Þjóðviljinn - 10.06.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. júnl 1976 ,t>JÖÐVILJINN — StÐA 5
Skálmöldinni í Argentínu
snúið gegn flóttamönnum
Morðið á fyrrverandi vinstri-
sinnuðum forseta Bólivíu, Juan
José Torres, sem fannst 2. þ.m
skotinn þremur kúlum gegnum
höfuðiö, hefur vakið athygli
Argentlnu og ekkert lát er á nema
siöur sé. Morð þetta og fleiri
benda eindregið til þess að póli-
tlskum flóttamönnum i Argentinu
sé stööugt vaxandi hætta búin af
halfu hægrisinnaðra öfgamanna
þar i landi. 1 siðasta mánuði voru
myrtir þar tveir útlægir stjórn-
málamenn frá Úrugvæ. Flótta-
mennirnir, sem eru eitthvaö á
sé að beina ofsóknum I vaxandi
mæli að pólitiskum flóttamönn-
um, sem fengið hafa hæli i Argen-
tinu. Af þessu tilefni hafa Philip
Potter, aðalritari Heimskirkju-
ráðsins, og prins Sadruddin Aga
Khan, forstjóri Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna (UNHCR), snúið sér til
Jorges Videla, Argentinuforseta,
og hvatt hann til að tryggja
öryggi flóttamannanna.
Vitað er með vissu að siðan
hershöfðingjarnir undir forustu
Videla steyptu frú Peron af stóli
sé að hann hafi einhverja samúð
með vinstrihyggju og lýðræði.
Meðal flóttamannanna eru fjöl-
mennastir chilemenn, sem flýðu
til Argentinu eftir valdarán her-
foringjakliku Pinochets. Margir
fíóttamannanna hafa lifað og lifa
við slæm kjör. Meðan flótta-
mannastraumurinn var sem
mestur frá Chile eftir valdaránið
þar létu um 14.000 flóttamenn
skrá sig hjá UNHCR, en enn fleiri
hirtu ekki um það sökum þess að
þeir töldu að stofnunin gerði ekk-
ert til að útvega þeim atvinnu og
tryggja börnum þeirra lifsviður-
væri. Öánægja flóttamannanna
vakti mikla athygli i október s.l.,
þegar tiu vopnaðir flóttamenn
héldu nokkrum starfsmönnum
Sameinuðu þjóðanna i gislingu i
rúma tvo sólarhringa til að vekja
athygli á slæmum kjörum flótta-
fólksins. Þessir tiu fengu um síöir
hæli i Alsir, sem bauðst til að taka
viö þeim, Um 6000 pólitiskir
flóttamenn i Argentinu njóta nú
framfærslustyrks af hálfu
UNHCR, aðeins 2000 hafa fengið
aðstöðu til að sjá fyrir sér sjálfir
en mörg þúsund eru án nokkurrar
atvinnu eða styrks. Af hálfu
Flóttamannahjálparinnar er þvl
haldið fram að erfitt sé að fá
áreiðanlegar upplýsingar um
fjölda flóttamannanna og kjör
þeirra, sökum ringulreiðarinnar i
stjórnarfari og þjóðfélagsmálum
landsins. Þó er vítað að neyð
flóttamannanna hefur farið
vaxandi siðustu tvö árin vegna
vaxandi atvinnuleysis og óstjórn-
ar skrifstofubákns stjórn-
valdanna.
Samþykki yfir-
valda?
Frá skálmöldinni I Argentinu — hermenn leita á einhverjum, sem
þeir hafa illan bifur á.
milli 10.000 og 20.000 talsins eru
svo að segja allir frá öðrum róm-
ansk-ameriskum rikjum og hafa
orðið aö flýja lönd sin vegna of-
sókna af hálfu hægrisinnaöra ein-
ræðisstjórna. Torres haföi búið I
Buenos Aires siðan i ágúst 1971,
en þá steyptu hægrisinnaðir
valdaræningjar undir forustu nú-
verandi Boliviuforseta, Hugos
Banzer, honum af stóli.
Ekki er talið neinum vafa bund-
ið aö hægrisinnaðir öfgamenn
hafa ráðið Torres og úrúgvæ-
mennina tvo af dögum. Liklegt er
talið að örlög Miguels Liberoff,
forustumanns i verkalýðssam-
tökum Úrúgvæ, og Harolds Conti,
vinstrisinnaðs argentisks rit-
höfundar, sem horfnir hafa verið
um alllangt skeið, hafi orðið þau
sömu.
Mikil manndráp
Hingað til hafa hryðjuverka-
mennirnir einkum myrt argen-
tinska borgara, sem taldir hafa
verið vinstrisinnaðir eða frjáls-
lyndir, en nú er svo að sjá að fariis
24. mars s.l. hafa hægrisinnaðir
hryðjuverkamenn og vinstri-
sinnaöir skæruliðar ráöiö um 270
manns af dögum i Argentinu, en
sennilega er tala drepinna miklu
hærri. Fréttir af skálmöldinni eru
mjög óljósar, þar eð herforingja-
stjórnin hefur bannað allar óopin-
berar fréttir af henni. Fréttatil-
kynningarnar, sem rikisstjórnin
sendir frá sér eru svo til eingöngu
af viðureign hers og lögreglu við
vinstrisinnaða skæruliða, og
segja þær yfirleitt frá verulegu
mannfalli skæruliða en litlu I liði
stjórnarinnar. Þær fréttir virðast
næsta óábyggilegar, þar eð ekk-
ert bendir til þess að dragi úr að-
gerðum skæruliða nema siður sé.
Um athafnir hægriöfgamanna er
herforingjastjórnin grunsamlega
fáorð.
Flóttamenn
bágs'taddir
Fyrir morðsveitum hægriöfga-
manna virðist enginn öruggur,
svo framarlega sem hugsanlegt
UNHCR telur að siðustu tvö ár-
in hafi að minnsta kosti hundrað
flóttamenn verið handteknir i
Argentinu af pólitisku,m ástæð-
um, vitað er að átta hefur verið
rænt og 19 er talið hafa verið
myrtir af pólitiskum orsökum.
Einn þeirra er Carlos Brats, yfir-
hershöfðingi Chile i tið Allendes,
en hann mun hafa verið mótsnú-
inn Pinochet og fór úr landi eftir
valdaránið.
Sterkur grunur leikur á þvi að
hægriöfgamenn vinni hryðuverk
sin með þegjandi samþykki
ýmissa háttsettra ráðamanna eða
njóti jafnvel stuðnings þeirra.
Hvað flóttamönnunum viðvikur,
er ekki nema sennilegt að
argentinska herforingjastjórnin
liti návist þeirra illu auga og ótt-
ist aö þeir kunni að efla andstöðu
vinstrimanna þar i landi. Verði
pólitiskum flóttamönnum ekki
vært i Argentinu, er úti um sið-
asta griðland þeirra i sunnan-
verðri Suður-Ameriku. Hinar
hægrisinnuðu herforingjastjórn-
ir, sem rikja i Chile, Úrúgvæ,
Brasiliu og Bóliviu yrðu mjög
ánægðar með það.
(Byggt á Reuter. dþ
■ FERÐASKRIFSTOFA
RfKISIN§
^0 tOURISl
Snæfellsnes og Vestfirðir
Kynnist náttúrufegurð Snæfellsness og Vestfjarða. Ferðaskrifstofa ríkisins
efnir til 7-daga hringferða um Snæfellsnes, Breiðafjörð, Barðaströnd og
Vestfirði til ísafjarðar; heim um Djúpveginn nýja, Laxárdalsheiði og
Borgarfjörð. Kunnugur leiðsögumaður verður með í förinni, gist á
hótelum. Verð kr. 54.900 á mann, allt innifalið. Brottför 20. og 27. júní,
4., 11. og 25. júlí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Reykjanes-
braut 6, símar (91) 1.1 5.40 og 2.58.55.
Mikiö úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi
28035.
Auglýsing
um úthlutun verslunarlóðar
Hér mer er auglýst eftir umsókn um bygg-
ingarrétt fyrir matvöruverslun á lóðinni
Furugerði 3-5.
Á lóðinni eru fyrirhugaðar tvær bygging-
ar, og hefur annarri þeirra (nr. 3) verið
úthlutað fyrir þjónustustarfsemi.
Húsið er 230 ferm að grunnfleti, 1 hæð auk
vörugey msluk jallar a.
Gatnagerðargjöld og skilmálar verða
ákveðin samkvæmt nánari ákvörðun
borgarráðs.
Umsóknarfrestur er til 20. júni n.k. Allar
nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri
borgarverkfræðings.
Borgarstjórinn i Reykjavik.
Umsóknir um húsnæði
fyrir islenska námsmenn i Noregi
Samkvæmt upplýsingum sendiráðsins i ósló er þar starf-
andi stofnun á vegum óslóarháskóla, er hefur m.a. það
verkefni með höndum að útvega námsmönnum húsnæði.
Hefur stofnun þessi látið i ljós áhuga á að greiða götu is-
lenskra námsmanna i Noregi við útvegun húsnæðis eftir
þvi sem tök eru á, hvort heldur þeir eru þar við háskóla-
nám eða annað nám. Umsóknir um húsnæði þurfa að hafa
borist stofnuninni i siðasta lagi fyrir 15. júli ár hvert.
Heimilisfangið er: Studentsamskipnaden, Boligavdeling-
en, Sogn, Oslo 8. — Tilskilin umsóknareyðublöð fást hjá
Lánasjóði islenskra námsmanna, Laugavegi 77, Reykja-
vik, skrifstofu SINE i Stúdentaheimilinu v. Hringbraut,
Reykjavik, svo og i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, Reykjavik.
Menntamálaráðuneytiö
3. júni 1976.
LAUSAR STÖÐUR
Við Menntaskólann i Kópavogi er laus til umsóknar
kennarastaða i efnafræði.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júli n.k. Umsóknar-
eyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytiö
9. júni 1976.
Verslunin hættir Nú er tækifærið að gera góð kaup. Allar vörur seldar með miklum afslætti. Allt fallegar og góðar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta Iönaðarhúsinu v/Hallveigarstíg
Blikkiðjan
Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468