sem býr að baki þessa margumtalaða „rationalisma” i leikmáta þinum ? — Ef til vill er réttara að segja, að maður læri jafnhliða skákteoriu og hagfræðiteoriu. Án efa nýtur maður góðs af þvi á báðum sviðunum. Hvað snertir útreikning á hagstæðustu lausninni má vafa- laust finna sameiginlega púnkta. En að sjálfsögðu er ekk- ert samband milli hagfræði- menntunar og skákhæfileika. Ég vil þar að auki halda þvi fram, þvert ofan i útbreidda skoðun, að ekkert samband sé á milli stærðfræði og skáklistar. Ég þekki nokkrn stórmerstara sem kunna ekkert i stærðfræð: og hafa aldrei fengist við hana. — Hvað segir þú um tölvu- skák? Heldurðu að tölvur komi til með að hafa áhrif á skák- menn? — Þetta er erfið spurning, mjög erfið. Að þvi er ég best veit eru tölvurnar enn fremur slappar i skák. Ég held að iangur timi muni liða þar til tölva getur komið i staðinn fyrir skákmenn. Það er mögulegt að með timanum tefli hún á við stórmeistara og geti þá orðið skákmönnum að gagni, þar eð mikið er af hreinum reiknings- vandamálum i skák, sem tölva getur leyst úr á auðveldan máta en skákmaðurinn ræður ekki við. — Þú hefur sagt i viðtali, að uppáhaldsnámsgrein þin sé pólitisk hagfræði. Hvernig stendur á þvi? — Það er erfitt að útskyra. Alveg eins og það er erfitt að út- skýra hvers vegna ég fæst við skák. Mér þykir gaman að skák. Ég get ekki hugsað mér að vera án hennar. Sama máli gegnir um áhuga minn á hagfræði, og þá sérstaklega pólitiskri hag- fræði. Ef til vill er það vegna þess að hugsuður á borð við Marx lagði grundvöllinn að þeirri fræðigrein. Lærifeður - I fjölmiðlum hefur stil þinum verið likt við stil Botvinniks og Capablanca. Er það rétt? — Hvað Capablanca snertir, er það alveg eðlilegt. Kennslubók hans var fyrsta skákbókin sem ég las spjaldanna á milli. Hugmyndir hans hafa haft áhrif á mig, en varla er rétt að segja að ég noti þær. Það er ómögu- legt, þvi að hver skákmaður, sem náð hefur vissum árangri, verður að koma með eitthvað nýtt, eitthvað frá sér sjálfum, til þess að ná lengra. Einu sinni var Capablanca ósigrandi, en svo fundu menn upp aðferðir til að tefla við hann. Þannig er um alla skákmenn. Það væri vita þýðingarlaust fyrir mig að fara að tefla eins og Capablanca. Botvinnik hefur haft stóru hlutverki að gegna i skák- menntun minni. Hann var fyrsti kennari minn á heimsmæli- kvarða. Þvi miður stóð sam- starf okkar ekki lengi yfir. — Hvernig gengur að sameina skák og nám? — Það gengur, en að visu erfiðlega. Ég missti úr heilt námsár. Það var þegar ég tefldi i júnior-HM og neyddist til að undirbúa mig rækilega. Þá helgaði ég mig allan skák- listinni. Allt lif mitt gengur i hringi. Elest stóru mótin fara fram á sama tima og prófin i háskólanum. A veturna er það sovéska keppnin, á vorin al- þjóðleg stórmót. Þetta hefur i för með sér að ég neyðist til að „þenja út" próftimann. Sum prófanna tek ég á undan skóla- systkinum minum, önnurá eftir þeim. Hvað snertir daglegt skák- nám, er erfitt að takmarka sig. Ef ég er i „stuði” get ég teflt allan daginn. Fischer og ég — Hvað finnst þér um skákstil Fischers? Að hvaða leyti er hann ólikur þinum stil? — Robert Fischer er einn sterkasti skákmeistari allra tima. Hann hefur fært skák- listinni sérstakan baráttuvilja. Fischer teflir mjög brátt, hann reynir að vinna hverja skák. Sumum finnst still okkar Fischers að einhverju leyti likur, og að við höfum sömu af- stöðu til skáklistarinnar. En ég held að stór munur sé þar á. Við teflum ekki á sama hátt. Þegar við höfum hvitt teflum við báðir til vinnings, reynum að fá for- skot strax i upphafi og hagnýta okkur siðan allt sem getur orðið okkur til vinnings. En Fischer teflir lika til vinnings þegar hann hefur svart. Það geri ég lika oftast, en leikur okkar er ó- likur. Fischer reynir að sjá út strax hvað á eftir að gerast. Kannski er það þessvegna, sem hann velur alltaf skörpustu möguleikana. Ég fer öðruvisi að. Ég reyni ekki að vinna eða ná yfirhéndinni strax i upphafi. Svartur stendur verr að vigi frá upphafi, þvi að hann missir af einu tempói. Þessvegna þarf hann fyrst að jafna leikinn og siðan reyna að ná yfirhendinni og sigra andstæðinginn. Þannig tefli ég þegar ég hef svart. Fischer teflir mjög hratt, sennilega hraðar en nokkur annar n'ulifandi stórmeistari. En það er vegna þess að hann þekkir fjöldann allan af svo- kölluðum standard-stöðum i miðspilinu, svo ekki sé minnst á byrjunarleikina, sem hann hefur lært til fullnustu. Hann á alltaf miklar birgðir af yfir- gangsstöðum frá opnun til mið- spils. — En þú tefl.r lika hratt og lendir sjaldan i timahraki. — Já, það gerist sjaldan. Ég vil halda þvi fram að sjálfs- stjórn hafi stóru hlutverki að gegna i baráttunni við tima- hrakið. Hversvegna lenda margir skákmenn i timahraki? Vegna þess að þeir sóa timanum i byrjun, af þvi að þeir halda sig hafa nógan tima. Sú skoðun er algeng meðal skákmanna, að sá sem lendir i timahraki muni gera það hversu mikinn við- bótartima sem hann fær, hvort sem það eru tiu minútur eða hálftimi á leik. Það er vani hans! Að sjálfsögðu er þess krafist að maður hugsi skýrt og reikni fljótt. Þeim eiginleika býr Fischer yfir, og ég lika. APN Lifeyrissjóður Austurlands Umsóknir um lán Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðn- um i júli n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins, og á skrifstofu sjóðsins að Egilsbraut 11, Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkomlega fyllt út, og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir um lán skulu hafa borist til skrifstofu sjóðsins fyrir 20. júni n.k. Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða starfsmann sem allra fyrst. Pipulagningaréttindi eða önnur hliðstæð kunnátta áskilin. Umsóknir sendist skrif- stofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut lOa, Keflavik, fyrir 12. júni. Reiði vegna kjarn- orkusamstarfs Paris 31/5 reuter — Saia frakka á kjamorkuveri til Suður-Afrfku hefurvaldiömiklum úlfaþyt, ekki aöeins i Frakklandi heldur einnig i nágrannaiöndun um og Afriku. Dagblaöið í Úganda nefndi þessi viðskipti „rýtingsstungu i bak Afriku” og Le Monde segir að þetta fari illa saman við yfirlýst- an vilja Giscard d’Estaings for- seta til að reka „frjálslynda” utanrikisstefnu. Frönsk fyrirtæki urðu ofan á I harðri samkeppni við annars vegar þýskt fyrirtæki og hins- vegar svissnesk - hollensk - bandariska samsteypu fyrirtækja um að reisa fyrsta kjarnorkuver Suður-Afriku nærri borginni Koeburg. Áætlaður kostnaður við smiðina er 500 miljónir sterlings- punda. Taugaæsingur hefur einnig gert vart við sig i Hollandi, Vestur-Þýskalandi og Sviss og stafaði hann einkum af vonbrigð- um vegna þess að samkeppnin tapaðist. Sendiráð Suður-Afriku i Bonn segir að þýska fyrirtækið Kraftwerk Union hafi ekki fengið samninginn vegna neikvæðrar greinar sem birtist i opinberu málgagni Bonn-stjórnarinnar. 1 Sviss lýsti forstjóri Brown-Boveri auðhringsins þvi yfir að hollenskir sósialistar og þingmenn hefðu komið i veg fyrir að réttir aðilar fengju samning-, inn með þvi að tefja fyrir gerð hans. ÚTBOÐ Tilboð óskast i að steypa upp og gera fok- helda skólaálmu við barna- og unglinga- skólann að Reykhólum Austur-Barða- strandarsýslu. Verkinu skal lokið 30. september 1976. útboðsgagna má vitja á Teiknistofuna s/f, Ármúla 6, og hjá Inga Garðari Sigurðs- syni, Reykhólum, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum 21. júni næstkomandi kl. 11.00 fyrir hádegi. Frá Gagnfræða- skólum Kópavogs Innritun nemenda næsta vetrar i Þing- hólsskóla og Vighólaskóla fer fram fimmtudaginn 3. júni n.k. kl. 10—12 og 14—16 i skólunum. Innritun þessi nær að- eins til þeirra sem ekki hafa þegar látið innrita sig. Innritað verður bæði í skyldu- námsdeildir og framhaldsdeildir, þar sem gefinn verður kostur á kjörsviðum eftir þvi sem þátttaka leyfir. Skólaskrifstofan i Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.