Þjóðviljinn - 10.06.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1976 MÚÐVILJINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Frcttastjóri: Einar Karl Haraldsson jjmsjón meö sunnudagsblaði: Stni Bergmann IHtstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) T’rentun: Blaöaprent h.f. CROSLAND SAGÐI: HEFÐUM VIÐURKENNT 200 MÍLURNAR EFTIR FÁEINA MÁNUÐI Hér i Þjóðviljanum hefur þvi verið haldið fram að óhyggilegt hafi verið að gera nú við breta slikan landhelgis- samning, sem gengið var frá i Osló. Við höfum bent á, að engin yfirlýsing fylgir þessum samningum af breta hálfu um það, að þeir muni láta af veiðum hér að sex mánuðum liðnum, þegar samnings- timinn rennur út. Þvert á móti gefur rikis- stjórn íslands bretum undir fótinn með framlengingu, og bretar hóta alvarlegum viðskiptaþvingunum fáist slik fram- lenging ekki. Á ársgrundvelli færa þessir samningar bretum um 70.000 tonn, og við undirritun þeirra hefur rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar nú alls samið við erlendar þjóðir um veiðiheimildir, sem samtals nema yfir 150.000 tonnum á ársgrundveili af þorski, ýsu, ufsa og karfa. Þetta eru hátt i 40% af þeim tæplega 400.000 tonnum, sem sam- kvæmt „svörtu skýrslu” Hafrannsókna- stofnunarinnar má veiða á þessu ári hér við land af öllum þessum tegundum samanlagt. Á siðasta ári var afli okkar islendinga sjálfra af þessum fjórum helstu botnfisk- tegundum rétt um 400.000 tonn eða álika og visindamenn telja að hér megi alls verða. Er þvi ljóst að við þurftum sjálfir á bókstaflega öllu þvi aflamagni að halda nú, vorum engan veginn aflögufærir. Siðan „svarta skýrslan” birtist hafa svo reyndar komið fram þær skoðanir hjá sumum okkar færustu visindamanna, svo sem Jakob Jakobssyni fiskifræðingi, að mjög varasamt sé að taka á íslands- miðum það aflamagn af þorski, sem „svarta skýrslan” gerði þó ráð fyrir að hér mætti veiða. 1 ljósi þessara bitru staðreynda er það þvi auðvitað mjög alvarlegt mál, þegar rikisstjórn Islands semur við erlendar þjóðir um heimildir til að veiða hér nær 40% þess afla, sem visindamenn telja fært að taka. Svar talsmanna stjórnarflokkanna við þessum röksemdum hefur bæði nú og áður i öllum umræðum um þetta stóra mál, fyrst og siðast verið það, að þrátt fyrir allt væri hyggilegra að semja, vegna þess að annars tækju hin erlendu veiðiskip bara meiri afla með ofbeldi. Gegn þessum boðskap höfum við haft ýmis gild rök fram að færa. Hér hefur m.a. verið vakin athygli á þvi, að séu lagðar til grundvallar opinberar aflatölur breta, sem sist munu of lágar varðandi afla undir herskipavernd, — þá má gera ráð fyrir að hver einstakur breskur togari veiði nú, þegar friðarsamningar hafa verið gerðir, 50% meira á hverjum veiði- degi en meðan veitt var undir herskipa- vernd. Um þetta liggja fyrir tölurnar 8,2 tonn á veiðidag ,,i friði” mánuðuna febrúar til mai 1975, en tæplega 5,5 tonn sömu mánuði „i ófriði” 1976. Af þessum ástæðum einum verður nánast að engu, það sem ella hefði unnist við þá fækkun breskra togara hér, sem um var samið. En langsamlega veigamesta röksemdin gegn þeim samningum við breta, sem nú hafa verið gerðir, er þó sú, að allar likur benda til að innan örfárra mánaðæþ.e. nú siðsumárs, þá hafi 200 milna reglan öðlast gildi sem alþjóðalög i reynd, og þar með ó- skoraður yfirráðaréttur strandrikis innan þeirrar lögsögu. Þannig horfir nú um störf Hafréttarráðstefnunnar. Og einmitt af þeim ástæðum áttum við islendingar fullan sigur visan á næsta leiti i deilunni við breta, áður en Einar Ágústs- son hélt til ósló, og þurftum engan veginn að kaupa svo dýru verði þá skilyrtu og takmörkuðu viðurkenningu á 200 milunum, sem bretar samþykktu þar. Það er sérstaklega athyglisvert að lesa ummæli Anthony Crosland, utanrikisráð- herra breta, sem hann viðhafði i breska þinginu nú á mánudag um þessi mál. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins i gær komst breski utanrikisráðherrann þá svo að orði um það hvað gerst hefði án samninga: „Siðferðileg staða okkar (þ.e. breta) hefði stöðugt veikst eftir þvi sem fleiri þjóðir viðurkenndu 200 milurnar, þar til Efnahagsbandalagið og við bretar sjálfir, hefðum svo viðurkennt 200 milurnar eftir aðeins fáeina mánuði.” Hér kemur það afdráttarlaust fram, að breski utanrikisráðherrann telur, að án samninga hefðu bretar orðið að viður- kenna 200 milurnar „eftir aðeins fáeina mánuði”, eins og hann kemst að orði. — Þannig standa málin á Hafréttarráðstefn- unni. Það veit breski utanrikisráðherrann fullvel, en til þessarar staðreyndar tóku islensku samningamennirnir hins vegar alls ekki fullt tillit við samningsgerðina. Það er bókstaflega fráleitt að hælast um yfir þvi nú, að bretar hafi i Osló afsalað sér „sögulegum rétti”, svo sem gert er i forystugrein Timans i gær. Allt tal um „sögulegan rétt” i þessum efnum er fyrir löngu endanlega tapað spil á Hafréttar- ráðstefnunni, a.m.k. þegar i hlut eiga þjóðir, sem svo háðar eru sjávarfangi sem við islendingar. í þeim efnum gáfu bretar okkur þvi engar gjafir úti í Osló. — k. Mannréttindin, lýðrœðið og Chile Þessa dagana þinga suður I Santiago í Chile fulltrúar sam- taka rikja Ameriku (OAS) og er helsta umræðuefni þeirra mannréttindi i álfunni. Þarna eru saman komnir æðstu valda- menn i hinum ýmsu lepprikjum Bandarikjanna i rómönsku Ameriku, menn sem hafa i þjón- ustu sinni sérþjálfaða pyndingameistara og liösveitir sérstaklega þjálfaöar hjá CIA i þvi að kljást viö vinstrisinnaða „öfgahópa” eins og þeir nefnd- ast i bandáriskum fréttaskeyt- um. Gestgjafinn á ráöstefnunni er sjálfur Augusto Pinochet for- seti herforingjastjórnarinnar sem tók við völdum er lýðræðis- lega kjörinn forseti Salvador Allende var drepinn. Pinochet þessi sleppti er ráðstefnan kom saman 60 föngum i áróðursskyni eða kannski i von um aö ráð- stefnugestir ræddu meir um þá tugi fremur en tugi þúsunda er sitja i þrælkunarbúðum stjórnarinnar. Morgunblaðið birtir I gær frétt frá fundinum þar sem seg- ir: „Chilestjórn sökuö um að virða ekki mannréttindi! Sér- stök mannréttindanefnd sem starfar að staðaldri á vegum samtakanna hefur dreift skýrslu, þar sem Chilestjórn er sökuð um margvislegar áviröingar i þessu efni, svo sem pyndingar, ofsóknir og ger- ræöislegar handtökur.” Mikið hlýtur þessi frétt Morgunblaðsins aö koma flatt upp á trygga lesendur blaðsins sem haustið 1974 lásu greinar i Mbl. sem m.a. báru yfirskrift- ina: „Sigur lýöræöisins i Chile”, og var þar réttlætt valdataka Pinochets og ofbeldisverk hans gagnvart Allendestjórninni. Og mikið hlýtur prestlingur Morgunblaösins sem reit fyrr- greinda grein aö vera ánægöur meö þróun „lýöræðisins” i Chile. Þjóðviljinn birti nýlega frá- sagnir flóttamanna frá Chile er lýstu þvi ógnarástandi er þar rikir og pyndingum þeim er viö- gangast i fangabúöum Pino- chetstjórnarinnar. 1 Osló var haldin i mars s.I. kynningar- réttarhöld um ástandið i Chile og leiddur þar fram fyrrnefndur vitnisburður um fangelsanir og pyndingar herforingjastjórnar- innar. Fjöldamörg samtök er- lendis hafa beitt sér fyrir mót- mælum vegna þessa máls og þeim áskorunum verið beint til rikisstjórna á Noröurlöndum að þær stuðli að einangrun Pino- chetstjórnarinnar. Fjölmiðlar hér á landi, nema Þjóðviljinn, hafa hins vegar ekki gert ástandinu i Chile nein tæmandi skil, og stingur það nokkuð i stúf við allar fréttirnar um þró- un efnahagsmála i Chile i tið Allende. Eða man nokkur hve mikil verðbólgan er þar nú? Þáttur Kissinger Einn þeirra sem kominn er til Santiago er dr. Kissinger utan- rikisráðherra Bandarikjanna. í Morgunblaðsfrétt i gær segir: „A fundi, sem Kissinger sat i Santo Domingo i Dóminikanska lýðveldinu á leið sinni til fundarins i Chile, lagði hann rika áherzlu á mikilvægi þess, að mannréttindi yrðu virt i rikj- um Ameriku. Sagði hann, að misbrestur á þvi i þessum heimshluta, þar sem réttindi einstaklingsins hefðu gegnt svo veigamiklu hlutverki, sem raun bæri vitni, gæfi til kynna, að mannréttindi væru i hættu hvar- vetna i veröldinni.” Margt má lesa út úr þessari frétt, en kannski liggur beinast viö að lita svo á að hvarvetna þar sem réttindi bandarisks ein- okunarauðvalds hefur gegnt veigamiklu hlutverki (t.d. i rómönsku Ameriku) þar séu mannréttindin i hættu. En fyrst Kissinger er kominn til Santiago væri ekki úr vegi fyrir hann að heilsa upp á vörubilstjórana sem hann borgaöi verkfalls- greiöslur til og þakka her- foringjunum vasklega fram- göngu. Nefnd Bandarikjaþings sem kannaöi málefni CIA hefur sýnt sannanir fyrir aðild Kissingers að valdaráninu i Chile, og þvi ætti sá herra ekki aö sýta þaö að herforingjarnir framkvæmi bókstaflega boð- skapinn um útrýmingu kommúnismans. t rómönsku Ameriku hefur það veriö regla aö ef hætta er á vaxandi áhrif- um kommúnista, þá beri að fórna lýðræðinu og gripa til vinnubragða eins og þekkt eru i Chile. Tekiö við sendiherra frá Pinochet Einars þáttur Agústssonar Aður er getið áskorunar á stjórnvöld á Norðurlöndum þess efnis að stuöla aö einangrun Pinochetstjórnarinnar og standa vörð um mannréttindi. Þessari áskorun var beint til is- lensku stjórnarinnar eins og annarra, og reyndar hafa Sam- einuðu þjóðirnar fordæmt af- nám mannréttinda i Chile og allsherjarþingið gert sam- þykktir er ganga i svipaða átt. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra brást hins vegar ein- kennilega við. Islenska rikis- stjórnin hefur ekki haft nein tengsl aö ráði við Chile á undan- förnum árum. Nú bregöur hins vegar svo undarlega viö, að i april s.l. afhenti sendiherra Chile utanrikisráðherranum og forseta trúnaöarbréf sitt. Chile- stjórn sem reynir að brjótast út úr einangrunarmúrnum fann smugu hér á landi og hér virðist utanrikisráðuneytið annaö hvort gefa Jitinn gaum að mál- um I Chile og samþykktum ell- egar sjá sérstaka ástæðu til að auka tengslin viö enn eina fas- istastjórn, fyrst Saigon-stjórnin er fallin. Kannski SUF-sIðan i Timanum hafi haft þennan „undirlægjuhátt” I buga s.l. föstudag. — óre.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.