Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 7

Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 7
Fimmtudagur 2. desember 1976 ÞJÓÐVIUINN — SIÐA 7 k ÐAGSKRA___________ Fölsk eining kemur hin- um róttækari í koll Ekki þarf aö fara mörgum orðum um þau umskipti, sem orðið hafa á högum alþýðufólks á Islandi á þessari öld, og fáum blandast hugur um, hverjir lagt hafa drýgstan skerf af mörkum við að knýja fram þau umskipti. Nii þegar þing Alþýðusam- bands íslands stendur yfir, er þó hollt, að einmitt fyrir kraft hinnar pólitisku baráttu verka- lýðshreyfingarinnar hafa - stærstu og merkustu framfara- spor þjóðarinnar verið stigin, jafn atvinnulega, efnahagslega, sem og i menningarlegu tilliti. Stærstur er hlutur félaganna i verkalýðshreyfingunni, sem harðast börðust við islenska burgeisastétt, oft úthrópaðir sem sendimenn heims- kommúnismans, og jafnvel út- skúfaðir frá vinnu. Þessa er hollt að minnast, ekki sist þegar málpípur og málgögn ihaldsins guma af lýðréttindum hins borgaralega þjóðfélags, lýðréttindum, sem verkafólk hefur unnið sér til handa i hörðum stéttaátökum liðinna ára. Þótt gleðjast megi yfir þeim árangri, sem náðst hefur i ára- tuga starfi verka- lýðshreyfingarinnar, þá megum við sósialistar ekki láta slikt glepja okkur sýn, og mikils er um vert að við getum á hver jum tima greint þær blikur, sem á lofti eru. Ég hef hér ekki sist i huga þá einhliða faghyggju og pólitisku geldingu, sem verið hefur alltof áberandi i starfi undanfarin ár, og stundum hefur virst vera að ganga af allri róttækri kröfugerð og þjóð- félagsumræðu innan verkalýðs- félaganna dauðri. Meðan verkalýðshreyfingin var enn að berjast fyrir ein- földustu mannréttindum, og áður en hún hafði hlotið þann styrk og þau áhrif, sem siðar varð, þá kölluðu hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar aðeins hina stéttvisari i hópi verkafólks inn i raðirnar. Þetta setti svip sinn á alla kröfugerð og baráttuaðferðir. Nú er öldin önnur, Menn gerast félagsmenn hinna ýmsu verkalýðsfélaga nær sjálfvirkt ogkerfisbundið, jafnvel án þess að þekkja lög og samþykktir félaganna, og alltof margir án þess að stéttarvitund þeirra sé nokkur. Skoðanaskipti og umræður eru nú oft i lágmarki innan félaganna áður en kröfur eru mótaðar, og margur lætur sér nægja að hugsa sem svo, að það sé ekki sitt verkefni heldur skrifstofunnar að sjá um þetta eða hitt. Jafnvel þegar komið er út i verkfallsátök, þá hvilir starfið, t.d. á verkfallsvökt- unum, oft á alltof fáum mönnum. A fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar gat það af eðli- legum ástæðum vart komið til greina, að aðrir veldust til forystustarfa i verkalýðs- félögunum en þeir, sem trúir voru grundvallarhugsjónum hreyfingarinnar og vildu mikið á sig leggja i þeirra þágu. Nú er það hins vegar i samræmi við tiðarandann, að velja jafn vel forstokkaða ihaldsbrodda og þjóna eiginhagsmuna- hyggjunnar til sumra æðstu trúnaðarstarfa i samtökum verkafólks. Og dæmi finnast um að slikir menn hafi verið sjálf- kjörnir til forystustarfa i félögum sinum ár eftir ár. Þeir sendimenn Sjálfstæðis- flokksins, sem ég er hér með i eftir Sigurð Magnússon, rafvélavirkja huga, hafa samt ekki farið i neinn feluleik með skoðanir sinar og pólitisk markmið. Sumir þeirra hafa jafnvel gerst þingsveinar ihaldsins á Alþingi, og sitja þó jafnframt það þing Alþýðusambands Islands, sem nú stendur. Timabært er að við sósialistar gerum okkur ljóst, að þótt fag- leg samvinna geti verið nauðsynleg, þá má hún ekki lengur verða tif að draga úr pólitiskri umræðu innan verka- lýðshreyfingarinnar. Veginn til vaxandi félags- hyggju og aukins jöfnuðar er ekki hægt að varða i friðsam- legri sambúð við ihaldiö, hvorki innan Alþýðusambandsins eða utan. Pólitisk afsláttarstefna og fölsk eining hlýtur fyrr eða siðar að koma hinum róttæka armi verkalýðshreyfingarinnar i koll. Afsláttarstefna og friðsamleg sambúð við ihaldið innan sjálfrar verkalýðs- hrey fingarinnar hlýtur óhjákvæmilega að verða á kostnað baráttunnar fyrir grundvallarbreytingum á þjóð- félaginu, á kostnað baráttunnar fyrir þvi að verkafólk verði sjálft herrar vinnu sinnar. Okkur ber enn i dag að berjast úndir merkjum sömu hugsjóna og kveiktu elda á fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar. Vonandi er, að það þing Alþýðusambands tslands, sem nú stendur yfir marki nýja stefnu, og að hinn fjölmenni hópur róttækra þingfulltrúa tefli fram að djörfung pólitiskum skoðunum sinum og fylgi þeim siðan eftir i umræðu og starfi innan hinna einstöku verkalýðs- félaga. Frelsi alþýðunnar verður ekki fundiðá braut, sem vörðuð er kjörorðinu: Stétt með stétt. Uppáferðin mikla og kvenfrelsið ÁRNI BERGMANN SKRIFAR % (BOuD fe®0SOuD@Oí)[iílSflF Erica Jong. Isadora (Fear of fly- ing). Óli Hermanns þýddi. Ægisútfáfan 1976. Nú gerist það, sem ekki oft verður, að frægðarskáldsaga er þýdd á islensku meðan enn er heitti kringum hana. Lofthræðsia Ericu Jong er komin út og er i þýðingunni kennd við þá persónu sem söguna segir, hverngi sem á þvi stendur. Eiginlegur sögutimi er fremur stuttur — nokkrir dagar á alþjóð- lega sálfræðingaþingi i Vinarborg og á eftir nokkurra daga þeyting- ur um vestanverða Evrópu. En inn á milli hverfur sögukonan til fortiðar sinnar og baksviðs. Isa- dora sögunnar er af miðstéttar- gyðingum i New York komin, menntuð, greind, kynmögnuð og sálflækt. Frá ástarhatri til móður sinnar hverfur hún að leit að ein- hverju stórkostlegu i uppáferð- um, en biður ýmisleg skipbrot á þeim vettvangi og gerist fastur viðskiptavinur hjá sálfræðingum auk þess sem hún fæst við að yrkja. 1 sögunni er hún gift sál- greinanda og fer með honum á áðurgreintþing,og hittir þar ann- an salgreinanda sem hún ætlar lifandi að gleypa. Verður nú af þessu þrihyrningur með tilkomu- miklum uppáferðum og sálfræði- legum athugasemdumviðþær.Þar til Isadora kerlingin fer i reisu með hinum nýja sálfræðingi sin- um, flippar út I nokkra daga sam- kvæmt boðskap hans um að hverjum degi skuli nægja hans þjáning eða kæti. Það kemur hinsvegar á daginn, að þessi nýi vinur Isadoru existensialistinn svomi, hann svindlar, hugsar heldur betur fyrir morgundegi með sinni kerlingu og krökkum. 1 þessari sögu er mikið af uppá- ferðum með tilheyrandi fjögurra ogfimm starf orðum. (Ef að þessi bók væri sænsk mundi heyrast mikið kvein um þetta djöfuls skandinaviska klám, en nú hafa menn fyrir sér bandariskan met- söiuhöfund, hvað ætla þeir að gera við hann?) En menn skyldu samtekki halda, að þetta sem nú var nefnt væri kjarni málsins. Viðureign Isadoru við sjálfa sig og karlpeninginn er lýst sem af- leiðingu af fráleitu ástandi : kon- an hefur verið kúguð og undirgef- in um aldir og þvi er kynlifið orðið að grimmri styrjöld milli kynj- anna. Og þegar einstaklingar af kvenkyni takast á loft, fara i flug- ferð um geim frelsisins , þrátt fyrir „lofthræðslu”, þá halda þessir einstaklingar áfram að vera háðir karlamati, þótt breytt sé um sjónarhorn og formerki. Þetta er þema sem vakið er með ýmsum hætti i sögunni. Isadora og Pia vinkona hennar reyna að snúa vörn i sókn, nú safna þær „höfuðleðrum” karla og segja af þeim rúmferðasögur — sannar og lognar — rétt eins og hinir „frjálsu” karlar hafa löngum gert. Enda spyr Isadora þegar hún hefur tekið fram, að þær Pia séu „frjálsar” konur, hún rit- höfundur ,,Pia málari: „Lif okk- ar var annað og meira en karl- menn, við áttum okkar störf, ferðalög, vini. Hversvegna leit þá þannig út., að lif okkar væri ekki aðnnað en dapurlegir söngvar um karlmenn? Hvers vegna lögð- umst við svo lágt að vera á si- felldum veiðum eftir karlmönn- um? Hvar voru þær konur sem voru sannanlega frjálsar, hver fann sig heila bæði með og án karlmanns?”. Og á öðrum stað segir hún „öll min uppreisnar- girni var ekki annað en andsvar við djúpstæðri undirgefni”. I út- málun þessara , hluta er sársauki bókarinnar og hennar veiga- mesta sögn. Strið kynjanna kem- ur i veg fyrir vináttu, það verður freistandi fyrir sögukonu að reyna að einangra kynlifið gjör- samlega frá öðrum mannlegum snertipúnktum. Dagdraumar hennar eru um skyndisamfarir sem ekki skuldbinda til neins, óprsónulegar, óvæntar, um „hreinræktaða” liffærastarf- semi. Þótt reyndar hatti fyrir öðrum skilningi, annarri afstöðu áður en lýkur. En um leið og þessi bók er um kynjastriðið mikla, er hún einnig um fólksemer „yfirsexað” með ýmsum hætti, sem er skilorðs- bundið af auglýsingum og innræt- ingu kaupsýslunnar og sam- félagsins til að vænta sér þeirra býsna af kynlifi, að reynslan hlýt- ur að valda vonbrigðum. Skyn- samleg hlutföll i mannlifi hafa raskast. Þetta tengist við hið mikla sálfræðiæði sem Amerika hefur verið haldin. Bókin er gagn- sósa af „sálgreiningarkjaftæði” eins og Isadora orðar það sjálf, þeirri viðleitni að troða hverri lifshræringu inn i völundarhús sértekinna sálfræðilegra hugtaka og mala þar úr þeim allan safa. Sögumaður og — eða höfundur skopast að þessari áráttu, en um leið eru þær báðar tvær staddar i henni miðri og komast ekki ýkja langt frá henni. Erica Jong er frisklegur höf- undur og gáfaður, henni dettur margt I hug, viðlikingar hennar eru einatt hnyttnar, sálfræðinni getur hún oft haldið i skefjum með grallaraskap, hún á og gagn- orðar lýsingar á timaskeiðum og umhverfi (til dæmis lýsingu á lifi bandariska setuliðsins i Þýska- landi). En hún getur ekki komið i veg fyrir, að stundum verði Isa- doru raunir með nokrum hætti stormur i vatnsglasi. Hún segir að hugarórar sinir séu einsskelfi- legir og mannkynssagan, en það fær sem betur fer ekki staðist. Einhvern veginn fór það svo, að við lesturinn laumaðist að mér gömul rússnesk saga. Hún segir frá stráknum Vanja og kennslu- konu hans, Mariu Jvanovnu. Kennslukonan þráspyr stráka aö þvi hvað þrisvar sinnum fjórir eru mikið, en hann ansar ekki, enda hefur hann um annað að hugsa: mamma er veik, pabbi fullur og týndur, kýrin fótbrotin, systa sársvöng heima og annað eftir þvi. Hvað eru þrisvar sinn- um fjór mikið? æpir kennslukon- an að lokum heldur betur grimm. Þá litur Vanja upp og segir: Maria ívanovna, mikið vildi ég að ég hefði yðar áhyggjur... Árni Bergmann P.S. Þýðing Öla Hermanns er ansi þýðingarleg á köflum. „Ef ekki hefðiverið fyrir þig, væri ég listakona”. „Hvað gengur ekki út á samfarir?”. „Eður ei” er ofnot- að. „Satans” sem blótsyrði einn- ig. „Sýniseggur” er ekki vel gott nýyrði fyrirExhibsjónista. Ýmis- legt fleira mætti nefna. En text- inn er þó ekki geltur, það er þakk- ar vert. G&tdb AUGLÝSIIMGA-OG IÐNAÐARLJÓSMYNDUN Simi 12821 Skúlagata 32 Reykiavlk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.