Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. desember 1976 ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS íslandsalmanakið hóf göngu sina 1837 og er þetta 141 árgangur fyrir árið 1977. Þjóðvinafélagsal- manakið hefur komið út i 103 ár og hefur nokkur breyting orðið á útgáfu þess á siðari árum, en kjarni þess er hinn sami og verið hefur frá upphafi eða frá 1874. í þvi er að finna hið eiginlega almanak eða tslandsalmanakiö, titillinn er Almanak fyrir tsland, og Arbók tslands, sem er yfirlit um atburði liöins árs, þ.e. ársins 1975. Auk þessa eru i ritinu styttri þættir til fróöleiks og skemmtun- ar. Nokkur breyting var gerð á Is- landsalmanakinu fyrir nokkrum árum, dýrlingatöl felld niður að miklu leyti og nú er gerð sú breyting að hverjum mánuði eru ætlaðar fjórar siður í stað tveggja áður. A fyrstu siðu hvers mánaðar er dagatal ásamt merkidögum, upplýsingar um gang tungls og vikutal, á annari siöu dagatal og eyða til innfærslu, á þriðju siðu eru daglegar upp- lýsingar um sólargang i Reykja- vik, á fjórðu siðu eru nánari upp- lýsingar um gang tungls og stór- streymi og þar er skrá um flóð og fjöru i Reykjavik, einnig er þar getið um afstöðu björtustu fasta- stjarna og upplýsingar um reiki- stjörnurnar. Eftir mánaöataliö er getið sjávarfalla á vissum stöðum hér við land, hnattstöðu staða og siðan ýmsar upplýsingar um gang himintungla, myrkva, reiki- stjörnur ofl. Skrá er um veðurat- hugunarstöðvar og spásvæði veðurstofunnar, vindhraða, mælieiningar og vegalendir i km. eftir ýmsum þjóðvegum hér á landi og loks er gerð grein fyrir heimildum og útreikningum al- manaksins. Þjóðvinafélagsalmanakið inni- heldur tslandsalmanakið og Ar- bók tslands eftir Ólaf Hansson prófessor, sem er annáll ársins 1975, þar getur árferðis, bruna, búnaðar, embættaveitinga og margra annara gagnlegra upp- lýsinga um atvinnuvegi, stjórn- mál, verslun ofl. ofl. Arbók þessi hefur um árabil verið rituð af ólafi Hanssyni og er þetta hin gagnmerkasta heimild um land og þjóð ár hvert. Arbókin hefur tekið nokkrum breytingum hin siðari ár, t.d. varðandi upptaln- ingu látinna á árinu. 1 þessum árgangi er ágæt grein eftir Þorstein Sæmundsson stjarnfræðing. Um ákvöröun timans og i lokín er gamansaga eftir Mark Twain, sem örn Snorrason islenskaði. Rit þetta er alls 184 blaðsiður. Þorsteinn Sæ- mundsson er ritstjóri ritsins og hefur hann einnig reiknað út og búið almanakið til prentunar, sem er leyst af hendi með mikilli alúð og nákvæmni. Þetta rit er eitthvert þarfasta ársrit sem út kemur hér á landi og jafnframt eitt hið vandaðasta. Einn mestikostur þess er að form þess hefur ekki tekiö neinum breytingum undanfarin 103 ár og eru það ekki litil meðmæli með ritinu, innihaldið breytist auð- vitað ár frá ári, þvi hér er um timatalið að ræða, aðrar breytingar hafa orðið fremur litlar, nema hvað dýrlingatal var knappað eins og áður segir fyrir nokkrum árum, en nú væri auðvelt að endurskoða þá breyt- ingu eftir áð hverjum mánuði er ætlaðar fjórar blaðsíður I stað tveggja. Skráinum merkisár hef- ur einnig breyst frá fyrri tfð þar sem ýmsir atburðir hafa gerst, sem teljast merkilegir að al- manna dómi, t.d. Stofnun lýðveldis hér á landi. Sleppt var fyrir nokkru klásúlunni „Frá sköpun heimsins” svo og svo mörg ár. Menn eru nú ekki lengur samþykkir þvi ártali eins og það var haft. Rit þetta er reiknimeistara og ritstjóra og útgáfustofnunum til sóma svo og annálshöfundi. S.Br. Skáldsaga um her- námsárin fyrri t svölum skugga heitir skáld- saga eftir Steinunni Þ. Guð- mundsdóttur sem nýlega er kom- in út. Aður hafði Steinunn gefið lit aðra skáldsögu sem nefnist Dögg í spori. 6 Vettvangur þessarar skáldsögu er tsland striðsáranna. Hún hefst i sveit: húsfreyja er á förum til Reykjavikur i þau ævintýri sem hún telur aö þar biði hennar á þessum timum. Bóndi hennar streitist við aö sitja áfram, en fylgir eftir siöan, en það er um seinan, hann hefur tapað sjálf- stæði sinu og konu og dóttur. Þetta er m.ö.o. saga um áhrif hernámsins á fjölskyldu og þá þjóðlifið, og lýkur henni á friöar- daginn. En höfundur telur að hún visi meö ýmsu móti til seinni tima. Skáldsagan er 213 bls. (JMFERÐARKORTIÐ hans„Jóns gmnna-genðu sw vel: Nú getur fjölskylda þín æft sig í umferðarreglum heima á stofuborði. Umferðarkortið hans „Jóns granna“ fæst nú á skrifstofu okkar, hjá umboðsmönnum og í ýmsum verslunum gegn 2oo króna gjaldi. OG ekki bara það! í því skyni að örva alla til leiks höfum við samið ákveðið verkefni til að spreyta sig á. Lausnir eiga að berast skrifstofu okkar fyrir 1. mars 1977. Dregið verður úr réttum lausnum og veitt ein verðlaun: Kanaríeyjaferð með Samvinnu- ferðum fyrir þrjá, að verðmæti kr. 255.000.- Verkefnið. Katrín, kona Jóns granna, ekur manni aínum í vinnuna aÖ morgni dags. Hús þeirra er merkt A. Fyrst faraþaueinn hring austurí bœ.austur fyrir bamaheimilið, til að njóta sólaruppkomunnar. Svo er ekið um hringtorgið að pósthúsinu (merkt B). Þar er stansað og Jón skreppur inn að sœkja póstinn sinn í pósthólfið. Þvi nœst ekur Katrín áfram út úr einstefnugötunni, beygir inn á aðalbrautina til vinstri og heldur til hljóðfœraverslunarinnar, en þar vinnur Jón (sbr. „Og hann býr til fegurstu fiólín“). Að lokum ekur Katrin um hringtorgið, heim til sin. Þeir kaflar leiðarinnar.sem athuga á, eru merktir inn á kortið hér til hliðar. Hér koma spurningarnar. (Atriði eru hverju sinni talin upp í þeirri röð sem þau koma íyrir á leið Katrínar). Á leiö frá 1 til la. 1, 1 Ber Katrinu að gefa stefnumerki? 1, 2 Má hún aka hiklaust inn á umferðargötuna? 1, 3 Ber henni að vlkja fyrir akandi umferð frá báðum hliðum? 1, 4 Má hún aka yfir varúðarlínuna? 1, 5 Heitir breiða, brotna línan á móts við biðskyldu- merkið: a) Varúðarlína? b) Markalína? Á leiö frá 2 til 2a. 2, 1 Er gangandi vegfaranda skylt að taka tillit til akandi umferðar sem nálgast, sé hann á merktri gangbraut? 2, 2 Er bláa gangbrautarmerkið leiðbeiningar- merki? 2, 3 Sé gangandi vegfarandi á gangbrautinni, eða í þann veginn að fara út á hana, hvort er þá öruggara að Katrín stöðvi bilinn: a) Við gangbrautina? b) 10 metra firá henni? Á leiö frá 3 til 3a. 3, 1 Má Katrin aka hiklaust inn á hringtorgið? 3, 2 Ber henni að vikja fyrir X bilnum sem nálgast frá vinstri? 3, 3 Er rétt, miðað við ökuleið hennar, að hún velji vinstri akrein á hringtorginu? Á leiö frá 4 til 4a. 4, 1 Hefur bíll Katrinar forgang fyrir Y bíinum? 4, 2 Nú komum við að gildru á kortinu. Framundan er merki, sem ekki má vera þama, miðað við aðrar merkingar. Er það: a) Aðalbrautarmerkið? b) Timatakmarkað stöðuleyfi? 4, 3 Má Katrín leggja ökutæki fyrir framan háhýsið? 4, 4 Hvor á forgang: a) Gangandi maðurinn sem stigið hefur út á gangbrautina? b) Katrín sem er að beygja til hœgri? Þátttaka fjölskyldunnar. Verðlaunin eru Kanaríeyjaferð fyrir þrjá vegna þess að Samvinnutryggingar vonast til aö allir meðlimir hverrar fjölskyldu sameinist um að leysa þrautina og sendi svo inn ráðningu hver fyrir sig. Umferðarkorti þessu er œtlað að vera „þroskaleikfang" í umferðarmenningu. Þekking á umferðarlögum og-reglum getur forðað þér, og þínum, frá slysi í umferðinni. Af þeirri ástœðu er til þessa leiks stofnað. Ath. Umferöarkorlið er 138 «m langt og $ fjórum litum. Á þvi eru umferöarmerki og fleiri leiöbeiningar. Þesaari mynd er einungia ætlaö aÖ aýna merkingar vegna verölauna verkefniaina. 4, 5 Á Katrin að stöðva bílinn: a) Vinstra megin í einstefiiugötunni? b) Hœgra megin i einstefnugötunni? Á leiö frá 5 til Ba. 5, 1 Hvað af eftirfarandi þarf Katrín að hafa í huga áður en hún ekur af stað aftur frá akbrautar- brún: a) Gá að umferðinni? b) Gefa stefnumerki til hægri? c) Gefa stefhumerki til vinstri? 5, 2 Hvar á billinn að vera þegar hún kemur að gatnamótunum: a) Hægra megin í götunni? b) Vinstra megin i götunni? 5, 3 Hvar á hún að stöðva bílinn: a) Framendi bíls við stöðvunarlínuna? b) Framan við linuna, svo að hún sjái betur inn á aðalbrautina? Á leiö frá 6 til 6a. 6, 1 Hvort er réttara að Katrin gefi stefnumerki: a) Einni bíllengd áður en hún ekur til vinstri? b) 5-6 billengdum áður en hún ekur til vinstri? Á leiö frá 7 til 7o. 7, 1 Er biðskyldumerkið: a) Aðvörunarmerki? b) Bannmerki? 7, 2 Hvora akreinina ætti Katrín að velja, miðað við leið hennar um hringtorgið: a) Hægri akrein? b) Vinstri akrein? 7, 3 Hvaða greinar umferðarlaga væri gott að hafa i huga þegar ekið er út úr hringtorgi og Z billinn er á hægri akrein: a) 26. gr. og 37. gr.? b) 4. gr. og 28. gr.? Athugiö aö svara ávallt öllum liÖum spurninganna. Geymiö lýsingu verhefnisins. Hún gildir áfram til 1. mars nk. Klippið svarseðilinn frá og sendið okkur hann í umslagi merkt: Samvinnutryggingar g.t. Ármúla3Reykiavik(Æfing i umferðarreglumr Fleiri svarseðlar verða birtir, einir sér, á tímabilinu. Dómnefnd skipa: Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rikisins. Sigurður Ágústsson, fulltrúi Umferðarráðs. Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjórans i Reykjavík. Ath.: öllum er heimil þátttaka. Fyigjum rcglum, forðumst sfys. SAMVINNUTRYGGINGAR G.T. ÁRMULA3. SlMI 38500 SVARSEÐILL já nei já nei 1.1 □□3,2 □□ 5,ia) 1.2 □□ 3,2 □□ b) 1.3 □□3,3 □□ c) 1.4 □□ 5,2a) 2,5a) □□■!,; □□ b) b) □ □ 4.2a) □ □ 5,3a) b) □□ b) 2.1 00 4,3 □□ 2.2 □ □ 4.4a) □ □ 6,la) 2,3a) □□ b) □□ b) b) □ □ 4,5aj □□ b) □□ já nei já nei □ □ 1,la) □□ □ □ b) □□ □ □ 7,2a) □ □ □ □ b) □□ □ □ 7,3a) □□ □ □ b) □ □ □ □ □ □ □ □ NAFN ÞATTTAKANDA: HEIMILI: SlMI:

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.