Þjóðviljinn - 10.06.1976, Side 6
H SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1976
Atvinnu
lýðræði
rætt á
SÍS-
f undi
I Atvinnulýftræði, sem svo er
nefnt, hefur verið töluvert a dag-
skrá með þjóðinni að undanförnu.
Stjórn SÍS ákvað að taka málið til
scrstakrar umræðu á aðalfundi
Sambandsins og óskaði jafnframt
eftir þvi, að kaupféiögin ræddu
það á aðalfundum sinum og sendu
stjórn SiS þær ályktanir, scm
geröar kynnu að verða.
Axel Gislason, framkvæmda-
stj. Fræðsludeildar SIS, hafði
framsögu fyrir málinu á aðal-
fundinum. Að erindi hans loknu
og umræðum i framhaldi af þvi
var samþ. ályktun frá stjórn SÍS
þess efnis, að heimilt skuli að
veita tveim fulltrúum starfs-
manna sæti á stjórnarfundum,
með málfrelsi og tillögurétti, öðr-
um frá Starfsmannafélagi Sam-
bandsins og hinum frá Starfs-
mannfélagi verksmiðja Sarn-
bandsins á Akureyri.
Við spurðum Sigurð Þórhalls-
son, formann Landssambands
samvinnustarfsmanna, hvað
hann vildi um málið segja og af-
greiðslu þess.
— Ég er eftir atvikum ánægður
með þessa afgreiðslu, sagði Sig-
urður, — og var þess vart að
vænta að stærra skref yrði stigið i
byrjun. Atvinnulýðræði er marg-
þætt mál og yfirgripsmikið og auk
þess næsta nýtt fyrir islendingum
og það er óhugsandi, að því verði
komið á að fullu i einum svip.
Heppilegast mun og, að það þróist
stig af stigi. Þessi samþykkt er
spor i rétta átt,en eigi hún að hafa
stefnumarkandi áhrif þurfa að
koma til jákvæðar einingar neðar
i kerfinu. Sú nauðsyn er einkum
fyrir hendi i stærri félögunum. i
hinum smærri rikir i raun nokk-
urt atvinnulýðræði. Þar er sam-
bandið milli stjórnar og starfs-
fólks nánara og meira. En við er-
um enn se.-n komið er, fyrst og
fremst aö þreiía fyrir okkur, um-
ræðurnar beinast að þvi, að finna
form, sem hentar.
Málið er mikilsvert bæði fyrir
starfsfólkið og fyrirtækin og það
er gott til þess að vita, að sam-
vinnuhreyfingin skuli riða þarna
á vaðið.
— mhg
Rekstrarlán
síminnkandi
Meöal þeirra ályktana, sem ný-
afstaðinn aðalfundur StS sam-
þykkti og ekki hefur áður verið
getið í blaöinu er eftirfarandi:
..Aðalfundur Samb. Isl. sam-
vinnufél... vekur athygli á þvi, að
framfarasókr Isl. þjóðarinnar á
næstu árum hlýtur að verulegu
leyti að vera byggð á iðnaðarupp-
byggingu og útflutningi iðnvara.
Fundurinn ■ minnir á, að auk
þess að vera þjóðinni mikilsvert
matarbúr, leggur isl. landbún-
aöur til hráefni I mikinn hluta
þeirra iðnaðarvara, sem fluttar
eru út i dag og skapa þjóðinni
verulegar gjaldeyristekjur.
Fundurinn bendir hinsvegar á, aö
hlutfallslega siminnkandi
rekstarlán úr bankakerfinu til
landbúnaðarins hafa skapað óvið-
ráðanleg fjárhagsleg vandamál,
sem óhjákvæmilegs munu leiða
tii samdráttar I framleiðslu sauö-
fjárafurða og þar meö skerða
möguleika Islensks iðnaðar til
áframhaldandi þróunar á grund-
velli innlendra hráefna.
1 ljósi þessara viðhorfa skorar
fundurinn á bankayfírvöld að
endurskoða stefnu sina varðandi
rekstrarlán landbúnaðarins”.
-mhg.
Forðumst klíkuskap
Sólveig Þórðardóttir
frá Keflavík var einn
þeirra fulltrúa á aðal-
fundi SÍS sem blaða-
maður Þjóðviljans náði
örstuttu tali af.
Viö spuröum um skoðun
hennará samvinnuhreyfingunni
og hún svaraði:
— Mér finnst að kaupfélögin
séu ekki i nógu nánu sambandi
viö fólkið Þar rlkir alltof mikil
félagsleg deyfð. Ég hef ekkert
að gera með að ganga I kaup-
félagiö, heyrir maður ýmsa
segja. Kannski er það svo með
samvinnuhreyfinguna eins og
ýmsum finnst gæta um verka-
lýðshreyfinguna aö þetta séu
orðin of margbrotin „apparöt”,
of mikil bákn til þess að fólkið,
hinn venjulegi maður.nái eyrum
þeirra. Sé svo komið horfir illa.
Best væri auðvitað að kaup-
félögin gætu alltaf boðiö betri
kjör en kaupmenn, selt ódýrara.
Það er eins og margir skilji ekk-
ert annað. Og fólki er náttúrlega
vorkunn. Þvi veitir ekki af að
fylgjast með buddunni. En
vöruverðiö segir nú bara ekki
alla söguna, að þvi skyldu menn
gæta. Og umfram allt: kaup-
félögin og samvinnuhreyfingin
yfirleitt verða að forðast allan
klíkuskap. Hann má ekki festa
þar rætur.
Ég kann ekki við að Sam-
bandið og kaupfélögin standi við
hlið atvinnurekenda i launabar-
áttunni. Mér finnst þeir aðilar
vera þar i skökkum fylkingar-
armi. Og það er mikil nauðsyn,
að verkalýöshreyfingin efli
áhrif sin i samvinnufélögunum,
á það vil ég leggja rika áherslu.
Það er ekkert eðlilegra né sjálf-
sagöara en að þessar tvær
systrahreyfingar standi hlið við
hlið. Þær eiga i höggi við
sameiginlegan andstæðing, sem
er einkagróðafólkið.
Samvinnufélögin eiga að vera
og geta verið öflug og áhrifa-
mikil tæki til þess að létta al-
menningi lifsbaráttuna.
Mér finnst lika ástæða til þess
að á það sé minnt oftar en gert
er hve mikinn þátt samvinnu-
félögin hafa átt i þvi með starf-
semi sinni að hamla gegn hinni
svokölluðu byggðaröskun. Þó að
segja megi aö ég búi hér á hinu
margumtalaða suövesturhorni
landsins þá fer þvi fjarri, að ég
telji þá þróun heppilega að
fólkið flykkist hingaö utan af
Sólveig Þórðardóttir.
landsbyggðinni. Það liggur lika
óþarflega mikið i láginni að
samvinnuhreyfingin ver nokkr-
um hluta af hagnaði sinum til
marháttaðra menningarmála —
og þökk sé henni fyrir það.
—mgh
Frá aöalfundi SIS.
Aðalfundur SIS ályktar:
Efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar stefnt í hættu
Dýrtiðin eyhur stöðugt efnahags mismun einstaklinganna
A nýafstöönum aöalfundi StS.
voru efnahagsmál þjóöarinnar og
þaö hættulega ástand, sem I þeim
rikir, mjög til umræöu. Bent var á
nauösyn þess fyrir launastéttirn-
ar aö þær geröu sér grein fyrir
þvi, aö hin sivaxandi og lang-
vinna dýrtiö og veröbóiga leiddi
af sér háskasamlega eignatil-
færslu I þjóöfélaginu á þann veg,
aö hinir fátækari yröu stööugt
verr settir, en hinir efnameiri
auöguöust aö sama skapi.
Undir umræðum um þessi mál
flutti Olafur Ragnar Grimsson,
prófessor, ályktun, sem fól I sér
að fundurinn varaði við rikjandi
efnahagsstefnu, benti á hættuleg-
ar afleiðingar hennar fyrir eðli-
•cga og réttláta eignaskiptingu i
þjóðfélaginu, háskanum, sem
þjóðinni stafaði af stöðugt aukinni
skuldasöfnun erlendis og vaxandi
áhrifum útlendinga á Islenskt at-
vinnulif og að gegn þessari þróun
yrði samvinnu- og félagshyggju-
fólkið i landinu aö snúast.
Eftir miklar umræður um
ályktunina fluttu þeir Olafur
Ragnar Grimsson og kaup-
félagsstjórarnir Finnur
Kristjánsson á Húsavik og Valur
Arnþórsson á Akureyri svohljóð-
andi ályktun, sem samþykkt var I
einu hljóði:
„Aðalfundur Samb. isl. sam-
vinnufél. haldinn aö Bifröst 3. og
4. júni 1976 vekur athygli á þvi, að
hin óhóflega verðbólga, sem rikt
hefur hér á landi undanfarin ár,
stefnir efnahagslifi þjóðarinnar I
mikla hættu. Verðbólguþróunin
grefur undan velferðarþjóðfélag-
inu, meðal annars á þann hátt, aö
mjög miklar eignatilfærslur eiga
sér stað, en þær stuðla hinsvegar
að þvi, að þeir riku veröa rikarí
en þeir fátæku fátækari.
Þá varar fundurinn við þeirri
miklu erlendu skuldasöfnun, sem
átt hefur sér staö á undanförnum
árum og getur stefnt efnahags-
sjálfstæði þjóðarinnar i hættu.
Fundurinn skorar á stjónvöld
og þjóðina alla, að taka höndum
saman um nýja sókn gegn verö-
bólguvandanum og til stuðnings
efnahagslegu sjálfstæði þjóöar-
innar.
Samvinnuhreyfingin tjáir sig
reiðubúna til þess að leggja fram
allt sitt i þeirri ný ju sókn og heitir
á stjórnvöld að efla sem mest
félagslegt framtak landsmanna
sjálfra til atvinnuuppbyggingar op
eflingar útflutningsiðnaðar, en
slikt framtak verður öruggasta
vopnið til varnar efnahag lands-
ins og til endurreisnar velferðar-
þjóðfélags i landinu, þar sem kjör
þegnanna yrðu sem jöfnust.
Fundurinn Itrekar jafnframt
fyrri viljayfirlýsingar um að sem
nánustu samstarfi verði komiö á
með samvinnuhreyfingunni og
samtökum launþega og bænda og
heitir á þessi samtök að taka
höndum saman við >samvinnu-
hreyfinguna i nýrri framfarasókn
þjóðarinnar”.