Þjóðviljinn - 29.08.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. ágúst 1976
til hnífs
og skeidar
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir >
Hvað verður um
húsmóðurs tarfið ?
Hver skyldi þróunin veröa i
framtiðinni varðandi hús-
móðurstarfið? Þessari spurn-
ingu velta margir fyrir sér og
sitt sýnist hverjum. Sumir vilja
að starfið verði launað, aðrir
vilja leggja þaö niður. Allt um
það er þróunin þó i þá átt að
gildi margra þeirra starfa sem
húsmóðirin hefur unnið, hefur
aukist á siöustu árum. Menn
gera sér æ betur grein fyrir
þýðingu foreldrauppeldis og
þeirri ábyrgð sem fylgir þvi að
eiga börn. Sömuleiðis erumenn
æ meira á verði gagnvart öllu
þvi tækniundri sem hefur flætt
inn á heimilin i formi tilbúins
pakkmatar og gerfiefna. Að
vinna sjálfur mat og föt úr eigin
hráefni er stefna sem fjölda-
margt ungt fólk hefur tekið upp.
bó aö fólk vilji kannski leggja
húsmóðurstarfiö niður sem
slikt, er sem sagt alls ekki þar
með sagt aö átt sé við að þessi
störf hverfi, heldur miklu frekar
að þau dreifist og tilheyri öllum,
bæði konum og körlum.
Með styttri vinnutima al-
mennt og minni yfirvinnu er
margt sem bendir til þess að
þessi störf færist ósjálfrátt
smátt og smátt einnig til karl-
mannanna, þótt mörgum finnist
það ætla að taka býsna langan
tima. En segjum að maður á-
kveði að helga sig húsmóður-
starfinu. Þaö er nefnilega
ýmsum erfiöleikum háð, þvi
fyrst veröur maöur að velja sér
eiginmann, öðru vísi fær maður
ekki starfið. Og þá er að velja
mann i' sæmilegristöðu, þvi ella
verður býsna erfitt aö stunda
þetta starfs sómasamlega.
Þetta starf er nefnilega hvorici
launað eftir erfiöi, afköstum,
vinnutima né neinum öðrum
þeim lögmálum sem gilda um
vinnu almennt. Það er aöeins
launað i samræmi við tekjur
eiginmannsins. Og hann má
hvorki taka upp á þvi aö deyja
né hlaupa frá þer (eða þú frá
honum) þvi þá er þetta starf
ekki lengur til. Þá veröur þú að
gera svo vel og skifta um starf
og fá þér launaö starf úti I bæ,
nema tii þin streymi fé úr ein-
hverjum leyndum sjóöum. Ekki
metið til fjár kannski, segir fólk,
— en metið samt. Hver hefur
ekki lesiö afmælis- og
minningargreinar um fórnfúsar
og myndarlegar húsmæður sem
hafa búið manni sinum og börn-
um þetta og hitt. En slik orð
duga ekki karlmönnum i dag og
slik orð eiga heldur ekki að
nægja fyrir komur, sem unnið
hafa og jrælað heima vegna
þess að beint og óbeint hefúr
menntun, þrek og uppeldi komið
i veg fyrir að þær fengju laun-
aða vinnu. Eða hvernig skyldi
standa á því, ef þetta starf er i
raun svona eftirsóknarvert og
þýöingarmikið aö ekki einn
einasti karlmaður I þessu landi
hefur helgað sig þvi af lifi og sál
alla æfina? Jú, — vegna for-
dóma og vegna þess aö það eru
lögmál peninganna sem hér
gilda, hvort sem okkur lfkar
betur eða verr. Allt er falt fyrir
fé og kona sem „velur” sér að
vera húsmótið er i þvf starfi
sinu algerlega háð fjáröflun
mannsins. 011 hennar starfsað-
staða, hennar möguleikar ,,að
spara þjóðinni fjármuni” eins
og það heitir „og ala upp börnin
sin á eigin kostnað” er háð þvi
hvaða starf sá útvaldi hefúr.
Þaðer barnaleg rómatik að tala
um að það sé i sjálfu sér svo
fullnægjandi að veraallan dagin
með börnunum sinum að það
eitt réttlæti fátækt, bindingu og
aðstöðuleysi. Sá munur sem er á
húsmóður, sem er gift manni
sem hefur góðar tekjur og hinni
sem gift er manni sem hefur
verkamannalaun, er kannski
mestistéttamismunursem til er
hér á landi. Sú sem er gift
efnuðum manni, verður i raun
og veru ekki, — eða þarf amk
ekki að vera — þræll fjölskyld-
unnar og stritsins. Hún getur
keypt sér þá aöstoö sem hún
þarf, barnagæslu, svo að hún
verði ekki of bundin, hreingern-
ingar, svo að hún þurfi ekki að
þræla of mikið. Hún getur keypt
sér aðstöðu til að stunda sitt
húsmóðurstarf — keypt sér
starfsaðstööu. Hún getur keypt
skynsamlega i matinn, eldað
holian mat, keypt góö og vönduð
föt á sig og börnin eftir nægilega
umhugsun og leit. Hún kaupir
sér lika öll nauðsynlegustu
heimilistæki til aö létta undir
með sér og þannig verður þessi
vinna tiltölulega létt og oft
skemmtileg. Og hún getur llka
keyptsér þá andleguörvun sem
henni er nauðsynleg til að
finnast hún ekki innilokuð i
þröngum hugmyndaheimi. Hún
fer út, í leikhús og á tónleika,
kaupir sér kannski aukatima I
einhverju sem hún hefur gaman
af og verður jafnvel sér úti um
starfsmenntun eða viöbótar-
menntun, svo að hún hafi mögu-
leika á að fara út að vinna,
þegar henni finnst kominn timi
til. Fyrir þessa konu er hús-
• móöurstarfið tæplega kvöð. Aö
visu teflir hún á tvær hættur:
Hún gæti átt erfitt með að
komast úr á vinnumarkaðinn —
hún gæti lika átt erfitt með að
láta bónda sinn sætta sig við að
þurfaaðfaraaðeldamat og þvo
skyrtur og klæða börnin þegar
bæöi eru farin að vinna. Og hún
gæti lika átt erfitt með að fá
börnin til að skilja að hún er
ekki þjónustan þeirra, siðar á
æfinni. Og aö endingu gæti svo
farið að henni fyndist hún ekki
njóta sin nægilega á heimilinu,
þótt hún hafi allt til alls, vegna
þess að hún sér ekki raunveru-
legan árangur af starfi sinu,
amk. ekki árangur sem hún gæti
ekki eins séð þótt hún hefðiaðra
atvinnu, ef vinnan dreifðist
aðeins meira á fjölskyldumeð-
limina. Allt um það er þessi
kona oftar allvel sett.
Litum svo aftur á dæmið um
konuna sem ekki er þó svona
heppin. Hún giftist, en ein-
hverra hluta vegna íendir hún
ekki á manni, sem getur skapaö
hennar starfi góöa aðstööu. Hún
býr i þrengslum — kannski i
leiguhúsnæði. Börnin verða
mörg — og hún er svo bundin
yfir þeim, að hún kemst oft ekki
hjá þvi að verða þreytt á þeim.
Hún hefur enga aðstööu til að
vinna þetta starf sitt. Hún getur
jafnvel ekki gefiö börnunum
hollan mat eða sómasamleg föt.
Hennar starfsaðstaða er
kannski svo slæm, aö ynni hún
starf sitt hjá einhverju fyrirætki
væri þegar i staö komin heil-
brigöisnefnd og nefndir um
öryggi á vinnustað og ýmsar
aðrar „nefndir” sem segðu
„vinniveitendanum”, að svona
megi ekki búa að neinni
vinnandi manneskju, —þetta sé
ekki mannsæmandi aðstaða. En
þessar konur I húsmóðurstarf-
inu eru undanskildar sliku. Þaö
er engin sem ber ábyrgö á þeim
— nema kannski eiginmaöurinn
og hann hefur bara þær tekjur
sem starf hansleyfir.
Störf þessarar konu eru þó i
raun þau sömu og hinnar fyrr-
nefndu, en umbunin er önnur.
Sömu laun fyrir sömu vinnu
segjum — en veröum viö þá ekki
að launa allar húsmæður eigi
þetta starf að vera viðurkennt i
framtiöinni?
Nú á dögum er æ algengara að
hjón skipti með sér verkum að
einhverju leyti á heimilinu. En
það er svo skrýtið að um leið og
konur vilja að karlmennirnir
taki jafnan þátt i heimilsstörf-
unum, eigna þær sér samt
heimilið og börnin. Þær tala um
þvottinn „sinn” og eldavélina
„sina” og ræða um barnaföt
eins og þau komi þeim einum
við. Og oftast gera þær um leið
kröfur til styrkleika karlmanna,
sem felst fyrst og fremst i fyrir-
vinnuhlutverkinu. Og kannski
lenda þær „heima” án þess að
Framhald á 18. siðu.
Enn meira
um strætó
Margir hafa komið aö máli
við mig, siöan ég skrifaði
•iiunasögunaum tilraun mina til
aö fara i strætisvagn meö
barnavagn.
Hafa margir lent i svipuðu
og jafnvel enn verra. Ein kona
sagöi að bilstjóri hafi neitaö
henni að fara með litla kerru,
sem vel komst inn i vagninn á
annatima og varð hún að ganga
heim i grenjandi byl meö barniö
i kerrunni, en aðrir farþegar
fengu að fara inn. Hjúkrunar-
kona sagði að regnhlffakerrur-
nar sem nú eru mjög vinsælar,
væru oft notaðar hér fyrir mjög
ung börn og væri þaö slæmt
fyrir bak þeirra. Staðreyndin er
sú, aö fjöldinn allur af fólki
notar þessar kerrur vegna
strætisvagnanna, og þá fyrir
allt of litil börn, en þær eru
næstum einu kerrurnar sem
komast inn i vagnana.
Þess skal þó getið aö þess eru
einnig dæmi að vagnstjórar séu
mjög liölegir i slikum tilfellum,
en þeir virðast sem sagt ekki
hafa nein fyrir mæli um aö láta
fólk með smábörn ganga fýrir
eða njóta sama réttar og aðrir.
Þess má geta að strætis-
vagnar t.d. i Stokkhólmi eru
með sérstöku sæti fyrir þaim
sem ekur barnavagninum eða
kerrunni og fær hann því alltaf
sæti, hversu margir sem eru i
vagninum. Barnavagn er aldrei
látinn út þótt vagninn sé fullur,
heldur verða hinir fullorðnu þá
að sitja á hakanum og biða eftir
næsta vagni.
Og það má að lokum minna á
að sömu lög gilda um barna-
vagnana og hjólastólana. Það
þykir sjálfsagt viða erlendis að
fólk i hjólastólum geti ferðast
með almenningsvögnum. Ég
minnist þess aðafa séð mann i
hjólastól fara i strætisvagn er-
lendis og fór vagnstjórinn út bar
og manninn inn i vagninn og
siðan stólinn. Þegar sá sem i
stólnum var lét i ljósi áhyggjur
um að hjólastóllinn kæmist ekki
inn í vagninn sagði vagnstjór-
inn. „Hafðu ekki áhyggjur. Það
er mitt vandamál.”
Ódýrt í KRON
Þættinum hefur borist eftir-
farandi bréf: „Mig langar að
senda sparnaðarhorninu linu.
Ég vil byrja á því aö þakka
stjórnandanum allar þær hag-
nýtu upplýsingar sem birst hafa
og óska þættiniiní langra lif-
daga. Um nokkurt skeið hefur
Kron við Norðurfell veriö með
mjög hagstætt verð á nokkrum
nýlenduvörum. Mig langar aö
benda Ibúum neðra Breiöholts á
að strætisvagn nr. 13 gengur á
milli hverfa á hálftima fresti og
stoppar rétt hjá Kron. Það er
mjög þægilegt að nota hann til
verslunarferða i Kron. Ég hef
fariö tvisvar i viku siöan 1. júni
og sparnaður i þessa tvö mánuöi
fyrir 4ra manna fjölskildu
(miðað viö að versla I Breið-
holtskjör) hefurorðið600 til 1000
kr. á viku. Einnig eru mjög
vandaðir og ódýrir strigaskór i
Kron að ég tali nú ekki um
gallabuxur sem hægt er að fá
fyrir 2000-3000 (berið saman við
tiskuverslanir!!!) Þaðer aðeins
ein vörutegund sem dýrari hjá
þeim I Kron, en þaö er sykur, en
vonandi stendur það til bóta.
Með bestu kveðju til stjóm-
anda. B.A. 1029-2107.”
Við þökkum fyrir góðar
kveðjur og góð ráð og komum
þessu hérmeö á framfæri og
vonumst eftir fleiri bréfum eða
hringingum.