Þjóðviljinn - 10.06.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1976 Ford Carter Forkosningum lokið i Bandarikjimum Ford og Carter virðast öruggir Washington 9/6 reuter — 1 siöustu forkosningunum sem haldnar eru i Bandarikjunum og fram fóru i gær unnu þeir Jimmy Carter og Ford forseti sannfærandi sigra I Ohio og viröast báöir öruggir i framboö þótt þeir hafi tapaö i Kaliforniu fyrir núverandi og fyrrverandi rlkisstjórum þar. Ronald Reagan vann gööan sig- ur yfir Ford eins og við var búist i Upplýsingar og miðasala Listahátíðar daglega 9-17 í Gimli v/Lækjargötu, sími 28088 Kaliforniu en Ford vann yfir- burðasigra i Ohio og New Jersey. Or þessum þremur kosningum fékk Ford 150 fulltrúa en Reagan 173. Ford hefur samt vinninginn yfir heildina, hefur tryggt sér stuðning 956 fulltrúa á þingi repú- blikana en Reagan 863. 1.130 full- trúa þarf til að hljóta útnefningu i fyrstu umferð og er búist við að Ford nái þeirri tölu þvi flestir þeirra sem hafa óbundnar hendur munu fylgja honum að málum. Edmund Brown rikisstjóri i Kaliforniu bar sigurorð af Carter i Kaliforniu en Carter var at- kvæðamestur I Ohio. I New Jersey tapaði Carter naumt en varð éfstur i vinsældakosningum sem fram fóru um leið. Carter hefur tryggt sér stuðning 1.115 fulltrúa á þingi demókrata en 1.505 þarf til að hljóta útnefningu sem frambjóðandi flokksins. Hann er þó talinn nokkuð öruggur um útnefningu þvi bæði George Wallace og Morris Udall, keppi- nautar Carters i undangengnum forkosningum, hafa hvatt sina fulltrúa til að fylkja sér um Cart- er. Aðalfundur Sölusambands islenskra fiskframleiðenda verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu föstudaginn 11. júni nk. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Sölusambands islenskra fiskfram- leiðenda Styrkir til vísinda- náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms I Svlþjóð. Boðnir eru fram fjórir styrkir til 9 eöa 10 mánaða dvalar, en skipting I styrk.i tii skemmri tima kemur einnig til greina.Gera má ráð fyrir að styrkfjárhæð verði a.m.k. 1.400 sænskar krónur á mán- uði. Styrkirnir eru að ööru jöfnu ætlaðir tii notkunar á háskólaárinu 1976-77. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skai komiö til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. júli nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 1. júni 1976. Minning Halldór Magnússon frá Súðavik Fœddur 9. júni 1933 - Dáinn 22. mai 1976 „Við svo stóran missi manns minir þankar vakna. Lifandi drottinn lát mig hans lengi ekki sakna.” (J.Þ.) Á þessa lund kvaö Jón skáld- prestur á Bægisá um einn tryggðavina sinna. Og vist er um það, að þankar manna vakna, þegar fólk á bezta aldri er hrifið burt úr jarðvistinni. Fámennt sjávarþorp á Vestfjörðum hefur nú misst virtan og traustan mann langt fyrir aldur fram. Hávarður Halldór Magnússon, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur á bænum Brekku i Langadal i Nauteyrarhreppi i Norður-Isa- fiarðarsýslu. Foreldrar hans voru Magnús bóndi þar Jensson, siðar bóndi á Hamri i sömu sveit, og kona hans Jensina Arnfinns- dóttir. Eins og flestra ungmenna við Djúp lá leið Halldórs i héraðs- skólann að Reykjanesi. Lands- prófi lauk hann við héraðsskólann á Núpi I Dýrafirði, árið 1953. Ari siðar lauk hann burtfararprófi frá Samvinnuskólanum i Reykjavik. Ég minnist þess, er Halldór kom til Súðavikur sumarið 1954 til þess að taka við starfi útibús- stjóra Kaupfélags Isfirðinga. Maðurinn var friður sýnum og ljós yfirlitum, prúður i fram- göngu og alúðlegur i viðmóti. Tókust' brátt góð kynni okkar i millum, þótt aldursmunur væri nokkur. Þrátt fyrir að ég væri þá aðeins unglingur á 13. ári, talaði Halldór ávallt við mig sem full- orðinn mann. Tel ég að þær stundir hafi orðið til þess, að móta að nokkru lifsskoðanir minar siðar. Að vera i návist eldri manns, sem góðvilja og góðri greind er gæddur ásamt einlægni og rökfestu i skoðunum, er ómetanlegt hverri ungri sál, vilji sá hinn sami blanda sér i mann- lifið i kringum sig. Haustið 1955 fluttist ég með for- eldrum mlnum til Reykjavikur. Tók Halldór þá við ýmsum opin- berum störfum og viö félagsút- gerð, sem faöir minn haföi haft á hendi þau 7-8 ár er hann var bú- settur i Súðavikurþorpi, og gegndi Halldór þeim um árabil. Árið 1958 lét Halldór af starfi sem útibússtjóri Kt og gerðist kennari við barnaskóla staðarins, og kenndi þar allt til ársins 1974 og var einnig skólastjóri i nokkur ár. Oddviti hreppsnefndarinnar varð hann 1958, formaður Sjúkra- samlags Súðavikurhrepps 1962, i stjórn Byggingafélags verka- manna frá 1960 og þá er sparí- sjóður' var stofnaöur á staðnum hafði hann stjórn hans á hendi, einnig var hann sýslunefndar- maður. Það lætur að likum að vinnu- dagur manns, er svo mörgum störfum gegndi, hefur ekki ætlO verið bundinn viö klukkuna. Hall- dór var mjög traustur embættis- maöur, og virtpr af samferða- mönnum sinum á lifsleiðinni. Prúðmannleg framkoma og snyrtimennska I störfum voru eðliskostir, sem honum voru i blóð bornir. Halldór kvæntist haustið 1958, Huldu Enii- bertsdóttur, hinni mætustu konu. Hulda er dóttir hjónanna, Einars Engilberts bórðarsonar og konu hans Asu Valgerðar Eiriksdóttur. A sinum tima áttu þau heima á Efri-Grund i Súða- vik, siðar á Akranesi, en eru bæði látin fyrir nokkru.,Börn Halldórs og Huldu eru: 1. Kristinn, vélskólanemi i Reykjavik, kvænt- ur Sigrúnu Sigurðardóttur, Sveinssonar frá Góustöðum i Skutulsfirði. 2. Elin Elisabet. 3. Hreinn. 4. Hlynur. Auk þessara barna ólu þau hjónin upp dóttur Huldu, Asu Valgerði Einars- dóttur, sem Hulda átti fyrir kynni þeirra Halldórs. Asa Valgeröur er stúdent og kennari að menntun, og kenndi viö skólann I Súðavik s.l, vetur. Eðlilega urðu samskipti okkar Halldórs minni er ég fluttist á - annað landshorn, en við hittumst þó alloft, þegar ég var á ferð i Súðavik eöa hann hér i Reykja- vik, þaö var þó orðið minna hin siðari ár. Það var alltaf ánægju-. legt að sækja þau hjón heim, hlý- legt og snyrtilegt heimili þeirra bar vott um hversu samhent þau voru. Astúð og hamingja rikti á heim- ili þeirra, ásamt góðvild og gest- risni. Ég heimsótti Halldór i Landakotsspitala tveimur dögum fyrir andlát hans, þá heltekinn af þeim sjúkdómi, er varð honum að aldurtila. En samt sem áður og þrátt fyrir veikan mátt, brá hann á gamanmál þá stuttu stund, er ég stóð við. Sllkt var æðruleysi hans og andlegt þrek. Ég kveð mætan mann og góðan vin með virðingu og þökk. Ugglaust verður lifsgátan seint eða aldrei ráðin, og þvi horfir maður jafnan spurulum saknaðaraugum út i óvissuna við óvænt dauðsfall, likt og skáldið i þessu ljóðræna erindi, þótt af öðru tiiefni sé. Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálfvegis barið. / Ég hlustaði um stund og tók af kert- inu skarið. / Ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið: / „Hér kvaddi Lifið sér dyra, og nú er það farið.” Konu Halldórs, börnum þeirra og öörum vandamönnum, votta ég samúð mina. 29. mai 1976 Hjalti Jóhannsson Styrkur til náms í Frakklandi Franska sendiráðið i Reykjavik hefur tiikynnt að frönsk stjórnvöld bjóði fram styrk handa islendingi til 4-6 mán- aða námsdvalar I Frakklandi háskólaárið 1976-77. Styrkurinn er ætlaður til framhaldsnáms við háskóla i raunvisinda- og tæknigreinum. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 26. júni n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MenntamálaráðuneytiO, 8. júni 1976. Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali M.R. stúdentar 1971 Stúdentagleði verður i Snorrabúð (áður Silfurtungl) föstudaginn 11. júni. Húsið verður opnað kl. 9. Á boðstólum verður miðnætursnarl. Hafið samband við Ásgeir — simi 24394, Hildi — simi 73241 eða Þóru — simi 16372. Gjaldendur skyldusparnaðar Skirteini vegna skyldusparnaðar gjaldársins 1975 eru nú tilbúin til afhendingar. Geta gjaldendur vitjað þeirra I skrifstofu innheimtu- manns rikissjóðs I umdæmi sinu þar sem þau verða afhent gjaldendum gegn framvisun persónuskiirikja. Eru skirteinin skráð á nafn og verða ekki afhent öðrum en skráðum rétthafa nema gegn framvisun skriflegs umboðs frá honum. Fjármálaráðuneytið 8. júni 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.