Þjóðviljinn - 19.12.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 19. desember 1976
KJARTAN ÓLAFSSON
Aðtjaldabaki fyrir30árum
1 stjórnmálum gerist jafnan
margt að tjaldabaki, ekki sist i
samskiptum ráðamanna smá-
rikja við fulltrúa stórvelda, er
sækjast eftir áhrifum og aðstöðu
innan smárikisins.
Sumt kemur aldrei fram i dags-
ins ljós, annað veröur máske
kunnugt löngu siöar en atburöir
gerast.
Hulu svipt
af leyniskjölum
í ýmsum rfkjum gildir sú regla,
að margvisleg sköl eru varöveitt
sem rikisleyndarmál i ákveðinn
árafjölda og sagnfræöingum eða
öðrum rannsakendum er neitað
um aðgang, en svo rennur
leyndartiminn út, og þá gefst á að
lita.
Þannig er þetta t.d. vestur i
Bandarikjunum, og þvi er það, aö
fyrst nú á siðustu árum hefur
reynst mögulegt að kanna i
skjalasöfnum vestra gögn um
samskipti tslands og Bandarikj-
anna á áratugnum 1940-1950,
þessum fyrsta áratug banda-
riskrar ásælni á landi hér.
Ungur sagnfræöingur, Þór
Whitehead að nafni, hefur að
undanförnu unnið aö þessum
rannsóknum og notiö til þess
styrks frá Visindasjóði íslands.
Hann hefur birt tvær ritgeröir i
Skirni, timariti Hins Islenska
bókmenntafélags, um niöur-
stöður sinar, þá fyrri fyrir
þremur árum, en þá siöari i
Skirni 1976, sem kom út fyrir
fáum dögum.
Það sem mesta athygli vakti,
þegar fyrri ritgerðin kom út, var,
hversu blygðunarlaust var lagt á
ráðin i bandariska utanrikisráöu-
neytinu árið 1944 um aö nota
Iýðveldisstofnunina hér á landi
það ár, til aö koma sér I mjúkinn
hjá islenskum stjórnvöldum, ein-
göngu i þvi skyni að tryggja
Bandarikjunum herstöövar á
Islandi til frambúðar að heims-
styrjöldinni lokinni
Við birtingu skjala, sem þarna
komu fram, varð ljóst, svo að
ekki varð lengur um villst, að
hátiðleg loforð Bandarikjamanna
um brottflutning herliös sins frá
Islandi aö styrjaldarlokum voru
aldrei annaö en argasta fals. Það
var flagö undir fögru skinni, sem
islendingar voru komnir i kast
við.
Island átti aö
verða „Ameríkulýðveldi"
Hér verður rætt litillega um
siðari Skirnisgrein Þórs White-
head, þá, sem nú birtist fyrir
fáumdögum,en sú ritgerðer fyrst
og fremst byggö á bréfavið-
skiptum bandariska sendiherrans
i Heykjavik og bandariska utan-
rikisráöuneytisins á árunum 1945
og 1946 auk annarra gagna.
Við skulum fyrst fletta upp á
bls. 128 i Skirni þar sem greint er
frá bandariskum áformum frá
árinu 1943 um aö breyta tslandi i
„tuttugasta og annaö Ameriku-
lýöveldiö”. Þar segir:
„1 árslok 1943 höföu Roosevelt,
yfirherráðið og valdamiklir þing-
menn ákveðið, að Bandarlkin
þyrftu að hafa herstöövar á
Islandi eftir striö. 1 bandariska
utanrikisráðuneytinu var talið
æskilegast, að Bandarikin tækju
að sér varnir Islands ,,aö eilifu”.
Varnarsamningurinn skyldi
grundvallaöur á Monroe-kenn-
ingunni (kenningin er um fullt
forræöi Bandarikjanna hvar sem
er i Ameriku, — innsk. Þjv.) og
með honum gerðist Island „tutt-
ugasta og annað Amerlku-
lýðveldiö”. Stefnudrög ráöu-
neytisins breyttust I timans rás,
en kjarninn reyndist langær:
Island skyldi i framtiðinni teljast
á bandarisku hagsmunasvæði.”
— En kjarninn reyndist
langær, rétt er það hjá sagnfræð-
ingnum.
Sagði forseti
það leynilegan
tilgang fararinnar
Það sem næst vekur athygli i
ritgerðinni i Skirni er frásögnin af
þeim tilmælum, sem Vilhjálmur
Þór, þáverandi utanrikisráðherra
i utanþingsstjórninni setur fram
við Bandarfkjastjorn strax að
lokinni lýðveldisstofnuninni 1944
um að Bandarlkjastjórn byði
Sveini Björnssyni forseta i opin-
bera heimsókn. Orðrétt segir:
„Sagði forseti það leynilegan til-
gang fararinnar að hefja
viöræður um framtiöarviðskipti
og flugmál. Þótt Roosevelt væri
störfum hlaöinn lét hann til leið-
ast að bjóða Sveini heim. Töldu
bandariska utanrikisráðuneytið
og yfirherráöið brýnt að hefja
herstöðvasamninga. Staðan
kynni að versna eftir væntanlegar
alþingiskosningar og brotthvarf
Vilhjálms og Sveins úr embætt-
um.”
Þór Whitehead minnir siðan á,
aö I Reykjavik hafi fyrirhuguð
forsetaför vakiö tortryggni og
alþingismenn hafi tilkynnt utan-
rikisráðherranum, Vilhjálmi Þór,
að hann hefði ekkert umboð til
herstöðvasamninga. Varð þvi
ekki af samningum aö sinni, þótt
þeir Vilhjálmur og Sveinn færu
vestur.
Að selja sjálfstæðið
fyrir skran
— Sem kunnugt er var það svo
haustiö 1945, sem Bandarikja-
stjórn bar fram formlega beiðni
um herstöðvar á tslandi til 99 ára
I Keflavik, Reykjavik og i Hval-
firði. Þá hafði nýsköpunar-
stjórnin setið að völdum i um það
bil eitt ár undir forsæti ólafs
Thors, en með þátttöku sósialista.
1 Skirnisritgeröinni eru ýtarlega
rakin samskipti Bandarikjanna
við Ólaf Thors á þessum tima, en
Ólafur var sem milli tveggja
elda, þar sem annars vegar var
hollustan við Bandarikin, og hins
vegar löngunin til að halda áfram
stjórnarsamvinnu við Islenska
sósialista, sem að sjálfsögðu
beittu sér frá upphafi af fyllstu
hörku gegn bandariskri ásælni.
Flettum upp á bls. 132 i Skirni:
„Bandariskir embættismenn
lögðust undir feld og Igrunduðu
hvernig freista mætti islendinga
til samninga um leigu herstöðva.
Gjafatilboö á fjölbreyttu saman-
safni stríösframleiöslu og setu-
liöseigna var talið vænlegt til
árangurs. Louis G. Dreyfus
sendiherra i Reykjavik reyndist
þó vantrúaður á áhrifamátt sliks
tilboðs, enda kynni það að vekja
raddir um að „sjálfstæöiö væri
selt fyrir skran”. Ráðlegra væri
að beina sjónum að ótraustum
fiskmarkaöi og þverrandi dollar-
eign Islands.”
Og á næstu blaösiöu segir: „Nú
skaut þeirri hugmynd upp i
Washington aö bera herstöðva-
beiðnina fram i nafni Vesturálfu-
rikja og með skirskotun til gagn-
kvæms öryggissáttmála þeirra.
Yrði islendingum boöin aðild að
sáttmálanum, sem var nokkurs
konar viöauki viö Monroe-
kenninguna... Meö herstöðva-
samningnum stæði Islandi þar
með til boða að gerast
Amerfkulýöveldi og njóta ávaxt-
anna af samstarfi þeirra.”!!
Islensk þrjóska
og // ankannaleg
sjálfstæðisþráhyggja"
Þá skulum við lita á orðrétt
ummæli úr bréfi bandariska
sendiherrans i Reykjavik til utan-
rikisráðherra Bandarikjanna
dagsett 28. sept. 1945, þremur
dögum áöur en fram var lögð
formleg beiðni um herstöðvar á
Islandi til 99 ára. Sendiherrann
segir:
„Tilmælin koma af staö
miklum æsingum, hvenær sem
þau verða fram borin... Forsætis-
ráöherra (Olafur Thors) er tæki-
færissinni, sem lætur einskis
ófreistaö til þess að hanga við
völd og stjórna eftir þvi sem
kaupin gerast á eyrinni. Einnig er
liklegt aö erfiöleikar spretti af
meöfæddri islenskri þrjósku og
þessari ankannalegu sjálfstæöis-
þráhyggju, sem nú er rikjandi
eftir frelsun landsins undan alda-
langri stjórn dana, svo og óbeit á
allri samningsgerð, sem likleg
þætti til að stofna sjálfstæöinu i
voða.”
Meö hliðsjón af þvi, hversu
ákaft Ólafur Thors og allir
aörir þingmenn aðrir en
Jónas frá Hriflu sóru af sér ráða-
geröir um varanlega bandariska
hersetu i alþingiskosningunum
1946, þá er einkar athyglisvert að
sjá nú 30 árum siðar skjalfest
hvað þáverandi sendiherra
Bandarikjanna hér hefur eftir
ólafi Thors og fleiri stjórnmála-
mönnum um raunverulega
afstöðu þeirra til málsins.
Ekkert fer á milli mála um vilja
Ólafs til aö greiða götu bandarikja
manna en hann reynir mjög til aö
fá þá til að fresta beiðni sinni
fram yfir kosningarnar 1946. Þór
Whitehead byrjar á bréfum
sendiherrans og segir:
„1 samtalinu við Dreyfus
(sendiherrann) I apríl 1945 lýsti
Ólafur þvi yfir að vegna hernaö-
armikilvægis Islands væri óhjá-
kvæmilegt aö þar yröu herstööv-
ar i framtiöinni.”
Skammtíma réttindi/
sem yrðu sjálfkrafa
langdræg
Og I bréfum bandariska sendi-
herrans frá 10. og 12. nóvember
1945 til utanrikisráðherra Banda-
rikjanna kemur fram, að Ólafur
treysti sér ekki til aö fallast á
herstöðvarbeiðnina til 99 ára,
en.... „Hins vegar væri það verj-
andi fyrir islenska stjórnmála-
menn aö veita herstöðvaréttindi
til skamms tima, sem yröu sjálf-
krafa langdræg eftir þvl sem
fram liðu stundir. Stjórnmálalíf
iö væri spennu þrungiö og kosn-
ingar framundan. Væri þvi æski-
legast aö fresta öllum samninga-
viðræðum. 1 fyllingu timans yröi
„þaö heppilegast aö islendingar
færu fram á hana (hervernd til
skamms tima) sem varúðarráð-
stöfun”. Ekki yrði komist hjá
stjórnarskiptum þegar til samn-
inga yrði gengið.”
Ofanskráð orð er að finna á
blaösfðu 145 I Skirni og eru þau
sem áöur segir byggö á bréfi
sendiherrans 10. nóv. 1945, en
Ólafur Thors hafði að sögn sendi-
herrans lýst þessum hugmyndum
sinum fyrir starfsmanni banda-
riska sendiráðsins I Reykjavik,
Valdimar Björnssyni.
Ekki fer milli mála að þarna er
Keflavikursamningurinn al-
ræmdi sem gerður var tæpu ári
siðar haustið 1946 að taka á sig
mynd.
Svo ættu menn að fletta upp i
kosningaræðum og frægum svar-
dögum Ólafs Thors og annarra
Oft er flagð undir fögru skinni
Upphaf bandarískrar ásælni á íslandi
BÆKURNAR ÚR LJÓÐHÚSUM
Ölíkar persónur
eftir Þórberg Þórðarson
Verð: kr. 3000 + sölusk.
Sigur í Víetnam
eftir Richard West
Verð: kr. 1600 + sölusk.
LJÓÐHÚS
Laufásvegi 22
Reykjavik
Pósthólf 629
Simi 17095, 35724.