Þjóðviljinn - 14.09.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 14.09.1976, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. september 1976. Það var glæsibragur yfir sigri Valsmanna • sem um helgina tryggðu sér tvöfaldan sigur í knattspyrnumótum sumarsins • Akurnesingar fengu ekki neitt við sóknarmenn Vals ráðið og töpuðu úrslitaleik í áttunda sinn Það var sannkallaður glæsi- bragur yfir sigri Vals i bikar- keppni KSl. Um helgina tóku hin- ir bráöskemmtilegu knattspyrnu- menn úr Hliðarendanum leik- menn 1A i gegn, sigruðu þá 3-0 1 úrslitaleiknum og brutu á bak aft- ur Vlkingshjátrúna margumtöl- uöu. Þar með voru tveir stærstu bikarar sumarsins komnir I örugga höfn; báðir gista þeir I fé- lagsheimili Vals næstu tólf mán- uöina og verður ekki annað sagt en að dyggilega hafi verið til þessa árangurs Valsmanna unn- ið. „Valsmenn eru bestir” var kyrjað á áhorfendapöllum Laug- ardalsvallarins á meðan leik- mennirnir sendu knöttinn þrlveg- is I mark skagamanna og tóku siðan á móti verölaununum aö leik loknum. Engum dylst að besta knattspyrnulið tslands fór þarna með sanngjarnan sigur af hólmi og óskar Þjv. leikmönnum og stuðningsmönnum Vals inni- lega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Snúum okkur að úrslitaleikn- um. Laugardalsvöllurinn var trú- lega verri en nokkru sinni fyrr. Rignt hafði látlaust nóttina fyrir leik og raunar llka um morguninn og fjöldi áhorfenda var fyrir vikið I lágmarki. Sólarglenna var þó á meðan leikurinn stóð yfir og var mesta furða hvaö leikmönn- um tókst að sýna af knattspyrnu á rennblautum og gljúpum vellin- um. Skagamenn sóttu stif;t til að byrja með, greiniiega staðráðnir i þvi að ganga nú leksins meö sigur af hólmi I úrslitaleik bikarkeppn- innar. Þeir náðu að skapa sér mörg tækifæri I byrjunsem ekki nýttust þó, og smám saman náði Valur tökum á leiknum. Vörn þeirra þéttist um leiö og varnar- menn 1A gáfu eftir og tækifærin fóru að hrannast upp hinum meg- in á vellinum. Fyrsta markið kom svo á 33. minútu. Vafalitiö hefur þaö end- anlega ráðið úrslitumleiksins, skagamenn máttu alls ekki við þvl að fá á sig mark og hættu raunar aö mestu að berjast fljót- lega eftir þetta örlagarlka mark sem varð til eftir varnarmistök. Albert Guðmundsson tók horn- spyrnu frá hægri sem kom fljót- lega eftir hörkuskot Hermanns Gunnarssonar að marki 1A. Þá varði Einar Guðleifsson naum- lega en hann átti ekkert svar við góðu skoti Hermanns upp úr hornspyrnunni. Þessi mark- heppni sóknarmaður Vals fékk boltann þar sem hann stóð óvald- aður I þröngu færi og afgreiddi boltann samstundis með föstu skoti I bláhornið, 1-0 fyrir Val, og margir voru þeirrar skoðunar aö úrslit leiksins væru þar með ráð- in. Enginn efaðist a.m.k. átta min- útum slöar þegar Hermann var aftur á ferðinni og skoraði með mikluharðfylgiannaðmark Vals. Aftur tók Albert hornspyrnu, Hermann fókk boltann, smeygði sér laglega framhjá varnar- mönnum tA,og með tvo eöa þrjá loury llitchev, þjálfari Vals „Ég heföi haft 4-5 Valsmenn sem fastan kjarna í landsliði” Hinn frábæri þjálfari Vals- manna, sovétmaðurinn Ioury Ilitchev, er sá maður sem mestar þakkir fær fyrir þann árangur sem náðst hefur. Hann hefur byggt upp stór- skemmtilegt lið og leitt það til sigurs i tvígang I sumar. Eftir sigurinn yfir skagamönnum ræddi blm. Þjv. við þennan viðkunnanlega og happasæla þjálfara; — Valsmenn hafa náð þessum árangri fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa i sumar unnið saman allir sem einn. Við lögðum á þaö áherslu aö allir ynnu fyrir einn og einn fyrir alla, engin stjarna átti að skera sig úr, og eigingirni var hugtak sem stranglega var bannað. Einmitt með þannig hugar- fari næst svona árangur. Félagsheildin skipti öllu máli og I hverjum leik var teflt fram samhentu liði sem ekki var hlutað niður i ellefu ein- staklinga. — íslandsmeistarar og bikarmeistarar Vals eiga engan mann I landsliðinu eins og er? — Já, það er óneitanlega svolitið skrýtið. En hver þjálfari hefur sina skoðun á hlutunum og Islenska lands- liðið hefur náð góðum árangri i sumar. Hins vegar verð ég að játa að ef ég væri landsliðsein- valdur islenska liðsins myndi ég hafa a.m.k. fjóra eða fimm Valsmenn fasta I liðinu. í rauöu peysunum leika margir frábærir knattspyrnumenn þessa dagana. — En þú þakkar þá ómældri samvinnu þennan árangur ykkar I sumar? — Já, alveg tvlmælalaust og eins langar mig til þess að biðja þig að koma I gegnum blaðið þitt þökkum til allra okkar stórkostlegu stuðnings- manna. Þeir hafa fylgt okkur á hvern leik og stutt við bakið á leikmönnum af einstakri áhugasemi. Slikt er lika óendanlega mikilvægtog ég er þeim öllum ákaflega þakklátur. — Kemurðu aftur næsta sumar? — Ég veit ekki. Mér finnst afskaplega ánægjulegt að dveljast hér á íslandi, Reykja- vík er kyrrlát og góð borg, fólkið er indælt, og vissulega væri gaman að koma hingað aftur næsta sumar. Enn er ég þó ekki hættur hjá Val. Ég verö með strákunum fram i nóvember við æfingar eftir 'f ( fc/ Ioury Uitchev þjálfari skiptir aldrei skapi á meðan á leik stendur og það er ekki að sjá á honum hér að Vaiur hai'iyfir 3- 0 og að aðeius tvær minútur séu eftir af úrsiitaleiknum. nýju kerfi sem er I mótun, og hvað siðar verður hlýtur svo að koma I ljós I byrjun næsta árs. —gsp Ingi Björn tekur hér á móti hamingjuóskum Jóns Gunnlaugssonar, fyrirliða tA, sem þarna tapaði sfnum þriðja bikarúrslitaleik I röö. Bikarinn eftirsótti er I höndum Inga Björns. varnarmenn á hælunum skoraöi hann gullfallegt mark og braut liö IA endanlega á bak aftur. Sann- arlega stóð Hermann fyrir slnu á örlagastundu. Staðan ileikhléi var þvi 2-0,og I slðari hálfleik var ekki annaö að sjá en aö nánast væri formsatriði fyrir skagamenn að ljúka leikn- um. Þeir léku langt undir getu, virtust áhugalitlir og niðurbrotn- ir. Valur hélt áfram að sækja meira og endanlega var sigurinn innsiglaður fimm mínútum fyrir leikslok. Og enn var tekin hornspyrna. Að þessu sinni framkvæmdi Atli Eðvaldsson hana frá vinstri, Björn Lárusson skallaði frá á marklinu, boltinn hrökk út til Kristins Björnssonar sem skoraöi með þrumuskoti framhjá varnar- mönnum og markveröi IA. Sigur- inn var á höfn, Valsmenn fögnuöu ákaft og eldheitir stuðningsmenn þeirra á áhorfendapöllum fengu vart vatni haldið af hrifningu. Leikurinn hafði snúist upp I nokkuð mikla hörku er á leið. Rafn Hjaltalin dómari hafði lltil tök á leikmönnum og sýndi hann undir lokin þeim Inga Birni og Jóni Alfreðssyni gula spjaldiö. 1 heildina léku bikarmeistarar Vals skinandi vel gegn 1A ef frá eru teknar fyrstu tuttugu minút- urnar. Þótt leikurinn einkenndist af slæmum aðstæðum sáust góðir kaflar innan um og björguöu þeir heiðri þessa annars dauflega úr- slitaleiks. Bergsveinn Alfonsson átti að þessu sinni stórgóöan leik fyrir Valsmenn, en með honum léku margir af stakri prýði, ekki sist fyrirliðinn, Ingi Björn Al- bertsson. Hermann Gunnarsson átti einnig gótan dag og það var hann sem tvlmælalaust skapaöi öðrum fremur þennan sigur er hann braut skagamennina með tveimur góðum mörkum. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.