Þjóðviljinn - 10.06.1976, Qupperneq 11
Fimmtudagur 10. júni 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11
Samúel varði tvær
vítaspyrnur í 3:3
leik á Akureyri
Samúel Jóhannsson
markvörður Þórs færði liði
sinu annað stigið í leiknum
gegn Haukum á silfurfati
en hann varði tvær vita-
spyrnur með aðeins fjög-
urra minútna millibili.
Hann kom þó ekki í veg
fyrir að hafnfirðingar
skoruðu þrívegis i leiknum
en akureyringar svöruðu
jafnoft fyrir sig þannig að
lokatölur i eldfjörugum
baráttuleik urðu jafntefli/
3-3.
Haukar byrjuðu af miklum
krafti og er átta minútur voru
liðnar höfðu þeir skorað tvö
mörk. Hið fyrra kom strax i byrj-
un og var Ólafur Jóhannesson þar
að verki. Félagi hans Arnór Guð-
mundsson bætti öðru við skömmu
siðar en Jón Lárusson minnkaði
muninn i 2-1 áður en flautað var
til leikhlés.
I seinni hálfleik byrjuðu Hauk-
ar á þvi að skora 3-1 með marki
frá Lofti Eyjólfssyni en Jón
Lárusson minnkaði aftur muninn
i 3-2. Lokaorðið átti siðan gamla
kempan Magnús Jónatansson
sem skoraði jöfnunarmarkið með
glæsilegum skallabolta.
Samúel markvörður var þó
hetja leiksins og trúlega hafa fáir
leikið það eftir honum að verja
tvær vitaspyrnur með ekki lengra
millibili en fjórum minútum.-gsp
Selfyssingar skoruðu
á elleftu stundu og
sigruðu Reyni 3:2
Selfyssingar sigruðu Reyni frá
Arskógsströnd I gærkvöldi með
þremur mörkum gegn tveimur i
spennandi leik. Reynir jafnaði 2-2
að loknum venjulegum leiktima,
en selfyssingar voru ekki á þvi að
gefa sig og skoruðu sigurmarkið
rétt áður en flautað var tii leiks-
loka.
Reynismenn urðu fyrri til að
skora þegar Björgvin Gunnlaugs-
son sendi boltann i netið snemma
i leiknum. Ólafur Sigurðsson
jafnaði 1-1 fyrir hlé og i seinni
hálfleik tók Tryggvi Gunnarsson
forystuna fyrir Selfoss með góðu
marki.
Þegar hér var komið sögu
meiddist einn af lykilmönnum
selfyssinga alvarlega eftir sam-
stuð við einn Reynismanna sem
að venju léku nokkuð fast. Var
það Sigurður Reynir Óttarsson
sem fyrir þvi varð og var honum
ekið á sjúkrahús eftir nokkurt
þóf, sem tafði leikinn um allt að
fimm min.
Að loknum venjulegum leik-
tima var þvi bætt nokkrum min.
við og á þeim tima komu tvö
mörk. Björgvin jafnaði fyrir
Reyni 2-2, en Tryggvi Gunnarsson
skoraði aftur fyrir Selfoss 3-2 og
sigurinn var i höfn. Mark
Tryggva var laglegt, hann óð upp
miðjan völlinn, lék skemmtilega
á markvörðinn og sendi boltann I
netið af öryggi.
— gsp
Sigurður Thorarensen
sigraði í þotukeppni
FÍ og Keilis
Arleg Þotukeppni Flugfélags ís-
lands fór fram um hvitasunnu-
helgina á Hvaleyrarvelli við
Hafnarfjörð. Bliðskaparveður
Dauða-
slys í
mótor-
hjóla-
keppni
Walter Worner frá V-Þýska-
landi lét lifið I alþjóölegri mótor-
hjólakeppni um helgina. Hann
var farþegi i kerru á 55 cc
Yamaha-mótorhjóli er það rakst
á vegg strax i upphafi kapp-
akstursins og braust strax út
mikill eldur. Worner mun hafa
látiðlifið samstundis. Félagi hans
sem ók slasaðist töluvert, en er
ekki i lifshættu.
var og mikil þátttaka. Á laugar-
deginum voru leiknar 18 holur m.
forgjöf, þátttakendur voru 73, og
úrslit urðu á þennan veg:
l.Sveinn Sigurbergsson GK
80+13=67
2. Ólafur Ag. Þorsteinsson GR
80+13 = 67
80+13 = 67
3. Siguröur Hafsteinsson GR
77+ 9 = 68
A sunnudeginum voru leiknar 36
holur og gaf sú keppni stig til
landsliös. Fjöldi þátttakenda var
50. Úrslit þessi:
l.Sigurður Thorarensen GK
150 (30,4 stíg)
2. Björgvin Þorsteinsson GA
151 (27,2 stig)
3. Þorbjörn Kjérbo GS
152 ( 24,0 stíg)
4. MagnúsHalldórssonGK 157
5- 6. Geir Svansson GR 158
5- 6. Sigurður Pétursson GR 158
7-10. HannesEyvindssonGR 159
7-10. Ottar Yngvason GR 159
7-10. Ragnar ÓlafssonGR 159
7-10. Loftur ÓlafssonGR 159
Aukaverölaun fyrir þann er næst-
ur var 7. holu hlaut Marteinn
Guðnason GS. Var hann 2,31 m
frá holu og hlýtur að launum
Skotlandsferð næsta sumar.
örn Óskarsson skorar siðara mark vestmannaeyinga Ileiknum gegn Armanni. Fastur skaliabolti hans
small undir þverslánni i hornið fjær. Mynd: — gsp
Gróf yarnarmistök
urðu Ármenningum
örlagarík
Staðan
Óskarsson hafði fengið boltann
(rangstæður??), leikið á ógmund
i markinu og sent boltann áleiðis i
netmöskvana.
Þannig gekk á ýmsu i þessum
leik. Bæði liðin áttu sin tækifæri
en óneitanlega fannst manni Ar-
mannsliðið nokkuð óheppið i
þessum leik. Fyrra markið var
grátleg sjón i svona þýöingar-
miklum leik, en það eru mörkin
sem telja og framlina eyjamanna
var miklu ákveðnari I þessari
viðureign heldur en óburðugir
sóknarmenn Armanns.
Dómari var Hannes Þ. Sigurðs-
son og flautaði hann mikið. —gsp.
Staðan er nú þessi I 2 deildar-
keppninni I knattspyrnu eftir leik-
ina i gærkvöldi:
Vestm.ey ....5 5 0 0 15:0 10
Armann 9:5 7
KA 9:10 5
Ilaukar ....4121 9:6 4
tsafjörður.... ....4 12 1 6:5 4
Þór 5:5 4
Selfoss ....4112 6:9 3
Völsungur.... ....5113 4:8 3
Reynir ....4 0 0 4 5:20 0
Markhæstu menn:
örn óskarsson, Vestm .ey....6
Gunnar Blöndal, KA..........4
Birgir Einarsson, Armanni...3
TómasPálsson.Vestm .ey......3
Sjö nýir leikmenn voru
reyndir með landsliðinu
Vestmannaeyingar tryggðu
stöðu sina i efsta sæti 2. deiidar i
gærkvöldi þegar þeir sigruðu
Armann i afar þýðingarmiklum
leik. örlagastund leiksins var á
32. min. fyrri hálfleiks. Sveinn
Guðnason bakvörður Armanns
hugðist senda boltann til mark-
manns utan af kanti en Tómas
Pálsson komst auðveldlega inn i
þessa glæfralegu og gjörsamlega
misheppnuðu sendingu, lék á ög-
mund Kristinsson i markinu og
skoraði 1-0 fyrir ÍBV.
Armenningar höfðu fram að
þessu átt mun fleiri færi við mark’
ið og á fyrstu min, fengu þeir
tækifæri til þess að gera út um
leikinn er tvö draumamarktæki-
færi voru lögð upp i hendur
sóknarmannanna en hvorugt
nýttist. En eftir mark Tómasar
brotnaði lið Armanns nokkuð,
leikurinn jafnaðist og á köflum
ógnuðu vestmannaeyingar veru-
lega.
1 seinni hálfleik bættu eyja-
menn öðru marki við. Sveinn
Sveinsson lék laglega upp enda-
mörkin á vinstri væng og sendi
háan bolta fyrir markið sem örn
Óskarsson teygði sig upp i á ein-
hvern undarlegan máta og
skallaði gullfallega i markið.
Orslit leiksins voru þar með
ráðin.
Eftir þetta sóttu Armenningar
þó öllu meira án þess að skapa sér
veruieg tækifærí. Ingi Stefánsson
átti að visu gott langskot að
marki IBV er Ársæll varði meist-
aralega alveg uppi undir þverslá.
Undir lok leiksins bjargaði
Gunnar Andrésson siðan á mark-
linu fyrir Armann eftir að örn
— Við reyndum sjö nýja leik-
menn með landsliðinu i gærkvöld
og ég er ákaflega ánægður meö
hvernig til tókst i þessum
æfingarleik, sagði Tony Knaþp I
samtaii við Þjv. I gærkvöldi að
loknum æfingarleik viö Breiða-
blik sem stóð i nærri tvær klukku-
stundir. — Ég sá leikmenn með
Breiðabliki sem koma vel til
grcina i landsiiðið, ungir strákar
og skemmtilegir knattspyrnu-
menn.
Eins var ég ánægður með þá
sem reyndir voru i landsliðinu i
kvöld, en það voru þeir Gisli
Sigurðsson og Einar Þórhallsson
úr Breiðabliki, Viðar og Pálmi úr
FH, Diðrik úr Vikingsmarkinu,
Dýri Guðmundssonog Vilhjálmur
Kjartansson úr Vál. Þetta sýnir
að viö erum að þreifa fyrir okkur,
allir eiga möguleika á að komast i
landsliðið, það fer bara eftir þvi
hverjir sýna mest hverju sinni.
Það er nóg til af islenskum knatt-
spyrnumönnum sem sóma sér vel
i úrvalsliðinu, sagði Knapp.
Leik Breiðabliks og landsliðsins
lauk með jafntefli 2-2. Hinrik Þór-
hallsson skoraði fyrsta markið
fyrir Breiðablik og Vignir
Baldursson siðan annað. Guð-
mundur Þorbjörnsson minnkaði
muninn i 2-1 og rétt áður en leikn-
um var hætt skoraði hann annað
mark og urðu lokatölur þvi tvö
mörk gegn tveimur. Leikið
var á hinum nýja grasvelli gsp.