Þjóðviljinn - 02.06.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Leiklistarskóla ríkisins slitið í fyrradag
Fyrstu leikararnir
útskrifaðir eftir
fjögurra ára hlé
1 fyrradag voru útskrifaðir
frá Leiklistarskóla rikisins
ellefu nýir leikarar og eru þeir
fyrstu leikararnir sem útskrif-
ast á sl. fjórum árum. Þar meö
er jafnframt lokið fyrsta starfs-
ári fyrsta rikisrekna leiklistar-
skólans, en hingað til hafa leik-
húsin sjálf og önnur félagasam-
tök séð um menntun sins fólks.
Þjóðviljinn hafði samband við
Pétur skólastjóra.
— Við tókum við nemendum
frá leiklistarskóla SÁL og Húsa-
skólanum svonefnda, sagði Pét-
ur, og þeir sem voru komnir
lengst hjá SAL útskrifuðust frá
okkur núna.
— Og gekk þetta vel hjá
ykkur i vetur?
— Það er jú allt gott þegar
endirinn er góður og úr þvi okk-
ur tókst að ljúka þessu starfsári
er ég ánægður.Það komu marg-
ir erfiðleikar upp og óneitanlega
var þetta erfitt á köflum. Ekki
bætti úr skák hið slæma húsnæði
sem við urðum að notast við i
Búnaðarfélagshúsinu gamla og
Iðnskólanum gamla i Lækjar-
götunni.
Við fengum þrjá árganga frá
SAL og einn úr Húsaskóla og i
Pétur Einarsson.
vetur voru hjá okkur 42 nem-
endur i fjórum bekkjardeildum.
Þeir hafa sótt að meðaltali 40 —
45 kennslustundir á viku og
þetta er fjögurra ára nám hjá
okkur áður en að útskrift kem-
ur. '
— Og hvernig eru atvinnu-
möguleikar fyrir þetta fólk?
— Þeir ættu að vera nokkuð
góðir. Leikarar hafa ekki út-
skrifast hérlendis i fjögur ár, og
einn leikhússtjórinn sagði ekki
alls fyrir löngu að ef vel ætti að
vera þyrfti að útskrifa að
meðaltali tiu nýja leikara á
hverju ári. Hitt er jú auðvitað
annað hver raunveruleikinn er
en a.m.k. ætti þetta fólk að
getað skapað sér sina eigin
vinnu að einhverju leyti.
— Og þetta var erfitt i vetur?
— Já, það verður ekki annað
sagt. Við höfðum aðeins einn
fastan starfsmann við skól-
ann, þ.e.a.s. mig sjálfan, og all-
ir aðrir voru lausráðnir. Slikt
veldur alltaf erfiðleikum og
vandamálum.
— Svo það verður kærkomið
fri i sumar?
— Nei það veröur sko ekkert
fri. Nú fyrst er hægt að snúa sér
að allri skrifstofuvinnunni sem
hefur verið hunsuð i sumar. Það
verður áreiðanlega nóg að gera
til haustsins við frágang og
undirbúning.
gsp
Orðsendingar utan-
ríkisráðherranna
á Oslóar-fundinum
Þegar viðræðum utanrikis-
ráðherra tslands og Bretlands
lauk i Osló f gær skiptust þeir
Einar Ágústsson og Crosland á
eftirfarandi orðsendingum er
fela i sér samkomulag i fisk-
veiðideilunni. Eins og fram -
kemur annars staðar i blaðinu
lét Crosland gera sérstaka
bókun varðandi ákvæði bókunar
sex. En hér fer á eftir texti orð-
sendinganna, er utanrikis-
ráðuneytið dreifði i fréttatil-
kynningu i gær:
, ,Hæstvirti utanrikisráðherra,
Ég leyfi mér að visa til við-
ræðna milli rlkisstjórna okkar
varöandi samkomulag um fisk-
veiðar innan 200 milna fisk-
veiðilögsögunnar, sem kveðið er
á um i hinni islensku reglugerð
frá 15. júli 1975. A grundvelli
þessara viðræðna leyfi ég mér
að staðfesta eftirfarandi fyrir-
komulag, sem samkomulag hef-
ur náðst um:
1. Rikisstjórn Bretlands
ábyrgist, að fiskveiðar breta á
ofangreindu svæði veröi tak-
markaðar við 24 togara að
meðaltali á dag, miöað við
veiðidaga svo sem lýst er i hjá-
lagðri greinargerö, sbr. fylgi-
skjal 1.
2. Innan þeirra takmarka,
sem getiðer i 1. gr. munuaðeins
þeir togarar stunda veiðar, sem
eru á skrá skv. fylgiskjali II og
byggist á skrá þeirri, sem gerð
var vegna bráðabirgöasam-
komulagsins frá 13. nóvember
1973.
3. a) Rikisstjórn Bretlands
ábyrgist, að breskii' togarar
virði friðunarsvæði þau, sem
greind eru i bráðabirgðasam-
komulaginu eins og þeim hefur
verið breytt af islenskum
stjórnvöldum eftir að það sam-
komulag féll úr gildi, á þeim
timum, sem um er að ræða.
b) Rikisstjórn Bretlands
ábyrgist að breskir togarar
stundi ekki veiðar nær en 20 sjó-
milur frá grunnlinum Islands og
ekki nær en 30 sjómilur frá
grunnlinum á þeim svæðum,
sem nefnd eru I liðum 31 og 3 II i
bráðabirgðasamkomulaginu.
c) Svæði þau, sem nefnd eru i
stafliðum a) og b) að ofan, eru
nánar skýrgreind i fylgiskjali 3.
4.1 þvl skyni að vernda svæði
þar sem mikiðer af ungfiski eða
hrygningarfiski á hafsvæðinu
umhverfis tsland ábyrgist rikis-
stjórn Bretlands, að breskir
togarar stundi ekki þær veiðar,
sem Islenskum skipum eru
bannaöar af þar til bærum
stjórnvöldum Shkar ráöstafan-
ir, sem skulu byggðar á hlútlæg-
um og visindalegum sjónarmið-
um og ekki fela isér mismunun i
reynd eða að lögum, munu til-
kynntar rikisstjórn Bretlands.
5. Til frekari vemdar fiski-
stofnum umhverfis Island mun
rikisstjórn Bretlands ábyrgjast
að bresk skip fari eftir ákvæð-
um, sem greind eru i fylgiskjali
4.
6. Rikisstjórn Bretlands
ábyrgist, að staðsetning
breskra skipa, er veiðar stunda
samkvæmt ákvæðum sam-
komulags þessa og aflamagn
þeirra, verði tilkynnt islenskum
stjórnvöldum með þeim hætti,
sem kveðið er á um i greinar-
gerð þeirri, sem visað er til i 1.
gr.
7. Sé skip staöiö að veiðum i
bága við samkomulagið, geta
hlutaðeigandi islensk yfirvöld
stöðvað það og rannsakað máls-
atvik, og ef grunur leikur á um
brot, kvatt til það aðstoðarskip
breskt, sem næst er. Togari,
sení rofið hefur samkomulagið,
verður strikaður út af listanum.
8. Rikisstjórn Bretlands mun
tafarlaust leggja til viö Efna-
hagsbandalag Evrópu, að svo
fljótt sem nauðsynlegar ráð-
stafanir hafa verið gerðar, muni
ákvæði bókunar nr. 6 viö samn-
ing milli Islands og Efnahags-
bandalags Evrópu frá 22.6. 1972
taka gildi. Hún mun einnig beita
sér fyrir þvi, að tollalækkanir,
sem kveðið er á um I þeirri bók-
un, verði framkvæmdar með
þeim hætti, sem oröiö heföi, ef
bókunin hefði veriö i gildi siðan
1973.
9. Ekkert ákvæði samnings
þessa skal talið hafa áhrif á inn-
byrðis afmörkun lögsögu milli
ianda aðilanna.
10. Samningur þessi skal gilda
i 6 mánuði frá gildistöku.
Eftir að samningurinn fellur
úr gildi, munu bresk skip aðeins
stunda veiðar á þvi svæði, sem
greint er i hinni fslensku reglu-
gerð frá 15. júli 1975 i samræmi
við það sem samþykkt kann að
verða af tslands hálfu”.
Erlendar
fréttir í stuttu
máli
Sýrlendingar gera innrás
Beirut 1/6 ntb — Sýrlenskt herlið gerði i dag innrás I Líbanon og
sótti að bæ kristinna manna I norðurhluta landsins sem hermenn
vinstriafianna hafa haldið i herkvi undanfarna fjóra daga.
Að sögn palestinsku fréttastofunnar WAFA tóku 4.000 menn úr
fastaher Sýrlands þátt i innrásinni og hægrisinnuð útvarpsstöð
kvað þá hafa haft 200 skriðdreka með i för. I gær gerðu sýrlend-
ingar einnig innrás til að frelsa umsetna bæi kristinna manna og
voru þá tvö þúsund talsins með 60 skriðdreka.
Sýrlendingarnir báðu deiluaðila i landinu um aö veita ekki
mótspyrnu en ljóst var að palestinumenn ætluðu ekki að verða
við beiðninni. Leiðtogar þeirra siðarnefndu og libanskra vinstri-
afla komu saman til fundar i Beirut i dag til að ræða siöustu við-
burði i borgarastyrjöldinni sem nú hefur staöið með litlum hlé-
um i 14 mánuði. Areiðanlegar heimildir hermdu að sennilega
myndu palestinumenn senda út almenna herkvaðningu.
Leiðtogar kristinna kváðu sina menn hafa hörfaö úr stöðvum
sinum undan sýrlendingum án mótspyrnu. Þeir hafa áður stutt i-
hlutun sýrlendinga i borgarastriðið þvi þeir vonast til að þeir
komi i veg fyrir að vinstriöflin taki bæi og vigstöövar kristinna
manna.
Undir kvöld voru sýrlensku fiersveitirnar komnar að útjaðri
bæjarins Zahle, sem vinstriöflin hafa haldið i herkvi undanfarna
daga.
Alexei Kosigyn, forsætisráðherra Sovétrikjanna, kom i dag i
opinbera heimsókn til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Eru
menn á þvi að heimsóknina beri uppá mjög viðkvæmt augnablik
fyrir Kosigyn, sem ekki vill styggja palestinumenn.
Spánn
Hœgrimenn að linast
Madrid 1/6 ntb reuter — Svo virðist sem æstustu hægriöflin i
spænskum stjórnmálum hafi gert það upp við sig að þau geti ekki
komið i veg fyrir að umbótaáætlun stjórnarinnar nái fram að
ganga.
Heimildir meðal þingmanna herma að hægrimenn hyggist nú
styðja stjórnina með ráðum og dáð. Telja þeir að meö þvi verði
komið I veg fyrir að þeim verði ýtt algjörlega til hliðar i spænsk-
um stjórnmálum.
Þannig muni þeir styðja lagafrumvarp stjórnarinnar um aö
leyfa starfsemi allra stjórnmálasamtaka að kommúnistum,
anarkistum og aðskilnaðarsinnum (böskum, katalóniumönnum)
undanteknum. Fyrri tillögur hægrimanna hljóðuðu upp á að
leyfa skyldi sex starfandi stjórnmálaflokka en aðrir yröu að
sýna fram á að þeir hefðu amk. 25 þúsund félaga til að fá leyfi til
að starfa.
Timaritið Cuadernos para el diaiogo skýrði frá þvi i dag að það
hefði hætt við að birta grein um pyntingar i spænskum fang-
elsum. Astæðan var sögð sú að þjóðvaröliðið hótaði. blaðinu
Cambio 16 málshöfðun vegna svipaðrar greinar.
Lögreglan á Spáni tilkynnti i dag að hún hefði handtekið niu
manns sem hún grunar um að vera félagar i maóiskum skæru-
liöasamtökum sem nefnast FRAP en þrir fimmenninganna sem
Franco myrti sl. haust voru félagar i FRAP.
Sprenging i Frankfurt
Frankfurt 1/6 ntb — 16 manns siösuöust er tvær sprengjur
sprungu I höfuðstöövum bandariska hersins i Frankfurt i dag,
nákvæmlega fjórum árum eftir aö sama bygging varö fyrir
sprengjuárás siöast.
Allir þeir sem særðust voru bandarikjamenn utan einn inn-
fæddur. Farið var með alla á sjúkrahús en enginn þeirra er i lifs-
hættu.
Lögreglan hefur handtekið fjóra menn sem hún grunar um að
standa að tilræðinu en hefur neitað að gefa nokkrar upplýsingar
um þá. Hefur lögreglan þá kenningu að tilræðið sé hugsað sem
hefnd fyrir dauða Ulrike Meinhof á dögunum en félagi hennar,
Andreas Baader, er nú fyrir rétti ákærður fyrir sprengjutilræði
viö sömu byggingu 1. júni 1972. Þá féll einn bandariskur her-
foringi og 13 aðrir særðust.
Höfuðstöðvar bandarikjahers i Frankfurt hefur verið gætt sér-
staklega.
Höfuðstöðva bandarikjahers I Frankfurt hefur verið gætt sér-
staklega vel siðan fyrri sprengingin varö og skilur lögreglan
ekkert i þvi hvernig hægt hefur verið að laumast inn i þær og
koma þar fyrir sprengjum.
Olíuleit að hefjast
við Grœnland
Kaupmannahöfn 1/6 ntb — Eftir örfáa daga hefjast boranir und-
an ströndum Grænlands i oliuleitarskyni. Þá veröur einu full-
komnasta oliuleitarskipi heims, Pelican, lagt uþb. 120 km úti
fyrir Syðra—Straumsfirði á vesturströnd Græniands.
Skipiö er gert út af fyrirtækinu TGA—Grepco sem i er bundið
danskt, franskt og kanadiskt fjármagn. Þetta fyrirtæki verður
sennilega eitt um hituna i oliuleit við Grænland á þessu ári þótt
20 fyrirtæki hafi fengið leitarleyfi.
Boranirnar áttu að hefjast fyrir mánuði en mikill is á þessum
slóðum kom i veg fyrir að þær hæfust. Boranirnar standa senni-
lega yfir i tvo mánuði i þessari lotu.