Þjóðviljinn - 19.12.1976, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN.’ Sunnudagur 19. desember 1976 Faðir Brésjnefs og afi unnu i stálbræðslu. Þess er ekki getið hvar Leonid er að finna á þessari gömlu fjölskyldumynd. Brésjnéf var pólitfskur kommissar i hernum á striðsárunum. Hér er hann að afhenda hermanni flokksskirteini. BRÉSNJÉF Leonid Brésjnéf, aðalritari sov- éska kommúnistaflokksins, er ijötugur i dag. Sovésk málgögn segja á þá leið, að hér sé um merkan viðburð að ræða fyrir kommúnista og alþýðu manna alla, og allar likur benda til að af- mælið verði viða um lönd notað sem tilefni til að gera úttekt á ferli þess manns sem fer með meira vald en flestir aðrir leið- togar rikja. Sovéska fréttastofan APN hef- ur sent frá sér alllanga Brésjnéfs sögu, sem fróðlegt getur verið að skoða nokkuð, og fylgja meö myndir margar. 1 fyrsta lagi kemur þaö strax fram, að það er ekki siður hjá sovétmönnum að fjalla mikið um einkalif foringja sinna. í fjórtán blaðsiðna skjali er til dæmis hvergi minnst á fjöl- skylduaðstæður Brésjnéfs og finnst manni alveg nóg um slikt HVER ER MAÐURINN? lit um stefnu miðstjórnar kommúnistaflokksins frekar en formannin sjálfan. Af samanburði við stutt æviá- grip annarra sovétleiðtoga má ráða, að ferill Brésnjéfs er nokk- uð svipaður þvi sem algengt er i þeim hópi: tæknimenntun og störf, sem snemma tengjast stjórnsýslu i ráöum og flokki. Þá er Brésjnéf af verkafólki kominn, Hann hefursiðar sagt, að þar hafi hann „lært að þekkja göfuglyndi og skapstyrk hins vinnandi manns”. Arið 1927 lauk hann námskeiði við landbúnaðartækni- skóla i Kúrsk, vann i sveitum um hrið og var þar kosinn i ráð. 1931 gekk hann i kommúnistaflokkinn, sama ár hóf hann nám i málm- vinnsluverkfræði i heimaborg sinni, vann i verksmiðju með námi og lauk þvi 1935.1937 hefjast metorð hans i stjórnmálum, fyrst er hann kosinn til borgarráðs, en 1939 er hann formaður héraðs- nefndar ráðanna. Þegarstriðið hófst bað Brésjnéf flokkinn að senda sig á vig- stöðvarnar hið fyrsta. Var hann pólitiskur fulltrúi i hernum og segir ævisagan, að hann hafi getið sér mjög gott orð i orustum um Kertsj og Novorossisk. Hann var Með flokkaleiðtogum á Krim. Frá vinstri: Zhivkof (Búlgariu), Ceaucescu (Rúmenlu), Gierek (Pól- landi), Kadar (Ungverjalandi), Húsak (Tékkóslóvakíu), Brésjnéf, Hoecker (DDR), Tsedenbal (Mongoliu) og lengst t.h. er Gromiko. hreinllfi — þótt það sé kannski skárra en hinar öfgarnar þegar vestrænir f jölmiðlar eru svo upp- teknir af persónu einhvers leið- toga, börnum, eiginkonu, hjákon- um, aö það liggur við að pólitiskt starf þeirra gleymist. Saga Brésjnéfs er hjá sovétmönnum sögð af honum i einhverju starfi fyrst og fremst, og reyndar er meira en helmingur textans yfir- sem þykir plús, og hann hefur einnig komið við sögu styrjaldar- innar. Fer nú hér á eftir yf irlit yf- ir þessa ævisögu eftir hinni sov- ésku heimild. Leonid Brésnjéf er fæddur i Dnéprodsjersjinsk (áður Kamen- skoé) og er það á Úkralnu. Faðir hans og afi voru verkamenn i stálbræðslu, og sú verksmiðja var fyrsti vinnustaður Brésjnéfs. og með hernum þegar hann sótti fram yfir Ungverjaland, Pólland og Tékkóslóvakiu. Brésjnéf var sæmdur hershöföingjanafnbót 1943 og var 1945 orðinn yfirmaður pólitisku deildar Fjórðu úkrainsku vigstöðvanna. Fyrir framgöngu I striðinu var Brésjnéf svo sæmdur nafnbótinni Hetja Sovétrikjanna. Eftir strið, segir i greinargerð- inni, voru „hinir reyndustu og færustu forystumenn” flokksins sendir til að stjórna endur- reisnarstarfi. Brésjnéf var send- ur til tveggja héraða á Okrainu og varð þar aöalritari héraðsnefnd- ar flokksins, en slikir menn eru ölium öörum valdameiri hver á sinum stað. Upp frá þessu veröur frami hans i hinu sovéska stjórn- kerfi ör: 1950-52 er hann aðalrit- ari kommúnistaflokksins i Moldaviu og 1952 er hann kosinn i miðstjórn flokksins. 1955 veröur hann aðalritari flokksins í lýð- veldinu Ksakstan, sem þá þótti einkar mikilvægt svæði vegna ný- ræktarframkvæmda sem þar var byr jað á um það leyti. 1957 verður Brésjnéf meölimur mestu valda- stofnunar landsins, stjórnmála- nefndar miðstjórnar og fer þar með þungaiðnað, meiriháttar fjárfestingar, tæknivæðingu hers- ins og geimferðaáætlanir — og munarum minna i sovésku sam- KLÆÐUM HÚSGÖGN Urval af áklæðum og kögri Notið ykkur þjónustu okkar Borgarhúsgögn Hrey f ilshúsinu viö Grensásveg. Simi: 85944 og 86070 Ekki er minnst á fjölskyldumál Brésjnéfs I æviágripunum, en hinsveg- ar fylgdi þessi mynd af honum með barnabarni sinu. félagi. 1960-64 var Brésjnéf forseti Æðsta ráösins, en maður I þvi embætti er formlega séð þjóð- höfðingi (á hans nafn stila forset- ar og konungar heillaóskir o.s.frv.) Arið 1964 var hann svo kosinn aðalritari miðstjórnar Kommúnistaflokksins og þar meö er hann mestur valdamaður i stærsta rikiheims. En það minnir enn á hina sérstæðu þagnartækni i meðferð sovétmanna á eigin sögu, að i þvi skjali sem hér er stuðst við er ekki minnst einu orði á fyrirrennara hans i þvi em- bætti, Nlkita Krúsjof. Drjúgur helmingur hinnar sovésku brésnjéfsögu er svo helgaður þvi, að rekja sovéskar hugmyndir um vigbúnaðarmál, friðsamlega sambúð og tengja frumkvæði aö þeim við nafn Brésnjéfs, sömuleiðis eru fram- farir innanlands i lifskjörum tengdar viö hans forystu. Nú má búast við að fyrir vestan verði upptalningar mjög i öörum dúr, þar munu raktar skuggahliðar sovéskrar stjórnarstefnu og þá sérstaklega Tékkóslóvakia 1968 og harka gagnvart andófsmönn- um heima fyrir og þetta tengt Leonid Brésjnéf. Satt best að segja er allerfitt aö skilgreina hlutverk „æðsta manns” i fram- vindu I Sovétrikjunum, hvort sem um er aö ræöa neikvæða hluti eða sæmilega geöþekka. Minna skal á, að það er föst regla hjá sovétmönnum að forysta flokks- ins komi fram sem einn maður út á við; eftir að ákvörðun er tekin eru aðilar skyldugir að standa við hana, og sá ágreiningur sem kann að koma fram viö umræður er leyndarmál, engar hvitahússpól- ur i gangi sem hægt væri að kom- ast í. Sovétmenn spara ekki hrós um Brésjnéf, og hefur það farið vax- andi íræðu og riti á undanförnum árum. Til dæmis er þessa blóm- lega setning i áðurnefndu skjali: „Þjóð vor býr nú við andrúmsloft friðar og skapandi starfs, sannrar félagshyggju og lagsmennsku, bjartsýni og trausts á morgun- deginum. Þetta er að mjög miklu leyti Leonid íljitsj Brésjnéf að þakka. Hann hefur lagt fram firnalegan skerf til þess aö stað- festa og þróa leninskar megin- reglur um lif flokks og samfélags, hinna leninsku starfshátta. Sovét- menn starfa með góöum árangri undir viturlegri leiðsögn L.I. Brésjnéfs og dást aö honum fyrir umhyggju hans og hlýhug, fyrir takmarkaiausan trúnað hans viö hugsjónir Lenins”. Þegar svo vestrænir frétta- skýrendur hafa veriö að velta fyr- ir sér Brésjnéf með hliðsjón af skiptingu sovéskra leiðtoga i „hauka og dúfur” I samskipt- um við vesturlönd, eöa erlenda kom múnistaflokka, þá hafa skrlbentar þessir hneigst aö þvl að teija Brésjnéf miöjumann, sem hafi þó meiri samilö i garð dúfna en hauka. Þeir telja hann allavega mjög áfram um að ekki verði horfið frá þeim tilraunum til að bæta sambúö austurs og vesturs og skera niður vigbúnað, sem hafa verið stundaðar á undanförnum árum, þótt árang- urinn hafi orðiö minni en vonir stöðu til. Óráönum gátum um áhrifamenn verðum viö vist að skjóta til sögunnar. Að visu segja sumir menn aö hún sé kvenna óáreiðanlegust — en það er þvi miður ekki i mörg önnur hús að venda. —(áb tók saman)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.