Þjóðviljinn - 29.08.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. ágúst 1976
D/OÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgofandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmda'stjóri: F.iöur Rergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: F.inar Karl liaraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
5kólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Hnur)
Prentun : Blaöaprent h.f.
BANDARÍKIN, JAPAN, HOLLAND,íTALÍA — ÍSLAND
Á undanförnum árum hefur hver valda-
maðurinn á fætur öðrum fengið að fjúka
vegna misferla sem komist hafa upp i svo-
nefndum vestrænum rikjum. Frægasta
dæmið er að sjálfsögðu Votergeitmálið i
Bandarikjunum þar sem Bandarikjafor-
setinn, Richard Nixon, og allt hans
nánasta samstarfslið var staðið að stór-
felldu misferli af ýmsu tagi, sem hófst
með innbroti i kosningamiðstöð andstæð-
ingaflokksins en náði siðan hvarvetna út i
bandariskt þjóðlif. Til þess að verja stöðu
sina var forsetinn staðinn að ósannindum
á ósannindi ofan og að lokum var hann svo
rammlega flæktur i lyganetið að hann átti
sér ekki viðreisnar von. Neyddist hann til
að segja af sér forsetaembætti og nú situr
á forsetastóli i Bandarikjunum maður,
sem ekki hefur verið kosinn til þeirra
starfa i almennum kosningum: hann hef-
ur verið útnefndur rétt eins og i einræðis-
riki.
Votergeitmálið leiddi i ljós hversu
maðksmogið bandariskt efnahags- og
stjórnmálalif hefur verið — og þrátt fyrir
afsögn Nixons er litil sem engin von til
þess að bati hafi átt sér stað — ástæðan er
sú að engin tilraun hefur verið gerð til
þess að grafast fyrir rætur meinsemdar-
innar.
Eftir að Nixon var úr sögunni fóru að
berast tiðindi allt austur frá Japan um
stórfellt svindl æðstu ráðamanna, mútur
og mútuþægni. Varð þetta til þess að
japanskir ráðamenn hafa einn af öðrum
týnt ærunni frammi fyrir þjóð sinni og
þeir sem enn sitja eftir riða til falls.
Nýjasta dæmið af bessu tagi er i bvi
blauta Hollandi. Þar hefur drottningar-
maðurinn, prinsinn, sagt af sér opinberum
embættum vegna þess að talið er vist að
hann hafi þegið mútur frá sterkum alþjóð-
legum auðhring.
Þess er og skammt að minnast að mikl-
ar umræður hafa farið fram á Italiu um
misferli embættismanna og stjórnmála-
manna úr Kristilega demókrataflokknum.
Kvað svo rammt að spillingunni að þegar
þessir valdamenn hrökkluðust frá tókst að
veita umtalsverðum fjármunum til al-
mannaþarfa — sem forustumenn kristi-
legra höfðu stolið áður i eigin þágu eða só-
að með ýmsu móti.
í framhaldi af þessum tiðindum utan úr
heimi hljóta menn eðlilega að velta þvi
fyrir sér hver sé ástæðan. Og flestir
lesendur þekkja svar Þjóðviljans: Það er
þjóðfélag einkagróðans sem hefur spillt
öllu mannlegu umhverfi með þeim afleið-
ingum að æðstu valdamenn taka að iðka
mafiuvinnubrögð — þeir svifast einskis til
þess að græða og græða meira.
Og þá hljóta menn að velta þvi fyrir sér
hér á landi hvort hér geti einnig verið um
að ræða þau vinnubrögð sem dult haf a far-
ið en nú hafa verið gerð opinber og hafa
velt hverjum gæðingnum af öðrum úr
veldisstóli i Bandarikjunum, ítaliu, Japan
og Hollandi. Einnig hér á landi sitja
valdamenn i háum stöðum sem hafa gróð-
ann að viðmiðun. Einnig hér á landi hafa
forustumenn stjórnmálaflokka orðið upp-
visir að svindli og svikum.
Forustumenn einkagróðaflokkanna hér
á landi telja það helsta viðfangsefni sitt i
stjórnarráðinu að hygla gæðingum
flokkanna. Þeir telja það einnig verkefni
sitt þar sem þeir sitja i borgarstjórn og
bæjarstjórnum að hygla allskonar einka-
aðilum. Þeir telja að þjónusta við al-
menning komi þvi aðeins til greina að
nauðsynlegt sé til þess að tryggja sér at-
kvæði á kjördegi. Þessum forustumönnum
einkagróðaflokkanna er þvi ekki
treystandi til þess að fara með stjóm á
stofnunum þjóðfélagsins þvi að þeir eru
jafnan boðnir og búnir til þess að misnota
aðstöðu sina i eigin þágu og flokksgæð-
inganna.
1 beinu framhaldi af þessu er ástæða til
þess að vara við þvi að svipaðir hlutir geta
gerst hér og hafa gerst i áðurnefndum
löndum. Munurinn er kannski fyrst og
fremst sá að hér eiga slikir valdamenn
auðveldara með að verja sig með
klikumúrum og kunningsskaparsambönd-
um og hér er hægara að smjúga um alls-
konar lagagöt. En orsökin fyrir
spillingunni er sú sama hér og annars
staðar i þeim löndum sem hér hafa verið
nefnd: Þjóðfélag einkagróðans er eins-
konar vermireitur spillingarinnar. — s.
Nútímatæknin hefur
svikið þá fátæku
Heimurinn hefur ekki ráö á öör-
um Bandarlkjum, segir indverski
eölisfræöingurinn Mansurul
Hoda, sem stjórnar i landi sinu
„Stofnun um þróun eigin tækni”.
Þaö er allt i lagi, segir hann, aö
flytja inn tækni, en ef hún er ekki
löguö aö aöstæöum á hverjum
staö þá veröur þessi tækni svik
viö fólkiö. Nútimatækniþróun
hefur i reynd oröiö aöeins yfir-
stéttinni aö gagni, en 95% þjóöar-
innar hefur oröiö fátækari. Ind-
land þarf ekki gervihnetti eða
atómsprengjur heldur tækni sem
byggö er upp á hverjum staö i
smáum stil.
Stofnun sú sem Mansural Hoda,
stjórnar er byggö á heimspeki
Gandhis. Starf hennar er tengt
hinni bitru reynslu indverja.
Fyrir nokkrum öldum var ind-
verskt handverk og vefnaöur há-
þróaðri en þaö sem þekktist á
Vesturlöndum, segir Hoda.
Breskir kaupmenn sigldu meö
indverskan vefnaö til Evrópu og
seldu þar. Meö breskú hernámi
reyndist unnt aö fjármagna iön-
byltingu i Bretlandi meö arðinum
af Indlandi. Meö gufuvélinni og
annarri tækni varö bresk tækni
öflugri hinni indversku. Ekki sist
vegna þess aö bretar komu ind-
verskum vefnaði á kaldan klaka.
Smám saman flæddi evrópskur
iönaður, járnbrautir, bilar
o.s.frv., yfir Indland.
Úr bandariskum bæklingi um sjónvarpskennslu um gervihnött I þróunarlöndum: þetta getur aldrei
gengið.
VISINDI OG
SAMFÉLAG
Tvöfalt kerfi
Til varö I landinu tvennskonar
tækni, indversk og vestræn. Þessi
fyrirbæri voru til hliö viö hliö
næstum án innbyröis tengsla. Til
varð tvöfalt samfélag, og meöan
hiö „vestræna” Indland þróaöist
hratt voru byggðasamfélögin
vanrækt. Fátækt þeirra óx og
flóttinn til stórborganna. Sjálf-
stæðiö 1947 varö til þess aö flýta
þessari þróun enn. Allur iönaður I
borgum, stefnt var á háþróaöan
iönað. meðan þorpin voru
vanrækt.
Þetta tvöfalda kerfi hefur
styrkt yfirstéttina, þau 5% sem
lifa í nútima vestrænu samfélagi,
en þjóöin býr enn við hinar gömlu
heföir án þess aö eiga sér
þróunarmöguleika.
Læknar fengust viö krabba-
mein og hjartasjúkdóma, sem
skipta máli fyrir vestrænt neyslu-
samfélag, en skipta engu i
samanburöi viö þá sjúkdóma
sem hrjá indverskan almenning.
Læknar hafa enga hugmynd um
þá sjúkdóma sem viö er aö glima.
Búfræöingar eru aldir upp viö
lifsstíl borganna og eru ónothæfir
i landbúnaöi. Og margir há-
menntaöir menn fára til Bret-
lands og Bandarikjanna, þvi að
þeirra menntun er i reynd ónot-
hæf á Indlandi — flótti þeirra er
rökrétt afleiöing af heimskulegu
menntakerfi.
Vindorka og
mykjugas
Indverjar hafa ekki þörf fyrir
atómorku, en búiö er aö reisa eina
atómstöð og önnur er i smiöum.
Viö þurfum orkuframleiöslu sem
er dreifö, þurfum aö nýta orku
vinda meö einföldum hætti, þurf-
um aö breyta lifrænum efnum t.d.
mykju I gas, nýta sólarorku, og aö
þessu erum viö aö vinna. Viö höf-
um ekkert aö gera við hina
bandarisku áætlun um kennslu-
sjónvarp um gervihnetti I ind-
verskum sveitum. Móttökutækin
mundu bila innan skamms og
enginn gæti gert viö þau.
Viö veröum aö byggja á tækni
sem viö getum byggt upp i land-
inu sjálfu. T.d. meö vindorku.
Búfræöingarnir veröa aö þekkja
aöferöir sveitaþorpanna til aö
geta bætt þær. 1 þorpunum er
mikiö af illa nýttri kunnáttu (t.d.
i leirkerasmiö), sem mætti bæta
úr t.d. meö betri leirblöndum. Ef
menntaðir indverjar vilja læra
af fólkinu, þá gætu þeir kennt
fólkinu margt.
Skynsamlegar þarfir
Yfirstéttin vill sprengjur og
gervihnetti, sjónvarp og bfla og
heldur þvi fram, aö hún vilji
þetta i þágu fólksins. En hún
hræsnar, hún hefur engan áhuga
á þörfum alþýðu.
En viö veröum aö losa okkur
undan helsi háþróaörar tækni og
þá undan alþjóölegu auðhringun-
um. Viö getum gert margt af viti
ef viö stefnum aö sjálfþurftar-
búskap. Við þurfum mat, vatn,
menntun, litil hús, nokkrar skyrt-
ur. Til hvers er aö safna fötum I
hauga? Við getum gramleitt allt
þetta á Indlandi. Viö getum lifaö
einföldu lifi i vistfræöilegu jafn-
vægi og notaö þá möguleika sem
blunda meö fólkinu.
Kinverjar hafa staöiö sig miklu
betur en viö meö þvi aö nota þá
tækni sem fáanleg er á hverjum
staö.
Og þaö eru ekki bara indverjar
sem þurfa aö gæta hófs. Vestur-
lönd veröa að gera það llka.
Mengun, firring æskunnar og
mörg önnur fyrirbæri sýna aö
þessi samfélög starfa ekki sem
skyldi. Aöeins 12% af ibúum
heims geta lifað eins og Banda-
rikjamenn, og heimurinn hefur
blátt áfram ekki ráö á fleiri
slikum löndum.
(Byggt á Information)