Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 16
DJÓÐVIUINN
Fimmtudagur 2. desember 1976
AOalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra r
starfsmenn blaösins i þessum simum Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaöaprent81348.
Einnig skal bent á
heimasima starfsmanna
undir nafni Þjóðviljans i
simaskrá.
Handbók verkafólks komin út hjá MFA
,Þekktu þinn rétt
og hagnýttu hann’
1 gær kom út hjá Menningar-
og fræðslusambandi alþýðu
Handbók verkalýðsfélaga, sú
fyrsta sinnar tegundar sem út
kemur hér á landi. í framsögu-
ræðu sinni fyrir fræðslumálum
á Alþýðusambandsþingi i gær
fagnaði Stefán P. ögmundsson
formaður MFA útkomu bókar-
innar og taldi aö trúnaöarmenn
á vinnustööum, stjórnarmenn i
verkalýðsfélögum og aðrir bar-
áttumenn i stéttarfélögunum
gætu sótt mikinn hagnýtan fróð-
leik í þessa handhægu bók.
í nefnd er undirbjó útgáfu
bókarinnar sátu þau Magnús L.
Sveinsson , sem var ritstjóri
verksins, Bolli A. Ólafsson,
Guöjón Jónsson, Þórir Daniels-
son og Þórunn Valdimarsdóttir.
Kynntu þeir Magnús og Tryggvi
Þór Aöalsteinsson fræðslufull-
trúi hjá MFA ritið fyrir blaöa-
mönnum i gær.
Þeir Magnús og Tryggvi Þór
skýröu svo frá, aö þaö heföi um
langt skeiö veriö áhugamál
verkalýðshreyfingarinnar að
Scifna saman i eina bók lögum,
reglugeröum, og ööru þvi sem
snýr sérstaklega aö verkalýös-
hreyfingunnieöa snertir aöööru
leyti rétt hins vinnandi manns.
Fyrsta skrefið væri stigiö meö
útgáfu þessarar bókar og væri
hún frumsmið sem væntanlega
stæöi til bóta. Slika bók þyrfti aö
gefa út á nokkurra ára fresti, til
dæmis næst eftir 3 ár.
Fyrsti og lengsti kafli bókar-
innar fjallar um Alþýðusam-
band tslands, uppbyggingu þess
og aðildarfélög, svo og stofnanir
tengdar ASÍ. Langurkaflier um
heilbrigðis- og öryggismál og
annar langur bálkur um löggjöf
um réttindi verkafólks, þar sem
einnig er getið um ýmsa dóma
um málefni verkafólks.
Kaflar eru um orlof, trygg-
ingar, lifeyrissjóði, húsnæðis-
mál, og bókin endar á svonefnd-
um „hagnýtum minnisblöðum”.
Formála að bókinni ritar Björn
Jónsson.
Á bakhlið bókarinnar stendur
stórum stöfum: „Þekktu þinn
rétt og hagnýttu hann”, og má
eftilvill lita á það sem
einkunnarorð hennar. Tryggvi
Þór lagði áherslu á það að bókin
þyrfti að vera til á sem flestum
vinnustöðum i landinu.
Handbók verkalýðsfélaga er
gefin út i 1.600 eintökum og hún
kostar 1.800 krónur.
1. des. samkoma stúdenta:
Við krefjumst stuðnings
Vel heppnaður
Frá fullveldisfagnaði stúdenta i Háskólablói igær. — Ljósm. —eik.
baráttufundur
undir
kjörorðunum:
Samstaða náms
manna og
verkalýðs gegn
kjaraskerðingum
rikisvaldsins
Á áttunda hundrað manns
sátu fullveldishátíð og
baráttusamkomu stúdenta
í Háskólabiói sem hófst kl.
14 í gær. Einkunnarorð
samkomunnar voru að
þessu sinni: Samstaða
námsmanna og verkalýðs
gegn k jaraskerðingum
rikisvaldsins.
Heiðbrá Jónsdóttir stærðfræði-
nemi ávarpaði fundinn i upphafi
en svo tók Sólrún Gisladóttir við
stjórn og kynnti dagskráratriði.
Námsmenn fluttu tvo þætti,
fjallaði annar um skæruhernað
verkalýðs árið 1942 sem leiddi til
eins mesta sigurs sem islensk
verkalýöshreyfing hefur unnið i
baráttu sinni gegn auöstétt og
rikisvaldi hennar. Hinn þátturinn
fjallaði um námslánin og ýmiss
konar viðbrögð borgarapress-
unnar við aðgerðum námsmanna
fyrr og siðar.
Þá töluðu þrir fulltrúar sem nú
sitja þing Alþýðusambands
Islands, þau Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir formaður Sóknar,
Jósep Kristjánsson sjómaður frá
Raufarhöfn og Snorri Sigfinnsson
verkamaður á Selfossi. Jósep
varði tima stnum aö mestu I að
rekja þróun islenskrar stétta-
baráttu og hnignun forystu
hennar en þau Aðalheiður og
Snorri fjölluðu einkum um ástand
kjaramála verkalýðsins nú og
tengsl baráttu verkalýðs og
námsmanna. Snorri talaði siðast-
ur þeirra þriggja og i lok ræðu
sinnar sagði hann: „Námsmenn
geta ekki vænst þess að verkafólk
biðji þá um stuðning þegar bar-
áttan harðnar. Við munum krefj-
ast hans.” Góður rómur var gerð-
ur að máli þeirra þremenninga.
Þá skemmtu listamenn, örn
Bjarnason söng, hópur úr Alþýðu-
menningu sömuleiðis og Spilverk
þjóðanna flutti þrjú lög. Einnig
Aflaskipið
Guðbjörg
í slipp
Guðbjörg 1S, aflahæsta skip
flotans, strandaði við Óshlið fyrir
skemmstu eins og kunnugt er en
náðist aftur á flot. Skipið
skemmdist nokkuð á stafni og
botni stjórnborðsmegin og er nú
komið á Slippstöðina á Akureyri
til viðgerðar. Búist er viö að henni
verði lokið fyrir jól.
—GFr
var lesiö ljóð eftir Jóhannes úr
Kötlum.
Fundinum barst fjöldi skeyta
og voru þau lesin milli dagskrár-
atriða. Að lokum flutti Halldór
Guðmundsson nemi i bókmennta-
sögu ávarp og sleit samkomunni.
1 gærkvöldi dönsuðu stúdentar i
Sigtúni við undirleik hljóm-
sveitarinnar Celcius.
—Þil
Tyrklands-
söfnun
hafin
Rikisstjórnin og Rauði Kross
islands senda i dag 600 þúsund
krónur til hjálparstarfsins i Tyrk-
landi. t samræmi við hjáipar-
beiðni sem borist hefur frá Al-
þjóða Rauða krossinum vegna
náttúruhamfaranna verður nú
hafin Tyrklandssöfnun á islandi.
Tekið verður á móti framlögum
næstu daga á giróreikning 90.000
hjá bönkum, sparisjóðum og
pósthúsum. Þegar hefur Kvenfé-
lag Hreyfils gefið kr. 50 þúsund til
söfnunarinnar.
Þörf er fyrir mikið af vörum,
vetrartjöld, oliuofna, bila með
drifi á öllum hjólum og fleira.
Peningagjöfum héðan verður
varið til kaupa á slikum hlutum i
Tryklandi og nágrannalöndunum.
Framlögum i Tyrklandssöfnun-
ina verður einnig veitt móttaka á
skrifstofu Rauða kross Islands,
Nóatúni 21, og skrifstofu Reykja-
vikurdeildarinnar, öldugötu 4.
Öryggiseftirlit rikisins:
Innsiglar byggingar-
krana í Garða-Héðni
Bæði öryggiseftirlit rikisins
og heilbrigðisfulltrúi Hafnar-
fjarðar komu i Garða-Héðin i
gær til að athuga ástandið þar
nánar en starfsmenn vélsmiöj-
unnar hafa lagt niður vinnu
vegna siæms aöbúnaðar eins og
Þjóðviljinn hefur skýrt frá. Við
athugun komu I ljós nýir
aðfinnsiuveröir hlutir og
öryggiseftirlitiö innsigiaði ma.
stóran byggingarkrana i gær
vegna þess að á hann vantar
yfirhieðslurofa. Þetta vissu
starfsmenn ekki en kraninn
hefði getað fallið yfir sig hvenær
sem var ef um yfirhleðslu hefði
verið að ræða.
i Garða-Héðni eru framleidd
stöðluð stálgrindahús og standa
þau mörg úti á lager en kram
þessi lyftir þeim upp á bilpalla.
Þá hafa veri geymdar inni 200
litra tunnur með sterkum þynni
sem sprengjuhætta stafar af en
skv. reglugerð má ekki geyma
slik efni inni nema til dagnota.
Þá hefur heilbrigöisfulltrúi
krafist þess að iokað verði á
milli tveggja álma vélsmiðj-
unnar en öðrum megin er
smiðað en hinum megin sand-
blásið, grunnaö og málað.
Garðar Norðdahl trúnaðar-
maður sagði i samtali við blaðið
i gær að starfsmennirnir væru
nú i rólegheitum aö einangra
loft hússins og þarna væru lika
pipulagningarmenn til að koma
upphitun hússins i lag en þeir
geröu litið annað en aö ydda
blýantana sina af þvi að engar
teikningar væru til staðar.
Markús Sveinsson fram-
kvæmdastjóri lætur sjá sig öðru
hvoru og er nú öllu fögru lofaö.
Þetta dæmi úr Garða-Héðni
þar sem verkamenn hafa unnið
við aðstæður sem eru svo langt
fyrir neðan þær lágmarkskröfur
sem gerðar eru um öryggi og
aðbúnað vekur alvarlega til
umhugsunar hvort ástandið sé
ekki viða eins og hvort verka-
fólkið sjálft þurfi ekki að gripa
til aðgerða eins og starfsmenn
Garða-Héðins til að koma
málum sinum i lag. önnur ráð
virðast ekki duga.
—GFr