Þjóðviljinn - 10.06.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Qupperneq 13
Fimmtudagur 10. júni 1976 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13 DAGSKRÁ LISTA- HÁTÍÐAR Anneliese Rothenberger Frá sýningu Dunganons: Hér flýgur afhöggvinn drekahaus blóði slett- andi yfir einhvern borgara Atlantis hins forna, sem Karl Einarsson dró upp úr sjónum. Grænlensk hátíð og þýskur ljóðasöngur Mik-söngflokkurinn frá Græn- landi fer meö söng, dans og leik i Kjarvalsstöðum i kvöld, sem fyrr segir. A morgun, föstudag, eru seinni tónleikar grænlendinganna á Kjarvalsstööum. I Iðnó eru bæði kvöldin sýningar á Sögu dátans eftir Stravinski og Remuz — en að þeim flutningi standa Leikfélagið og Kammersveit Reykjavikur. A morgun gerast einnig tiðindi i stjörnuheiminum, sem svo er nefndur. Vesturþýska sópran- söngkonan Anneliese Rothen- berger heldur tónleika, próf. Weissenborn er undirleikari hennar. Þvi er slegið föstu (og við verð- um að trúa þvi) að Anneliese Rothenberger sé fyrirmynd fjöl- hæfrar söngkonu og vinsælust þýskra söngkvenna vegna þess, með hve miklum ágætum hún flétti saman músikalska alvöru, persónutöfra, og sjaldgæfa tækni. Fyrir sakir þessarar blöndu greindar og upprunaleika, radd- fegurðar og tjáningarstyrks, hafi hún lagt undir sig mörg glæsileg óperusviö — einkum sé meðferð hennar á Mozart og Strauss talin til fyrirmyndar. Þessu fylgir, að söngkonan (sem er m.a. algengur gestur i sjónvarpi) hafi orðið stjarna án fjölmiðlafyrirgangs og stjörnuduttlunga sem taldir eru hollir umtali og frægð. Plötualbúm sem hingað hafa borist segja sina sögu af fjölhæfni söngkonunnar: þar fer ljóða- söngur (Schumann, Schubert, Hugo Wolf), vögguvisur, óperu- ariur (Rossini, Bizet, Mozart), spænsk þjóðlög og sitthvað fleira. Gjaldeyristekjur af ferða mönnum 27% hærri í ár Ferðamálaráð hefur sent frá sér yfirlit um ásókn ferðamanna til tslands á siðasta ári og skipt- ingu þeirra milli þjóðrikja. Þá kemur fram aö tekjur okkar af ferðamönnum i gjaldeyri hafa aukist um 26,9%. t frétt ferða- málaráös segir nv.a. A é"inu 1975 var heildarfjöldi erleiiura ferðamanna sem kom til landsins 79.006 einstaklingar. Sambærilegur fjöldi á árinu 1974 var 74.214 einstaklingar, en það er fjölgun á milli ára sem nemur 4.792 einstaklingum eða 6,5%. Af heildarfjölda feröamanna komu 71.068 eða 90% með flugvélum. Með bilferjunni Smyrli komu til landsins 608 erl. ferðamenn eða 0,8% af heildarfjöldanum. Með 16 ferðum skemmtiferöaskipa, sem höfðu hér skamma viðdvöl, komu 7.330 erl. ferðamenn eða 9,3% af heild. Flestir hinna erl. ferðamanna komufrá Bandarikjunum, en þeir voru 25.053 eða 31,7% af heild. Næstir að höfðatölu voru vestur- þjóðverjar 7.877 eða 10,0% af heild. Danir voru 6.665 eða 8,4% af heildarfjöldanum. Sviar voru 5.751 eða 7,3% af heildinni, en englendingar voru 5.649 eða 7,1% af heild. Aberandi er hve norrænum ferðamönnum fjölgar árlega, en á árinu 1975 voru þeir samtals 18.967 eða 24,0% af heildarf jölda erl. ferðamanna það ár. Af heild- arfjölda erl. ferðamanna á árinu 1975 komu 51.893 eða 65,7% frá byrjun maimánaðar til loka ágústmánaöar. Beinar og óbeinar tekjur vegna hinna erl. feröamanna, sem komu tii landsins á árinu 1975, námu samkv. upplýsingum frá Hag- deild Seðlabanka íslands 3 millj- örðum og 10 miljónum isl. kr. Sambærileg upphæð á árinu 1974 var kr. 2.372.500.000,00. Þannig varð aukning á milli áranna sem nemur kr. 637.500.000,00. eða 26,9%. A árinu 1975 var heildarverð- mæti útflutningsvöru lands- manna kr. 47.436.600.000,00. Sam- kvæmt þvi jafngilda beinar og óbeinár tekjur vegna erl. ferða- mann 6,3% af heildarverömæti útfluttrar vöru. Talið er, að nú starfi um 4% af vinnuafli landsmanna að þjón- ustu við islenska og erl. feröa- menn. Iðnskólinn í Reykjavik Skólinn óskar eftir þvi að ráða stunda- kennara i faggreinum bifvélavirkja (verkleg og bókleg kennsla) næstkomandi skólaár. Upplýsingar gefur skólastjóri milli kl. 11 og 12 alla daga nema þriðjudaga. Skólastjóri. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Einar Björg- vin heldur áfram að lesa sögu sina „Palla, Ingu og krakkana i Vik” (7). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir öðru sinni við Jóhann J.E. Kúld um fiskveiðar og útgerö i Noregi. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmonlusveit Vinar- borgar leikur „Appelsinu- svituna” op. 33a eftir Sergej Prokofjeff; Constantin Sil- vestri stjórnar/ Alicia de Larrocha og Filharmoniu- sveit Lundúna leika Pianó- konsert i Des-dúr eftir Aram Khatsjatúrjan; Rafa- el Frubeck de Burgos stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frfvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Mynd- in af Dorian Grey” eftir Oscar Wilde.Valdimar Lár- ussson les þýðingu Sigurðar Einarssonar (11). 15.00 Miðdegistónleikar. Gér- ard Souzay syngur gömul frönsk lög. Jacqueline Bonneau leikur á pianó. Prag-kvartettinn leikur Strengjakvartett i B-dúr op. 76 nr. 4 eftir Joseph Haydn. Sinfóniuhljómsveitin i Bos- ton leikur Sinfóniu nr. 2 i D- dúr op. 36 eftir Ludwig van Beethovenj Erich Leinsdorf stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Eitthvað til að lifa fyrir” eftir Victor E. Frankl. Hólmfriður Gunn- arsdóttir heldur áfram lestri þýöingar sinnar á bók eftir austurriskan geðlækni (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Staidrað við i Seivogi, siðari þáttur: Strandar- kirkja. Jónas Jónasson lit- ast um og spjallar við fólk. 20.15 Pianóleikur I útvarps- sal: Einar Markússon leik- ur hugleiöingar sinar um tónverkið „Sandy Bar” eftir Hallgrim Helgason. 20.30 Leikrit: „A hrakhólum” eftir Charles Thomas. Þýð- andi: Eiður Guðnason. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Ken/ Hákon Waage, Kata/ Margrét Guðmundsdóttir, Lillý/ Sólveig Hauksdóttir, Eddie/ Gisli Alfreðsson, Steve/ Sigurður Skúlason, Johnny/ Sigurður Karlsson, Williams/ Valdimar Helga- son, Magga/ Margrét Helga Jóhannsdóttir. Aörir leik- endur: Karl Guðmundsson, Nina Sveinsdóttir, Skúli Helgason og Kristinn Karls- son. 21.50 Polonaise brillante op. 21 nr. 2 eftir Henryk Wieni- awski.Rudolf Werten leikur á fiðlu og Eugene De Canck á pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Hækkandi stjarna” eftir Jón Trausta. Sigriður Schiöth les (3). 22.45 „Hæ, hó við lifum”. Kristján Arnason kynnir visnasöng Giselu May. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Leikrit vikunnar í hljóðvarpi: „Á hrakhólum” Fimmtudaginn 10. júni kl. 20.30 verður flutt leikritið „A hrakhólum” eftir Charles Thomas. Eiður Guðnason gerði þýðinguna, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Með helstu hlutverk fara: Hákon Waage, Margrét Guðmundsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, GIsli Alfreðsson, Sigurður Skúlason, Sigurður Karlsson, Valdemar Helgason og Margrét Helga Jóhannsdótt- ir. Leikurinn gerist i London rétt eftir siðari heimsstyrjöld, nánar tiltekið 1946. Þá eru mikil hús- næðisvandræöi i borginni, og margir „á hrakhólum” i fyllstu merkingu þeirra orða. Ken Sanders og Kata kona hans, fá inni i loftvarnaskýli, sem áfast er fjölskyldubúðum fyrir hús- næðisleysingja. Þau hafa þó von um að komast i betra húsnæði fyrir tilstilli vinar sins, sem er þingmaður. En áður en til þess kemur, fær einn af leiðtogum róttækra i' borginni „snjalla” hugmynd, að þvi er honum finnst, til lausnar á vandanum. Nokkrar fjölskyldur eru fúsar á aðganga tilliðs viðhann, þ.á.m fjölskylda Kens, þó aö kona hans gci það reyndar með hálf um huga. Ráðagerðin er djörf og við framkvæmd hennar kynnumst við ýmsum hliöum mannlegra viðbragða og mis munandi afstöðu manna til samfélagsins. Charles Thomas skrifar leik rit fyrir breska útvarpið. Hann er þekktur og vinsæli i heima landi sinu, en þetta er fyrsta leikrit hans sem flutt er her á landi. S j ómannadagurinn í Reykjavík Sjómannahóf verður haldið á Hótel Sögu á sjómannadaginn, sunnudaginn 13. júni, og hefst kl. 19.30. Miðasala og borðapantanir i anddyri Súlnasalar, Hótel Sögu, föstudag og laug- ardag frá kl. 17-19.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.