Þjóðviljinn - 02.12.1976, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1976
Fimmtudagur 2. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
AFTURKIPPUR ÍIÐNÞRÓUN
Þegar ný rikisstjórn var mynd-
uð 1971 ogég tók m.a. við störfum
iðnaðarráðherra varð það fyrsta
verkefni mitt að kanna að hverj-
um verkefnum verið væri að
vinna innan ráðuneytisins i þágu
iðnaðarins. Ég reyndi að hafa þá
könnun jákvæða, þótt skoðanir
minar og fyrirrennara mins væru
æði ólikar, vildi nýta allt það sem
ég taldi geta orðið til gagns eða
sveigja það inn á brautir sem
féllu nær skoðunum minum og
hinnar nýju rikisstjórnar en
fyrirrennara mins. Ég minnist
þess ekki a ð é g ha fi orðið fyr ir þv i
ámæli að stöðva framkvæmdir af
einhverju óskilgreindu pólitisku
ofstæki. Ég nefni þetta vegna
þess að eftirmaður minn G. Th.,
hefur haft uppi þveröfug við-
brögð, stöðvað hinar mikil-
vægustu framkvæmdir án skýr-
inga og að þvi er mér virðist af
einu saman ofstæki.
Iðnþróunaráætlun
Mikilvægasta verkefnið sem
var i undirbúningi i iðnaðarráðu-
neytinu þegar ég hóf störf þar var
undirbúningur þess að samin yrði
iðnþróunaráætlun með tilstyrk
SÞ, annarsvegar um iðnþróun i
landinu, hinsvegar um viðskipta-
og verslunarmál i þágu
útflutningsiðnaöar. Viðreisnar-
stjórnin hafði snúið sér til SÞ meö
ósk um aöstoð við slika áætlunar-
gerð eftir hrun viðreisnarstefn-
unnar 1967-1968. Það hrun bitnaði
ekki sist á islenskum iönaði, dró
úr framleiðslu hans og sýndi
hvað innviðir þessarar atvinnu
greinar voru veikir. Sú reynsla
var svo alvarleg aö engum gat
dulist, að aðild tslands að EFTA,
sem viðreisnarstjórnin hafði beitt
sér fyrir, gæti tortimt islenskum
iðnaði að fullu ef ekki yrði gripið
til umfangsmikilla og skjótra
ráðstafana.
Sérfræðingar stofnana SÞ tóku
til starfa ásamt islenskum sér-
fræðingum um svipað leyti og
vinstri stjórnin tók við. Þeir
aðilar sem fjölluðu um iðnþróun
störfuðu I sambandi við Iðn-
þróunarstofnun Islands, en þeir
sem fjölluðu um útflutning
iðnaðarvarnings i sambandi við
Útflutningsmiðstöð iðnaöarins.
Það var ljóst i upphafi að
viðfangsefnin voru mjög stórfelld
og að koma þyrfti í verk
byltingarkenndum breytingum ef
islenskur iðnaður ætti að halda
velli og sækja fram i samkeppnis-
umhverfi. Þróun iðnaðar haföi
mótast af tollvernd og inn-
flutningshöftum, þannig að
rekstrarskilyrði hans voru oft
óeðlilega hagkvæm og hafði það
bitnað alvarlega á framleiðni.
Framleiðni islensks iðnaðar var
svo litil 1971, að afköst hans námu
á ýmsum sviðum svo sem
tveimur þriðju af afköstum
þróaðs verksmiðjuiðnaðar og á
sumum sviðum aðeins helmingi.
Orsakirnar voru fyrst og fremst
fjölbreytni framleiðslutegunda
fyrirtækja og ófullkomnar stjórn-
unaraðferðir innan þeirra. Jafn-
hliða þessum hrikalegu veilum
blasti sú staðreynd við að
iðnaðurinn var sú atvinnugrein
sem tryggja þurfti vaxandi þjóð
verkefni. A vinnumarkað bætast
nú árlega nær tvær þúsundir ein-
staklinga: landbúnaðurinn tekur
ekki við þeirri fjölgun, og ekki
verðurhún heldur nýtt til þess að
draga aukinn fiskafla úr sjó,
þegar ofveiði er háskalegasti
vandinn sem við eigum nú við að
striða. Þvi verður iðnaður og
þjónustustarfsemi að taka við
fjölguninni allri, og vafalaust
mejru en henni. Ég vil þó taka
skýrt fram aö ég er ekki að lýsa
þessari lausn sem neinu neyðar-
úrræði, heldur þróun sem ég tel
óhjákvæmilega ef islendingar
ætla að sanna i verki að þeir geti
veriö efnahagslega sjálfstæðir,
haldið til jafns við aðra i atvinnu-
öryggi og lifskjörum eða gert
betur.
Stjórnvöld sein
að átta sig
Þessar staöreyndir hafa lengi
blasað við, en stjórnarvöld hafa
verið ákaflega lengi að átta sig á
þeim. Kannanir sem gerðar hafa
verið á áratugnum 1950-1960 sýna
að hver fjárfest króna i land-
búnaðivarrúm lláraö skila sér i
auknum tekjum. Hliðstæð endur-
skil voru 2 1/2 ár i fiskiðnaði og 3
1/2 ár i verksmiðjuiðnaði, en það
þykir gott hlutfall á alþjóðlegan
mælikvarða. Fjárfestingin var
hins vegar 115 þúsund krónur á
manná ári i landbúnaði en aðeins
6 þúsund krónur i verksmiðju-
iðnaöí, öörum en fiskiðnaði. Og
þessi vanhugsaða og skammsýna
mismunun heldur enn áfram.
Sama máli gegnir um rekstrar-
ián. Þegar ég varð iðnaðarráð-
herra höfðu sjávarútvegur og
landbúnaöur lengi búið við fastar
lögbundnar reglur um rekstrar-
lán sin, en engin slik lög höfðu
verið sett um iðnað. Ég lagði fyrir
alþingi frumvarp um jafnrétti
iðnaðar á þessu sivði, og sam-
þykkti alþingi lög um veð-
tryggingu iðnrekstrarlána, sem
tryggði iðnaðinum grundvallar-
jafnrétti á þessum vettvangi.
Framkvæmdin varð hins vegar
mjög þröng i upphafi af hálfu
Seðlabankans, og var borið við
óvissu um það hvað fram-
kvæmdin kynni að hafa I för með
sér en jafnframt fylgdu loforð um
að framkvæmdin skyldi rýmkuð.
Ég held að þær breytingar á
framkvæmdinni hafi orðið allt of
litlar, en hef engar spumir af þvi
að núverandi iðnaðarráðherra
hafi reynt að fylgja þessu stór-
hagsmunamáli iðnaðarins.
Iðngreinanefndir
Af hálfu iðnaðarráðuneytisins
var að sjálfsögðu fylgst vandlega
með störfum hinna erlendu og
islensku sérfræðinga sem unnu að
langtimaáætlunum og gerðar
ráðstafanir til þess að þoka
þróuninni i þá átt að hún yrði
samstiga sérfræðingunum.
Stofnaðar voru iðngreinanefndir
af ráðuneytinu, Iðnþróunarsjóöi
og samtökum iðnaðarins, full-
trúum atvinnurekenda og verka-
fólks, til þess að fjalla um sam-
keppnisstöðu nokkurra iðngreina
og gera till. um ráðstafanir til að
efla þær. Náðu þessar aðgerðir til
prjónaiðnaðar, fataiðnaðar, tré-
iðnaðar, skipasmiðaiönaðar, tré-
smiðaiðnaðar og málmiðnaðar.
Varð mjög verulegur árangur af
þessum störfum og birtist m.a. i
stóraukinni framleiðni i ýmsum
fyrirtækjum. Ýmsar ráðstafanir
aðrar og af mörgum toga voru
gerðar til þess að treysta sam-
keppnisstöðu útflutningsiðnaðar-
ins, m.a. endurgreiddur hluti toils
og söluskatts i kostnaðarverði
iðnaðarvarnings sem seldur var
til útflutnings og tollskrá breytt
mjög verulega i þágu iðnaðarins.
Reynt var i heild að halda
þannig á málum að hægt yrði aö
nýta á sem skjótastan og áhrifa-
mestan hátt tillögur hinna
erlendu og islensku sérfræðinga
um iðnþróunaráætlun. Skýrslur
þessar reyndust vera hin gagn-
merkustu rit, og var vissulega
mikill fengur aö þeim til þess að
leiðbeina rikisvaldi, stofnunum,
samtökum iðnaðarins og ein-
átökum iðngreinum um nauðsyn-
legar aðgerðir. Þeir einstaklingar
sem unnu að þessum verkefnum
störfuðu af mikilli kostgæfni og
samviskusemi og sýndu næman
skilning á islenskum aðstæðum
og vandamálum.
Mismunur á tillögum
Nokkur mismunur var á
tillögugerð þeirra tveggja aöila
sem störfuðu, annars vegar að
framleiösluþróun, hins vegar aö
sölu. Sérfræðingarnir sem fjöll-
— og nauðsyn-
leg verkefni
sem þarf að
hrinda í
framkvæmd
uðu um viðskipta- og verslunar-
mál gerðu ráð fyrir þvi að mark-
mið iðnþróunar væru fyrst og
fremst aukning þjóðarfram-
ieiðslu og þjóðarauðs, og að öflug
útflutningsstarfsemi i iðnaði væri
burðarás iðnþróunar. Þeir lögðu
megináherslu á aðgerðir til þess
að efla útflutningsiðnað,
markaðsleit og sölustarfsemi.
Tiil þess að ná árangri í út-
flutningi og gera hann arðbæran
töldu sérfræðingarnir að auka
þyrfti mjög framleiðni í iðnaði
með breytingum á rekstrar-
stjórnun, skipulagi og fram-
leiðslutækni i fyrirtækjunum og
þyrfti þvi sérstakar ráðstafanir
til þess að efla tækniþjónustu á
þvi sviði. Sérfræðingur sá sem
stjórnaði starfi iðnþróunar-
deildarinnar lagði hins vegar
megináherslu á að hætta yrði á
atvinnuleysi i lok þessa áratugs,
þegar samkeppni við innflutning
vegna tollalækkana tæki að gæta
veruiega og hinir stóru árgangar
fólks, sem nú eru á framhalds-
skólastigi, kæmu á vinnumark-
aðinn. Hann taldi að tryggja
þyrfti allt að 10.000 ný starfstæki-
færi i iðnaði fyrir lok þessa ára-
tugs. Mat hans var að gera þyrfti
viðtækar ráðstafanir af hálfu
hins opinbera til þess að ella
iðnað i þvi skyni að komast hjá
atvinnuleysi. Framleiðni i land-
búnaði, fiskveiðum og fiskiðnaði
myndi aukast, svo að þar fækkaði
jafnvel fólki þrátt fyrir aukna
framleiðslu og stærri landhelgi.
Þvi yrðu aðrir atvinnuvegir að
bjóða upp á starfstækifæri og
hafði iðnaðurinn mesta mögu-
leika til atvinnusköpunar. Hans
mat var það að af þessum
ástæðum þyríiu að koma til jafn-
vel stærri fjárfestingarátök i
þágu iðnaðar en þá áttu sér stað
við stóraukningu togaraflotans og
endurnýjun fiskvinnslu-
stöðvanna. Hann benti á að
annars staðar á Norðurlöndum
hefði hið opinbera veitt
iðnaðinum viötæka aðstoð til þess
að laga sig að nýjum
samkeppnisaðstæðum. Vandi
Islands yrði jafnvel enn meiri en
annarra Norðurlanda vegna þess
að iðnaður væri vanþróaðri hér-
lendis og vegna sveifluástandsins
i efnahagsmálum, en það gerir
iðnaðinum mjög erfitt fyrir að
irýggja eðlil'ega rekstraraðstöðu.
Hann lagði ennfremur áherslu a
nauðsyn þess að tvöfalda fram-
leiðni i iðnaði.
Skilningurinn jókst
Ýmsum þóttu aðvörunarorð
þessa sérfræðings um hættuna á
stórfelldu atvinnuleysi næsta
fjarstæðukennd á tima þegar
barist var um vinnuafl. Skiln-
ingurinn á þessum aövörunar-
orðum ætti þó að hafa aukist
siðan þegar i ljós hefur komið
undir nýjum stjórnarherrum að
erlendar neyslulántökur hafa i
vaxandi mæli verið iátnar fylla
upp i þau skörð sem myndast
hafa i framleiðslugetu okkar.
Iðnað.
urinn verður að fylla upp i þau
skörð og gera betur, en þá verður
og að gæta þess vandlega að ekki
verði um láglaunaiðnað að ræða,
þvi að hann samræmist ekki þeim
Jcröfum sem við viljum gera
okkur um islenskt þóðfélag.
Eins og ég sagði áðan reyndi
iðnaðarráðuneytið að fylgjast
vandlega með störfum sér-
fræðinganna, reyndi að taka til
hendi jafnhliða niðurstöðum
þeirra og búa sig undir að nýta
verkið i heild þegar þvi væri
lokið. Sérfræðingarnir, lögðu til
þegar þeir skiluðu verkum sinum
að sett yrði á laggirnar nefnd eða
stofnun til þess að annast að veru-
legu leyti framkvæmd iðn-
þróunaráætlunarinnar og hefði
hún heildarsýn yfir starfið. Ég
féllst á þessa tillögu og skipaði
nefnd til þess að annast þessi
störf i öndverðu. Ég skipaði þessa
nefndántilnefningaren reyndrað
gæta þess að sem best- tengsl
væru við þær stofnanir og þau
samtök sem helst þyrfti að sam-
eina um framkvæmd-iðnþróunar-
áætlunar. 1 nefndinni áttu sæti
Bjarni Bragi Jónsson sem þá var
forstöðumaður áætlunardeildar
Framkvæmdastofnunar rikisins,
Davið Scheving Thorsteinsson,
formaður Félags islenskra
iðnrekenda, Sigurður Markússon
framkvæmdastjóri hjá Sambandi
islenskra samvinnufélaga, Sigur-
geir Jónsson, aðstoðarbanka-
stjóri i Seðlabankanum, Þröstur
ólafsson hagfræðingur i iönaðar-
ráðuneytinu. Dr. Vilhjálmur Lúð-
viksson efnaverkfræðingur var
formaður nefndarinnar og ritari
hennar var Guðmundur Agústs-
son hagfræðingur. Formaður og
ritari voru i fullu starfi, og ég
hafði hugsað mér að þessi nýja
stofnun yrði varanleg deild i
iðnaðarráðuneytinu, þóttég gengi
ekki íormlega frá þeirri skipan
m.a. vegna þess að ég taldi ævi-
ráðningarregluna ekki sam-
rýmast starfi þessarar stofnunar.
Ég fól nefndinni eftirtalin atriði
sem verkefni:
1) Endurskoðun á tillögum
þeim um iðnþróun á íslandi
sem unnar höfðú verið af sér-
fræðingum.
2) Frumkvæði að breytingum á
lögum og starfsháttum hins
opinbera, að þvi er varðar ytri
aðstæður til iðnrekstrar.
3) Vinna að endurbótum innan
iðnfyrirtækja.
4) Frumkvæði um samvinnu og
samskipti iðngreina og
iðnaðarhópa.
5) Að leggja áherslu á að efla
sölu-. og markaðsmál
útf lutningsiðnaðarins.
6) Láta til sin taka ný iðnaðar-
verkefni, m.a. i samvinnu við
viðræðunefnd um orkufrekan
iðnaö.
7) Gera tillögur um ráðstöfun
framlags Iðnþróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna til
tslands.
Nefnd þessi tók þegar til starfa
og vann mjög myndarlega að
verkefnum sinum, bæði að minu
mati og manna sem ég taldi vel
dómbæra. Hún gekk frá einni
ýtarlegri skýrslu þar sem stuðst
var við niðurstöður hinna erlendu
sérfræðinga, rök þeirra metin og
dregin fram forgangsverkefni
með rökum. En þegar þessi
byrjunarkönnun nefndarinnar lá
fyrir gerðust óvænt tiðindi.
Gunnar Thoroddsen ákvað að
leggja nefndina niður án þess að
nokkuð kæmi i staöinn. Hann
ákvað sem sé að henda öllu þvi
mikla verki sem unnið hafði verið
inn i skápa iðnaðarráðuneytisins
og láta plöggin rykfalla þar.
Þetta eru vinnubrögð sem eru
gamalkunn á Islandi. Ráðherrar
láta einatt kanna ýms málasvið
og safna tillögum um lausn
vandamála til þess að auglýsa
fyrir almenningi áhuga sinn og
góðan vilja. Allt of oft hefur
þannig verið á málum haldið
siðan að hinu mikla starfi er
stjakað til hliðar. Ég hygg þó að
framferði G. Th. sé mesta
hneyksli af þessu tagi sem gerst
hefur áratugum sáman. Ég veit
ekki hvort G.Th. hefur gert
Alþingi grein fyrir þessum furðu-
legú amlóðavinnubrögðum sinum
á siðasta þingi, þvi að ég gat ekki
tekið þátt i störfum þess. En hafi
svo ekki verið skora ég á hæstv.
ráðh. eða krefst þess raunar að
hann geri alþingi grein fyrir
vinnubrögðum sinum, þvi hér er
um að ræöa málefni sem getur
skorið úr um atvinnuþróun og
efnahagslegt sjálfstæði Isl. á
næstu árum.
Mikilvægt verkefni
Ég vik að þessum málum i heild
vegna þess að það frumvarp sem
hér liggur fyrir var einn hlekkur i
langri keðju, og að þvi var unnið i
tengslum viðmörg hliðstæð verk-
efni. Efling iðntækniþjónustu var
eitt af mikilvægustu verkefnum
sem að var unnið þar til G.Th.
stöðvaði verkið. Um alllangt
skeið hafa þrjár stofnanir starfað
i þágu iðnaðarins, en sú skipan
hefur ekki verið nægilega mark-
viss og samofin og ekki i
nægum tengslum við iðnaðinn
sjálfan. Iðntæknistof na nir
annarsstaðar á Norðurlöndum
hafa haft miklu veigameira hlut-
verki að gegna, og reynsla þeirra
var forsenda þessa frumvarps.
Meginstoð allra þeirra miklu
breytinga sem gera þarf i
iðnaðinum, ef ekki á illa að fara,
er skipulagning virkrar Iðntækni-
stofnunar. Hennierætlað að hafa
sem nánast samband við iðn-
fyrirtæki og stjórnarvöld og hafa
frumkvæði að hvers kyns æski-
legum breytingum i iðnaðar-
framleiðslu. Þær stofnanir sem
nú eru starfandi geta ekki að
óbreyttu tekið að sér þau marg-
vislegu verkefni sem Iðntækni-
stofnun er ætlað að leysa. Fyrir-
mynd þessarar stofnunar er sótt
til annarra Norðurlanda, þar sem
svonefnd Teknologist institut
starfa. Iðntæknistofnuninni er
umfram allt ætlað það hlutverk
að auka samkeppnishæfni þess
iðnaðar sem fyrir er i landinu og
hafa forustu um nýjar iðngreinar.
Tii þess að árangur náist er þörf
gerbreytinga á rekstri fyrirtækja,
bæði stjórnunarlega og á fram-
leiðslusviðinu. Iðntæknistofnun er
ætlað að veita iðnfyrirtækjum og
iðnaðinum i heild margskonar
þjónustu sem hann á nú ekki kost
á eða i mjög litlum mæli.
Iðnfyrirtæki á íslandi eru yf irleitt
mjög litil og geta ekki veitt sér
sjálf þá sérhæfðu þjónustu sem
nútimaiðnaður þarf á að halda. I
þeirri öru þróun sem fyrrverandi
rikisstjórn stefndi að var
Iðntæknistofnuninni ætlað að
veita margskonar beina aðstoð til
fyrirtækja, svo sem við bókhald,
hönnun og framleiðsluval. Hag-
ræha og tæknilega ráðgjafarþjón-
utu þarf að veita, standa að
stuðningsaðgerðum og stunda
rannsóknir, einnig stuðla að vöru-
þróun og þróun framleiðsluað-
ferða, t.d. i sambandi við innlend
hráefni og orku.
Lýðræði á vinnustöðum er mjög
til umræðu um þessar mundir i
nágrannarikjum okkar á Norður-
löndum, og hafa sviar t.d. sam-
þykkt heildarlöggjöf um þaö efni.
Við höfum ekki fylgst með þróun-
inni í þessu sviði, og er þó lýðræði
Framhald á 14. siðu
Kjara- og atvinnumálaályktun
|þings Sambands byggingamanna:
Núverandi stjórn víki
— ríkisstjórn vinnandi fólks taki viö
A þingi Sambands byggingar-
manna sem lauk i Rvik sl. sunnu-
dag var gerð eftirfarandi ályktun
um kjara- og atvinnumál:
Reynsla verkafólks hin siðustu
ár, ætti betur en flest annað að
hafa opnað augu þess fyrir þeim
sannindum, hve nauðsynlegt er
að verkalýðshreyfingin efli sina
kjarabaráttu, og tryggi árangur
hennar á fleiri sviðum heldur en
þeim einum, sem að kaupsamn-
ingum lýtur.
Verkalýöshreyfingunni hefur
lengi verið ljóst, að á ýmsum
timum hefur rikisvaldinu verið
óspart beitt til þess að breyta
hlutfalli milli verkalauna og
annara verðmyndunarþátta.
Þess vegna hefur hún oft sett
fram kröfur við rikisstjórnir um,
að umsömdum launakjörum yrði
ekki raskað.
Við gerð siðustu kjara-
samninga t.d., reyndi verkalýðs-
hreyfingin með kröfugerð sinni,
að beina málum i þann farveg að
með stjórnmálalegum aðgerðum
yrði tryggt að káupmáttur
þeirra launa, sem um semdist,
héldist óskertur yfir samnings-
timabilið. Til þess að auðvelda að
slikum árangri yrði náð, lagði
verkalýðshreyfingin fram við
rikisstjórnina umræðugrundvöll i
fjórtán liðum.
Arangur af þessari viðleitni
varð hins vegar sáralitill, þar
sem ríkisstjórnin fékkst ekki til
að ræða málin á þessum grund-
velli, vildi greinilega ekki hafa
samstarf við verkalýðs-
hreyfinguna, heldur framfylgja
áður boðaðri stefnu sinni, um að
færa launakjör niður á svipað stig
og var hér fyrir daga vinstri
stjórnarinnar.
Á siðustu rúmum tveim árum
hefur kaupmætti launa verið
breytt svo til lækkunar, að þrátt
fyrir gerð tveggja aðalkjara-
samninga á timabilinu og ýmissa
annara ráðstafana, til að koma i
veg fyrir algert hrun kaupmáttar
venjulegra launatekna, er nú svo
komiö, að frá þvi að samningar
voru gerðir i febrúar 1974, hefur
kaupmáttur launa rýrriað svo, að
laun þyrftu nú að hækka um sem
næst þriðjung til þess að launa-
fólk stæði jafnfætis þvi, er þeir
stóðu, að þvi er kaupmátt launa
varðar, eftir gerð þeirra
samninga.
Atvinnuástand i byggingar-
iðnaði og húsgagnagerð hefur
eins og oft áður verið ótryggt og i
sumum greinum afleitt yfir
vetrarmánuðina.
Þærkröfur gera byggingamenn
til stjórnvalda, að horfið verði frá
þeirri samdráttarstefnu i starfs-
greininni, sem nú er fylgt og
virðist geta haft sömu afleiðingar
og var i lok siðasta áratugar.
þegar hundruð bvggingamanna
þurftu að flýja land i atvinnuleit.
tilað forða fjölskyldum sinum frá
skorti og neyð.
Full félagsleg nauðsyn er þvi að
allir starfskraftar bvgginga-
manna séu fullnyttir hér innan
lands. Einnig krefjast bygginga-
menn þess. að við yfirlýsingu
tetagsmálaráðherra frá 26.
febrúar 1976. um byggingu
ibúðarhúsnæðis á félagslegum
grundvelli. verði að fullu staðið.
Þá er það eindregin krafa að
hætt verði nú þegar þeirri
gegndarlausu sóun gjaldeyris.
sem nú á sér stað með inn-
flutningi tilbúinna húsa. hús-
gagna og innréttinga.
Slikur innflutningur og alger
þarfleysa. nema til að skapa
fámennum hópi innflvtjenda
verslunargróða. en veldur veru-
legum samdrætti i innlendri
framleiðslu.
7. þing S.B.M. tekur i öllum
megin atriðum undir stefnu-
mótun þá, sem felst i tillögugerð
miðstjórnar ASt. til 33. þings
þess. um undirbúning og meðferð
kjaramála á komandi vetri.
Þingið leggur áherslu á. að unnið
verði gegn allri sundrunagar-
starfsemi innan hrevfingarinnar
og samstaða hennar styrkt. Þetta
verður best trvggt með þvi að
núverandi rikisstjórn viki. en i
stað hennar taki við stjórn vinn-
andi fólks. sem sýnir i verki
samhug til alls verkafólks á sviði
kjara-. fræðslu- og heil-
brigðismála.
Um málefni byggingamanna
við gerð næstu kjarasamninga.
telur þingið að nú sé brýnna en
áður. að reyna að samræma
samningsákvæði félaganna i
SBM. og sé þvi nauðsynlegt að
undirbúningsstarf að mótun
krafna hinna einstöku félaga
byrji sem fyrst. svo tóm gefist til
að vinna að samræmingu.
Símamálaráðherra vill
ekki nota heimildina
Á þriðjudaginn var fóru fram
i sameinuðu þingi umræður um
fyrirspurn Magnúsar Kjartans-
sonar til simamálaráðherra,
Halldórs E. Sigurðssonar, um
eftirgjöf á simkostnaði aldraðs
fólks og öryrkja.
Magnús Kjartansson minnti
á, að á alþingi 1974-1975, hefði
verið flutt tillaga um að veita
þessa undanþágu þvi öldruðu
fólki og þeim öryrkjum, sem
hefðu ákveðnar lámarkstekjur.
Það fólk, sem etnvörðungu hefði
sér til framfæris bætur frá Al-
mannatryggingum, væri mjög
tekjulágt. A hinn bóginn væri
þörf þessa fólks fyrir sima mjög
brýn, af ýmsum og kunnum
ástæðum. Þrátt fyrir það, að til-
laga þessi væri samþ. á alþingi
þá hefur simamálaráðh. hvorki
hreyft hönd né fót til þess að
verða við vilja alþingis. Hins-
vegar hefur hann sagt, að i stað
þess að gefa eftir simgjöldin,
væri eðlilegra að auka tekjur
þessa fólks, svo það eigi þægi-
legra með að greiða simkostn-
aðinn. Vildi hann nú spyrja
ráðh. að þvi, hvort hann hefði
ekki i hyggju að framkvæma
þessa tillögu?
Mér féll vel að starfa með
simamálaráðh. i vinstri stjórn-
inni, sagði Magnús Kjartans-
son, — en samvinnan við ihaldið
hefur breytt honum mjög á
verri veg. Hann minnir óþægi-
lega á kamelljónið, sem skiptir
um liteftir umhverfinu. 1 vinstri
stjórninni var ráðherranna
sæmilega rauðlitaöur en i sam-
búðinni við ihaldið hefur svarti
liturinn orðið meö öllu yfirgnæf-
andi. ,
llalldor E. Sigurðsson, sima-
málaráðh., kvað málið hafa
fengið rækilega athugun en á
grundvelli þeirra gagna, sem
aflað hefði verið, sæi hann sér
ekki fært að gefa þessu um-
rædda fólki eftir simkostnaðinn.
Rétta leiðin væri sú, að hækka
elli- og örorkubætur svo þetta
fólk gæti sjálft borgað kostnað-
inn. Ef farið yrði að tillögunni
þá kostaði það dýrt eftirlits-
kerfi. Ég mun þvi ekki nýta þá
heimild, sem ég hef til þessarar
eftirgjafar, sagði ráðherrann.
Magnús Kjartanssoutók aftur
til máls og minnti á, að ráðherr-
ann sjálfur, sem og aðrir ráð-
herrar og alþingismenn hefðu
frian sima og gætu notað sér það
i hvaða tilgangi sem þeim svo
sýndist. Þeir gætu m.a. notað
hann til ýmiss konar fésýslu-
starfsemi fyrirsjálfa sig, og lát-
ið rikið greiða kostnaðinn. ótrú-
legt væri, að öryrkjum og öldr-
uðu fólki væri hættara við að
misnota simann en alþingis-
mönnum.
A norðurlöndum væri elli- og
örorkulifeyrir miklum mun
hærri en hérlendis. Samt þætti
sjálfsagt þar að þetta fólk hefði
frian sima. Þar að auki nyti það
ýmissa annara friðinda, sem
ekki væru veitt hérlendu fólki i
sambærilegri aðstöðu.
Það er alvarlegt mál, sagði
Magnús Kjartansson, er ráð-
herra fæst ekki til að hagnýta
heimildir, sem alþingi sam-
þykkir, að veita honum. Ráð-
herrar eru einskonar vinnu-
menn alþingis og ber að fram-
kvæma það, sem þingið leggur
fyrir þá. Lögfræðingar hafa
staðfest þetta álit og nú vill svo
til, að einn færasti lögræðingur
landsins er dómsmálaráðh. og
þar að auki góður flokksbróðir
simamálaráðh. Ég vil mælast
við þess að simamálaráðh.
spyrji dómsmálaráðh. hvort
þessi skoðun min sé ekki rétt.
sagði Magnús Kjartansson.
Simamálaráðherrasagði enn.
að ráðherra væri ekki skylt að
nota heimildir frá alþingi. Og
ekki greiddi landssiminn sima
fyrir ráðherra og alþm.. það
gerði rikissjóður.
Magnús Kjartansson gerði
enn stutta athugasemd. og
sagði. að ráðherra þvrfti nauð-
synlega að kvnna sér betur al-
menna málnotkun. Þá mundi
hann kannski skilja út á hvaða
háskabraut hann væri að hætta
sér.
Ekki væri um það talað að
landssiminn greiddi neitt heldur
rikið. eftir reikningi frá siinan-
um. Og það væri auðvelt fvrir
rikið að afla fjár til þess að
standa straum af þessum kostn-
aði. Aukið eftirlit með inn-
heimtu á sölu- og tekjuskatti
með meiru, myndi beina til
rikissjóðs drjúgum tekjum. sem
nú færu þar hjá garði.
Að endingu reis úr sæti Albert
Guðmundsson og vildi bera blak
af káupmönnum i sambandi við
skattamálin. — Það er þunnt.
móðureyrað.
—inhg