Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 9
Sunnudagur 19. desember 1976 þjóÐVILJINN — SÍÐA 9 Gengið um á gagn- rýnenda sýningu: Sigurjón ólafsson. Tré III Nú um helgina lýkur að Kjarvalsstöðum myndlistarsýningu sem hefur fengið nafnið Val. Sýning þessi er að þvi leyti nýlunda að fimm myndlistarrýnar fjög- urra dagblaða standa að henni í sameiningu. NU i vikunni var gengiö meö Ólafi Kvaran um sýninguna og hann spurður tiðinda af henni. — Kveikjan aö þessari sýningu, sagði hann, má heita sú, að stofnuð vöru i sumar Samtök gagnrýnenda, það var á þeim vettvangi að hugmyndin að sýningunni kom upp. En frumleg er hugmyndin alls ekki, þvi hlið- stæð tiltæki hafa verið iðkuð i mörg ár i nálægum löndum. Markxnið okkar, sem aö þessu stöndum, er að draga fram það sem okkur fannst áhugaverðast af þvi sem fram kom,á árinu, bæði á einkasýningum, og samsýningum en yfirlitssýn- ingar, t.d. á vegum rikisins voru undan skildar. Og kvöl i n Gunnar örn Gunnarsson. Sól II Tilhögun var sú, að við höfðum, plássins vegna, gert ráð fyrir 16- 17listamönnum, svo að hægtværi að velja nógu mörg verk eftir hvern og einn til að hans persónu- leiki komi fram. Hver okkar fimmmenninga kom með sinn lista og siðan var kosið um hvern og einn. Eru þeir á sýningunni, sem fengu 5 eða 4 atkvæði — en auk þess gat hver okkar tilnefnt ,,sinn mann”. Alls munu 30-40 listamenn hafa verið bornirupp á þessum listum okkar. Mér finnst að valið hafi tekist vel. Það er ágætt að fá fram sem flest viðhorf, sem breiðasta mynd af þvi sem gerist á einu ári i myndlistum. Sýningin spannar allt frá hefðbundnum express- sjónisma hjá Jóhannesi Geir yfir i verk Magnúsar Pálssonar, sem eru meðal þess sem á sér stysta forsögu i islenskri myndlist. Hér eru málverk, grafik, högg- myndir, vefnaður. — Nú er siðvenja hjá mörgum aðbregðastilla við öllu sem gefur til kynna að gagnrýnendur hafi tekið sér dómsvald eins og það heitir. Og ef þeir eru svotil allir i samfloti, þá fer mafiuhrollur um fjölda manns. — Ég vil undirstrika i þessu sambandi, að sýningin hefur það meginmarkmið að draga á eitt torg viðhorf i islenskri myndlist. Hér er tækifæri til að meta ákveðna stöðu, bera saman einstaklinga og sjónarmið. Og ég held að þar eð gagnrýnendur sem að þessu standa eru svo ólikir sem raun ber vitni, þá ætti það i sjálfu sér að tryggja sýningunni viðunandi breidd. Menn vilja oft gleyma þvi, að gagnrýnin er alls ekki einlit. Hún sveiflast frá formalisma, einhliða áhuga á formrænum eiginleikum verka til hugmyndalegrar rýni, sem vill ekki vanrækja það erindi sem listamaðurinn rekur. Fyrir mina parta vil ég svo taka það fram, að þráttfyrir breiddina þá væri mér auðvelt að nefna listamenn sem ég sakna að eru hér ekki. En sem fyrr segir, þetta var lýðræðisleg kosning, og enginn einn gagn- rýnandi kom sinum vilja fram til fulls. — Ef að erlendur myndrýnir dytti hér niður á gólfið allt í einu og hefði aldrei séð islenska mynd- listáður, hvað heldurðu að honum dytti fyrst i hug? — Það er að visu mjög erfitt fyrir mig aö setja mig i þau spor. En flestir erlendir listfræðingar sem ég hefi hitt hérlendis hafa fyrstundrast það, hve margir búa tilmyndir og eins hitt, hve Islensk myndlist stendur hugmyndalega nálægt þvi sem er að gerast á Norðurlöndum og annarsstaðar i Evrópu — hvað sem liður ótvi- ræðum persónulegum einkennum hinna ýmsu listamanna. Maður verður oft var við það viðhorf, að þessir menn eru að leita að einhverju mjög sér- islensku i ætt við heita hveri eða einhver náttúrufyrirbæri önnur, þessvegna kemur hið alþjóðlega samhengi þeim nokkuð á óvart. En auðvitað dregur islensk myndlisteins og annað sem unnið er i samfélaginu dám af þeim veruleika og þeim kringumstæð- um sem við búum við... Sýningunni lýkur nú á sunnu- dagskvöldið, en hún var opnuð i sl. viku. Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Asgerður Búadóttir, Gunnar Orn Gunnars- son, Haukur Dór Sturluson, Hjör- Þórður Hall. A sviðinu. leifur Sigurðsson, Jóhannes Geir, Karl Kvaran, Kristján Daviðsson, Kristján Kr i s t jánsson, Magnús Kjartansson, Magnús Pálsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragn- heiður Ream, Richard Valtingojer, Sigurjón Ólafsson, Torfi Jónsson, og Þórður Hall. —áb. ALFRÆÐI MENNINGARSJOÐS ÝTARLEGT , FRÆÐANDI OG MYND- SKREYTT BRAUTRYÐJENDAVERK ÞESSAR BÆKUR ERU KOMNAR: Bókmenntir Stjörnufræði — rúmfræði islenzkt skáldatal I islandssaga I Hagfræði NÚ ERU TVÖ NÝ BINDI KOMIN ÚT ÍÞRÓTTIR I-II EFTIR INGIMAR JÓNSSON IÞRÓTTA- KENNARA GLÆSILEG HANDBÓK GJÖF UNGA FÓLKSINS NÝKOMIÐ: Islenskt skáldatal — síðara bindi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.