Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1976 NÝJAR BÆKUR FRÁ MÁLI OG MENNINGU KUISTISX t. AÍIORtSbON l m íslerakar brtknoeunlir Kitgordír I Mál og ntnmíng Fyrsta bindi greinasafns Kristins E. Andréssonar, sem aliir unnendur Islenskra bókmennta þurfa að eignast. Verð kr. 4.200.- Félagsverð kr. 3.400.- SÁLMURINN UM 8LÖM1P M vrrnt vs jrt\ \sso\ VitM»r,|'mili ufi aflvaki t (•róitn Hu'itiiút^aritmar H V. I \l S K K \ N i’. L \ 19 76 Nýtt fræðirit eftir Matthias Jónasson. Verð kr. 3.840,- Félagsverö kr. 3.250.- Loksins er endurúlkomin sú fræga bók um lillu Heggu og Sobegga afa eftir meistara Þórberg. Verð kr. 4.800.- Félagsverð kr. 3.800.- Heimsfræg barnabók eftir Astrid Lindgren. Óvenju skemmtileg. Verð kr. 2.400.- Höfum opnað barnafata- og snyrtivöruverslun Nóatúnshúsinu Hátúni Verslunin MUSSA Sími 17744 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Kvisthaga, Melhaga, Fossvog'ínnan Oslands, Miklubraut9 Brúnir; Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 ÞJÓÐVILJINN ÁsKriftasöfnun Þjóðviljans Sími stendur sem hæst 81333 Alistair MacLean Bókaútgáfan Iðunn hefur gef- ið út þrjár þýddar skáldsögur. Fyrst er að telja Sirkus eftir Alistair MacLean, sem íslenskir lesendur þekkja vel, enda er þetta sautjánda bókin, sem þýdd er eftir hann á islensku. saga þessi segir frá mikilli háskaför austur fyrir járntjald, og þaö er vist alveg óþarfi að segja að hún sé hörkuspenn- andi, þegar þessi höfundur á i hlut. — Guðný Sigurðardóttir þýddi bókina, en prentsmiðjan Oddi prentaði. Annar breskur metsöluhöf- undur, sem einnig er kunnur hér á landi, Hammond Innes, er nú kynntur hér á landi með tiundu bóksina á islensku. Nefnist hún Til móts við hættuna. Sagan gerist að mestu I háfjöllum Noregs og segir frá æsilegum Úr hugskoti með föruneyti átökum. Þýðandi er Alfheiður Kjartansdóttir, en prentsmiðjan Setberg prentaði. Þriðja bókin er fyrsta bók bandarisks höfundar, David Morell, og nefnist I greipum dauðans. Vakti bók þessi mikla athygli strax I upphafi og hefur þegar verið þýdd á 13 tungumál. Aðalsöguhetjan, Rambó, var fyrrverandi striðshetja, mótað- ur i miskunnarlausri styrjöld, þar sem mannslifin voru litils metin. Hann var þrautþjálfaður til hvers konar harðræða, en i friðsælli smáborg þekkti hann einginn og hann var liklegur til að valda vandræðum. Þess vegna varhonum visaðbrottog engann grunaði hinn skelfilega eftirleik. Bókina þýddi Guðný Sigurðardóttir, en prentsmiðjan Edda prentaði. . GunilaVItolde Fjórar bœkur um Bókaútgáfanlöunn hefursent á markaö tvær nýjar bækur i bókaflokknum um Tuma eftir hinn þekkta barnabókahöfund Gunnilla Wolde. Nefnast þær Tumi og Maggaog Tumi Ieikur við kisu.Aður voru komnar út bækurnar Tumi bregður á leik og Tumi fer til læknis. Bækurn- ar eru prýddar litmyndum eftir höfundinn. Tumi og Tuma og Emmu Þá hefur Iðunn hafið útgáfu á nýjum flokki bóka eftir sama höfund. Fjalla þær um litla telpu, sem heitir Emma. Tvær fyrstu bækurnar eru komnar út og nefnast Emma og litli bróðir og Emma öfugsnúna, einnig myndskreyttar af höfundinum. Báðir þessir bókaflokkar eru ætlaðir litlum börnum. Bækurn- ar þyddi Anna Valdimarsdóttir. Tveir popparar flytja vísur A vegum bókaútgáfunnar Iöunnar hefur komið út platan Einu sinni var — Visur úr vlsnabókinni. A plötunni fara tveir af þekktustu poppurumi landsins, Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson með visur úr þessari alkunnu bók, sem prentuð hefur verið fimm sinn- um á undanförnum þrjátiu ár- um og selst I 35 þúsund eintök- um. A plötunni njóta poppar- arnir stuönings margra tón- listarmanna, en útsetningar önnuðust þeir sjálfir ásamt Tómasi Tómassyni. Kór öldu- túnsskóla kemur við sögu á plöt- unni, eða hluti hans, undir stjórn Egils Friðleifssonar. Myndir á plötuumslagi teiknaði Halldór Pétursson en platan er hljóðrituð i Lundúnum og hjá Hljóðrita I Hafnarfiröi. Kvœði Guttorms J. Guttormss. Menningarsjóður hefur gefið út úrval af ljóðum vestur- islenska skáldsins Guttorms J. Guttormssonar (1878—1966), og hafa Gils Guðmundsson alþingismaður og Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi w bækur valið kvæðin og séö um útgáf- una. Völdu þeir úr fimm áður prentuðum ljóðabókum Guttorms og að auki handriti hinnar sjöttu, sem skáldiö lauk fyrir andlát sitt en ekki hefur ennþá verið prentuö. Gils og Þóroddur rita og formála um höfundinn og skáldskap hans. Guttormur J. Guttormsson var mesta skáld Islendinga vestanhafs eftir að Stephan G. Stephansson leið. Guttormur fæddist I Kanada og var lengst um ævinnar bóndi á föðurleifö sinni, Viðivöllum við tslend- ingafljót I Nýja-lslandi. Meðál bestu kvæða hans eru viðfræg listaverk eins og Sandy Bar og Góða nótt. Aftast i Kvæöum eru tilgreindar helstu heimildir um Guttorm J. Guttormsson, ævi hans og skáldskap. Er það Itar- leg upptalning á greinum um skáldið, ritdómum og viðtölum. Mályrkja Guð- mundar Finn- bogasonar Menningarsjóður hefur gefið út bókina Mályrkja Guömundar Finnbogasonar eftir Baldur Jónsson lektor. í riti þessu fjall- ar höfundur Itarlega um afskipti dr. Guðmundar Finnbogasonar fyrrum landsbókavarðar af islensku máli, en hann lagði meðalannars mikla stund á ný- yrðasmiði. Flytur bókin skrá yf- ir nýyrði Guðmundar, en einnig æviágrip hans, auk þess sem höfundur rekur fjölþætt ritstörf hans og heillavænleg áhrif á þróun islenskrar tungu. Bókin skiptistl tólf kafla, auk formála oggreinargerðarum heimildar- rit. Um heiti bókarinnar farast höfundi orð á þessa lund I for- mála: „Orðið mályrkja kom mér snemma i hug sem verðugur samnefnari allra starfa Guðmundar Finnbogasonar i þágu islenzkrar tungu og allra þátta þessa rits. Ekki veit ég til, að það hafi áður verið notað, enda fellur mönnum það misjafnlega. En ég kann ekki annað heiti, sem betur hæfi efni ritsins og tilgangi þess, og sýzt þætti mér illa við eiga, ef orðið reyndist nýtt. Þess vegna þrum- ir þaö hér á titilsíöu...” Róbinson Krúsó og Heiða Bókaútgáfan örn og örligur hefur hafið útgáfu á sigildum sögum fyrir börn og unglinga, og eru bækurnar i stóru broti og prýddar lituðum teikningum á hverri siðu. Segir i fréttatil- kynningu að bókaflokkur þessi hafi þegar hlotið mikla viöur- kenningu erlendis fyrir frábær- an frágang og eigi teikningarn- ar ekki hvað minnstan hlut i þeirri viðurkenningu, en höf- undur þeirra er John Worsley, sem gerði teikningar I myndina Gulleyjan, sem sýnd var I sjón- varpinu hérlendis á siðasta ári. Þærbækur, sem fyrstar koma út i áðurnefndum bókaflokki eru Kóbinson Krúsó eftir Daniel Defoe og Heiöa eftir Jóhönnu Spyri. Þýðandi beggja bókanna er Andrés Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.