Þjóðviljinn - 02.12.1976, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1976
MOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfnfélag Þjóöviljans. útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjög,-
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann leifsson
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Auglýsingastjóri: Úlfar Þormó&sson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
úmsjón méö sunnudágsbTáði: Siöumúla 6. Simi 81333
Arni Bergmann Prentun: Blaöaprent h.f.
20% HÆKKUN ÞJÓÐARTEKNA Á 10 ÁRUM EN HLUTUR
VERKAFÓLKS NÚ LAKARI
A 33. þingi Alþýðusambands Islands,
sem nú er háð i Reykjavik, þá eru kjara-
mál verkafólks að vonum efst i hugum
manna.
Mörg orð hafa fallið á Alþýðusambands-
þingi um hrikalega kjaraskerðingu sið-
ustu ára, um lifskjörin sem nú eru i lág-
marki og hvernig snúa eigi taflinu við
verkafólki og allri alþýðu i hag.
Heitar hvatningarræður eru fluttar og
menn brýna hver annan til öflugrar
baráttu.
Æ fleiri gera sér nú ljóst, að til þess að
rétta á ný hlut verkalýðsins þarf hvort
tveggja að koma til traust og öflug fagleg
eining og mikil pólitisk umskipti, stór-
aukið pólitiskt vald verkalýðshreyfingar-
innar.
Hér þarf umfram allt lifandi og virkt
fjöldastarf þúsundanna bæði innan verka-
lýðsfélaganna og i pólitiskri baráttu. Slikt
fjöldastarf, sem byggir á pólitiskum skiln-
ingi á stéttareðli þjóðfélagsins, er for-
senda verulegs og varanlegs árangurs.
Auðnist þingi Alþýðusambandsins nú að
róta við hinum værukæru og kalla fjöld-
ann til baráttu og jafnframt að skipa for-
ystu, sem sé fær um að veita leiðsögn i
baráttunni, þá mun vörn verkalýðs-
stéttarinnar á Islandi brátt verða snúið i
sókn.
Hér i Þjóðviljanum var i fyrradag vakin
athygli á þeirri staðreynd, að á siðustu 10
árum, frá 1966 -1976, þá hafa þjóðartekjur
á mann vaxið á Islandi um nær 20% frá
1966 sé sá vöxtur þjóðartekna, sem stjórn-
völd og efnahagssérfræðingar gera ráð
fyrir á næsta ári reiknaðir með.
Fram á þetta var sýnt á forsiðu Þjóð-
viljans i fyrradag með óyggjandi tilvisun-
um i opinberar tölur frá Þjóðhagsstofnun
og Seðlabanka.
En hefur þá þessum aukna arði þjóðar-
búsins verið varið til að bæta kjör almenns
verkafólks á Islandi, þess vinnandi fólks
sem minnst bar úr býtum?
Sé litið á þetta timabil i heild, kemur i
ljós að svo er ekki.
Samkvæmt upplýsingum, sem finna má
á blaðsiðu 20 i oktoberhefti af Fréttabréfi
Kjararannsóknarnefndar nú i ár, en að út-
gáfu þess stendur m.a. Vinnuveitenda-
samband íslands, þá kemur i ljós að mið-
að við visitölu vöru og þjónustu hefur
kaupmáttur útborgaðs dagvinnukaups
verkamanna aðeins hækkað um 4% á tiu
árum frá meðaltali ársins 1966 til annars
ársfjórðungs 1976, en lengra nær taflan
ekki.
Kaupmátturinn má sem sagt heita sá
sami nú og hann var fyrir 10 árum. Raun-
gildi launa verkamanna hefur ekki vaxið,
þótt raungildi þeirra þjóðartekna, sem til
skipta koma, hafi hækkað um 20%.
1 stað þess að hinir lægst launuðu i þjóð-
félaginu hefðu svo sannarlega þurft að
auka hlut sinn frá þvi sem var 1966, þá er
hlutur verkamannsins nú lakari en hann
var fyrir 10 árum miðað við greiðslugetu
þjóðarbúsins.
Þetta sýna opinberar tölur, sem ekki
verður deilt um.
Auðvitað er það fjarstæða, að ekki sé
hægt að bæta kjör verkamanna og annars
láglaunafólks, nema þjóðartekjur fari
vaxandi. Þvert á móti er aðkallandi að
flytja til mikla fjármuni i þjóðfélaginu frá
braskarastéttinni og viðskiptalifinu en til
verkalýðsstéttarinnar, hvað sem vexti
þjóðartekna liður.
Þetta hefur ekki tekist vegna skorts á
pólitiskum styrk verkalýðshreyfingar-
innar, — en enn alvarlegra er þó hitt, sem
hér var áðan sýnt fram á, að verkafólk
hefur ekki einu sinni á siðustu 10 árum
haldið sinum fyrri hlut úr vaxandi þjóðar-
tekjum.
Það var aðeins á árum vinstri stjórnar-
innar frá 1971 til miðs árs 1974, sem út-
borguð kaup verkamanna hækkaði þó
nokkru meira en nam vexti þjóðartekna á
mann svo sem tölur kjararannsóknar-
nefndar sýna einnig. — Þrátt fyrir þær
timabundnu kjarabætur, er útkoman úr 10
ára timabilinu i heild sú, sem áður
greindi, og valda þvi annars vegar við-
reisnarárin og hins vegar valdaár núver-
andi rikisstjórnar.
Hér í Þjóðviljanum hefur áður verið á
það bent, að á árunum 1971-1973 hækkaði
kaup verkamanna um 91%, en verðlag
hækkaði á sama tima um 46,7%. Þannig
hækkaði kaupið þá, á árum vinstri stjórn-
arinnar, helmingi meira en verðlagið. Frá
þvi vinstri stjórnin missti þingmeirihluta
sinn snemma árs 1974 og tii hausts 1976 er
það hinsvegar verðlagið, sem hefur kækk-
að um það bil helmingi meira en kaup
verkamanna.
Fátt sýnir betur en þessi samanburður,
hvaða úrslitum pólitiskur styrkur verka-
lýðshreyfingarinnar ræður. ^
Magnús taldi ennfremur aö
rangfært heföi veriö hver
ástæöan var fyrir þvi aö ihaldið
klauf sig útúr samstarfi verka-
lýösfélaganna i Reykjavik um
l.-mai sl. Þar réði eitt orð I 1,-
mai ávarpinu að hans sögn:
Orðið: ALÞÝÐUVÖLD: Sagði
hann að þar hefði verið átt við
kröfuna um „alræði öreig-
anna”. Tryggvi Þór Aðalsteins-
son, sem var formaður l.-mai
nefndar fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna leiðrétti Magnús og
sagði að með alþýðuvöldum
hefði verið átt við kröfuna um
„þjóðriki þar sem vinnandi fólk
hefði ýmsar lykilstöður i
þjóðfélaginu i sinum höndum og
þar á meðal löggjafarvaldið.”
Vonaöist Tryggvi til þess að
skráðar heimildir um verka-
lýðsforingja sem ekki skildu eöa
vildu skilja hugtakið alþýðu-
völd, og væru á móti þeim,
heyröu senn til safnmuna á
Sögusafni ASÍ, en heyrðust ekki
á þingum hreyfingarinnar.
Meistpri tvö-
feldninnar
Guðmundur H. Garðarsson,
oddviti ihaldsmanna á ASI-
þingi, var á mælendaskrá i gær-
morgun, en féll frá orðinu. Ekki
fékkst þvi úr þvi skorið hvort
hann ætlaði að hvetja láglauna-
menn til baráttu við kjararán-
stefnu „sina” eða taka undir
kröfu ASl um að engir
samningar veröi geröir um
veiðiheimildir til útlendinga og
mótmæli verkalýðs-
h r e y f i n g a r i n n a r gegn
samningamakki stjórnarinnar
og Guðmunds sjálfs við EBE.
Meistari tvöfeldninnar er jú
lipur samningamaður eins og
við vitum.
Vísir f metersþykkum bunkum'
á Haugunum.
>
Moggi og Visir
á Haugunum
Hér i þessum þáttum hefur að
undanförnu verið sýnt fram á að
ekkert er að marka uppgefnar
tölur dagblaðanna um fjölda
prentaðra eintaka. Hann getur
verið gefin rangt upp, ekkert
segir hann um nýtingu blað-
anna, hverjir lesa þau og hvað
margir lesendur eru á hvert
eintak.
Blaðamaður Þjóðviljans,
Sdór, var i vikunni i fréttaleið-
angri og leit við á sorphaugum
Rvikurborgar, þeim merka
fylgifisk neyslusamfélagsins.
Sem hann dvaldi þar að
morgunlagi komu tveir vöru-
bílar fullir af dagblöðum og
bunkum. Og það var ekki
neinum smáhaugum sturtað á
vlöan völl þennan morgun.
Staflar af Morgunblaði og Visi
skreyttu ruslahaugana. Hætt er
við að þessi afgangsblöö hafi
ekki komiö fyrir augu lesenda.
Hér er illa farið með pappir —
og við mlnusum upplag
Morgunblaðs og VIsis um all-
mörg þúsund. Staðréyndirnar á
Haugunum tala sinu máli. Ef til
vill ætti að staðsetja opinbert
upplagseftirlit þar.
—ekh
Morgunblaöiö öskuhaugamatury
i þykkum stöflum. /
thaldiö á ASt-þingi.
„Við sjómenn”
Klippari þessa þáttar hafnaði
á ASl-þingi I gærmorgun. Þar
var þá rætt um lágu launin,
k j a r a r á n s t e f n u n a og
atvinnumál.
Meðan staldrað var við á ASl-
þingi töluðu þrir Ihaldsmenn.
Þeir liggja undir harðri gagn-
rýni fyrir að vera tvöfaldir I
roðinu, t.d. miöstjórnarmenn-
irnir Pétur Sigurðsson og Guö-
mundur H. Garöarsson, sem á
Alþingi styðja kjararánsstefnu
rlkisstjórnarinnar en á ASt
þingi láglaunabaráttu verka-
fólks, að eigin sögn.
„Viö sjómenn” sagði Pétur
Sigurðsson, fallkandidatinn úr
Sjómannasambandinu I ræöu
sinni. Hann mótmælti því að
Herdis ólafsdóttir frá Akranesi
skyldi undanskilja Sjálfstæðis-
menn á ASt þingi, þegar hún
talaði um nauðsyn á samstöðu
vinstri aflanna á verkalýös-
hreyfingunni.
Pétur tvltók það umbeöinn, aö
„viö Sjálfstæöismenn á ASÍ-
þingi erum meiri og minni
vinstri menn.”
Sigfinnur Karlsson frá
Neskaupstaö kallaði þá fram I
ræöu Péturs: „Hann
Guömundur H. Garöarsson
stendur hérna viö hliöina á mér
og hlær aö þér, Pétur.”
Skilur ekki
„alþýðuvöld”
Magnús L. Sveinsson, VR,
hélt hjartnæma ræöu um að
ganga yrði út frá þvl I næstu
samningum og ekki hvika frá
þvi að launafólk gæti lifaö af
átta stunda vinnudegi. Honum
var bent á það að samkvæmt
útreikningum Hagstofunnar
þýddi þetta um 140 þúsund kr.
mánaðarlaun fyrir visitölufjöl-
skylduna. Þetta þýddi að laun
Sóknarkvenna t.d. þyrftu aö
hækka um 60 til 70 þúsund kr.
Vonandi tekst Magnúsi að sann-
færa samflokksmenn sina I
atvinnurekendastétt um
nauðsyn slíkrar launahækk-
unar.