Þjóðviljinn - 14.09.1976, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.09.1976, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. september 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Bergsteinn Jónsson: Forpokun Þriðjudaginn 7. sept. gerir dagblaðið Timinn, i forystu- grein, að umtalsefni það, sem oft er kallað „opin umræða” i fjölmiðlum, þ.e.a.s. i útvarpi o{ sjónvarpi. J.H. heldur þarna um penna fyrir blaðsins hönd. Fer hann sæmilega af stað og er hægt að vera mörgu sammála, t.d. ummælum hans um skatta- málaumræðuna i sjónvarpinu, sem fræg er orðin aðendemum, þvi miður. Þar höfðu aðalviðmælendur fréttamanna litið að segja utan þennan venjulega vaðal i kring- um kjarna málsins og loforð um „skoðun” á ranglæti, sem þeir viðurkenndu að væri „uppi”. Ekki bætti úr, að flestir voru þeir illa mæltir á sitt móðurmál, en það er vitaskuld til hliðar við málefnið. Svona þætti lýsir J.H. orðrétt þannig: „Þeir, sem hlusta og horfa um landið, standa uppi jafnnær um málefnin, sem áttu að vera til umræðu. Þau eru runnin út i sandinn og mergurinn er eftir sem áður i leggnum óbrotnum”. Næsta ásteitingarefni leiðara höfundar eru þættir Páls Héið- ars á sunnudögum og þar skilur með okkur. Það er mál margra, að litið hafi verið að græða á hinni „opnu umræðu” mörg undan- farin ár og farið heldur versn- andi. Er og auðheyrt á tilvitn- unum hér að framan að J.H. er i þeim hópi. Það eru sem sagt búin að vera mörg rosa- sumur hvað snertir tjáninga- frelsi fólks á þjóðmálum i áhrifamestu fjölmiðlum lands- ins. Einmitti þáttum Páls Heiðars hefur nokkuð verið brotið i blað hvað þetta snertir. Svolitill sólargeisii hefur smogið gegn- um rosahimin þessa islenska járntjalds, sem undanfarið hef- ur gjörsamlega vantað hina „opnu umræðu”. Til marks um það hverju þessi steingelding orðsins hefur fengið áorkað er m.a. viðbrögð J.H., þar sem hann opinberar sjúkdóm sinn með þvi að finna ekki að aðrir eru heilbrigðir. Þegar bent er á, að við séum ekki innan járntjalds og að aðalsmerki hins frjálsa félags sé að hver geti látið skoð- anir sinar i ljós, verður það J.H. tiiefni til fúkyrða svo sem: „pólitiskir fordómar, undir- furðulegt atkvæðadorg, per- sónulegt grobb og hömlulaust ofstæki samfléttað árásar- hneigð”. Þetta er sú einkunn, sem dag- blaðið Timinn gefur þeim , sem vilja hafa hið frjálsa orð i heiðri og viðurkenna ekki yfirráðarétt valdhafanna yfir þenkimáta einstaklingsins. Ýmsir hafa i þáttum Páls Heiðars tekið hreinskilnislega til orða en leiðarhöf. Timans nafngreinir einn: Þorvarð Helgason, e.t.v. vegna þess, að hann sagði berum orðum að skerðing málfrelsis væri ekki sæmandi i lýðræðisþjóðfélagi. Sagði han ósatt? J.H. talar um tegund veiki, sem menn taki fyrir framan myndavélar og hljóðnema og lætur þá ósk i ljósi að „vonandi bráir fljótt af þessu fólki þegar hljóðneminn hefur verið fjar- lægður og slökkt á myndavélun- um”. Hann spyr: „Hafa menn t.d. haft spurnir af heilsufari Þorvarðar Helgasonar siðan á sunnudaginn er hann var manna verst haldinn við hljóð- nemann?” Ekki fer milli mála, að skoð- anir J.H. eiga ekki samleið með frjálsu fólki, þar sem almenn- ingur fagnar af alhug málfrelsi og „opinni umræðu”. „Margur heldur mig sig”. Sá grunur vaknar, að sjúkleika einkenni geri vart við sig þegar ritstjór- inn nálgast pennaskaftið. „Vonandi bráir fljótt” af þessum manni. „Hafa menn t.d. haft spurnir af heilsufari” J.H. siðan hann reit þriðjudagsleið- arann? Rvik, 8. sept., 1976 Bergsteinn Jónsson. Heyskaparhorfur eru ógn- vekjandi. Að vlsu eru til bændur, sem er borgið, en þeir eru undantekning. Það eru þeir, sem byrjuðu fyrst og hefur lán- ast best að nýta þessar sárafáu skammvinnu þerristundir, sem komu áður en túnin urðu ófær yfirferðar vélum, eins og þau eru nú löngu orðin. Fari þessu fram tii enda, blasir við að fækka á fóðrum að miklum mun. Nú hefur alþjóðarathygli Stéttarsamband bænda Tillögur um önnur mál99 99 Hér á siðunni hafa að undan- förnu verið birtar þær tillögur, sem samþykktar voru á siðasta aðalfundi Stéttarsambands bænda. Að endingu koma þær tillögur sem samþykktar voru um „önnur mál”. 1) Aðalfundurinn „...skorar á alþingi og rikisstjórn að lögfesta á næsta alþingi að allar konur landsins njóti þriggja mánaða fæðingarorlofs”. 2) Aðalfundurinn ... skorar á landbúnaðarráðh. að hlutast til um, að aðflutningsgjöld af jeppabifreiðum til bænda verði lækkuð til samræmis við aðrar atvinnubifreiðir”. 3) Aðalfundurinn ,,... telur með öllu óhæft, að matvæli séu eyðilögð, þegar verkföll eiga sér stað, eins og gerðist á s.l. vetri, er mjólk var gerð ónýt og hellt niður i miklum mæli. Telur fundurinn að i frv. Jóns Ár- manns Héðinssonar, er lagt var fram á siðasta alþingi og vísað var til rikisstjórnarinnar, hafi komið fram góður skilningur á þvi að koma verði I veg fyrir að slikt geti endurtekið sig. Skorar fundurinn á aðila vinnumarkað- arins og alþingi að ná samstöðu um reglur eða lög, er tryggi, að mjólk verði ekki eyðilögð, enda er svo ekki gert með matvæli, sem tekið hefur verið á móti i frystihúsum og verksmiðjum. Verði engir samningar gerðir eða lög sett um þetta efni, veitir aðalfundur Stéttarsamb. bænda stjórn þess fulla heimild til að binda undanþágur um sölu mjólkur I verkföllum þvi skil- yrði, að ekki verði hindruð vinnsla i mjólkurbúunum á allri annari mjólk”. 4) Aöalfundurinn ..... sam- þykkir að feia stjórn Stéttar- sartibandsins að beita sér fyrir þvi við landbúnaðarráðherra, að hann láti undirbúa og setja löggjöf um forfallaþjónustu og afleysingar vegna orlofs bænda og húsfreyja”. w Ólafur Jóhann Sigurðsson Óskar Halldórsson Athygli vakin á útvarpssögu Arnþrúður Karlsdóttir hringdi og bað blaðið að vekja athygli á þvi, að nú væri nýbyrj- aður i útvarpinu lestur á sög- unni Grænn varstu dalur, eftir welska skáldið Richard Llewellyn. Sagan kom út hérlendis fyrir tæplega þremur áratugum i þýðingu Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, rithöfundar. Hún fjallar um einn hinna grænu dala i Wales, sem námugröftur var að eyðileggja og breyta i svartar rústir og gapandi sár, og líf og örlög ibúanna þar. Kannski á slik saga sérstakt er- indi við okkur islendinga, ein- mitt nú á tlmum vaxandi stór- iðjuumsvifa. Einn af okkar fremstu upples- urum, Óskar Halldórsson, lektor, flytur söguna 1 útvarpið á venjulegum miðdegissögu- tima, kl. 14,30. —mhg Ur Reykhólasveit beinst að Þörungavinnslunni. Svo er að sjá, að of langt hafi verið á milli vinnuliðsins og yfirmannanna. Hefði ekki minna dugað til, svo þessir að- ilar næðu hvor til annars, heldur en verkfall, nokkuð fljót- ráðið? Fyrir bragðið urðu tafir á útskipun mikils hluta sumar- aflans. Ekki vex greiðslugetan við það. Vonandi læra báðir að- ilar á þeim árekstri sem varð og gerði allan þennan óþarfahvell. Fyrir skömmu meiddist óvan- ingur á þangskurðarpramma. Vinnuaðstaða á prömmunum er sögð óhæg og auk þess hvergi nærri hættulaus. Afköst fara mjög eftir verklagni. Notagildi ' þessara þangskurðarvéla eru þröng takmörk sett. Þola hvorki vind eða straum að ráði. Og þangið ódrýgist. Finnist ekki notadrýgri tæki er trúlegt að leggja verði meira upp úr handskurði, sérstaklega um stórstrauma. Heita vatnið er of lítið. Þvi bagalegra er hvað illa hitinn nýtist, því vatniö rennur býsna heitt frá verksmiðjunni. Þar er um sóun að ræða. Enginn vafi er á að hægt er að komast yfir byrjunarörðugleik- ana hvern af öðrum og þaö von- andi heldur fyrr en seinna. Aldrei fór það svo, að ekki dytti rikisstjórninni ráð i hug til að sjá hag rikisins borgið, — og var tími ti! kominn. Nú er farið að leggja sjúkratryggingar- gjald á öryrkja og ellilifeyris- þega. Ef dæma má svo eftir fögnuði Morgunblaðsins i for- ystugrein, verður þessi tekju- ‘-^(8 * Þangprammi. stofn ekki forsmáður fram- vegis. Meðan einstaklingar greiddu iðgjöld til almannatrygging- anna hér áður, — áður en vinstri stjórnin felldi þann nefskatt niður, — greiddi Tryggingar- stofnun rikisins iðgjöldin fyrir öryrkja og gamalmenni. Þannig var einn blindur maður hér i sveit gjaldfrir fyrir eitthvað 14- 18 árum. Nú er hann steinblind- ur og 77 ára gamall. Það var ekki vert að draga öllu lengur að ná einhverju af honum i sjúkra- tryggingargjald. Annar gjaldþegn er búinn að vera algjör öryrki vegna löm- unar i 18 ár og sleppa alveg við að borga sjúkrasamlagsgjöld janflengi. Morgunbiaðinu og dá- endum þess til hugarhægðar er rétt að gera uppskátt, að nú er búið að kippa þessu i lag og nú sleppur kauði ekki lengur við að borga sjúkratryggingargjald. Niðurjöfnun útsvara er ný- lokið i Reykhólasveit. Þrir hæstu útsvarsgjaldendurnir eru: Bragi Björnsson, öflunar- stjóri á Reykhólum, Ingi- mundur Magnússon hreppstjóri I Hábæ og Sigurður Pálsson, vigslubiskup á Reyk- hólum. Játvarður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.