Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 11
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 IlIsísííIiii Umsjón: Þröstur Hara Idsson og Freyr Þórarinsson Jólaplöturnar Klásiílum er annaö slagið boðið i brennivin og jafnvel snittur um leið og okkur eru gefnar hljómplötur til að skrifa um (uppbyggilega) gagnrýni. Þessum plötum fjölgar af ein- hverjum ástæðum þegar dagur- inn styttist og nú undir vetrar- sólhvörf er málum svo komið að við skuldum gestgjöfum okkar fleiri umsagnir en við sjáum fram úr með góðu móti. Tvennt kemur hér til greina. Annað er að látast ekki taka eftir þvi að plötuútgáfa, eins og önnur neyslulist, miðast við 26. desember, fæðingardag Maós, og skrifa ekkert um jólaplöt- umar fyrr en i febrúar. Hitt er aö drifa af nokkra stutta dóma um eitthvaö af þessu útsölu- rokki og láta það duga fyrir jólin. Klásúlur hafa að vandlega yfirveguðu máli valið seinni kostinn, bæði fyrir brennivinið og snitturnar og eins vegna þess að auðvelt er að afgreiða flestar plöturnar i fáum orðum. ☆ Fyrst skulu nefndar tvær plötur sem um margt eru likar. Þær eru Geimsteinn, tónlis.t flutt af Rúnari Júliussyni (Hljómar o.s.frv.), Þóri Baldurssyni (Savanna trió o.fl.) og Mariu Baldursdóttur ásamt aðstoðarmönnum og Fyrst á röngunni.plata með hljómsveit- inni Haukareða amk. nokkrum meðlimum Hauka og öðrum tónlistarmönnum. Báðar plöt- urnar eru litt vandaðar, leiðin- lega spilaðar og illa sungnar og lögin eru þversnið af þvi sem aöstandendurplatanna halda aö gangi i landsmenn og óskalaga- þættina. Geimsteins-fjölskyldan er þó sýnilega reyndari i stúdió- vinnu og hljóðblöndunin er miklu skárri en hjá Haukunum. Það er tóniðnaðarmönnum þessum til háborinnar skamm- ar að auglýsa fégræðgi sina og áhugaleysi um tónlist með hljómplötum af þessu tagi. Það eitt skiptir greinilega máli að selja plast og þvi væri þeim mátulegt að selja ekki neitt. Hljómsveitin Eik hefur loksins komið frá sér plötu og heitir sú Speglun, Fyrri hlið plötunnar geymir söngva við ótrúlega lélega enska texta en hin siðari tvö alllöng „instru- mental” verk. Ekki þykir mér tónlistin ýkja skemmtileg og sennilega geldur hún þess, hve lengi þessi plata hefur verið i bi- gerð, þvi hún minnir mjög á nokkurra ára gamalt Evrópu- rokk af þyngri gerðinni. Höfuö- kostir plötunnar eru sá augljósi metnaður sem tónflytjendurnir leggja i verkiö og á köflum all- góður hljóðfæraleikur og skemmtileg stef. Ég er ekki frá þvi.efEikin hugsaraf skynsemi um eðli og útlit islensks rokks, að frá þeim sé nokkurs að vænta. SG-plötur hafa gefiö út Uss, ekki hafa hátt, þar sem Jón Ragnarsson syngur eigin söngva. Jón þessi hætti i popp7 inu fyrir allmörgum árum en Svavar heldur greinilega að hægt sé að græða pening á tón- framleiðslu hans. Það er trúlega misskilningur og platan á tæplega eftir að svara kostnaði. Ekki er ástæða til að fjölyrða um tónlist og lélega texta Jóns, en Svavar á skilið spark i raskatið. Hann timir ekki einu sinni aö kaupa upp- tökutima hjá almennilegu stúdi- ói og m.a. þess vegna eru tón- gæði þessarar plötu Jóns og reyndar fleiri nýlegra SG- platna svo hörmulega léleg að engu tali tekur. Svei attan. Og þá kemur röðin að voða- verkinu sjálfu. Einu sinni var — vísur úr vísnabókinni Bókaútgáfan Iðunn ræðst nú i hljómplötuútgáfu og byrjar á plötú með kvæðum úr Visna- bókinni sigildu við gömul og ný lög. Til verkstjórnar var feng- inn Gunnar Þórðarson og söng- inn annast Björgvin Halldórs- son að mestu. Það er skemmst frá þvi að segja að tónsetning kvæðanna er ömurleg smekk- leysa frá upphafi til enda. Gunnar virðist engan skilning hafa á þvi að kvæðin sjálf hafa ákveðinn látlausan stil sem tónlist og útsetningar verða að falla eðlilega að. Hann böölast bara yfir allt sem fyrir verður með ameriskt sveitarokk og „raggee-stælingar, sem hér eiga hvergi heima. „Hann er eins og aðalsmær á sjó, / eða likur hurð i berjamó” segir Þórarinn Eldjárn og sú lýsing hæfir ágætlega framlagi Gunnars Þórðarssonar til þess- arar plötu. Söngur Björgvins er rembingslegur, þ.e. hann kreistir með kröftunum úr sér hljóðin. Þessi veíþekkti ensk-- islenski rokkstill lætur hér sér- lega leiðinlega i eyrum. Ekki bætir úr skák að röddin er hækkuð og mjókkuð með þvi að hægja upptökuhraðann i tveimur lögum, enda skammast hann sin þá og felur sig bakvið nafnið Helgi Halldórsson. Þvi miður selst platan senni- lega vel þessi jólútá góðu gömlu Visnabókina en það er bót I máli að hún týnist fljótt og gleymist. Iðunnætti að sjá sóma sinn I að gefa fljótlega út nýja, látlausari og islenskari visnaplötu. Foreldrar og börn sem elska Visnabókina eiga það inni hjá forlaginu eftir að þetta var svikið inn á þau. Foreldrar Hlustið á vísnaplötuna áður en þið kaupið Klásúlur taka út við að þurfa að skrifa svona illa um jólaplöt- urnar en við vitum að sannleik- urinn er ávallt sagna bestur. Til að gera nú gott úr öllu og örva plötusöluna fyrir jólin birtum við lista yfir þær sex rokkplötur sem okkur þykja athyglisverð- astar frá siöasta ári. Listinn nær aðeins yfir þær plötur sem Klásúlum höfðu borist 13. desember 1976. Listann má klippa út og geyma. Diabolus in musica: Hanastél á Jónsmessunótt Megas: Fram og aftur blindgötuna Olga Guðrún: Eniga meniga Spilverk þjóðanna: Götuskór Stuðmenn: Tivoli Þokkabót: Fráfærur klásúlur/f.þ. Nú, þegar liður á jólaföstu, eru sálirnar hér norður við pól að reyna að hefjast ögn hærra, að þær megi samræmast upp- hafningu komandi hátiðar, — lika sálarkorn okkar hinna trú- lausu. A dagheimilum og leik- skólum i höfuðborginni byrja margar fóstrur að þjálfa barns- sálirnar um miðjan nóvember, — og krakkarnir halda, að jólin komi fyrsta desember og heimta nammi og iólasvein. Rikisútvarpið veitir drengilega aðstoð og malar jólalög úr öllum áttum frá morgni til kvölds, — poppuð og rokkuö, pípuð og gauluð, hrópuð og væld, — allt nema Heimsumból, — það er bannað þar til á aðfangadag. Jólasveinar, á dönskum kjólum með þýsku sniði, leika lausum hala i verslunum og á húsaþök- um með skripalæti og hunda- kúnstir, — en gömlu islensku jólasveinarnir úr sögunni. Eng- inn kannast lengur við Grýlu og Leppalúða og þeirra slengi, — það gat aldrei lært að koma fær- andi hendi, og við viljum heldur sanktikláusana með gjafapakk- ana og leikföngin, prislögð i anda hátiðarinnar: Jólin eru hátið barnanna. I samræmi við það tilkynna hárskerar opinberlega, að þeir klippi ekki börn siðustu þrjá daga fyrir jól. Foreldrar sem ekki kunna að taka þessari yfir- lýsingu með kristilegu hugar- fari, geta bara klippt krakkana sina sjálfir á aðfangadag. Færi vel á þvi, að feður, sem ekki hafa mátt vera að þvi að sinna börnum sinum i jólahasarnum, tækjusérskæriihönd, þegarfer að hægjast um upp úr hádegi 24., — meðan húsmæður halda áfram að brasa og baka, þegar þær sleppa heim úr vinnunni, þvi það á að gefa börnum brauð að bita i á jólunum, — og full- orðnum kökur. Að lokum er talsverður slatti þjóðarinnar út- keyrður af mánaðar undirbún- ings-streði, og sér þann kost vænstan að lamast af mat og drykk. Þá er orðið alheilagt. Löngu fyrr veröa margir fyrir JÓN MÚLI ÁRNASON SKRIFAR AÐVENTA andlegri reynslu og uppljóman hverskonar. Húsfreyja i austur- bænum, sem notaði tækifæriðtil að mála ibúð sina að lokinni vinnu iti i bæ á meðan smákök- ur brúnuðust i ofninum um lág- nættið, sá furöuflugvél tvö kvöld iröð yfir öskjuhliðinni, og getur eiginmaður hennar staðfest þetta. önnur sá fljúgandi disk útii örfisisey um miðja nótt. Er talið sennilegt að þar hafi verið á ferð verur af öðrum hnöttum og langt að komnar, þar sem nú má reikna með að visindamenn hafi gengið úr skugga um, að ekki þrifist lif i sólarkerfi okkar nema hér á Jörðinni. En .sól- kerfin eru sem betur fer fleiri i Vetrarbrautinni, —sólimar hátt i 200 þúsund miljónir, — og vis- indamenn segja ekki ósennilegt, að plánetur gangi sinar trautir umhverfis mikinn hluta þeirra. Og lengra úti i geimnum taka viö aðrar vetrarbrautir engu minni, — Hallastýmsirað þeirri skoðun, að alheimurinn sé óend- anlegur, og sólkerfin þvi ótelj- andi. Sé svo, ætti viða að vera lifvænlegt, þvi að endaþótt þessi efnasambönd, sem við nefnum lif, kunni að vera hrein tilviljun. hljóta slikar tilviljanir að vera óteljandi i óendanlegum al- heimi. En ekki nægir þetta öllum. Sumir sætta sig ekki við neitt minna en framhaldslif eftir þetta venjulega (les: eilift lif) og telja, að þá sé til litils barist og baukað, ef öllu á að ljúka að enduðum hérvistardögum okk- ar í þessum táradal. Og kom að þvi, að umræður i sjónvarps- sal hófust á hið „æöra plan”, sem margir ágætir menn hafa beðið með óþreyju, og vonast eftir opinberlega. Séra Emil Björnsson ræddi við Brynjólf Bjarnason um kommúnisma og trúarbrögð,verkalýðsbaráttu og heimspekirit Brynjólfs, — og voru leidd fram vitni úr guð- fræði, pólitik og heimspekideild Háskólans. Okkur sósialistum þótti fróðlegt að hlýða á rök marxistans, — og lika gaman, þegar um skeið mátti ekki á milli sjá, hvor væri i raun meiri kommúnisti, klerkurinn eða guðlastarinn. Smásaman skýrð- ust þó linur og varð augljóst, að lengi mætti Brynjólfur brýna séra Emil áður en honum tækist að leiða hann sigurglaðan út i götuvirkin i byltingunni. En eins og vænta mátti nálg- uðust þeir hvor annan á ný, þeg- ar kom að framhaldstilveru, en fjarlægðust þá jafnframt okkur hina dauðlegu. Okkur hefur aldrei dottið i hug að lifa lengur en eðlilegt má teljast, — þetta 70-80 ár, og kannski nokkrum betur, ef heppnin er með og er- um hæst ánægð með það. Þess- vegna finnst okkur helviti hart, þegarhinir, sem ætla sér aldrei að deyja, fullyrða, að þar með skorti tilveru okkar allan sið- ferðilegan grundvöll og festu. Aðöðru leyti fer filósófia þeirra fyrir ofan garð og neðan hjá okkur, breytir engu, og megnar hreint ekki að hefja veraldlegar hugsanir okkar á „æðra plan”, — nema siður sé. Hinsvegar finnst okkur gott að hafa fyrir tilviljun átt þeirri gæfu að fagna að vera, að minnsta kosti um stundarsakir, samtimafólkágætismanna, sem eiga eftir að lifa áfram á sinn hátt um ókomna framtið, þegar við erum fyrir löngu steindauð. Og það hlýjar okkur um hjarta- rætur að vita, að barnabörn okkar i Alþýðulýðveldinu ís- landifáistraxfyrir landsprófaö læra að meta marxiskar hugs- anir Brynjólfs Bjarnasonar, mannsins sem borgarpressan i Reykjavik kallaði „mesta kommúnista á tslandi” á jóla- föstunni 1976. JMA. mödmAlaþættir Jóhann Hafstein ÞJÓÐMÁLAÞÆTTIR eftir Jóhann Hafstein. Mikilsverð heimild um megin- þætti islenzkrar þjóðmálasögu siðustu 35 ár — mesta umbrotaskeiðs i atvinnu- og efnahagsmálum sem yfir landið hefur gengið.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.