Þjóðviljinn - 02.12.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.12.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJOÐVILJINN. Fimmtudagur 2. desember 1976 Afturkippur Framhald af bls. 9. á vinnustööum nærtækara hér en annarsstaðar, þar sem nær 2/3 framleiðslukerfisins er hér i eigu opinberra aðila, rikis, bæjar- félaga og samvinnuhreyfingar. Við erum hér meö lýðraeöislegri j eignarréttarskipan en flestiL aðrir, en höfum ekki enn gefiði þeirri skipan lýðræðislegt inntak.j Ég höf nokkra tilraunastarfsemi á þessu sviði meðan ég gegndi ráðherrastörfum, m.a. viö rikis- spftalana, Sementsverksmiðju og Landsmiðju. Hliðstæð hugsun mötar þetta frumvarp um iön- tæknistofnun, án þess aö ég reki^ það nánar að þessu sinni. i Það hefur háð iðntækniþjónustu hérlendis allmjög að tengsl hennar við iðnaðinn sjálfan hafa ekki verið nægilega traust.Frver ætlað að tryggja verulegar úr- bætur að þessu leyti. Þar er lögö stóraukin áhersla á ráðgjöf og fræðslu og önnur slik atriði. Þar er gert ráð fyrir tilkomu sér- stakra ráðunauta sem starfi I sem nánustum tengslum við iönfyrir- tækin sjálf — tilkomu tengimanna frá iðnaðinum eöa einstökum iöngreinum sem vinni meö starfs- mönnum stofnunarinnar — til- komu fræðsludeildar sem hafi þaö sérstaka hlutverk að skipu- leggja og hafa umsjón með fræðslustarfsemi. Stjórn Iðntæknistofnunar er ætlað að hafa mun mikilvægara hlutverk en nú tiðkast. Gert er ráð fyrir tengslum við iönaöinn i sambandi við einstök verkefni, en ekki formbundna fulltrúaskipan til óskilgreindra starfa eins og nú tiökast. I frumvarpinu er einnig reynt að tryggja sveigjanlegra starfsmannahald en nú tiðkast, sveigjanleika i launaákvörð- unum, og gert ráð fyrir rýmri og sveigjanlegri framlögum til Iðn- tæknistofnunar en nú tiðkast um rannsóknarstofnanir. I þvi sam- bandi er vert að vekja athygli á þvi að framlög til rannsókna og þróunarverkefna i þágu iðn- aðarins er aðeins brot af þvl sem varið er i hliöstæðu skyni til sjávarútvegs og landbúnaðar, og er sú staðreynd I hrópandi and- stöðu við þá þróun sem fram- undan biður. Ég mun hér ekki rekja ein stakar greinar frumvarpsins heldur visa til greinargerðar- innar sem að minni hyggju er skýr og ýtarleg. Það leið ekki langur timi frá þvi að ég flutti þetta frumvarp og við tóku kosningar og ný rikisstjórn. Skömmu eftir stjórnarskiptin kom ég að máli við G.Th. og spurði hvort hin nýja ríkisstjórn myndi ekki beita sér fyrir flutningi þessa frv., þar sem ég vissi að forustumenn iðnrekenda voru mjög miklir áhugamenn um framgang þess. G. Th. sagði mér að hann myndi að sjálfsögðu gera það: hann hefði hug á að nokkrar breytingar yrðu gerðar á frum- varpinu en myndi siðan beita sér fyrir þvi að rikisstjórnin stuðlaði að framgangi þess. Ég trúði þessum orðum, og flutti þvi frum- varpið ekki sem þingmaður haustiö 1974, ég háfði svo mikinn áhuga á framgangi þess að ég vildi að það færi sem öruggasta boðleið. En Gunnar Th. sveik þessa yfirlýsingu á þinginu 1974- 75, einnig á þinginu 1975-76. Ég fékk i þingbyrjun nú miða á borð mitt þar sem þetta frumvarp er boðað, en það hefur ekki séð dagsins ljós enn, og ég verð að segja hreinákilnislega að ég trúi ekki lengur á nein loforð hæstv. iðnaðarráðherra. Þvi flyt ég þetta frv. sjálfur og legg til að þvi verði að lokinni 1. umræðu vlsað til iðnaðarnefndar. Háttsettur Framhald af 3. siðu. að koma heim, en hann heföi hætt við það og I staðinn tekiö þann kost að hjálpa FBI viö rannsókn málsins, enda llklega ekki átt von á neinu góöu við heimkomuna. Það fylgir með sögunni að FB9 hafi haft eftirlit meö Kim í ár og sé leyniþjónustan I sjöunda himni yfir að hann skuli nú hafa gefið sig henni á vald. Hann er talinn hafa verið sambandsmaður KCIA viö Tong Súan Park, kóreanskan kaupsýslumann sem vitað er að staðið hefur að miklum veislu- höldum fyrir háttsetta banda- rlska embættismenn. New York Times hefur eftir einni heimild aö Kim muni „sprengja lokið af þessari öskju” og að margir á Captol iska þinginu séu áhyggju- fullir út af þvi. FBÍ heldur núver- andi dvalarstað Kims stranglega leyndum. Hættu Framhald af 1 Efnahagsbandalagsins, sem hér hefur rætt viö islenska ráðherra kveöst sannfærður um að bresku togararnir komi aftur á tslands- miö strax um áramót, og sama segja breskir ráðherrar. Á þessum herramönnum aö verða að trú sinni? Um það mun baráttan standa hér næstu vik- urnar. Nú slðustu daga hafa bæöi Fiskiþing og þing Alþýðusam- bands tslands einróma sam- þykkt, að alls ekki komi til greina að veita útlendingum nokkrar frekari veiðiheimildir i islenskri landhelgi. A þessum fjölmennu þingum var enginn ágreiningur um þetta mál, alger eining rikti þvert á alla pólitiska flokkaskiptingu. — Þessar samþykktir sýna þjóðar- viljann. Spurningin nú er þessi: Ætlar rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar, að fylgja fram þeim mál- stað, sem þjóöin er svo einhuga um, — eða ætlar stjórnin að troða þjóðarviljann undir fótum, og þrátt fyrir sjálfdæmið að afhenda útlendingum, þann rétt, sem viö eigum einir og þurfum svo mjög á að halda. Skagamenn Framhald af ir. siðu. Skagaleikflokksins var gáski og gleði, leikræn innlifun af þvi tagi sem er sjaldgæf hjá öðrum en áhugamannaleikflokkum... Skagaleikflokkurinn sem ekki er nema tveggja ára hefur með sýningu sinni á Púntila og Matta sannað menningarlegt gildi áhugamannaleikhússins og fær vonandi byr undir vængi I framtiðinni.” Guömundur Magnússon, leik- stjóri sýningarinnar útskrifað- ist frá leiklistarskóla Leikfélags Reykjavikur 1968. Hann starfaði hjá Leikfélaginu til 1973, er hann var ráðinn að Þjóöleik- húsinu. Meðal hlutverka Guðmundar má nefna Orfeus i „Orfeus og Evridis” „Ladda” i þið munið hann Jörund og annan stúdentinn I „Skugga- Sveini”. Hjá Þjóðieikhúsinu lék Guðmundur m.a. Svein I „Sjö stelpum”, Sesar Borgia i „Dansleik”, Hjálmar i „Elli- heimilinu”, Bassanió I „Kaup- manni i Feneyjum” og Róra i „Silfurtunglinu”. Þá hefur Guðmundur ieikið fjölda hlut- verka i útvarp og sjónvarp. Guðmundur sagöi lausu starfi sinu við Þjóðleikhúsið I fyrra og fór til Frakklands, þar sem hann hefur stundað nám I kvik- myndafræðum. Alþýðubandalagið i Hveragerði Alþýðubandalagsfélagið I Hverageröi heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 2. desember kl. 20.30 i Kaffistofu Hallfriðar.Fundar- efni: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Fréttir af kjördæmisráðsfundi og flokksráðsfundi. 3. Garöar Sigurðsson og fl. mæta á fundinn. Aiþýðubandalag Arnessýslu Félagsfundur verður haldinn I Tryggvaskála n.k. sunnudag 5. desem- ber kl. 14.— Dagskrá: 1. Frá flokksráðsfundi 2. önnur mál Leikþarfir Framhald af bls. 13 4. Börnin þurfa vatn. Börn þurfa að hafa vatn i sandinum til að búa til stiflur, kökur og annað drullumall. Þegar veður leyfir ætti að nota vatn miklu meira en gert er bæöi til að vaða I og sulla með. Eins er hægt að hagnýta vatn sem kennslutæki t.d. að hella tir könnu I glas og mæla hversu margir desilitrar eru I litra og kenna hvernig vatn verður við aö frjósa og þiðna afur. Ef börn fá að umgangast vökva á eölilegan hátt þá eykst færni þeirra og öryggi I að meðhöndla hann. Þannig er hægt að komast hjá mörgu óhappi við matborðið. Með þessum litlu breytingum sem hér hefur verið drepið á má gera leiksvæöin miklu fjölbreytt- ari og skemmtilegri athaf nasvæði fyrir börn. Réttindi Framhald af bls. 1 anda vinnustaðanna, það er á okkar valdi. Þar getum við látiö hugsjónir og markmið verkalýðs- hreyfingarinnar ráða, anda sam- hjálpar, þekkingar og einingar.” Fyrir þinginu liggur tillaga til ályktunar um fræðslu- og menn- ingarmál. Vinnuvernd Hermann Guðmundsson hafði framsögu um vinnuvernd og kynnti drög að ályktun þar um. í henni segir ma.: „Einkennandi fyrir íslenskt at- vinnulff er hinn langi vinnutlmi verkafólks, sem dvelur a.m.k. þriðjung hvers sólarhrings á vinnustað, en flest mun lengri tfma starfsævinnar. Við gerum þvi þær kröfur, aö á vinnustöðun- um sé fullnægjandi öryggi og heilsuvernd og að alit sé gert til þess að koma I veg fyrir slys og sjúkdóma.__________________ Krafla Framhald af bls. 10. eiginleikar borhola stafi af breyt- ingum á jarðhitasvæðinu. Veru- legra breytinga hefur orðiö vart I efnasamsetningu borholuvatns á s.l. ári, en einnig hafa orðið mikl- ar breytingar á rennsli úr hvern um, sem einu sinni var hola KG-4. Tregt innstreymi I holur KJ-6 og KJ-7 er talið stafa af þvl að inn- streymi I borholur er blanda af gufu og vatni. Gufa hefur mun meiri streymnismótstööu I bergi en vatn. Vatnsleiðni bergs á Kröflusvæði er svipað og á Nesja- völlum á norðanverðu Hengil- svæðinu. Ummyndun bergs á Kröflú- svæði er að gerð og magni til svipaö og á öðrum háhitasvæðum á Islandi, sem rannsökuö hafa verið með djúpborun. Enginn munur er á ummyndun i holum boruðum I ár I Kröflu og þeim sem boraðar voru I fyrra. Það má vera ljóst af þvl, sem að ofan er greint, að við ýmis vandamál er að etja varðandi gufuöflunina. Sum þeirra má • rekja til áhrifa gosvirkninnar fyr- ir ári slðan. Hins vegar er rétt aö hafa I huga að boranir standa enn yfir og mælingar á þeim borhol- um, sem lokið er við, standa einn- ig yfir. A þessu stigi málsins er á- stæða til að varast bæöi ótima- bæra svartsýni og ótlmabæra bjartsýni. Unnið verður áfram aö rannsóknum og mælingum á bor- holunum eins og aðstæöur frekast leyfa. Má vænta þess, aö staðan verðiorðin skýrari í janúar. Jafn- framt þvi sem haldið verður á- fram rannsóknum á borholunum verður unnið að tillögugerö um boranir næsta árs. 511 kr. Framhald af 1 rikið skuldar okkur sem svarar 511 krónum á hvert 14 kilóa lamb, sem slátrað var haustið 1975 og nú eruþvl að verða liðin 2 ár frá þvi að til þessara afurða var stofnað og ættu allir að geta séð hvernig það fer meö menn að verða að lána svo stóran hlut af kaupinu sinu i þeirri óðaverðbólgu sem geisar hér á landi”, sagði Magn- us. Hann benti einnig á, aö varð- andi mjólkur framleiðsluna væri yfir 20% verðs þess, sem bændur eiga að fá, haldið i eitt ár, áður en það er greitt og sagði hann það atriði einnig mál sem ræða þyrfti og finna leið til lausnar. Aðspurður um hvort bændur myndu halda fleiri ,f undi eða gera eitthvað róttækt I útflutnings- bótaskuldamálinu, sagði Magnus, að fundurinn á Hvolsvelli hefði fyrst og fremst verið ætlaður bændum úr Rangárvallasýslu, en til hans hefðu komið menn úr Skaftafells- og Arnessýslum og sagðist hann vona að þeir mýndu gangast fyrir frekari fundar- höldum heima i héraði. Sagði Magnús að bændur myndu areiðanlega láta meira i sér heyra varðandi þetta mál. Þeir myndu þrýsta á afurðasölu- félögin að standa skil á þessu fé ogum leið standa við bakið á for- ráðamönnum þeirra I viöleitni þeirra til að knýja á rikisvaldið að greiða skuld þess við bændur. „Það er alveg ljóst að ástæðan fyrirþvi að þetta fé var ekki tekið inná fjárlög i fyrra var gert til þess að þau litu betur út á pappímunum, en við fáum ekki séð að slikan leik sé hægt að leika á kostnað okkar bænda, og munum ekki una þvf”, sagði Magnús Finnbogason aö lokum. Fundarstjóri var skipaður Jón Egilsson á Selalæk, en fundr- ritari Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ. Gestir fundarins voru þeir Arni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda, GIsli Andrésson, formaður stjórnar Sláturfélags Suðurlands, Eggert Ólafsson, formaður stjórnar Mjólkurbús Flóa- manna og Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtak- anna. Magnús Finnbogason bauð fundarmenn velkomna og lýsti tilgangi fundarins, en það væri að treysta samstööu bænda I kjaramálum, en á stéttina hefði verið hallað með slfellt þrengri kjörum varöandi greiðslur fyrir afurðir þeirra. Þegar svo væri komið, að bændur þyrftu að bíða töluvert á annað ár eftir fullnaðaruppgjöri fyrir slátur- afurðir, þá væri ekki lengur hægtað sitja há. Bændur fá ekki umsamið verð fyrir afurðir sinar og það þýðir tugþúsunda kjaraskerðingu á hvern bónda. Magnús lagði áherslu á, að þessi fundur væri aðeins upphaf að öflugri mótmælaöldu um allt land gegn kjaraskerðingar- stefnu rikisstjórnarinnar. Arni Jónasson skýröi frá greiðslu afuröarlána og ræddi almennt um verðlagsmálin. Þeir Gisli Ar.drésson og Eggert Ólafsson ræddu um stöðu sölu- samtakanna á Suðurlandi og þá greiðsluerfiðleika, sem þau ættu við að strlða i dag. •p LEIKFÉLAG'aS REYKIAVIKUR rTL SKJALDHAMRAR i kvöld Uppselt. Sunnudag kl. 20:30. STÓRLAXAR föstudag. Uppselt ÆSKUVINIR laugardag kl. 20:30. SAUMASTOFAN sunnudag kl. 20:30. KJARNORKA OG KVENHYLLI laugardag kl. 23:30 Miðasala I Austurbæjarblói kl. 16:00-21:00. ■Simi 11384. wOdikikhúsid; IMYNDUNARVEIKIN i kvöld kl. 20. Fáar sýningac eftir. LISTDANSSÝNING Frumsýning fimmtudag kl. 20. 2. og síðasta sýn. föstud. kl. 20. SÓLARFERÐ (laugardag kl. 20. LITLA SVIÐIÐ NÓTT ASTMEYJANNA 10. sýning miðvikud. kl. 20.30. Miöasala 13.15-20. Jafnframt lýsir fundurinn þvi yfir, að heilbrigð gagnrýni, byggð á þekkingu en án for- dóma, getur aldrei skaöaö neinn atvinnuveg og fagnar hverjum þeim, sem bent getur á leiðir til farsællar lausnar á þeim vanda, sem við er að glima hverju sinni. Hún verður ætið til framdráttar þjóðinni I heild.” 2) „Almennúr fundur bænda, haldinnaðHvoli 30/111976 skorar á fulltrúa sina i Framleiðsluráði að vinna að þvl, að afurðalán til bænda veröi hækkuð þannig, að sláturleyfishöfum verði gert kleift að greiða minnst 80% af skilaverði á haustnóttum og mjólkurbúum á neyzlumjólkur- svæðurp aö greiða 90% á fram- leiðsluárinu. 3) „Almennur fundur bænda, haldinnað Hvoli 30/11 1976 telur óviðunandi ástand að ekki skuli nú þegar lokið uppgjöri liðins árs á sauðfjárafurðir. Fundur- inn krefst þess að úr þessu verði bætt fyrir 20. des. n.k.” 4) „Almennur fundur bænda, haldinniaðHvoli 30/11 1976 beinir þvi til fulltrúa sinna hjá Sex- mannanefnd, að þeir vinni að þvi, að fjármagnsliður visitölu- búsins verði réttilegar metinn en nú er og vaxtaprósenta færö i eðlilegt horf.” Eftirtaldar ályktanir voru samþykktar á fundinum: 1) „Fundur sunnl. bænda, haldinn að Hvoli 30. nóv. 1976, átelur mjög þær árásir á stefnu og starfshætti landbúnaðarins, sem birst hafa I fjölmiðium. Atelur og mjög þá mistúlkun og rangfærslur, sem virðast settar fram i þeim tilgangi einum að sanna neytendum, að land- búnaðarframleiðslan sé baggi á þjóðarbúinu. 5) „Almennur fundur bænda, haldinnaðHvoli 30/11 1976 telur, að I ljós sé leitt að verðlagskerfi það, sem bændur búa við, tryggi þeim ekki þá afkomu, að við verði unað og hætta sé á, að landbúnaðarframleiðslan dragist saman að óbreyttu skipulagi. Fundurinn telur þvi koma til álita, að Stéttarsam- bandið taki upp beina samninga við rikisstjórnina um verð- lagsmálin.” Blaðberar vinsamlegast komið á afgreiðsiu blaðsins og sækið rukkunarheftin. Þjóðviljinn Siðumúla 6 simi 81333 H e rstöö vaa nd stæöi nga r Herstöðvaandstæðingar Skrifstofa Tryggvagötu 10. Sfmi 17966 Opiö 17-19 mán. — föstud. Hverfahópur Hliða- og Mýrarhverfis heldur fund fimmtudaginn 2. desember kl. 20.30 að Tryggvagötu 10. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.