Þjóðviljinn - 10.06.1976, Side 7

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Side 7
Fimmtudagur 10. júni 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 FJORÐA VINNU- FERÐIN TIL KÚBU Fyrir skömmu birtust hér i Þjóðviljanum og fleiri blöðum auglýsingar um vinnuferðir til Kúbu sem Vináttufélag Islands og Kúbu — VIK — skipu- leggur i desember á þessu ári. Til þess að forvitnast frekar um tilhögun og til- gang þessarar ferðar ræddi blaðamaður við formann VIKur, Hauk Má Haraldsson prentara. Félagar I Brigada Nordica taka grunn aö einu húsanna sem sveitin hefur byggt, fyrir aö ferðin i heild taki fimm vikur. Þegar til Kúbu er komið er hópnum skipt upp i minni flokka sem allir eru viö vinnu i héraðinu umhverfis Havana. Vinnan er einkum fólgin i hús- byggingum en fólki er ekki hætt i sykurinn td. þvi það þykir erfið vinna fyrir innfædda, hvað þá útlendinga sem óvanir eru hitunum. Séu menn faglærðir fá þeir tækifæri til að vinna við sina iðn. Þessar norrænu vinnu- sveitir — Brigada Nordica eins og þær nefnast á spænsku — hafa byggt upp heilu bæina frá grunni með öllum tilheyrandi byggingum. Unnið er fimm daga i viku. 1 miðri viku er fridagur sem notaður er til ferðalaga um eyna en helgarnar eru frjálsar og geta menn þá skroppið inn til Havana eða flatmagað á fyrr- verandi einkabaðströndum bandariskra sykurkónga og mafiuforingja sem gerðar hafa verið að almenningseign. Á kvöldin eru kvöldvökur þar sem innlendir listamenn koma fram og skemmta fólki. Einnig koma Hafa byggt heila bæi Um helgar geta menn skroppið tii Havana eða flatmagað á fyrrverandi einkabaðströndum bandariskra sykurkónga eða mafluforingja. Rætt við Hauk Má Haraldsson formann Vináttufélags íslands og Kúbu — Þetta er I fjórða sinn sem félagið skipuleggur þessar vinnuferðir i samvinnu við vináttufélögin á hinum Norður- löndunum og kúbönsku stofn- unina ICAP en hún heldur uppi vináttutengslum við flestallar þjóðir heims. t fyrstu tveim ferðunum gátum við sent fimm þátttakendur, i fyrra voru þeir sjö en i ár komast 11 islend- ingar. Alls verða þátttak- endurnir frá öllum norðurlönd- unum 185 talsins. — Til hvers eru þessar ferðir farnar? — Markmiðið með þeim er að hjálpa kúbönsku þjóðinni við uppbyggingarstörfin sem hún vinnur og auk þess að gefa þátt- takendum kost á að kynnast þjóðinni og þvi þjóðskipulagi sem hún hefur komið á hjá sér. Þeir sem farið hafa i fyrri ferðir hafa lýst hrifningu sinni á fólk- inu sem það hitti fyrir á Kúbu. Kúbarnir eru frábrugðnir ibúum flestra annarra sósial- iskra rikja hvað varðar lifsvið- horf, þeir eru léttari á bárunni og lifsglaðari og kemur þar til menningararfur þjóðarinnar. Kvöldvökur og fræðslufundir — Hvernig verður ferðinni hagað? — Fram til þessa hafa vinnu- ferðirnar verið farnar um mitt sumar en þar sem i ljós hefur komið að margir þátttakendur hafa átt erfitt með að þola hitann sem rikir á þeim árstima var ákveðið að næsta ferð skyldi farin um miðjan desember. Flogið verður héðan til Kaup- mannahafnar þar sem allir þátttakendur mætast i leigu- flugvél sem flytur þá beint til Kúbu. Þar verður dvalist i fjórar vikur en gera má ráð háttsettir stjórnmálamenn á þær, útskýra stefnu kúbönsku stjórnarinnar i hinum ýmsu málum og svara fyrirspurnum. Loks kynnir hver hópur menn- ingu eigin lands með dagskrá. Stuðningur við byltinguna skilyrði — Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til að teljast gjald- gengir i ferðina? — Stuðningur við byltinguna á Kúbu og raunverulegur áhugi á að hjálpa til og kynnast bylt- ingunni er frumskilyrði. Menn verða að hafa hugfast að hér er fyrst og fremst um að ræða vinnuferðir. Menn þurfa að vera félagar i VIK og taka þátt i les- hring um sögu og landafræði Kúbu. Spænskukunnátta er ekki skilyrði en vel þegin. Hins vegar verða menn að kunna ensku og amk, eitt norðurlanda- mál. — Og kostnaðurinn? — Það er jafnaðargjald fyrir alla þátttakendur hvort sem þeir koma frá Reykjavik eða nágrenni Kastrupflugvallar. Það er áætlað 2.226 krónur sem samsvarar 91.226 isl. kr. á núverandi gengi en allur fyrir- vari er hafður á varðandi hugsanlegar gengisfellingar eða sig. —ÞH Ólafur Jóhann í Danmörku Bréf séra Böövars fær góöar viðtökur Hver vill læra á gítar í sumar? Fyrir skömmu kom út i Dan- mörku Bréf séra Böðvars eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson i þýðingu Þorsteins Stefánssonar. Hefur þessi saga hlotið ágætar viðtökur hjá dönskum gagnrýnendum. Eins og menn rekur minni til greinir sagan frá rosknum sveita- presti á eftirlaunum i höfuðstaðn- um: hann fer i gönguferð kring- um Tjörnina með konu sinni og verður það stutta ferðalag til þess að opna augu prests fyrir þeim sannleika um lif hans, sem er þungbærari en hann fái undir ris- ið - hjarta hans brestur. Torben Bröström getur þess að sagan teljist til þeirra verka sem fjalli meö frisklegum „öðruvisi” hætti umþau stef sem stöðugt eru á dagskrá i bókmenntum. Bro- ström (skrifar i Inforipation) segir m.a. „Frásagan er senn i beiskum og bliðlegum tón húmors, sem fleira gefur til kynna en uppi er látið og fýlgir sjaldgæf háttvisi. Hið þýðingar- lausa rikir yfir hversdagsleikan- um og lýsingu hans, en i undir- furðulegu mynstri. Harmleikur þess li'fs sem ekki var lifað”. Marie - Louise Paludan skrifar i Berlingske aftenavis: ,,Þessi stutta saga er þaulunnin og eink- ar fáguð i allri sinni hófstillingu. Bók fyrir skynuga lesendur”. H.P. Hansen segir svo i Sjæl- lands Tidende um boöskap sög- unnar: „Þetta er aö sönnu boð- skapur en ekki prédikun, blátt áfram eitthvað sem er rétt, eitt- hvað „hreint og viðkvæmt”, óháð tima og rúmi....Sannast sagna: hrein og góð skáldsaga”. Preben Meulengracht segir i Jyllandsposten: „Það er kjarni i þessari stuttu sögu eins og vera ber. Hann kemur bæði á óvart og er rökréttur og leynir á sér. Hann er þáttur i afhjúpunartækni, sem smám saman leiðir til þess i sög- unnar rás, að þær veikbyggðar hvelfingar hrynja, sem blekking- in hefur reist yfir gryfjur, faldar undir yfirboðinu...Bréf séra Böðvars er frásagnarlist á mjög háu stigi. Sagan er prýðileg kynning á höfundarferli, sem nú er orðinn samnorræn •'iign, og það Ólafur Jóhann: „frásagnarlist á •mjög háu stigi”. er undra vert, aö litið forlag tók að gefa út hinn óþekkta höfund (ó- þekkta i Danmörku - Þjv), áður en hann var sveipaður i hin nor- rænu hátiöahöld”. Það færist I aukana með hverju árinu sem llður að fólk vill nota sumartimann til skemmtilegs náms. Þvi hefur þaö farið I vöxt aö kennarar I gitarleik haldi sumarnámskeiö. Kannski er það vegna meiri gitarnotkunar yfir sumarið eða að gitarinn er eitt vinsælasta dægurhljóöfæriö i seinni tið. Þá hefur koma John Williams fyrir tveim árum og nýjir gitar-tónleikar hans nú á Listahátið aukið áhugann. Alla vega virðast gitarkennarar vera komnir á stað með námskeið. Tveir þeirra litu inn á fréttastofu Þjóðviljans og sögöust ætla að kenna á gitar i sumar. Kjartan Eggertsson kennir I sumar á Stór-Reykjavikursvæöinu og á Akranesi. (Upplýsingar i sima 74689). Simon Ivarsson sem stundar nám viö Tónlistarhá- skólann I Vinarborg kennir i Reykjavik I sumar. Innritun er milli 5—7 I sima 75395.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.